Morgunblaðið - 29.01.1970, Blaðsíða 4
4
MORjGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1070
mmm
MAGINIÚSAR
4K1PHOLTJ21 SIMAR2Í190;
eftír loLun ilmi 40381
WMim
BILALEIGÁ
HVERFI8GÖTU 103
VH Sentfferfebifrwí-VW 5 manira -VW svef wagrí
® 22-0*22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
V______________/
KflUPIÐ
TUNG-SOL
Samlokur
Varahlutaverzlun
JÓH. ÓLAFSSON & Co., hf.,
Brautarholti 2, simi 1 19 84.
0 Um Kotvog
og Haugsenda
G.Br. skrifar:
„Ég þakka 9r. Jóni Thorarensen
holla og vinsamlega áminningu
eða aðvörun í Velvakandabréfi
22. jan. s.L Um leið vil ég nota
tækifærið til að benda á, að
nokkru eftir að greinin „Og
gleymt að sofa“ kom í Morgun-
blaðirv.i. birtist þar mynd af gamla
bænum í Kotvogi, sem Lára Thor
arensen var svo elskuleg að lána
mér. Myndin sýndi, að fyrir eina
tíð var vel byggt í Kotvogi, eins
og allir vita, enda þótt hafi ekki
e.t.v. verið hægt að telja, hve
margar hurðir voru þar á járnum.
Um vísuna
Á Haugsendum er híisavist,
sem höidar lofa;
þar hefur margur glaður gist
og gleymt að sofa,
skal þess getið, að vinur okkar
sr. Jóns, Skúli Helgason, kenndi
mér hana. Þess vegna var Rauð-
skinnu ekki getið sem heimildar.
Með kveðju,
G. Br.“.
§ Jóhannes svarar
séra Jóni
„Velvakandi!
Þann 21. jan. s.l. skrifar séra
Jón Thorarensen í dálka yðar.
Eftir að hafa sakað G. Br. um
að hafa tekið, í blaðagrein, sem
birtist í Mbl., traustataki fróðleik
úr þjóðsagnakveri sínu, Rauð-
skinnu, án þess að geta heimilda,
sakar hann undirritaðan um sama
verknað I grein sem birtist í
Þjóðv. 7. des. s.L
Trauðla hefði ég svarað séra
Jóni. ef ekki hefði komið fram í
grein minni sögumaður, sem ásak
anirnar bitna á.
Séra Jóni vil ég því svara
þessu: Etni umræddrar greinar er
algerlega skrifað á mína ábyrgð.
enda sótt til skemmtiferðar, T og
það, sem ég í greinirmi hef eftir
félögum mínum, var af þeirra
hálfu ekki hugsað æm blaðaefni;
sú gjörð er mín. Hvað stað-
færslu Haugsenda áhrærir, mun ég
trúa þar til annað Sannast, að Jó
hannes Kolbeinsson viti betur
séra Jóni Th. enda veit ég, að
heimildir hans eru ekki lakarien
þær, sem séra Jón hefur um Hall
á Haugsendum.
Flestar greinar, sem ég hef rit-
að I Þjóðviljann, eru íerðalýsing
ar, ekki vísindaleg sagnfræði,
skrifaðar til þess að kynna fólki
landið, sem það byggir, og furð-
ur þess. í þessum greinum hef ég
vitnað í og birt töluvert af þjóð-
sögum og öðrum fróðleik, ekki til
að frægjast af, eins og séra Jón
telur, heldur til þess að glæða lífi
ártöl og örnefni, ef það gæti stuðl
að að því að fólk ferðaðist með
opnari augum og betri skilningi
á landinu sínu. Þessar sagnir hef
ég ýmist lesið eða heyrt i ýmsum
stað, en minni mitt er ekki svo
öruggt, að ég vitx ætáð, hvar sög
urnar eru skráðar, og hef enda
oftast látið liggja milli hluta, og
eiga fleiri en séra Jón um sárt að
binda af þeim sökum. Þjóðsög-
urnar eru að mín/u viti þjóðar-
eign og hætta sem betur fer
ekki að ganga manna á miili, þótt
svo iárlega vilji til, að þær eigi
sér skrásetningarstað. Söguna af
Halld á Haugsendum heyrði ég
t.d. fyrst í fjallaskála, fyrirmörg
um árum, sagða sem draugasögu
og uppruna þá að engu getið.
Þetta tilskrif hans séra Jóns
Th. og sérstaklega þjóðvísan, sem
hann tekur sér eins konar höf-
undarrétt að, minnti mig á, að
fyrir nokkrum árum var í Mbl.
lýst eftir höfundi að fréttabréfi i
ljóðum:
— Kaffið er uppselt,
kóngur vor dáinn,
komið I Danmörku beljandi
stríð.
— Nokkur svör bárust til Mbl.,
en á ýmsa lund og ljóðið eignað
fleirum en einum, eins og gengur.
Þó komst blaðamaður, Friðrik
Sigurbjörnsson, að réttri niður-
stöðu, kvæðið myndi vera eftir
skáldið Jónas bónda Guðmunds-
son,, ölvaldsstöðum á Mýru-m, ort
um 1864. Ef nú þessi hugvitssami
blaðamaður hefði ekki tekið ljóð
ið úr glatkistu tímans, hefði höf-
undur að líkindum gleymzt.
Nokkrum áratugum síðar hefði
svo einhver Jón Jónsson skráð
það sem höfundarlaust þjóðkvæði,
eftir einhverri ævagamaili konu í
Borgarfirðinum, og eftir það
mætti enginn vitna í kvæðið nema
geta sk: ásetjarans að nokkru um
leið.
<
0 Valdi bæði vopn
og vettvang
Mér hefði fundizt heiðarlegra
af séra Jóni að tala við mig eða
ritstjóra Þjóðviljans og hefði þá
ítarlegur og upprunalegur skrá-
setningarstaður sagnanna ognafn
skrásetjara verið birt sem leið-
rétting við grein mína. Einnig
hefði hann getað birt athuga-
semd í sama blaði og náð þannig
til allra, sem greinina lásu. í stað
þe9s kýs hann bæði að velja vopn
in og vettvanginn, gagnstætt því,
sem þótti hæfa í fornum riddara-
sögum.
Eine og ég sagði áðan, skrifa
ég þetta andsvar mest vegna
sögumanns míns, sem ég vil alls
ekki að líði mín vegna. Ef hans
og manna af hans náttúru nyti
ekki við, væri ég og fjöldi ann-
arra ur.gmenna, sem unna ferða-
lögum um byggðir og óbyggðir,
enn alblindir á flestar þær dá-
semdir, sem landið hefur að miffla.
En þessir frumkvöðiar ferða-
mennsku, eins og hún bezt gerist,
eru ekki númer í bókasöfnum;
þeirra er sjaldnast að nokkru
getið og þakklæti okkar mörgu,
sem öðlazt höfum landssýn fyrir
þeirra starf, verður gjarnan létt-
vægt. Og aldrei geta þeir hrópað
á rétt sinn í grátkerlingadálkum
dagblaðanna.
Að endingu vil ég hvetja alla,
sem ferðalögum unna, til þess að
kynna sér allan þjóðlegan fróð-
leik, sem þeir koma hönckum yf-
ir og ekki sízt Rauðskinnu; hún
er gott verk, sem séra Jón Thor-
arensen á skildar þakkir fyrir.
Jóhannes Eiriksson.
P.5. — Mig langar að nota
þetta tækifæri og þakka Mbl. fyr-
ir hina ágætu þætti um ísl. nátt-
úru, sem birzt hafa í blaðinu af
og til merktir Fr.S. Þættir þessir
eru ritaðir af þekkingu og skiln-
ingi og á góðu máli, jafnvel
skáldlegu og eru með bezta efni
seim birtist í ísl. blöðum.
— J.E
— Veivakandi þakkar tilskrifið
en einkennilegt er að fá afrit af
bréfi tU sjálfs sín. Jóhannes hefur
nefnilega sent Velvakanda klessta
kalkipappírskópíu af ritsmíð
sinni, en haldið frumritinu eftir
sjálfur! Þetta er furðuleg ókurt-
eisi, en ef tU vill er skiljan-
legt, að menn dáist svo að eigin
ritsmíð, þegar hún er komin á
pappírinn, að þeir tími ekki að
senda viðtakanda frumritið, held
ur geymi það handa Handrita-
stofnun íslands.
0 „Æskan“ hefur umboð
fyrir Lögberg/Heims-
kringlu
Kr. Guðmundsson hjá barna-
blaðinu Æskunni skrdfar:
„í dálkum þínum í dag er fyr-
irspurn um hver sé umboðsmað-
ur Lögbergs/Heimskringhi hér á
landi. Við vUjum upplýsa að á
s.l. hausti tókum við að okkur
umboð fyrir ofangreinit blað. Af-.
greiðslam er í Lækj a.rgötu 10
Reykjavík.
Með vinsemd
Barnablaðið Æskan
Kr. Gnðmundsson".
Velvakandi þakkar upplýsing
arnar, en væri ekki rétt að hafa
þær prentaðar að jafnaði i blað
inu sjáifu, þ.e. Lögbergi/Heims-
kringlu7
GRENSÁSVEGI22-24
«30280-32262
LITAVER
Það sem við höfum tekið upp eftir
áramót er:
Korkgólfflísar,
amerískur gólfdúkur,
ameriskar gólfftísar,
tréparket gólfflísar,
Krommine vinyl gólfdúkur,
D.L.W., vinyl gólfdúkur,
Vinyl veggfóður,
Vymura, Decorine,
Somvyl veggdúkur,
nylon gólfteppi
frá fjórum löndum.
Hagstætt verð. L'rtið við í Litaveri.
Sknldabréf
rfkistryggð og fasteignatryggð
tekin í umboðssölu. Ennfrem-
ur hlutabréf og vísitöhibréf.
Látið skrá ykkur hvort sem
þið eruð setjendur eða kaup-
endur.
Fyrírgreiðsluskrifstofan
Fasteigna- og verðbréfasala
Austurstræti 14, sími 16223.
Þorleifur Gjðmundsson
heima 12469.
LYSTADÚN
Lystadúndýnur eru endingargóð-
at og ódýrustu rúmdýnurnar á
markaðnum.
Lystadúndýnur eru framieiddar
eftir máli.
Halldór Jónsson hf.
Hafnarstræti 18. sími 22170.
Höfum til sölu i húsi þessu, sem staðsett er í Kópavogi, fok-
heldar 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Hver íbúð hefur sérinngang
og sérþvottahús. Aðeins fjórar íbúðir í húsinu. Bílskúrsréttur.
Beðið eftir láni húsnæðismálastjórnar. íbúðirnar eru tilbúnar
til afhendingar. Hagstæð kjör Höfum einnig til sölu 2ja, 3ja,
4ra og 5 herbergja íbúðir í smíðum í Breiðholti.
ÍBÚÐA-
SALAN
GÍSLI ÓLAFSS.
ARNAR SIGURÐSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMAK
83974.
36349.
ALLIA AÐ SELJAST
RÝMINGARSALAN stendur út alla
næstu viku.
Mikill afsláttur. — Allt á að seljast.
Sólheimabúðin
Sólheimum 33 — Sími 34479.
Útsaumsnámskeið
í almennum útsaumi ásamt svart-hvít og herpisaumi.
Föndur ef óskað er.
Innritun og upplýsingar í síma 15219 fimmtudag
til sunnudags kl. 3—7.