Morgunblaðið - 15.10.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR lö. OKTÓBER 1060 wfBUffBIH BILALEIGÁ HVEIIFISGÖTU 103 VW SendtferðabifráÖ-WH 5 manna-VW svefnvagn VW 9mamra-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. MAGIMÚSAR 4KIP«OtTl21 sima«21I90 eftír lokun »lml 40381 Brota-jórn og brota-mdlmor kaupum við hæsta verði. Borgartúni. að BEZT er að auglýsa í Morgunblaðinu 0 Borgfirzkt áttaskyn og nútíðarsögn" Fyrir nokkru var rætt við Helga Haraldsson bónda á Hrafn kelsstöðum í sjónvarpsþætti. Þar lýsti hann m.a. þeirri skoðun sinni, að Snorri Sturluson væri höfundur Njáls sögu. Þessari skoðun til stuðnings nefndi hann m.a. áttatáknanir og sögn í nútíð. Tveimur dögum síðar birtist þriggja dálka frétt á baksíðu Tímans með fyrirsögninni: „Borg firzkt áttaskyn og nútíðarsögn benda á höfund Njáhi“. Er x frétt inni vitnað til sjónvarpsviðtals- ins við Helga og segir m.a. á þessa leið: „Helgi kvaðst byggja skoðun sína td. á áttamiðunum Njáluhöf- undar. í Njálu segir: „vestur í Dali, austur á Rangárvelli, suður í Engey og Laugarnes." Þessar línur skerast vitanlega í Borgar- firði, sagði Helgi. Nefndi hann einnig dæmi um eftirleitir og nákvæma staðháttalýsingu, sem enginn n,ema maður I Borgar- firði hefði getað skrifað. Þá benti Helgi á, að því hefði verið slegið föstu, að Njála hefði verið skrifuð eftir daga Snorra. Vitnaði Helgi til ættartölu úr Njálu til að hrekja það mál. Var hér um að ræða ættartölu Sæmund ar fróða. Þar segir: Valgarður grái og Úlfur örgoði. Úlfur ör- goði var faðir Svarts, faðir Loð- mundar, faðir Sigfúsar föður Sæ- mundar fróða. Síðan segir: „En frá Valgarði gráa er Kolbeinn ungi.“ Síðan sagði Helgi. Þarná segi ég að standi skýrum stöfum í NjáJu að Snorri hafi skrifað hana. Þessa setningu hefur eng- inn sett þarna nema Snorri Sturluson. Þegar hann er að skrifa Njálu er hann í málaferl- um við Kolbein unga út af arf- inum eftir Hallberu, en Kolbeinn ungi var tengdasonur Snorra. Er rétt lýst gráglettni Snorra að skjóta því inn í Njálu, að Kol- beinn ungi væri kominn af Val- garði gráa, þvi það er svívirð- ing á Kolbein. Og skiptir líka miklu sögnin: KOLBEINN ER.“ Q Gersamlega haldlaus rök Þannig segir m.a. í Tímafrétt- inni um þessa uppgötvun á höf- undi Njálu. Fleira drap höfund- ur á I þættinum þessu máli til stuðnings, en þau rök voru tæp- ast veigameiri en þessi. Rann- sóknir fræðimanna á Njáls sögu rakti Helgi ekki, nema hvað hann vék aðeins að skoðunum Barða Guðmundssonar. Þegar nánar er hugað að þess- um rökum, sýnir það sig að þau eru gersamlega haldlaus og meira en það. Um Njáluhöíund er vitað, að hann hefur stuðzt við mergð heimilda, er hann samdi sögu sína og úr einni slíkri heimild gat hann haft hár- nákvæmar lýsingar á því hvern- ig skipað er í leitir á hvaða af- rétt sem vera skal á landinu. Auk þess gat hann með viðtöium við menn úr öðrum byggðarlögum aflað sér nákvæmra staðfræði- legra þekkinga um hvaða lands- lag sem var. Áttatáknanir og landslagslýsingar skera því aldrei úr um höfund, enda þótt slíkt geti verið öðrum upplýs- ingum til stuðnings, þegar kann- að er, hver kunni að vera höf- undur ákveðins verks. 0 Er Þorbjörn höfundur Njálu? Hitt atriðið, að nútíðarsögnin um Kolbein hafi eitthvert sönn- unargildi er í raun og veru jafn fráleitt. Þar gæti allt eins verið um að ræða stirðnað form úr eldra handriti, sem höfundur Njálu hefði af vangá sett í sína bók athugasemdalaust. Að full- yrða að Snorri sé höfundur Njálu með þessum röksemdxxm er þvi út í bláinn og minnir á, er gamansamur maður sló því fram, að höfundur Njálu hefði heitið Þorbjörn. Hann rökstuddi mál sitrt með eftirfarandi orðum Njáls sögu, en þar segir á þessa leið: „Lýsingarváttar Marðar gingu þá at dómi og kváðu svá at orði, at annarr talði vætti fram, en báðir guldu samkvæði, at — Mörðr nefndi Þórodd í vætti, en annan mik, en ek heiti Þor- björn“ ... “ Samkvæmt þessum orðum varp aði áðumefndur maður þvi fram í gamni, að höfundur Njálu héti Þorbjöm. Og vissulega hafði hann ekki minna til síns máls en Helgi á Hrafnkelsstöðum með Snörra og öllu meira. 0 Hvenær Njála er rituð Hitt er svo annað mál, að Njáls saga hefur verið ítarlega rannsökuð af mönnum, sem til þess eru sérstaklaga færir. Að öll um öðrum ólöstuðum mun hik- iaust mega telja prófessor Einar Ól. Sveinsson fremstan í flokki Njáluskýrenda. í formála fyrir sögunni í flokki íslenzkra forn- rita kemst hann þannig að orði, er hann hefur fjallað um ritald- ur hennar: „Niðurstaða þessa kafla er sú, að sagan sé vissulega frá síðari hluta 13. aldar. Handritin mæla móti því, að hún sé öllu yngri en frá 1285. Mannanöfn og rit- tengsl mæla með því að hún sé ekki rituð fyrr en eftir lok þjóð veldisins. Svo framarlega sem skilningur minn (og annarra) á lögfræðinni er réttur, er sagan yngri en útkoma Járnsíðu (1271), og helzt hefðu þau lög átt að hafa verið hér í gildi nokkur ár. Nú mætti vera, að söguritarinn hefði ekki Lagt fræðilega stund á þjóðveldislögin, meðan þau giltu en hefði síðan fengið einhver kynni af Járnsíðulögunum. Þá fer hann að reyna að setja sig inn í Grágás um leið og hann skrifar söguna, en nám hans er komið allt of skammt, og verður lögfræði hans því gölluð, og inn í blandast ýmislegt frá samtíðinni, sem er honum kunnara. Með þessu virðist mér mega skýra þetta mál. En þá væri eðlilegast að hugsa sér, að ekki væri byrjað að skrifa söguna löngu fyrir 1280." Laus staða Staða yfírlæknis við Elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni upplýsingar um námsferil og fyrri störf. Ráðgert er að staðan verði veitt frá 1. janúar 1970. Umsóknarfrestur er til 22. október n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Vélstjórar Akureyri og nágrenni Vélstjórafélag íslands heldur fund fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 21 að Hótel Varðborg. Mjög áríðandi félagsmál á dagskrá. Vélstjórar fjölmennið. STJÓRNIIM. Söngtólk Kór Hafnarfjarðarkirkju óskar eftir nokkrum góðum söngrödd- um. Upplýsingar gefur formaður kórsins Haraldur Sigurjóns- son kaupmaður Hverfisgötu 45. sími 50545 og Organleikari kirkjunnar, símar 50914 og 52704. Frá Háskóla Islands ARLEG SKRÁNING allra stúdenta Háskólans fer fram frá 16. til 23. október n.k. Skráningin nær til allra stúdenta Há- skólans, annarra en þeirra, sem voru skrásettir sem nýstú- dentar á s.l. sumri. Við skráningu skulu stúdentar afhenda stúdentaskirteini frá síðasta ári, svo og Ijósmynd, að stærð 35 x 45 mm. Skráningargjald er kr. 1000.—. Vymura vinyl-veggfóður ÞOLIR ALLAN ÞVOTT UTAVER Grensásvegi 22-24 SÍmÍ 30280-32262

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.