Morgunblaðið - 29.01.1970, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIJVDMTUDAGUR 29. JANÚAR 1970
Jllttgtlltlrlftfrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
RitstjórnarfuHtrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald kr. 165.00
I lausasölu
H.f. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sfmi 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
kr. .10.00 eintakið.
V ÖRU SKIPT A J ÖFNUÐURINN
Dráðabirgðatölur benda til
" þess, að vöruskiptajöfn-
uðurinn hafi orðið óhagstæð-
ur á sl. ári um tæpan 1,4
milljarð króna. Þetta er mikil
breyting frá árinu 1968, en þá
varð vöruskiptajöfnuðurinn
'óhagstæður um nær 5 millj-
arða króna. Hefur batinn á
þessu sviði viðskiptanna því
numið um 3,5 milljörðum
króna.
Þegar rætt er um vöru-
skiptajöfnuðinn er nauðsyn-
legt að leggja á það ríka
áherzlu, að hann segir aðeins
hálfa sögu um viðskipti okk-
ar við útlönd. í þeim efnum
er það viðskiptajöfnuðurinn,
sem máli skiptir, en með við-
skiptajöfnuði er bæði átt við
vöruskiptajöfnuð og þjónustu
jöfnuð. Með þjónustujöfnuði
er átt við viðskipti milli ís-
lands og annarra landa önn-
ur en beinan vöruinnflutning
eða vöruútflutning.
í viðtali, sem Mbl. birti fyr-
ir nokkru við dr. Jóhannes
Nordal, Seðlabankastjóra,
kom fram, að viðskiptajöfn-
uðurimn verður að öllum lík-
indum jákvæður á árinu 1969
og er það í fyrsta sinn í mörg
ár. Það er þessi staðreynd,
sem meginmáli skiptir í sam-
bandi við stöðu okkar gagn-
vart öðrum löndum.
Þá er rétt að benda á, að
tölur þær, sem birtar eru um
vöruskiptajöfnuðinn, eru í
raun og veru villandi, vegna
þess að innflutningurinn er
reiknaður á hærra verði en
útflutningur. Þegar vöru-
skiptajöfnuðurinn er reiknað-
ur út eru tölur um innflutn-
ing ekki eingöngu byggðar á
innkaupsverði vörunnar, held
ur er einnig reiknað með
flutningsgjaldi og vátrygg-
ingargjöldum. Tölur um út-
flutning byggjast hins vegar
aðeins á útflutningsverðinu,
en hins vegar ekki reiknað
með flutningsgjöldum eða
tryggingagjöldum, sem í flest
um tilvikum falla til ís-
lenzkra skipa og trygginga-
félaga. Af þessum sökum eru
tölur um vöruskiptajöfnuð-
inn nú sem fyrr villandi og
líklegar til að gefa almenn-
ingi ranga mynd af stöðu
þjóðarinnar út á við.
Ástæða er til að spyrja
hvers vegna innflutningur og
útflutningur er reiknaður á
mismunandi grundvelli í
vöruskiptajöfnuðinum. Eru
nokkur rök, sem hníga að því,
að svo skuli gert nema göm-
ul venja? Það er fyllsta
ástæða til, að framvegis verði
inn- og útflutningur reiknað-
ur á sama grundvelli, þannig
að almenningur fái rétta
mynd af vöruskiptajöfnuði
þjóðarinnar hverju sinni.
Jafnframt hljóta opinberir
aðilar að vekja atyhgli á því,
að það er viðskiptajöfnuður-
inn en ekki vöruskiptajöfnuð-
urinn, sem segir alla söguna,
og viðskiptajöfnuðurinn varð
jákvæður á sl. ári.
Jafnrétti í mjólkurdreifingu
17' aupmannasamtök Islands
“ hafa sent öllum þing-
flokkum bréf, þar sem óskað
er eftir, að þeir beiti sér fyr-
ir því, að allir aðilar verzl-
unarinnar njóti jafnréttis við
dreifingu á mjólkurvörum.
Að undanfömu hafa farið
fram nokkrar umræður um
þessi mál og verður að segj-
ast eins og er, að rök þeirra,
sem verja núverandi fyrir-
komulag, hafa ekki verið
sannfærandi.
Það er augljóslega í hag
neytenda, að mjólk og aðrar
mjólkurvörur verði seldar í
almennum matsöluverzlun-
um, sem fullnægja nauðsyn-
legum kröfum heilbrigðisyf-
irvalda. Það er einnig rétt-
lætismál, að verzlunin sitji
við sama borð um sölu á
mjólkurvörum í hvaða formi
sem hún er rekin. Þess vegna
er þess að vænta, að þing-
flokkamir bregðist vel við
þessum tilmælum Kaup-
mannasamtakanna og beiti
sér fyrir nauðsynlegum ráð-
stöfunum.
Hittir ömmu sína
TJerforingiastiórnin í Grikk-
landi er nú að taka upp
vinsamleg samskipti við
Albaníustjóm, argvítugustu
kommúnistastjórn í Evrópu,
að Kremlstjóminni meðtal-
inni. Þar hitti skrattinn
ömmu sína.
EFTIR ÖLA TYNES
Horft á morð
t>EGAR Biaifra féll, létu ýmsir í ljós
áhyggjur um hver yrðu nú örlög íbúa
landsins. Stjónn Nígeríu reyndi a@ full-
vissa heiminn um að henni gengi gott
eitt til og að hún myndi annast sj álif
alla h j álparstarf semi. Ýmsir æðstu
menn alþjóða Rauða krosisins heimsóttu
Nígeríu og eftir þá heitmisóbn sögðu
þeir að hjálparstainfið gengi vel, og að
sambamdsistjórnin hetfði fullt vald á því,
þótt ými® vaindaimál væru enn óleyst.
Svo var fréttamönnum leyfður að-
gangur, og þeir höfðu aðra sögu að
siegja. Hjálparstarfið var varla 'hafið afð
noklkru marlki, og allt í upplausn. Þetta
voru áttatíu þrautþjálfaðir fréttaaneiin,
frá ýmsum helztiu og virtustu frétta-
miðHuruim heimsiinis, og þeir létu sér
ekki nægja fulllyrðingar talsmanna
sambandsstjórnarinnar yfir ko/kteilglös-
um í Lagos. Þeir brutu sér leið inn á
ófriðairlsvæðið sjálft, og lýstu því, seim
fyrir augu bar. Afleiðingin var sú, að
þeir voru fluttir til Lagos og kyrrsettir
þar.
Þetta virðist vera táknrænt dæmi uim
alþjóðlega „diplómasíu“. Hvað sem í
húfi var mátti elkki móðga stjónn Níger-
íu, þar eiru olíullíndir og fleiiri góm-
sætir bitar. Því kinlkuðu menn kolli
og brostu kurteMega. U Thamt, aðal-
ritari Saimeinuðu þjóðanna heimsótti
Lagos, og lýsti því yfir á eftir að hjálp-
arstarfið gengi vel. Á því furðaði engan.
Sameinuðu þjóðimar virðast hafa sömu
sjúkdámseinlkenni og Þjóðabandalagið
á sínurn tíma.
Menm fómuðu höndum og báðu fyrir
sér. Þeir lýstu hryllingi sínum yfir
hörmungum íbóa. En þeir gerðu elkkert,
seim að gagni kom.
Nú virðast Nígeríumemn eitthvað vera
að talka við sér — kannsiki vegna frá-
sagna fréttamannanma — og þeir haifa
beðið um þá hjálp, sam boðin var í upp-
hafi. Flugvélar og bílar streyma því til
landsins, og kannslki verður hægt að
hefja hjálparistanfið fyrir alvöru.
En reynslan hefuir sýnt að ólíklegt er,
að það geti orðiö áramigursríkt nema
undir stjóm alþjóðlegrar eftirlitsmefnd-
ar, og reymsilam hefur líka sýnt að emg-
inn virðilst hafa bugrelkki til að gangast
fyriir semdingu silíkrar nefndar til Níger-
íu — og neyða hana upp a sambands-
stjómina, ef elklki vill betur.
Wilisom forBætisráðherra heifur sagt
að ekki sé veriið að fremja þjóðanmorð
í Biafra. Ef svo hdldur áfram, eem horf-
ir, verða þeir efkki margiir íbóarmir, sem
geta borið orðum hans vitmi.
Morð má dkilgreina á margam hátt.
Til eru moirð af yfirtlögðu ráði, morð í
stundarbrjálæði, morð vegna glæpsaim-
legs kæmleysis. Lí'klega stendur íbóa-
börnunum alveg á sama í hvaða floklk
þau faila. Þau vita ekkert um laga-
slkýringar hvort eð er. Þau vita aðeins
að þau eru að deyja úr hungri.
Tæknifræðingafélag íslands 10 ára
TÍU ár em nú liðin síðam Tækni
fræðimigaféLag íslamds var stofn-
að, en noikkru síðar fékk þesisi
stétt manna starfsheiti sitt lög-
verndað af Alþingi. Til gmnd-
vallar heitinu tæknifræðingur
er erlenda orðið „imgeniör" eða
„engineer", sem er í eðli símiu
samlheiti fyrir tæknifræðingia og
verkfræðinga, en er oft þýtt á
ísllenzlku, sem verkfræðingur,
enida kemur ekki ósjaldan fyrir
að þetta ruglist saman þegar
gefin er Skýring á erlenduim
tæknimönmium sem hingað koma.
Þess má einnig geta að efna-
hagsbamdalagslöndin halfa nú
þegar orðið ásátt um að fram-
vegis faili tælkmifrætðimenmtun
og verkfræðimenintum inm í
sama menmitunansvið og gráðam
beri þá heitið Evrópu-ingeniör
og menn rrueð hana hafi þá jafn-
an rétt til stanfa í hvaða EBE-
lamdi sem er.
Félagatal tæíknifræðiniga dkrá
ir nú yifir 200 mamnis og fer fé-
lögum stöðugt fjölgandi.
Likur eru á að sú fjölgun
verði þó enm örari á næstu ár-
um.
Á föstudaginn þann 30. þ. m.
hafa tæknifræðinigar í hyggju að
minmiaist þessara tímamóta mieð
árslhátíð að Hóbefl Borg.