Morgunblaðið - 22.11.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓV. 1069 Til fundarins í Arbæjarhverfi komu um 80 Sjálfstæðismenn. Myndin sýnir hluta fundargesta. Frá stofnfundi Hverfasamtaka Sjálfstæðismanna í Breiðholtshverfi. Yfirlitsmynd af stofnfundinum í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Geir Hallgrimsson I ræðustól. en honum á hægri hönd situr fundarstjórinn Aðalsteinn Guðjohnsen og á vinstri hönd Svavar Gests. sem gegndi fundarritarastörfum. (Myndir Mbl.: Kr. Ben.) Á fundunum hefur m. a. farið fram kjör í stjómir samtakanna og sést hér frá atkvæðatalningu. 1300 stofnendur 8 hverfasamtaka SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavík hafa nú stofnað 8 hverfasamtök í hinum ýmsu hverfum borgarinn- ar og eru stofnendur þeirra um 1300 talsins. Nú er eftir að stofna tvö hverfasamtök og verða stofn- fundir þeirra um næstu helgi, á laugardag í Laug- arneshverfi og sunnudag í Háaleitishverfi. Á fimmtudagskvöld í síðustu viku voru stofnuð hverfasamtök Sjálfstæðismanna í Breiðholtshverfi. Voru um 60 manns á þeim fundi. Fundarstjóri var Magnús L. Sveinsson en fundarritari Magnús Ein- arsson. í stjóm voru kjömir Ólafur V. Guðmunds- son, Óskar Friðriksson og Sigurður Ágúst Jensson, en í varastjórn Birna Brynleifsdóttir og Jón Rúnar Ragnarsson. Sl. laugardag voru svo stofnuð hverfasamtök í Árbæjarhverfi og voru stofnendur um 80. Fund- arstjóri var Jón Hnefill Aðalsteinsson, en fundar- ritari Margrét Einarsdóttir. í stjórn voru kosnir Árni Magnússon, Margrét Einarsdóttir og Skúli Möller. í varastjóm voru kjörnir Jón Ásgeirsson og Hörður Felixson. Á sunnudaginn var stofnuðu um 200 stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins hverfasamtök í Smá- ibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fundarstjóri var Aðalsteinn Guðjohnsen, en fundarritari Svavar Gests. í stjórn voru kjörnir Gísli Jóhannsson, Arn- finnur Jónsson og Eysteinn Helgason. í varastjórn Jarþrúður Maack og Ottó Októsson. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, hefur ávarpað alla stofnfundina, en einnig hafa þeir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jóhann Hafstein, varaformaður flokksins, flutt stutt ávörp. Allir hafa þessir menn svarað fyrirspurnum á fund- unum ásamt borgarfulltrúum og alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fundarstjóri á Arbæjarfundinum var Jón Hnefill Aðalsteinsson. kennari og fundarritari frú Margrét Einarsdóttir. A myndinni er einnig Hörður Einarsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna. Bomar fram fyrirspumir. Atkvæði talin af krafti á fundi Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.