Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið GreíiÖ ilt aí Alþýöuflokknum. 1920 Khöfn 28. júlí. Símað er frá Boulogne, að Mille- íand og Lloyd George hafi í gær setið á ráðstefnu, til þess að ræða um vænfanlegan friðarfund í Lond- on. Urðu þeir fullkomlega á eitt sáttir. Akveðið, að tilkynna Bolsi- víkum vísa skilmála: að haldinn verði almennur friðarfundur, að Pólland og önnur landamæralönd sifji hann og að ekkert verði úr fundinum, ef Bolsivíkar vilji aðeins semja sérfrið við Pólland. Vopnahléssamningarnir milli Pól- lands og Bolsivíka byrja 30 þ. m. i Baranowitsch. €r!eitð siœskeyti. Khöfn 28. júlí. Japanskeis&ri sjúkur. Símað er frá París, að keisarinn i Japan sé hættuiega veikur. Ungverjar og Frakkar semja. Símað er frá Budapest, að samn- ingar fari fram milli Ungverja og Frakka um Jjármálasamvinnu. Bolsivíkar og Litliáar. Sfmað er frá Kovno, að her- aveitir Litháa hafi verið kvaddar burtu úr Vilna. Einkaskeyti. Ísafirðifí dag. Engin herpinótaveiði. Kuldar. Heknetaveiði gríðarmikil. Bæn yngisstúlkunnar. (gamall húsgangur.) H sem að átt á öllu ráð, ak getur framkvæmt sem þú vilt, ‘Útu til mín í líkn og náð, — Iaagar mig a3 eigiist pilt. Fimtudaginn 29. júlí Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ramsagi krónnnnar. Eftir Ólaf Friðriksson. (Niðurl.) Þegar danska stjórnin takmark- aði innflutning til þess að reynst að hækka krónuna þá var hún á réttri leið. I fyrsta lagi af þvf það var of mikill innflutningur sem var orsök í krónulækkuninni, í öðru lagi af því að ágœtlega starfandi verðlagsnefndir voru fyrir í land- inu, svo engin hætta var á því að varan stigi innanlands, þó innflutn- ingur yrði takmarkaður. Þegar íslenzka stjórnin takmark- aði innflutning í sama tilgangi, þá var hún algerlega á rangri leið. í fyrsta lag'i af því, að meinið var ekki það, að of mikið hefði verið flutt inn, f öðru lagi af þvf að takmörkun á innflutningi hlýtur að skapa verðhækkun á þeim vör- um sem Iítið er til af í landinu, svo slík takmorkun er algerlega óverjandi, nema verðlagsnefnd hafi fult eftirlit með því að vörurnar séu ekki settar uþp. En slík verð- lagsuefnd er engin til, og með þeirri reynslu sem áður hefir feng- ist með slíka nefnd hér á landi, eru líkindi til þess að hún réði ekki mikið við að halda niðri verð- inu, þegar takmörkun á innflutn- ingi gæfi þeim sem vörur hefðu kost á að setja þær upp. Það virðist svo, sem að íslenzka stjórnin hafi algerlega í blindni fylgt fordæminu frá Danmörku, þegar hún setti takmarkanir á inn- flutning, því þar sem yfirleitt ekki hefir verið flutt of mikið inn, þá er það hlutfallslega svo lítið sem hægt er að takmarka innflutning á, að það getur engin áhrif haft á gengið, þó það sé hinsvegar nóg til þess að allskonar smávör- ur stigi í verði innanlands. Með öðrum orðum, nóg til þess að ein- stakir kaupmenn og heildsalar, 171. tölubl. sem eiga birgðir, fái tækifæri tit þess að setja að mun upp vörur sínar á kostnað almennings. *) Það sem stjórnin átti að gera var að setja útfiutningsnefnd, sem á einhvern hátt réði fram úr þvf að verð komi fyrir íslenzku afurð- irnar sem óseldar voru — ef ekki var hægt að selja þær, þá með því að fá lán út á þær erlendis. Ef einhver maður er votur upp í hné í kaisa veðri, þá er lítið gagn að því að bretta niður húf- unni. Það verður að bæta það sem í ólagi er þeim megín sem ólagið er, þess vegna þýðir ekk- ert að bretta húfunni niður, held- ur ríður á að komast sem fyrst í þurt. Á sama hátt er algerlega þýðingarlaust að ætla sér að reyna að bæta ólag, sem stafar af of Iitlum útflutningi, með því að tak- marka innflutning. Þess vegna er bezt að breyta innflutningsnefnd- inni sem fyrst í útfíutningsnefnd, þá er von um að gagn verði af starfsemi hennar. En eins og henni er ætlað að starfa nú, verður á- rangurinn af starfinu að líkindutn aðeins sá að skapa nýja dýrtíð í landinu, ojan á þá sem er jyrir, til stórtjóns jyrir allan almenning, og líklegast einnig til skaða fyrir fjölda kaupmanna, þeirra, sem ekki eiga eða áttu birgðir. 1) Eg hefi heyrt það sagt að innflutningsnefnd hafi hindrað inn- flutning á bifreiðum fyrir eina- miljón króna. En eftir því sem aðrir segja mér þá er það mis- skilningur. Það kvað vera rétt að neitað hafi verið innflutningi á bif- reiðum fyrir nefnda upphæð eða meira, en bifreiðainnflytjendur þó flutt inn alt sem þeir vildu; þetr aðeins haft vaðið svo vel tyrir neðan sig að sækja um innflutn- ing á margfalt meiru en þeir æt!- uðú að flytja inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.