Morgunblaðið - 17.10.1969, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.10.1969, Qupperneq 1
32 SIÐUR 228. thl. 5K. árg. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þessa mynd tók Ölafur K. Magnússon, ljósmyndari Mbl. á setningarfundi 18. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Háskólabíói í gærkvöldi. Mikill mannfjöldi vat saman kominn á setningarfundinum, fuiltrúar og gestir. Bjarni Benediktsson i landsfundarræðu sinni i gærkvöldi: EFLUM TENGSL KJÓSENDA OG ■■ r KJORINNA — klofning milli kynslóða verður oð forðast — frelsi og sjálfstæði sá afl- vaki sem bezt dugar „MÉR er að nokkru á sama veg farið og manni, sem lent hefur með skip sitt í sjávarháska. Á meðan hættan stendur hugsar hann einkum eða eingöngu um að bjarga skipinu, en ekki um að prýða það né bæta, þó að hann viti þess þörf þegar betur stendur á. Á sama veg hefur síðustu miss- erin öllu öðru fremur orðið að hugsa um að bjarga þjóð- arfleyinu undan áföllum og reyna að komast á kyrrari sjó“. Þannig komst formaður Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, að orði í ræðu þeirri, er hann flutti við setningu átjánda Landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í gærkvöldi. FULLTRUA ÞEIRRA Forsætisráðherra skýrði atburði siðustu ára í ræðu sinni og gerði grein fyrir ráðstöfunum þeim, sem ríkisstjórnin undir forystu Sjálf- stæðisflokksins hefur beitt sér fyrir til lausnar þeim miklu efnahagsörð- ugleikum, sem yfir þjóðina hafa dunið. Hann lagði á það höfuð- áherzlu, að grundvöll atvinnulifsins yrði að vikka og afla yrði fram- leiösluvörum hennar stærri markaða. Hann ræddi um hugsanlega aðild Islands að Efta og greindi frá þeim hag, sem af henni yrði. Hann ræddi um varnarþörf landsins og aðild þess að Atlantshafsbandalaginu. Og komst siðan svo að orði: „Þegar litið er yfir helztu deilu- mál siðustu ára og áratuga, sést, að Sjálfstæðismenn hafa í meginatrið- um haft rétt fyrir sér. Aðvaranir okkar gegn hættum af varnarleysi og oftrú á afskiptaleysi þeirra, sem stöðugt bera friðarfijal á vörum, hafa því miður reynzt rétt- ar. Enda er enginn efi á, að Atlants- hafsbandalagið nýtur nú almennari stuðnings hér en nokkru sinni fyrr. Sama máli gegnir um innanlands málin. Við Sjáifstæðismenn höfð- um oftar og eindregnar en nokkrir aðrir varað við hættunni af of ein- hæfu atvinnulífi. Við höfum einnig manna mest brýnt fyrir almenningi nauðsyn þess, að hefjast handa um stóraukna fjölbreytni þess, áður en verulegur voði stafaði af. Sveiflan niður á við varð stærri og skyndi- legri en okkur hafði uggað. Tekju- missirinn varð svo gífurlegur, að ætla hefði mátt, að algert öngþveiti stafaði af. Vegna viðbúnaðar okkar. þolinmæði, leit að viðtækari lausn, samfara óhvikulum vilja til að velja þær leiðir, er leiddu til áframhald- andi frelsis en höfnum nýrra hafta og endurvakinnar ríkisforsjár, eru horfur nú mun betri en búizt var við fyrir nokkrum mánuðum". Síðan ræddi dr. Bjami Benedikts- son um gengi Sjálfstæðisflokksins meðal þjóðarinnar, hugsjónir æsk- unnar og baráttu hennar, stöðu stjómmálamannanna og tengsl þeirra við kjósendur, umbætur á stjórnkerfinu og nauðsyn þess að allsherjar hagsmuna sé gætt. Ræða forsætisráðherra, dr. Bjama Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, birtist i heild í biaðinu I dag. Sjá bls. 17—19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.