Morgunblaðið - 03.03.1970, Síða 30

Morgunblaðið - 03.03.1970, Síða 30
30 MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1OT0 Danir unnu ís- lendinga 19:13 Voru harðari og ákveðnari ÍSLENZKA liðið sýndi nú betri leik en gegn Ungrverjum; voru ákveðnari og voru leikfléttur þeirra betur útfærðar þó að ekki nægði það til sigurs. Stökkin heppnuðust ekki sem skyldi. Danimir voru betra liðið og áttu sigurinn skilið, en marka- munurin var óeðlilega mikill, eftir gangi leiksins, tvö til þrjú mörk hefðu verið sanni nær. Gangur leiksins var sá, að Dan- ir byrjuðu með boltann og þeg- ar á 2. mín. skoraði Jörgen Pet- ersen með snöggu skoti úr hægra horainu og áttu fleiri slík eftir að koma. Geir jafnaði fyrir fs- land með fallegu skoti, en þá skora Danir þrjú mörk í röð. Vom þar að verki Graversen og Heidemann tvívegis. Þá skoraði Ólafur fallegt mark af línu og staðan var 4-2. Graversen bætti siðan stöðuna í 5-2, en eftir það kom langur kafli í leiknum án marka. f síðari hluta hálfleiks- ins skoruðu svo fslendingar 4 mörk gegn 3 mörkum Dananna og var þvi staða í hálfleik, 9-G. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Á fyrstu minútu síðari hálf- lieiks skoraði Graversen svo enn fjrrir Dani, en síðan komn bezti leikkafli fglendinganna í leikn- um. Skeimmtileg leikflétta opn- aði vöm Dananna og Viðar brauzt inn á línuna og skoraði. Dómaramir dæmdu hins vegar vítakast, sem Jón Hjaltalín tók og skoraði örugglega úr. í næsta upphlaupi á eftir skoraði Geir svo glæsilega gegnum þrönga smugu, er hann fann á vöm Dananna. Staðan var orðin 9-8 og allt virtist geta skeð. Á 11. mínútu hálfleiksins fengu Dan- ir svo vitakast, sem var mjög strangur dómur og Graversen skoraði úr en Ágúst svaraði strax á eftir með marki úr glæsilegu langskoti og var það eitt fall- egasta mark lei'ksins. Þegar hér var komið sögu var greánilegt að öryggi Dananna íót þverr- andi. Þeir tóku að skjóta úr lok uðum fæmm og sendingar mis- tókust illa, samt kom þó ekki að sök fyrir þá, því að sama var uppi á teningnum hjá íslending um; fjórum sinnum höfðu þeir tækifæri til að minnka muninn í 1 mark og eitt sinn gafst opið tækifæri. En allt mistókst. Á 15. mínútu hálfleiksins skoraði svo Petersen á svipaðan hátt og áð- ur við mikinn fögnuð Dananna og eftir þetta sigu Danimir svo smátt og smátt fram úr og spurn ingin var einungis orðin: Hversu stórt þeir myndu sigra? Loka- staðan var 19:13, sem var eins og fyrr segir, óeðlilega mikill markamuniur. fslendingamir voru óheppnir, eða réttara sagt óöruggir. AU- mörg skot þeirra vom langt frá markinu og önnur skot átti hinn ágæti danski mark- vörður auðvelt með að verja. Eitt sinn lenti t. d. skot Ingólfs í Ólafi Jónssyni á lín- unmi, breytti stefn.unn i og fór fram hjá. Þá fengi íslendimgam- ir eiininig tvívegis á þessum tíma dauðafæri, sem þeir misnotuðu. Undir lokin er markamunwinn fór að aukast aftur, virtust ís- lendinigarair gripinár nokkri ör- væmtimigtu og fóm að skjóta úr lokuðum fæmm og missa bolt- ain nokkmm sinnum klaufaleiga til Damanna, sem náðu aftur sínu létta og hraða spili og nær allt virtist heppnast hjá þeim. LIÐIN: Á liðum íslands og Danmerk- ur er stigsmunur, en ekki eðlis- munur, eins og á liði íslands og Ungverjalands. Danirnir hafa það fram yfir okkur að þeir em leikreyndari og harðari bæði í sókn og vöm. Danska liðið hefur átt mjög misjafna leiki í vetur, en þjálf- un þess hefur stefnt að því að það nær sínu bezta í HM. Hins vegar virðast þeir ekki mjög bjartsýnir á áframhailöið og segja að vel geti verið að þeir vinni ekkii fleiri lei’ki í keppninni. Á- berandi bezti maður þeirra í þessum leik var Jörgen Peder- sen, _sem við höfum stundum kall að íslandsbana. Það var hann einnig að þessu sinni. Með hraða sínum og skotfimi setti hann vörnina hvað eftir annað úr jafnvægi. En skot hans em ndkkuð einihæf og ættu að vera viðráðanleg fyrir markverði, sem til hans þekkja. Hinir hávöxnu Jörgen Heie- mann og Hans J. Graversen voru einnig skeinuhættir og Danirn- ir spiluðu þann leikinn að láta þá skjóta. Þá varði markvörður þeirra Kaj Jörgensen ágætlega. Það virtist skorta því einhvem herzlumun að íslenzka liðið væri gott og sennilega það sem fyrr segir að það vantar reynslu I harðri keppni. Leikfléttur og leikkerfi þess em mörg mjög skemmtileg, en útfærsla nokkuð þunglamaleg og svo virðist sem leikmennirnir álíti nauðsynlegt að skjóta þegar búið er að keyra þau í gegn hitt ber þar á milli með okkur og Dönum þar sem þeir spila mjög hratt og öruggt á milli sín, meðan þeir eru að byggja upp að nýju og leikmenn þeirra vom tmflaðir af ísl. vöm inni eða að þeir gáfu ekki skot- færi. GEIR HALLSTEINSSON BEZTUR Geir Hallsteinsson átti beztan leik allra íslendinga og fær mik- ið hrós í frönskum blöðum, þó er hann engan veginn eins góð- ur og við höfum séð hann bezt- Framhald á bls. 19 Hörð barátta undir körfu í leik ÍR og UMFN. * IR vann UMFN 78:57 ÍR-INGAR áttu ekki í miklum | sem varð 44:27 í hálfleik, en loka erfiðleikum með U.M.F.N. í 1. tölur urðu 78:57 fyrir ÍR. deild íslandsmótsins í körfuknatt U.M.F.N. slkoraði fyrstu stig leik. ÍR -ingar tóku strax forustu I leiksins og var Kjartan þar að Enska deildarkeppnin; Leeds eykur forystuna — hefur 2 stig umfram Everton — stórsigur Chelsea í Coventry LEEDS UNITED fór létt með Crystal Palace s.l. laugardag í ensku 1. deildarkeppninni. Yorks- hire-félagið vann, 2—0 og skoraði Mick Jones bæði mörkin sitt í vorum hálfleik. Leeds tók ekkert á, og þurfti þess ekki heldur. Fé- lagið á að leika mun þýðingar- meiri Ipik annað kvöld gegn belg ísku m'ísturunum Standard Liegé í Evrópubikarnum. Everton átti í mun meiri erfið- leikum gegn Forest í Nottingham. Leikurinn varð jafntefli, 1—1. Fyrir Forest skoraði Ingram í fyrri hálfleik, en Royle tókst að jafna fyrir Everton í þeim síðari. Chelsea fór til Coventry og sigr aði mjög sannfærandi, 3—0. Mörk in skoruðu Baldwin í fyrri hálf- leik, en Webb og hinn 18 ára Hudson í síðari hálfleik. Eftir sig- urinn í Liverpool er Derby County nú komið upp í 4. sæti í deildinni. Framherjar Derbys, Hennessey, McFarland og Mackay voru lykilmennirnir að þessum sigri. Skozki framkvæmdastjórinn hjá Liverpool, Bill Shankly „sparkaði" þremur löndum sínum úr Anfield-liðinu fyrir laugardags leikinn, þeim Lawrence í mark- inu, miðverðinum Yeates og mið- herjanum St. John, en allir þessir leikmenn hafa átt fastan sess i Liverpool-liðinu síðan 1962, þegar að félagið komst upp úr 2. deild. Liverpool tapaði, 0—2 og mörk Derbys skoruðu Hennessey og O’Hare í sitt hvorum hálfleikn- um. í Stoke mættust heimamenn og Manchester United í skemmtileg- um leik, sem lauk með jafntefli, 2—2. Skotmenn Manchester Utd. voru sérstaklega hittnir í þessum leik, en enski landsliðsamrkvörð urinn Gordon Banks, varði „allt“ fyrir Stoke og sýndi enn einu sinni að hann er bezti markvörð- ur Englands. Sartori og Morgan (vít.) skoruðu fyrir United, en Smith og Burrows fyrir Stoke. Pearce og Chivers skoruðu fyrir Tottenham í Newcastle, en Mc- Namee fyrir heimamenn. Þó að Greaves komist ekki í aðallið Tottenham, er hann ávallt i fréttunum. Hann skoraði 3 mörk með varaliði Tottenham gegn Birmingham á laugardag. Manch. City tók það heldur rólega gegn Ipswich og vann á einu marki skorað úr vítaspyrnu af Francis Lee, í fyrri hálfleik. Manchester City leikur til úrslita í deildar- bikarkeppninni n.k. laugardag á Wembley gegn West Bromwich Albion, sem léku á heimavelli gegn nágrannafélaginu Wolver- hampton. Leikurinn, sem var æsi- spennandi endaði með jafntefli, 3—3 og jafnaði Albion þrisvar sinnum. Fyrir Úlfana skoraði O’Grady og Curran 2, en Astle og Suggett 2 fyrir Albion. Þessum skemmtilega leik verður sjónvarp að hér n.k. laugardag. Whitham skoraði bæði mörk Sheffield Wednesday gegn Bumley og er þetta annar sigur Yorkshire-fé- lagsins í röð og hefur það nú loks ins komist af þotninum í 1. deild, en þar hafa þeir verið síðan 25. okt. s.l. í 2. deild tapaði Huddersfield nú fyrsta skipti síðan 13. des., en það var Millwall, sem lagði Hudd ersfield að velli, 1—0 í London. Kitchener skoraði í síðari hálfl. Strax eftir 2—0 skoraði Martin úr vítaspyrnu fyrir Blackbum Rovers, en Sheffield United lét það ekki á sig fá og sigruðu, 2—1 í Blackburn. Fyrir Sheffield skor uðu Woodward og Currie. Bridges og Marsh með 2 mörk hvor, negldu enn einn í „líkkistu" Aston Villa í London, þar sem Q.P.R. vann á heimavelli 4—2. Fyrir Villa skoruðu Anderson (vít.) og Chatterley. í leik Luton gegn Brighton upp hófust þvílík skrílslæti að annað eins hefur ekki sézt í „bílaborg- inni“ um dagana ÚRSLIT í ensku deildaikeppn- inni um síðustu helgi urðu sem hér greinir: Framhald á bls. 19 verki, en ÍR-ingar jöfnuðu strax og tóku forystu. ÍR lék mjög góð an sóknar'leik, og leikaðferðir þedrra beppnuðuist oft alveg, enda vörn U.M.F.N. ekki sem sterk- ust. Eini leilkmaður U.M.F.N. sem eitthvað kvað að var Barry, og skoraði hann mikið í fyrri hálf leik með sínum stórfallegu stökkskotum, au(k þesis hirti hann fjölda frákasta í vörninni. — En ÍR-ingar breilkkuðu bilið jafnt og þétt og í hálfleilk var staðan 44-27, ÍR í hag. í seinni hálfleilk notaði IR skiptimenn sína óspart og var leikurinn nú jafnari. ÍR-ingar hafa nú endurheimt Sigmar Karlsson, sem verið hefur erlend is í vetur. — f seinni hálfleilk gætti Sigmar Barrys mjög vel, enda er Sigmar einn af okkar sterkustu varnarmönnum. Leikn um laiulk síðan með sigri ÍR, 78:57. Liðin: f liði ÍR var nú Þor- steinn beztur og er óðum að ná sínu bezta. Vakti t.d. mikla at- hygli hvemig hann blakaði bolt anum ofan í körfuna hvað eftir annað, eftir misheppnað skot liðsins. Éiinnig áttu góðan leik þeir Birgir, Sigmar, Kristinn, Gunnar, Skúli og Tómas. — Agn var mjög óheppinn með sdcot sín í þessurn leik. Annars virðist lið- ið í framför og verður gaman að sjá það móti KR um næstu helgi. U.M.F.N.: í liðinu var aðeins einn leikmaður, Barry, sem lék samkvæmt getu. Eru skot hans og stíll mjög skemmtileg og hitt inn er hann vel. Kjartan, Jón, Hi.lmar og Brynjar eru leikimenn sem allir geta meira. Liðið hef- ur loikið leikjum sínum í mót- inu og hlaut 6 stig. En staðan í mótinu er þannig, að 3 eða 4 lið gætu orðið neðst með 6 stig. Stigin: ÍR: Birgir 17, Þor- steinn 15, Agnar 10, Jón 8, Krist inn og Skúli 6 ihvor, aðrir minna. U.M.F.N.: Barry 20, Jón 11, Kjartan 9, Hiimar 8, aðrir minna. Ágætir dómarar í þessum ledk voru Kristinn Stefánsson og Er- lendur Eysteinsson. G. K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.