Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 088. Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. ísienzkt jlugxfintýri. Svaðilför í loftinu. frank Fredricksson og W. Turton i margföldum lífsháska. Eins og sagt hefir verið frá hér í biaðinu, lagði Frank |Fred- rlcksson flugmaður af stað austur í flugvélinni á laugardagskvöldið ©g var vélamaðurinn W. Turton með í förinni. Var klukkan um það bil hálf átta þegar flugvélin héf sig upp með þá, en ekki lögðu þeir af stað austur fyr en fjórðung stundar síðar, og var vélin þá komin hátt upp. Förin austur yfir fjall og til Kallaðarness tók að eins 15 mínútur, enda var byr. Komu þeir vélinni fyrir i skjóli við hói í Kallaðarnesi, og gistu þar um nóttina, því veður var ekki þannig að ástæða væri að halda áíram til Vestmannaeyja. Næsta dag — sunnudag — flaug F, F. með Harald Sigurðs- son pianóleikara og konu hans frú Dóru, söngkonuna þýzku, en þau hjón hafa nú dvaiið tvö sum- «r í Kallaðarnesi hjá foreldrum Haralds. Um kl. 2 á sunnudaginn lögðu þeir félagar svo af stað til Eyrar- bakka og tók sú ferð eitthvað tíu mínútur; flaug F. F. þar með eitthvað 8 eða 10 farþega, og kl. 7 um kvöldið lögðu þeir af stað ttil Vestmannaeyja. Tók sú för um klukkustund, en er þeir voru komnir yfir eyjar byrjaði æfintýrið. Það er kunnugt frá því í fyrra, er flugmaðurinn Faber hafði nær drepið sig og Halldór Jónasson, er hann reyndi að lenda í Vest- mannaéyjum, að loftið þar er kastvindasamt, F. F. stöðvaði því ekki mótor flugvélarinnar þegar haon lækkaði í loftinu yfir eyjum, og varð það áreiðanlega honum og félaga hans til lífs, því brátt gripu hvirfilvindar vélina og þeyttu henni til og frá svo að þeir sem í henni voru hentust í beltin sem þeir voru girðtir með í sætunum. Gerði F. F. alls fimm atrennur til þess að lenda og komst lægst niður í um það bil 50 feta hæð. Tóku þessar tilraunir 5 til 10 mínútur og má segja að allan þann tíma hafi þeir verið í lífsháska sem í vélinni voru, enda sagði vélamaðurinn Alþbl. að sér hefði fundist tíminn sem þeir voru yfir eyjum eins langur eins og að minsta kosti klukkutími. Hann sagði að það væru nú 6 ár siðan hann fiaug í fyrsta sinn, en aldrei hefði hann getað gert sér í hug- ariund annað eins og það sem þeir höfðu lent í yfir Vestmanna- eyjum, enda sagðist hann vita að hann gleymdi því ekki meðan hann lifði. Eftir fimtu tilraunina lagði F. F. vélinni af stað til lands, og hélt hann vélinni hátt til þess að geta frekar valið lendingarstað þegar benzínið þryti, en það vissi hann að hlaut að verða löngu áður en þeir kæmust til Eyrar- bakka. Voru þeir austan við Þjórsá, þegar benzinið praut i 3000 feta hæð. Þar eð ómögulegt var að þekkja harðvellina írá mýrum, kaus F. F. að lenda á sönduðum vestan við Þjórsárósa. Er óhætt að segja að það sé j&fnan lífsháski að lenda á ókunnum stað en samt gekk það nú vel í þetta sinn og lentu þeir um það bil 3 rastir frá bænum Fljótshólar. Enginn maður sá þeg- ar þeir lentu, og hírðu þeir þarna um nóttina ýmist undir vélinni eða í sætum hennar og þótti vist* in köld. AIls stóðu þeir við þarna í 22 kl. því.það tók tíma að sækja benzín til Eyrarbakka. Ekki gat vélin haft sig upp úr sandinum og voru spentir fyrir hana hestar Fljótshólabóndans, sem drógu hana á harðbalavöll, sem ekki var þar langt frá. Var kl. 7 á mánu- dagskvöldið þegar þeir félagar fóru þaðan og voru þeir 20 mín- útur til Eyrarbakka sökum mót- vinds. Bauð síra Gísli á Stóra- hrauni þeim að borða og þáðu þeir það; varð sá brezki sérstak- ega feginn, því ekki hafði hann kunnað átið á mat þeim sem i boði var á Fljótshólum. (Framh.) Dm daginn og veginn. Ef einhrersstaðar finnast enn þá ein stígvél rel sanmnð, þá ern þan komin frá skósmiði sem lieíir yndi af iðn sinni. Rathenau. Síra Eggert Fálsson kem til bæjarins í fyrradag; segir hannt grassprettu í niðursveitunum frem- ur litla á túnum, vegna kals. I uppsveitunum, þar sem meira snjó- ar á vetrum, er grassprettan sæmi- leg og yfirleitt góð á útengjum. Porsteinn Gíslason ritstjóri kom ekki á Enigheden í fyrradag. Snðnrland fer til Borgarness á laugardaginn kemur kl. 12 á hádegi. Skjöldnr fór í morgun upp í Borgarnes. Síldin. Frá Hofsós var símað í gær: Sfld hefir sést innarlega á Skagafirði og alla leið út á móts við Skaga. Þorskveiði er Iítil enn þá, en gott útlit. — Tvö síðustu árin hefir sama sem engin síld veiðst á Skagafirði, en þar reynd- ust altaf beztu síldarsvæðin áður. í gær komu mótorskipin á Siglu- firði inn með 200—500 tn. af síld og einn togari kvað hafa fengið 700 tn. í einni ferð. Yeðrið í dag. Vestm.eyjar ... A, hiti 9,5. Reykjavfk .... ASA, hiti 9,4. ísafjörður .... NA, hiti 10,0. Akureyri .... S, hiti 10,0. Grímsstaðir ... S, hiti 10,5. Seyðisijörður . . logn, hiti 8,4, Þórsh., Færeyjar V, hiti 9,3. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðvestan land; loftvog lág og ört fallandt einkum á Suðurlandi. Austlæg átt með úrkomu á Suðurlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.