Alþýðublaðið - 05.06.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1930, Blaðsíða 3
ALÞtÐUBIí AÐIÐ 8 Skilningur lærðra manna. Hér fara á eftir próf-spurn- ingar og p róf-verkefn!i, í sögu Is- lendinga og mannkynssögu handa 13 og 14 ára unglingum, sem eru að taka próf inn í fyrstu deild Reykjavíkur mentaskóla. — Halda uppeldisfræðingar vorir, að ungmenni þessi séu þegar orð- in doktorsefni? — 1. Hvað hafa þjóðir hér í álfu sérstaklega lært af Egiptum hinum fornu? 2. Hver voru hin þjóðkunnustu stórhýsi í Egiptalandi hinu forna? Eru þau enn við lýði? Og þá hvar í landinu? 3. Hver var víðátta Grikklands í fornöld? Hver voru þá helztu ríkin þar í landi og hvert var skipulag þeirra? 4. Nefnið hið helzta, sem menta- þjóðir vorra tima eiga að þakka Heilenum. 5. Nefnið helztu goð Hellena og þjóðhetjur og segið dálítið deili á þeim. 6. Hverja atvinnuvegi lögðu Hellenar einkum stund á? Nefn nokkrar helztu nýlendur þeirra í Evrópu og Litlu- Asíu. 7. Skýr frá _starfsemi Sókratesar í ættborg hans og skoðun hans á goðum Hellena. 8. Skýr stuttlega frá herför Alexanders mikla til Persa- lands, um hver lönd hann fór og hvernig herferðinni lauk. 9. Stéttir manna í Róm, og helztu embættismenn þar eftir að lýðveldið komst á, og skýr lítils háttar frá störfum þeirra. 10. Skýr stuttlega frá viðureign Rómverja við Miðjarðarhafs- löndin og endalok hennar. 11. Borgarastyrjaldir í Róm á 1. öld f. Kr. Foringjar þeirra og endalok. 12. Keisarastjórn hefst í Róm. Nefn nokkra hina helztu keis- ara og stjórnarskrár þeirra. 13. Nefn helztu ríki og þjóðir í Vesturevrópu um 600 e. Kr. 14. Grein stuttlega frá landvinn- ingum Karls mikla, víðáttu ríkisins og friðarstarfsemi hans. 15. Kenning Móhameds og út- breiðsla hennar. 16. Grein frá 2 helztu krossferð- um og foringjum þeirra. 17. Víldng Norðurlandaþjóða. 18. Skýr stuttlega frá helztu uppgötvunum og landafund- um í lok miðalda. 19. Helztu trúarstyrjaldir hér í álfu eftir siðasldftin. 20. Loðvík 14. Styrjaldir hans og landsstjórn. 21. Gústaf Vasa Svíakonungur og helztu niðjar hans. 22. Landvinningar og stjórn Pét- urs mikla. 23. Styrjaldir og stjórn Friðriks mikla. 24. Frelsisstrið Norðurameríku- manna og úrslit þess. 25. Bændaánauðin í Danmörku úr lögum numin. Afleiðingar þess. 26. Skifting Póllands og viðreisn þess á vorum dögum. 27. Tildrög stjómarbyltingarinn- ar miklu. 28. Napóleon yfirkonsúll. Land- vinningar hans þá og land- • stjórn. 29. ítalía verður eitt ríki og helztu rnenn, sem að því unnu. 30. Grein frá helztu framförum í eðlisfræði, náttúrufræði og læknisfræði á öldinni sem leið, og nöfnum þeirra manna, sem mest kveður að í þeim greinum. 31. Jón Sigurðsson á þjóðfund- inum. 32. Verzlunareinokunin leidd í lög á Islandi, afnumin að nokkru leyti, afnumin til fulls (hvar og hvenær). 33. Magnús Stephensen og bóka- útgáfur hans. 34. Olfljótslög (Olfljótur). Al- þingi sett á stofn (hvar og hvenær). 35. íslendingar kristnaðir, og helztu forgöngumenn þess. 36. Fyrstu íslenzkir biskupar og biskupsstólar. 37. Erfðahylling og einveldi tek- ið upp hér á landi. (Kópa- vogsfundurinn.) 38. Stjórnarskráin 1874. (Þjóðhá- tíðin 1874.) 39. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Ferðalög þeirra og rannsöknir hér á landi. 40. Guðbrandur biskup Þorláks- son. (Þau börn, sem hafa lesið ls- landssögu Jónasar Jónssonar, riti úm þau verkefni, sem sett eru í sviga, en þau, er lesið hafa ís- landssögu Boga Melsted, riti um svigalausu verkefnin.) Vestnr-Shaftafellssfsla og ibuar hennar. Drög til lýsingar á ís- lenzku þjóðlífi, mótuðu af skaftfellskri náttúru, sett fram af 40 fulltrúum skaftfellskrar alþýðu. •— Björn O. Björnsson bjó undir prentun og gefur út. Bráðabirgðaávöxtur aiþýðu- hreyfingar í Skaftafellssýslu, er gengur út á það að lýsa útlífi allrar alþýðu í sýslunni nú á dögum og eins langt aftur í tím- ann og menn muna. Bókfesta þjóðlíf, sem er á hverfanda hveli —' í þeim tilgangi, að þjóðin öðl- ist meiri hug á að týna ekki hollustuáhrifum þeim, sem hún hefir átt við að búa af hendi náttúru lands sins, þó að lífs- formin breytist. Til þessa vilja Skaftfellingar leggja frarn ómak, 50 asara. 50 anra. Elephant-cinarettur. Ljáffengar og kaldar. Fást aZls staðar I heildsoln h|á Tóbaksverzlan íslands L f. Fornsalan er flntt af Vatnsstig 3 i Aðalstræti 16, sími 1089. Mfólkurbú Flóamanna. Útsala fyrir Vesturbæínn á Vesturgötu 17. Smjör, Ostai, 3 teg., Rjómi, Nýmjólk, Sbyr, Áfir, Unðanrenning. Kemur daglega nýtt á markaðinn. Allskonar brauðvörur frá Björnsbakaríi. Sendisveinn óskast nú þegar. Mjólku'búðin Vesturgötu 17 SÍmi 864. og þvi er komin svo að segja al- menn hreyfing á í sýslunni um að lýsa þjóðlífsatriðum þessum eins og þau gerast þar í héraði. Er það tíg trú forgöngumann- anna, að með þessu móti verði lagður ómissanlegur hluti af grunninum undir vísindalega rannsókn á * íslenzkri þjóð og sambandi hennar við land sitt. Alþingishátíðina nota Skaftfell- ingar sem tilefni til að gera al- þjóð heyrinkunnugt þetta mál- efni, sem sprottið hefir upp í skauti skaftfellskrar alþýðu. Ham- ingjuóskir sínar til þjóðarinnar innibinda þeir í bókinni, sem þeir hafa skrifað á nóttunni eftir að vorannir hófust. Þeim þykir. að vísu leiðara að verða að gera ráð fyrir, að ritgerðirnar og ann- ar undirbúningur bókarinnar und- ir prentun sé ekki eins vandaður og verið liefði, ef þeim hefði fyr í hug komið að gefa út hátíðar- rit sitt. En þeir vona, að þetta megi á hægara veg virða vegna þess, að fyrir viðbragðsflýti þeirra og trú beri þeir giftu til að benda þjóð sinni á nýja og heilladrjúga leið til aukinnar þekkingar á sjálfri sér og landi < sínu — á hátíðlegum tímamótum. Þó að Skaftfellingai- í heild standi bak við bókina, hefir það orðið að innbyrðis samkomulagi með þeim, að einn þeirra gefi bókina út, nfl. höfundur hreyfing- arinnar, sr. Björn 0. Björnsson í Ásum í Skaftártungu. Hefir hann í ekkert horft til þess að frágangur ritsins verði í smáu sem stóru hátiðlegur, enda notið til þess mikillar greiðvikni Isa- foldarprentsmiðju, er préntar bókina, og ljósmyndara. Myndir verða um 70, yfirleitt störar, sumar á héilsíðu. Kápuna hefir Kjarval teiknað af mikilli alúð; er hann Skaftfellingur að ætt og fæðingu. Einnig er a titilblaði kápunnar litprentað skjaldarmerki Skaftafellssýslu, eins og þeir Kjarval og sr. Björn hafa hugsað sér það. Verði ágóði af sölu bókarinnar gengur álitlegur hluti hans, eftir þ\d hversu selst, til þess aö lækka verð aðalritsins, sem að forfallalausu er væntanlegt innan tveggja ára og vonast er til að verði alpýðubók, heppileg til að lesa (en ekki læra) í skólum. Bókin verður til sölu á Þing- völlum á hátíðinni, verði hún komin út þá. Annars verður tek- ið á móti áskriftum á Þingvöllum 1 um hátíðarleytið. Effir það verð- ur hún seld í skrifstofu ísafold- arprentsmiðju og ekki annars staðar í Rvík. Til sölu verða 500 eintök afls. S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.