Morgunblaðið - 03.03.1970, Síða 11

Morgunblaðið - 03.03.1970, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1'970 11 Mannskaðagil íslenzkrar háskólamenni ngar Þau furðulegu tíðindi hafa bor izt frá Háskóla íslands, að 80% stúdenta, sem gengu undir upp- hafspróf í læknadeild (vefja- fræði og efnafræði) í janúar sl. (8. og 30, jan. 1970 hafi verið felldir, — 19 af 24 dæmdir óhæf ir til læknisfræðináms. (Til eru mörg mannskaðagil á íslandi, sem sagt er að einmitt 19 manns hafi hrapað í!). Þetta unga fólk hafði hingað til ekki setið í tossabekk, það hafði yfirleitt glæsilegan náms- feril að baki, allt frá unglinga- prófi, landsprófi upp í stúdents próf, sem sé úrval og námshæfni þess marg viðurkennd, það er yfirleitt útskrifað með ágætum stúdentsprófum, jafnvel dúx er í þessum hópi. Stúdentar hafa skýrt nokkuð frá tilhögun prófanna og mót- mælt þeim vinnubrögðum, sem þar voru viðihöfð, jafnt þeir sem náðarinnar nutu og komust í gegn og hinir, sem felldir voru. Alls skrifa 22 undir mótmælin. Sýnir það manndóm og dreng- skap þeirra, sem náðu prófinu, að standa með skólasystkinum sín um í þessari eldraun, en stundum hættir mönnum til að draga sig í hlé, þegar eigin skinni er borg ið. Ekki efa ég að mótmæli stúd entanna séu á rökum reist. Það er alvarlegur hlutur að vera hrakinn frá námi til þess ævistarfs sem maður hefur valið sér í fullri alvöru, eflaust að vel athuguðu málL Flestir velja það aðeins einu sinni sjálfviljugir, enda aðeins ein ævi til ráðstöf- unar. Það er andleg misþyrming að vera neyddur til að hætta við Aðstoðarmaður Viljum ráða aðstoðarmann á alidýrabú okkar Minni-Vatnsleysu. Nýtízku íbúð fylgir, gott fyrir kvæntan mann. Upplýsingar hjá bústjóranum á staðnum, eða Þoryaldi Guð- mundssyni, Síld & Fisk. íbúðir i smíðum — óven/u hagstœð kjör Höfum fengið í sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir við Hjallabraut. Ibúðirnar seljast tiibúnar undir tréverk og málningu, sameign innanhúss fullfrágengin, teppalagðir stigar og hurð inn í íbúð- ina. Lóðinni verður skilað frágenginni samkv. skilmálum fyrir fjölbýlishús frá bæjaryfirvöldum. Heildarverð íbúðanna er sem hér segir: 2ja herbergja kr. 760.000,00 3ja herbergja kr. 890.000,00 4ra herbergja kr. 995.000,00 Af heildarkaupverði þarf kaupandi aðeins að greiða frá sjálfum sér í peningum, sem hér segir: af 2ja herbergja íbúð kr. 155.000,00 af 3ja herbergja íbúð kr. 245.000,00 af 4ra herbergja íbúð kr. 330.000,00 og þarf kaupandi aðeins að greiða af því kr. 75 til 150 þúsund við undirskrift kaupsamnings, eftir því hvaða stærð af íbúð hann velur sér. Seljandi bíður eftir væntanlegu láni, sem kaupandi mun fá út á íbúðina frá Húsnæðismálastjórn (veðd. Landsb. Isl.) nú kr. 545.000,00) og eftirstöðvar lánar seljandi til 4ra ára. Teikningar fyrirliggjandi á skrifstofunni og allar nánari upp- lýsingar veitir. EIGlNiASALAIM REYKJAVÍK Þórður G. Ilalldórsson Símar 19540 og 19191 Ingólfsstræti 9. sín helgu áíorm, mörg dæmi eru til, að fólk bíði þess aldrei bæt- ur. Hver ber ábyrgðina á því? Einnig má ímynda sér undrun og vonbrigði foreldra, vina og annarra vandamanna, sem séð hefur þetta æskufólk komast til mikils þroska, styrkt það eftir mætti og treyst því að það nyti áfram góðrar handleiðslu hjá lærimeisturunum, sem er trúað fyrir því. Og hefur nokkur reiknað út, hvað hinn glataði námstími er bú inn að kosta þetta fólk? Þessi fallprósenta — 80%, er svo óeðlileg og óvenjuleg, að ekki er hægt að viðurkenna hana rétta. Það er því krafa vandamanna þessara stúdenta og allra rétt- sýnna manna, að yfirvöld menntamála skipi nefnd óvil- hallra, sérfróðra manna, sem rannsaki og dæmi um, hvort prófverkefnin hafi verið hæfi- lega þung, miðað við þá kunn- áttu, sém eðlileg er eftir þann námstíma, sem er að baki, svo og „pensúm“, og í öðru lagi, hvort einkunnir hafi verið gefn- ar af fullri sanngimi. Einnig ætti að afnema tíma- takmarkanir við nám, og í öðru lagi það ákvæði, að endurtaka þurfi próf, sem stúdentar hafa við nám áður staðizt. Það er nú varla lengur hulið, hvað veldur læknaskorti á fs- landi. Meðan Alþingismerin brjóta heilann um, hvernig leysa megi og bæta úr læknisleysinu víða um land, keppast prófessor ar við að fella stúdenta í lækna- deild. f athugasemd Steingríms Bald urssonar efnafræðiprófessors við grein læknastúdentanna 22, birtri í blöðunum 28. febr. s.l., finnst ekkert rökstutt svar, sem hnekkt geti nokkru atriði í grein stúdentanna eða varpað geti ljósi á hina furðulegu út- komu prófanna. En það skal sá góði maður vita, að væri hann kennari við einhvem annan skóla og 80% af nemendum hans féllu þar á prófi í sérfagi hans, þá væri slíkur starfsárangur ekki talinn með felldu og myndi vissulega verða tekinn til ræki- legrar athugunar af yfirvöldum skólans. Eyrarbakka, 1. marz 1970 Einar Th. Guðmundsson héraðslæknir. /" II II II II II II II II II II II II II II II II II ll II II II II II II II II u II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II v Orð í tíma toluð-íslma 17700 Það er á yðar óbyrgð að tryggja öryggi fjölskyld- unnar. Gleymið því ekki og dragið ekki nauðsynleg- ar róðstafanir á langinn. f einu símtali getið þér fengið heimilistryggingu, líftryggingu, slysatrygg- ingu og hvers konar tryggingu aðra sem yður er nauðsyn ó. Gleymið ekki að hækka fyrri tryggingar yðar til samræmis við breytt verðlag. MENNAR TRYGGINGAR N PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 w w ©II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II HUNDRAÐ KRONUR A MÁNUDI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á nránuði seljum við RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi i svörtu skinnliki Við undirskrift sarrmings greiðir kaupandi 1000 krónur. SÍÐAN 100 KRÖNUR Á MÁNUÐI Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.