Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÍ^YÐUBLAÐIÐ ó.s. SuÓuríané fer héðan til Borgarness á*laugardag 31. júl1 kl. 12 á hád. og kemur hingað aftur á sunnud.kvöld- H.f. Bimskipafélag> íslandS- Einkennilegt verkfærí. Pianola. Pegar pianola er látið fyrir framan piano, getui’ hver sem er, og þó hann kunni ekkert að leika á hljóðfæri, leikið vandasömustu lög á pianoið- Petta einkennilega verkfæri, pianola, er til sölu lítið notað, ásarnt fjölda af nótnarúlluin af hvortveggja: : : »klassiskri« og nýtízkumúsik. : : Hljóðfærahús Reykjavíkur. JColi konmsgnr. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). Námustjórinn talaði sjálfur við hann, „Það eru engir málfærslu- menn þarna inni, Rafferty!“ „Við trúum þér ekki!“ Fjöld- inn hrópaði: „Við viljum fá að sjá það sjálfirl" „Þið fáið ekki að fara hér inn“, mælti Carlwight. „Eg vil komast inn til að sjá föður minn“, æpti Tim. „Eg hefi þó líklega rétt til að sjá hann pabba?“ „Þér getið fengið hann héðan á morgun ef þér viljið. Ekki kær- um við okkur um að halda hon- um. En nú sefur hann, og þið megið ekki ónáða hina“. „Þú varst sjálfur ekki smeikur við að ónáða þá með bölvuðum málfærslumönnunum!* Mannfjöld- inn æpti svo hátt til samþykkis, að orð Cartwrights heyrðust varla: „Eg hefi sagt ykkur, að engir málfærslumenn hafi verið nálægt þeim!“ „Það er lýgi", æpti Wauchope. „Þeir hafa verið þarna inni í allan dag, það veistu vel. Við heimtum, að þeir fari út!“ „Farðu inn, Tim!“.æpti Grikk- inn Andy, og braust áfram að tröppunum. „Inn með þig Tim!“ æptu hinir, og Tim byrjaði að fara upp tröppurnar. „Eg vil fá að fara inn, og sjá föður minn“. Þegar Cartwright greip í herðar honuin hrópaði hann: „Lof mér að komast áfram, segi eg!“ Það var auðséð að námustjór- inn gerði það sem hann gat til þess að sitja á sér. Hann skipaði mönnum sínum að hörfa undan, en sjálfur hélt hann piltinum. En Tim var hamslaus, og námustjór- inn hratt honum, annað hvort til að berja hann eða verja sig, afturábak niður tröppurnar. Bræð- in ólgaði og sauð í múgnum. Hann braust áfram, og fimm eða sex af þeim, sem til varnar voru, tóku fram skammbyssurnar. Auðséð var, hvað verða vildi. Eitt augnablik, og manngrúinn hefði ráðist upp tröppurnar, og verið skotið á hann. Og þegar svo var komið, var ekki gott að vita hvernig færi. í bræði sinni gat vel farið svo, að múgurinn hætti ekki, fyr en hann væri bú- inn að kveikja f öllum húsum fé- lagsins, eða drepa starfsfólk þess. Helzt hefði Hallur kosið að láta þetta afskiftalaust, en hann sá, að það væri glæpur að gera það lengur. Hann hljóp til, og ;hróp hans yfirgnæfði hávaðann: „Kyrrir drengir, kyrrir!“ Lfklega var hann sá eini í Norðurdalnum, sem gat á þessu augnabliki kvatt sér hljóðs. Hailur hafði unnið tiltrú þeirra, hann hafði þeirra vegna verið í fang- elsi, og þeir höfðu séð hann bak við járnstengurnar. „Joe Smith, Joe Smith!“ kvað við hvaðanæfa, meðan hann braust gegnum hinn æsta manngrúa. „Bíddu við! Tim Rafferty!“ skipaði hann, og Tim nam staðar, er hann þekti mál- róm hans. Er Hallur hafði brotist gegnum fjöldann, stökk hann upp tröpp- urnar, og gerði Cartwright enga tilraun til að aftra honum. Saltkjöt ágæt tegund ódýrast í verzlutf Símona? JónssonaP Laugaveg 12. Sfmi 22l- kaupendur blaðsins, sem hafa bú' staðaskifti eru beðnir að tilkynn* afgreiðslunni það. Sömuleiðis er« menn ámintir um að gera að' vart, ef vanskil eru á blaðinu. Miliil vandi-æði I Þvott- urinn minn núna er aliur með ryðblettuni, hvaða ráð er til að ná þeim úr og forða honum við eyðileggingu ? Bœta má úr />£»• Sendu bara í verzlunina „Hlff" * Hverfisgötu 56 A, hún er nýbúiu að fá þýzkt efni, er tekur alla ryð' bletti strax úr þvottinum, án nokk- urra skemda á honum. Þakkð þér hjartanlega fyrir bendinguna- Ritstjóri og áhyrgðarmaöur: _______Olafur Friðriksson. ______ Prentsmiöjan Gntenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.