Morgunblaðið - 23.04.1970, Blaðsíða 3
MORG-tnNBILAÐIÐ, FIMMTUDAiGUR 28. APRÍL l!970
£
Bára Steinsdóttir með syni sína tvo, Heiðar iy2 árs og Stein 5 ára.
Báðir foreldrar bera
jafnar skyldur
Rætt við Báru Steinsdóttur um
málefni einstæðra foreldra
MÁLEFNI einstæðira foreldra
hafa verið mjög á dagskrá und-
anfarna mánuði, eftir að stofnuð
voru Hagsmunasamtök J>eirra og
reynt hefur verið áð kynna þau
áform, sem samtökin hafa á
prjónunum og þær leiðréttingar,
sem þau óska eftir að nái fram
að ganga. í stjórn samtakanna
sitja átta foreldrar, J>ar á meðal
er Bára Steinsdóttiir. Hún er
ættuð frá ísafirði, en löngu orð-
in hagvön í Reykjavík, vinnur
sem véiritunarstúlka hjá SÍS frá
kl. 9—2 daglega. Grannvaxin er
hún og býður af séir góðan þokka
og líkist í flestu fjölda annarra
ungra kvenna sem vinna úti. En
hveraig eru heimilishagir iienn-
ar og hvernig veir hún tímanum,
þegar hún or ekki að vinna úti?
Áður en til vinnu er farið á
morgnana þarf hún að koma son
um sínum tveimur á barnaheim-
ilið Laufásborg. Synirnír, eru
Heiðar, eins og hál.fe árs gamall,
og Steinn, 5 ára. Þegar hiún kem
ur heim á daginn, fler hún að
failda gólfklúita, en með söfliu
þeirra drýgir hún tekjurnar,
þannig að þær hrölkkva fyrir
lifsviðurværi handa þeim þrem-
ur. Klukkan fkmm arkar hún í
I.aufásborg að nýju til að sætkja
drengina og þegar heim kemur
ta'ka við eldamennska, heimiílis-
verk og uppeldisatörf.
En hvað finnst Báru sjálfri
um hlutsikipti sitt?
Hún segðdst ekki þurfa að
kvarta og rnuni elkfki kvarta með
an hún og börnin tóri, en viitan-
lega langar adlla til að gera oflur-
litið meira en það.
Eg gifti mig ung, segir hiún,
— en sikildi eftir tæpt tveggja
ára hjónahand, 0(g eitt barn.
Riúmium þremúr árum síðar bætt
i®t svo yngri sonurinji í búið;
þeir eru ekki samfeðra bræð-
urnir. En fram tiil þessa hefur
aillt gengið vel hjá mér og börn-
unum og við höfum aflitaf bjarg
azt einhvern veginn. En í sum-
ar verður só eldri sex ára og þá
veit ég ekki, hvað ég tek til
bragðs. Barnaheimili og gæzki-
vellir eru lokaðir börnum á þess
um aldri og því ekkert, nema
gatan, sem bíður hans, ef ég held
áfram að viinma úti. Og það má
ég tifl með að gera.
Ég sé enga lauisn á þessu
vandamáili í fljótu bragði, því
að ég má ekki tifl þess hugsa,
að hann verði einn í þeim stóra
barnahópi, sem þvælist á göt-
unum með húsflykilinn um háls-
inn. Það er engin lausn fyrir
móður að skilja barnið S'itt
þannig eftir á daginn. Hvorki
er hægt að l'eggja slikt á nokk-
urt barn á þessum aldri, og amn-
að hitit að móðirin getur sjáif
ekki átt rélega stund, ef hún
veit ekki af barninu á öruggum
stað, meðan hún þarf að vinna.
Annað hvort hlljóta þessi börn
að einangrast frá öðrum börn-
um eða þau verða með sikara af
krökjkum með sér inni á heimil-
inu og hvorugt er gott. Ég helld
að einhver* konar tómstunda-
heimili fyrir börn á aldrinum
6—12 ára, eða jafnvel 14 ára,
yrði lau'snin, ekki aðeins á mínu
vandamóli, heldur og aflllra ein-
stæðra mæðra, sem vinina úti.
Raiunar yrðu slík heimifli hjólp
fyrir aflla foreldra með börn á
þessum aldri. Á þessum tóm-
stundalbeimiluim, sem vel mætti
til að byrja með reka í skólun-
um sjóllfum, eða í safmaðarheim-
illum kirknanna, gætu foreldrar
verið öruiggir um að börnin
væru í góðum höndum og nytu
umönnunar og eftirlits. í beinu
framhaldi af þesi&u lanigar mig
að minnast á það, að bráðnauð-
synlegt er að breyta opniunar-
og lökunartíma barnaheimilanna
og leikslcólanna, sem nú starfa
frá kl 9-5. Þes'si tími býður eklki
uipp á nægilega fjöilbreytt störf,
heldur virðist hann ein.göngu
vera miðaður við skrifstofustörf,
þar sem vinnudegi lýkur klukk-
an fiimm.
Féflagið hefur tekið öll þessi
atriði, sem ég hef minnzt á, til
meðferðar og raunar fleiri, svo
sem skatta- og tryggingamál og
er að þeim öllum unnið. Við
vonium öll að sá skilningur og
valviflji, sem oRÍnberir aðilar og
fleiri hafa sýnt, verði það sann-
ur að hann dugi til að úrbætur
verði gerðar.
Bára segir, að ekki megi miik
ið bera út af til að þröngt verði
í búi. En venjulega rétt slepp ég
steuldlauis, segir hún. — Ég fæ
allgóð laun hjá SÍS, aiute þess hef
ég svolítið upp úr gólfklútun-
um. Síðan korna til meðlög með
börnunum, fjölskyldubætur og
mæðralaun, en ekki eru það nú
háar uppthæðir. En helzitu mán-
aðarútgjöid eru húsaleiga 3.200
kr., barnagæzla um fjögur þú/s-
und, hiti og rafmagn um 500 kr.
mánaðanlega, símakostnaður og
er þá fæði og klæði ótaiið og
ekki má gleyma sköttunum,
sem mörgum er þungur baggL
Eins og nú er háttað er með-
lagið með börnum 1.655 krónur
og borgast til 16 ára aldurs. Mér
finnst eðlilegt að þessi upphæð
yrði hækkuð um allt að eitt þús-
und krónur á mánuði og yrði að
minnsta kosti greidd til átján ára
aldurs. Það sér hver maður, að
fráleitt er að faðir hætti skyndi-
lega að greiða með afkvæmi sínu,
þegar það er 16 ára, rétt aðbyrja
skólagöngu í flestum tilvikum og
kostnaðurinn við framfærslu
þess aldrei meiri. Sú mótbára hef
ur komið fram að ýmsir ungling
a,r fari að vinna fyrir sér sex-
tán ára og því skjóti skökku
við að faðir haldi áfram að
greiða með því. En á það ber að
líta, hvað menntunarlcröfur eru
gerólíkar og fyrir tiltölulega fá-
um árum. Gagnfræðamenntun er
nú lágmarksmenntun og flestir
unglingar fara í sérnám, iðn-
skóla, menntaskóla, kennara-
skóla eða eitthvað annað, og rang
látt er að móðirin ein beri kostn
að af skólagöngunni,- þar sem ég
lít svo á, að báðir foreldrar hafi
jafnar skyldur í þessu efni.
En á móti þessum kröfum
myndi ég vilja leggja til að fað-
ir fengi meiri rétt til bamsins og
hefði meiri afskipti af því. Ég er
þeirrar skoðunar, að mjög eðli-
legt samband geti verið milli föð
ur og bams, þótt foreldrar búi
ekki saman og mæður ættu að
hugsa sig um tvisvar, áður en
þær neita föður bama sinna um
að hafa samband við þau. Með
því svipta þær börn sín bak.
hjarli, sem gæti verið þeim mik,
ilvægur. Sjálf hef ég aðeins gott
eitt að segja um feður sona
minna og vona að svo verði fram
vegis. En því miður þekkir mað-
ur auðvitað mörg dæmi þess að
feður vanrækja sínar skyldur, sva
að barnið getur beinlínis beðið
tjón af. Oft koma líka upp erf-
iðlleitear, þagair falðiriinin tevæntist
aftiur, en ef gagnkv æmur steiln-
inigur og kurteisi ríkir milli afllra
hlutaðeigandi aðila ætti að vera
hægt að forðast margan vanda.
Auk þess finnst mér að fólk
megi ekki láta stjórnast af ann-
arleguim tilfinningum og eigin-
girni, heddur verðd að láta hag
bamsins sitja í fyrirrúmi.
Eins og fram hefur komið á
Bára sæti í varastjóm Hagsmuna
samtaka einstæðra foreldra. Hún
telur að samtökin muni eftir því
sem tímar líða fram geta látið
margt gott af sér leiða; þau geti
orðið til þess að einstæðir for-
eldrar geti fengið leiðréttingu
mála sinna, m.a. á skattamálum
og fleiru.
— Þar að auki er gott að geta
rætt óþvingað og frjálslega um
vandamál sín, við fólk sem er I
sömu sporum og maður sjálfur,
og ég er ekki í vafa um að marg-
ir hafa sótt andlegan styrk í sarri
tökin, sagði Bára að lokum.
Fagnii) sumri í Garðahreppi
Drekkið eftirmiðdagskaffið í Skátaheimilinu, Hraunhólum 12
á sumardaginn fyrsta.
Skátafélagið VlFILL
Garðahreppi.
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK