Alþýðublaðið - 05.06.1930, Side 2

Alþýðublaðið - 05.06.1930, Side 2
fl ▲ fiðHft ÐHaHAðlB Opið bréf til frú Guðrúnar Lárusdóttur. Kæra frú! í dag fékk ég bréf frá aldr- aðri alpýðukonu austur á Eyrar- bakka. Þessi kona er góðum gáf- um gædd, og átti ég oft í deil- um við hana, er ég var í æsku heima. Sumt af því, sem hún deildi við mig um, hefi ég lært að skílja á aÖra lund en þá, er ég var kornungur, og svo er einnig um gömlu konuna. Það hefir jafnast á milli okkar. Lífs- reynsla mín,. þött stutt sé, hefir sýnt mér ýmislegt í öðru ljósi en ég sá það áður, og framrás tím- ans og byltingarót nýrrar menn- ingar hefir felt í rústir margt það, sem gamla konan áleit ó- bifanleg sannindi fyrir 10 árum, já, jafnvel 5 árum. Ga'mla konan er heit-trúuð og minnist ég þess, að þegar ég var á fermingaraldri, benti hún mér á ýmsa sálma í sálmabókinni og bað mig læra. Fermingargjöf hennar til mín var líka sálma- bók. — En gamla konan hefir alt af, þrátt fyrir trúar-innileik sinn, verið hörð í skapi þegar henni finst lítilmagni órétti beittur, og því er hún og hefir ávalt verið jafnaðarkona. Var hún og einnig sú fyrsta manneskja, sem benti mér á það, að Kristur var al- þýðumaður, en ekki yfirstéttar- maður, að hann var öreigavinur, en ekki auðvaldsþjónn. Gamla alþýðukonan austur á Eyrarbakka er mjög reið í bréfi sínu til mín. Hún segir, að þér hafið komið þangað austur og haldið fyrirlestur í kirkjunni, að í kirkjuna hafi forkólfar íhalds- flokksins á Eyrarbakka smalað „íhaldsfólki", eins og hún kemst að orði, og að eftir hina svo- nefndu „guðsþjónustu“ yðar, en það nafn munu umboðsmenn í- haldsflokksins hafa gefið fyrir- iestri yðar, hafi afturhaldskonur þorpsins haldið kaffigildi yður tll heiðurs og dásemdar. Og gamla konan bætir við: „Hún kemur hingað á þeim tíma, þegar stjórnmáladeilurnar standa sem hæst. Hún er i framboði af hálfu þess flokks, sem þyngst liggur á herðum fátækra manna. hér eystra, eins og annars staðar á landinu. Hvi kemur hún hingað einmitt nú? Er það af umhyggju fyrir veáalings heiðingjunum í Kína? Nei. Hún kemur hingað til þess að flytja fátækri alþýðu falsboð alþýðuböðlanna í ''Reykja- vik, sem vilja aftur fá stjórnar- taumana í sínar hendur. Já, hún kemur hingað í kufli kristninnar til þess að hafa áhrif á deilurn- ar, sem nú geisa, en undir kufl- inum hylur hún kutann, sem á að sundra samtakakeðju fátækra manna, frelsisþrá þeirra og sjálf- stæðisviðleitni. Mér ofbýður hræsnin, því að hún hlýtur að vita, til hvers verið er að nota hana. Og nú finst mér eins og Guðrún Lárusdóttir sé ein af . þeim, sem gleði myndi verða yfir á himnum ef hún bætti ráð sitt, eins og þú sagðir einu sinni um prestinn okkar. . Þetta nægir til að sýna hug gömlu trúuðu konunnar austur á Eyrarbakka til yðar. En það eru fleiri en hún, sem framkoma yðar hefir reitt til reiði. Það eru líka til alþýðukonur austur í Hrepp- um, í Vestmannaeyjum, í Garð- inum og víðar þar, sem þér haf- ið istigið í predikunarstólinn í umboði Jóns Þorlákssonar og Eggerts Claessens. Ég skrifa yður bréf þetta, frú mín góð, végna þess, að ég á svo bágt með að sætta mig við þá hugsun, að þér vitið, hvað þér eruð að gera. Mig langar til að fá það svart á hvitu frá yður í opinberu blaði. „Ég vil alls ekki vera ó- svífinn við yður, því að til þess hefi ég enga ástæðu, en mig langar þó til að spyrja yður nokkurra spurninga, sem ég óska að þér svarið. Hvort ferðist þér nú um sveitir og þorp í þeim tilgangi að vinna auðvaldsflokknum héf í Reykja- vík fylgi eða til þess að safna fé til heiðingjatrúboðsins í Kína? Ef þér ferðist til heilla heið- ingjatrúboðsins, stendur yður þá á sama með hyaða meðulum þér komið kristninni á? Og því spyr ég yður: Hvort er það auðvaldsflokkurinn, sem greiðir ferðakostnað yðar, eða trúboðsfélögin? Hvers vegna haldið þér að auðvaldið hér í Reykjavík hafi boðið yður annað sætið á lista sínum? Haldið þér, að það hafi gert það af einskærri umhyggju fyrir áhugamáíum yðar, kristniboðinu ií Kíná og afkomu Bjarma? Haldið þér ekki að yður hafi verið boðið sætið vegna þess, að þér eruð þektar sem trúuð mann- eskja og auðvaldið hélt að það gæti veitt atkvæði á yður, ef þér yrðúð agnið á önglinum? Hvað haldið þér að þér gætuð gert í Ihaldsflokknum til að efla kristnina i landinu og kristilega meðferð á fátækri alþýðu? Hvað haldið þér að þér gætuð gert til að íhaldið færi að berj- ast fyrir marsiúðarmálum þeim, sem alþýðan ber fram, en auð- valdið berst -gegn ? Getið þér fengið afnuminn sveitarflutning? — Þér þekkið verk íhaldsins! Getið þér afnumið berklaibúð- irnar hér í Reykjavík, sem skoð- anabræður yðar leigja okurleigu? Getið þér fengið íhaldið til að hækka barnsmeðlögin úr 270 kr. á ári, svo að ómálga börn þurfi ekki enn að fæðast í þennan krjstmi heim til hélvízkrar líð- unar ? Getið þér knúð íhaldið til að vera með almannatryggingum, svo að örorka gamalmenni, sem slitið hafa kröftum sínum í jrágu þessarar kristnu þjóðar, þurfi ekki að svelta heilu hungri, mæð- ur þurfi ekki að örmagnast úr áhyggjum og sorg, þegar drott- inn hefir krafið heimilin um einu stoðina, og vinnuþrællinn þurfi ekki að svelta í kulda þá daga, sem ekkert er að gera í þessu ríka landi ? Getið þér fengið íhaldið til að vera með í því að knýja stjórn- ina til að hækka kaup vegavinnu- og brúargerða-manna, sem vinna verkin, sem Tíminn er alt af að skrifa um að séu farin að tala? Viljið þér ábyrgjast, að íhalds- flokkurinn verði með styttingu vinnutíma á togurum? Viljið þér'ábyrgjast, að íhalds- flokkurinn verði með afnámi barnaþrælkunar, skólagjaldanna o. s. frv.? Ef til vill hafið þér sett aftur- haldinu skilyrði þegar þér leyfð- uð að draga yðar kristna kufl að hún á flaggstöng auðvaldsins, og ef svo er: Hver og hvar eru skilyrðin ? Hvað er það í starfsemi auð- valdsflokksins, sem þér getið samrýmt kristilegu framferði? — Hvað er það? Ég spyr yður: Eru það kosningasvikin í Hnífsdal? Er það ríkislögreglubarátta þess? Er það bæjarfógetamálið? Er það gjöfin úr Thorkilliisjóðnum? Er það sjóðþurðin í Brunabótafélag- inu, sem íhaldsstjórnin vissi um? Er það barátta þess gegn stytt- ingu vinnutímans?; Er það and- spyrna þess gegn afnámi réttar- missis vegna sveitarstyrks, af- námi sveitarflutnings o. s. frv.? Er það baráttá þess gegn rétt- látri kjördæmaskipun ? Er það löggilding Magnúsar Krossaness- ráðherra á sviknum mælikerum? Er það Skildinganessmálið? Er það andspyrna auðvaldsins gegn öllum framfara-, mannúðar-, rétt- lætis- og menningar-málum okk- ar litlu þjóðar? — Hvað er það? Ég spyr yður, sem auðvaldiÖ hef- ir sett upp í Morgunblaðsglugg- ana og predikunarstólana og sagt: Lítið á! Þessi kristna sál er okkar sál! Þetta góðmannlega andlit er okkar innri maður! Ég spyr yður. Þér verðið að skilja það, frú mín góð, að við lifum á alvöru- tímum. Öllu gömlu, sem ekki dugar, er kastað burtu. Fólkið vex upp úr fortíðinni. Það berst áfram áfanga af áfanga, áfram mót meiri fulfkomnun, meiri mannúð, menningu og þroska. Þér verðiþ að skilja það, að á slíkum tímum verða oft hörð á- tök milli hinna dauðu afla og nýju aflanna. Mannfélagslíkaminn verður að losa sig við eiturefnin. Og eiturefnin þekkjum við. — Þér eruð í flokki afturhalds- manna, dauðu aflanna. Eruð þér bölsýnar? Er það virkilega svo, að þér sættið yður til lengdar betur við bölsýni íhaldsmanna en bjartsýni jafnaðarmanna ? Eða trúið þér því ekki, að jafnaðar- menn séu bjartsýnir? Þeir trúa því, að mönnunum sé fátt ómátt- ugt, bara ef þeir læra að skilja þarfir hver annars. Að minsta kosti ætti þeim að takast að ‘ korna sér saman í þessi 60—80 ár, sem þeir lifa hér á þessari jarðarkúlu. Þeim ætti að takast það. En þeim hefir ekki tekist það vegna þess, að flokksbræður yðar hafa æst til ófriðar og blóðsúthellinga í hvert skifti, sem þá vantaði markaði fyrir afurðir. þær, sem kreftar vinnuhendur ör- eiga-verkamanna, -kvenna og -barna sköpuðu í kolsvörtum verksmiðjum þeirra. Þér verðið að athuga það, frú, að reiði gömlu trúuðu konunnar á Eyrarbakka gegn yður er rétt- lát, vegna þess, að: Stjórnmálabarátta alpýdunnar er henni naudsyn, sem sprottin er af neyd og áhyggjum. Bar- áttan er afkvœmi pess pjódskipu- lags, sem pér hafid lánað yður. til að verja. Þess vegna berst al- þýðan sleitulaust. þar til réttur- inn hefir sigrað, hvað svo sem auðvaldið gerir til að villa á sér heimildir, hvaðan svo sem flugu- menn koma, — því að þér þekkið það, að þótt kirkjunni og auð- valdinu hafi tekist að láta Gali- lei afneita kenningum sínum um að jörðin snérist um sólina, þótt þeim hafi tekist að brenna Sa- vanorola, Jóhann Húss og Mich- ael Servet, þá hefir þessurn tveim öflum ekki tekist að drepa alla. brautryðjendur og framfaramenn mannkynsins. Nú er vaxinn upp nýr braut- ryðjandi, sem engurn tekst að yfirstíga, jafnvel þótt talað værí gegn honum af öllum predikun- arstólum heimsins. Þessi brautryðjandi er: afpýð- an sjálf —, pví að alpýðan sjálf er sinn eiginn brautryðjandi. Viljið þér nú ekki fara að hugsa um þessi mál? 4. júní. Yðar einlægur Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Flotamálasamningarinn. Lundúnum, (UP), 5. júní FB0 Frá Washington er símað: Hoo- ver Bandarikjaforseti hefir til- kynt, að öldungadeild þjóðþings- ins muni stáðfesta Lundúna-flota- málasamninginn á yfirstandandi Þingi- _____________ Þrælatökin. Alþýðunnar bera bak bognað getur tíðum þegar íhalds-þrælatak þrengir að báðum síðum. Hafliði Nikulásson..

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.