Morgunblaðið - 15.10.1969, Blaðsíða 13
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1968
13
GREINARGERD UM LAX-
ÁRVIRKJUNARMÁLID
frá stjórn Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
ÞESS hefur verið farið á leit,
að við gerðum opinbera grein
fyrir afstöðu hinna nýstofnuðu
náttúruverndarsamtaka til fyrir-
hugaðra virkjunarframkvæmda í
Laxá í Þingeyjarsýslu. Okkur er
vissulega ljúft og skylt að verða
við þessari beiðni og vonum að
okkur auðnist að túlka sjónar-
mið félagsins og allra náttúru-
verndarmanna í þessu mikil-
væga máli.
1. Það er einróma sjónarmið
stjómarinnar, að Laxá í Þing-
eyjarsýslu, sé með allra mestu
gersemum íslenzkrar náttúru, og
þótt víðar væri leitað. Það væri
því óbætanlegt glapræði, ef
henni eða næsta umhverfi henn-
ar yrði spillt á einhvem hátt.
Sama gildir og að sjálfsögðu um
Mývatn og umhverfi þess. Við
teljum því að virkjunarkostnað-
ur megi fyrir engan mun vera
ráðandi um gerð þessarar virkj-
unar, heldur verði þar einnig að
taka vemlegt tiilit til náttúm-
vemdarsjónarmiða.
Við viljum einnig vekja at-
hygli á því, að vatnakerfi þetta
er svo verðmætt og arðgæft í
núverandi mynd sinni, að fram-
leiðsla ódýrrar raforku getur
naumast réttlætt skemmdir, enda
byggist afkoma fólks í fjöl-
byggðu héraði nú þegar að veru
legu leyti á því.
Sérstaða vatnakerfisinis, Laxá
-Mývath, birtist okkur í óvana-
lega auðugu og ríkulegu lífi
jurta og dýra í því og umhverf-
is það, lífi sem á fáar eða engar
hliðstæður í svo norðlægum
löndum, og jafnvel ekki í allri
Evrópu. Þetta mikla lífsmagn
reiðir svo aftur af sérstökum
e91 iseigin leikuim þess; vatnið er
mjög næri-ngarríkt liindarvatn,
sem síast undan hraununum suð
ur og austur af Mývatni, og
blandast við laugarvatn frá
Námafjallssvæðinu. Sem lindar-
vatn, er bæði vatnsmagn og hita
stig mjög stöðugt, en þó hitnar
vatnið allmikið á sólríkum sum-
ardögum, á leið sinini gegnum
Mývatn, vegna þess hve það er
grunnt. Vegna hins stöðuga
vatnsborðs, eru bakkar vatn-
anna algrónir, og næringarauðgi
vatnsins eykur grósku þess gróð
urs að miklum mun. Er þetta
eitt augljósasta einkenni vatna-
kerfisins og það sem flestum
finnst sérlega fagurt.
Næringarkeðja lífsins í vatn-
inu, gengur frá kísilþörungum
og öðrum smásæjum þörungum,
gegnum smákrabbadýr, skordýr
(mýlirfur) og fiska til fugla,
sem á vatninu lifa. Þessi nær-
ingarkeðja er þó engan veginn
nógu vel þekkt, né heldur sjálft
eðli vatnsins, og ekki er þekk-
ingin heldur mikil á íbúum þess.
Þess má geta, að hið fræga bit-
mý, klekst einkum í efsta hluta
Laxár, en ekki í sjálfu Mývatni.
— Það lætur að líkuim, að lif-
ríki vatnakerfisins muni vera
viðkvæmt fyrir hvers konar
breytingum á þvi. Enginn hlekk
ur næringarkeðjunnair má bila,
þá eru hinir í hættu. Gildir þetta
að sjálfsögðu um öll vötn, en
hér er óvenju mikið í húfi, ef
illa tekst til.
2. Stjóm náttúruverndarsam-
takanna er grandvallarlega
ekki mótfallin nýjum virkjun-
um í Laxá, enda telur hún að
vel hafi tekizt til með þær, sem
þegar eru komnar. Hins vegar
teljum við augljóst, að hinum
fyrirhuguðu mannvirkjum og
breytingum á Laxá, í samibandi
við svonefnda Gljúfurversvirkj-
un, eins og hún er nú áætluð,
og samþykkt af Laxárvirkjun-
arstjórn, fylgi svo mikil rösk-
un á eðli árinnar, að lífi hennar
geti stafað veruleg hætta af því.
Það er skoðun okkar ,að ekki
beri að taka þá áhættu, án und-
angenginnar rannsóknar, þ.e. áð
ur en vitað er í hverju hættan
er fólgin og hve mikil hún er.
Við leyfum okkur að vísa hér
til kynniingarfundar, er Laxár-
virk j unarst j órn boðaði til á
Breiðumýri sl. vor, þar sem m.a.
kom fram, að á lokastigi þessar-
ar virkjunar er áætluð um 50
m há stífla í Laxárgljúfrum, en
við hana myndast uppistöðulón,
sem nær inn í miðjan Laxár-
dal. Lóni þessu er ætlað margs
konar hlutverk, þar á meðal að
miðla vatni milli árstíða, svo og
milli tímabila mismunandi álags
(toppmiðlun). Toppmiðlunin
myndi hafa í för með sér da.g-
sveiflur á vatnsborði árinnar,
neðan lónsins, en slíkar dags-
sveiflur eru nú engar. Árstíða-
miðlun myndi hins vegar breyta
vatnsborði lónsins afar mikið,
líklega allt að sjö metrum.
Vegna þess hve lónið er djúpt
myndi það kæla vatnið veru-
reg’a á sumrum, en auíka hita-
stig þess framan af vetrinum.
Það myndi ennfremur taka við
mestum hluta þess foksands og
þess slýs, sem Laxá ber nú með
sér.
Slýið sem er að mestu leyti
græniir þörungar, myndi rotna í
lóninu, en nokkur hætta gæti
stafað af ófullkominni rotnun
þess, (myndun brenndsteinsvetn
is). Sama er að segja um gróður
þann, sem fer á kaf í lóninu.
í sambandi við Gljúfurvers-
virkjun er fyrirhugað, að veita
Suðurá í Kráká og auka þar
með vatnsmagn Laxár um allt að
þriðjung. Af því leiðir að sjálf-
sögðu vatnsborðshækkun, sem
nernur allt að 20 sm í Aðaldal,
og straumhraði árinnar eykst
einnig nokkuð.
Af þessari upptalningu verður
ljóst, að nokkrum megineinkenn
um árinnar verður breytt við
fyrirhugaða Gljúfurversvirkjun,
svo sem hitastigi, vatnsborði og
sennilega einnig efnasamsetn-
ingu vatnsins. Einnig er nokkur
hætta á að bakkar og botn ár-
innar grafist.
Varla verður hjá því komizt,
að álykta, að sú Laxá, sem verð-
ur til eftir þessar breytingar er
önnur, en sú sem við þekkjum
i dag, hvað sem annars má segja
um kosti þess nýja vatnsfalls.
3. Það er samdóma álit okkar,
að gera verði ítarlegar vatns-
fræðilegar (limnologiskar) og
líffræðilegar rannsóknir á vatna
kerfi Laxár og umhverfi þess,
áður en ákvörðun verður tekin
um framhaldsvirkjun í því formi,
sem nú er fyrirhugað, eða a.m.k.
áður en lokastig þeirrar virkj-
unar verða ákveðin.
Rannsóknir þessar ættu að
miða að tvennu: Annars vegar
að kanna núverandi ástand vatn
anna og lífsims í þeim, hætti líf-
veranna og samskipti þeirra
innbyrðis og við umhverfi sitt.
Hins vegar, að reyna að finna
út hvaða áhrif fyrirhugaðar
framkvæmdir hafa á lífsskilyrð-
in, og þar með á lífið í vatnakerf
inu og umhverfi þess. Verði þar
einnig stuðzt við reynslu frá öðr
um svipuðum virkjunum, t.d úr
Fljótum, svo og við sambærileg-
ar virkjanir erlendis.
Við teljum að hér sé um svo
mikið verkefni að ræða, að það
verði naumast leyst, nema með
sérstakri rannsóknastöð, er stað
sett yrði við Laxá eða Mývatn.
Niðurstöður þessara rann-
sókna og annarra, er kunna að
verða gerðar, eða hafa þegar far
ið fram, ættu síðan að skera úr
uim þaið, hvort náðdat verður í
Gljúfurversvirkjun, eða þau
stig hennar, sem mestri röskun
valda.
Við viljum í þessu sambandi
vísa á tillögu, sem samþykkt var
á ráðstefnu samtakanna á Laug-
um sl. vor, og send hefur verið
hlutaðeigandi aðilum. Tillag-
an er efnislega alveg samihljóða
því sem hér er rakið.
Það kom greinilega fram á áð-
urnefndum kynningarfundi á
Breiðumýri, að rannsóknir slíkar
sem hér er talað um, hafa til
þessa, engar verið gerðar.
4. Vrð viljum benda á, aff verffi
haldiff fast viff áætlaða stíflu-
gerff í Laxárgljúfrum, fer mikið
nytjanlegt land, svo og ýmis
merk náttúrufyrirbæri forgörff-
um.
Um skemmdir á ræktuðu og
ræktanlegu landi, svo og á
mannvirkjum öðrum, þarf ekki
að ræða frekar hér, þótt það sé
að okkar dómi eitt alvarlegasta
málið, en Ijóst er að aðrir eru
færari til að gera því máli glögg
skil. Þó skal það skýrt fram tek
ið, að náttúruvernd nútímans
stefmir yfiirteitit að skynsaimftegri
og hóflegri nytjun lands, en
ekki að eyðingu byggðar eða bú-
skapair. Þá aðferð Laxárvirkjun
arstjórnar að kaupa upp jarðirn
ar í Laxárdalnum, verðum við
því að telja varhugarverða, þar
sem hún stefnir augljóslega að
eyðingu byggðarinnair þar. Þar
sem ekki verður annað séð, en
dahirinn eða a.m.k. iinnri hluti
hiaims, verði þrátt fyrir lómnið aill-
vel byggilegur, og skilyrði til
fiskveiða o.s.frv., nokkur virðist
fátt mæla með réttmæti þessar-
ar stefnu.
Tvö hraun hafa runnið niður
eftir Laxárdal, hið yngra fyrir
um tvö þúsund árum. Þess sjást
hvarvetna merki, að hraunið hef
ur runnið niður dalinn líkt og
straumþung elfur, ekki ósvipað
og Laxá nú, þótt hægar hafi far-
ið, enda rennur áin nú víða í
farvegi eldárinnar, eða í svo-
nefndum hrauntröðum. Munu
fær traðir, óvíða fegurri eða til-
komumeiri, en í neðanverðum
Laxárdal. Um miðbik dalsins er
nokkuð af hinum sérkennilegu
gervigígum, sem eru einkenn-
andi fyrir þetta hraun.
Volgar laugar eru á nokkrum
stöðum, neðan til í dalnum, og
mun sá jarðhiti lítt eða ekki
kamnaður. f ánni er fjöldi eyja
og hólma með ríkulegum gróðri
og ýmsum sjaldgæfum tegund-
utn, en í suimuim þeirra er fjöl-
breytt andavarp.
Annars er lífríki þess svæðis,
sem áætlað er að sökkva frem-
ur lítið þekkt, Virðist því sjálf-
sögð krafa, að Laxárvirkjun láti
gera sérstaka líffræðilega rann
sókn á svæðinu, og kosti þá
rannsókn að öllu leyti.
5. Veiting Suffurár í Svartár-
vatn og þaffan í Kráká, gæti
haft veruleg áhrif á Laxá, Skjálf
andafljót og Mývatn, og viljum
viff því taka sérstakan vara á
þeirri framkvæmd. Umfram allt
yrffi aff tryggja þaff, aff slík auk-
in Kráká, hlypi ekki í Græna-
vatn og Mývatn, eins og Kráká
gerir nú stundum.
Þar sem Suðurárveitan er
ekki áætluð fyrr en að 10—15
árum liðnum, sýnist okkur
óþarft að ræða hana meira hér.
6. Stjórn náttúruveradar-
samtakanna telur, aff í svo mik-
ilvægu og vífffeffmu máli, sem
þessu, verffi ekki hjá því kom-
izt, aff taka fullt tillit til óska
og álits ibúanna í viffkomandi
héraffi. Vötnin sem hér um ræð-
ir, eru fyrst og fremst þeirra
eign, ag þeirra er landið um-
hverfis. Þeir eiga því mest í
húfi, að vel takist til um allhliða
nytjun vatnanna. Aðrir hafa þar
lítið meina en tillögurétt. Allar
eignarnámsheimildir bneyta litlu
um þetta grundvallareðli máls-
ins.
Siðferðislega skoðað á þó þjóð
in og raunar allt mannkynið,
eina kröfu á hendur eigendun-
um, en hún ér sú, að þeir varð-
veiti þann fjársjóð, sem þeir eru
bornir til, fyrir öllum "hugsan-
legum skemmdum. Við getum
ekki betur séð, en að Þingey-
ingar hafi gert sér þá skyldu
ljósa. Til þess eiga þeir alla að-
stoð skilda.
Rafmagnsverð er stundlegt
fyrirbæri, en skemmdir á nátt-
úrunni eru oftast óafturkræfar.
Vill Laxárvirkjunanstjórn bera
ábyrgð á þeim?
Höfum við ekki ráð á að velja
næstódýrustu aðferðina, ef með
því verður landskemmdum forð-
að.
Akureyri, 7. október 1969.
Helgi Hallgrímsson
Hjörtur E. Þórarinsson
Árni Sigurffsson
Jóhann Skaptason
Egill Bjaraason
Plötusmiðir
og aðrir járniðnaðarmenn óskast,
STÁLSMIÐJAN H.F.
NYKOMIÐ
TAUKÖRFUR — BARNABAÐKER úr plasti.
PLASTTUNNUR FYRIR HAUSTMAT.
Iv J. Þorláksson & Norðmann hf.
BANKASTRÆTI 11.
LOFTPRESSA
VILJUM KAUPA LOFTPRESSU.
Afköst þurfa að vera 1—2 þúsund lítr/mín.
SÁPUGERÐIN frigg
Lyngási 1, Garðahreppi
Sími 51822.
& &
M &
V^V^
HEIMILIÐ — „veröld innan veggja“, —
vörusýning á vegum Kaupstefnunnar, sem
fyrirhuguð er 22. maí 1970, hefur fengið
mjög góðar undirtektir hjá framleiðend-
um og kaupsýslumönnum. — Sýningar-
stjóm hafa nú borizt skriflegar pantanir
á sýningardeildum er ná yfir helming
sýningarsvæðis Laugardalshallarinnar.
Þar sem nú verður að gera tillögur um
niðurröðun sýningardeilda, biður sýning-
arstjóm þá, sem hafa móttekið gögn, að
taka ákvörðun um þátttöku sína fljótlega.
— Einnig biður sýningarstjómin alla, sem
óskað hafa eftir sýningardeild, en ekki sent
formlega pöntun, að gera það sem fyrst.
Allar óskir um staðsetningu á sýning-
arsvæði verða bókaðar og tekið tillit til
þeirra í þeirri röð, sem pantanir berast.
Þeir, sem óska eftir upplýsingum um
sýninguna, en ekki fengið send gögn um
hana, ættu að biðja um þau í skrifstofu
Kaupstefnunnar, Pósthústræti 13,
símar: 24397 og 10509. Þar geta þeir einnig
fengið bækling um sýninguna á ensku.
HEIMILIÐ ,fVeröld innan veggja ”