Morgunblaðið - 23.04.1970, Blaðsíða 15
r
MOROUNBfLAÐH), FIMMTU'DAGU'R 23. APRÍIL 1970
15
— Ályktanir
Framhald af bls. *7
arfirði. Þá er taíiið niaiuðsynl'egt
að gam'ræcma kenmsknhætti í iðnr-
sloóluTn iamdsins, þamnig, aið aílflir
iðnneimiatr hverrair iðnigreiinar haÆi
hlotið sömu menntuin við loka-
próf. Lýsti ráðstefnain þeirri slkioð
um öinmi, að flestar n/áimigbæikur,
gem kenmidair eru í iðngfcóliutm fluili
maegi a/lls ekki kröfum nútíimiains
um menmbun iðmiaðarfóliks. Ráð-
stefnain álýktaði uim ýmisa fleiri
málaiflokka.
— í grennd vid
gufunnar afl
Framhald af bls. 1
finningar, sem Kristinn Reyr lýs
ir í þessu fallega ljóði:
Strönd, þó að fólk þitt kveðji
staðinn og sporum fækki
í sandi til síðasta manns
haf þó að brim þitt æði
hátt yfir kamp og grafi
hlaðvarpann heima í urð
og bæirnir eyðist í veðrum
— barnið í hjarta mínu
blessar það Hverfi, sem var
sólskin og sjávarniður
fallegur steinn í fjöru
blómstur og blóðberg á Dal
huldufólksbú í hrauni
margslungið lyng í mosa
hamimgja, hvergi sem þar.
Þá má að lokum geta þess, að
á fimm ára afmælinu gaf félag-
ið út mjög fallegt, myndskreytt
afmælisrit í 500 tölusettum ein-
tökum. Það ár var Sigurður V.
Guðmundsson (Villi frá Stað)
formaður félagsins.
Síðasta þorraskemmtun Stað-
hverfinga var haldin í samkomu
húsinu á Garðaholti laugardag-
inn 7. febrúar síðastl. Sóttu
hana um 200 manns — gamlir
Staðhverfingar og gestir þeirra.
Veizlustjóri var Magnús Vil-
mundarson frá Löndum. Varþað
hinn bezti fagnaður, góðar veit-
ingar, mörg skemmtiatriði og
mikið fjör. Það bar til tíðinda á
samkomu þessari að vígður var
félagsfáni Staðhverfinga. Er
það hinn fegursti gripur úr
rauðu silki saumaður af frú Sig-
ríði Þórarinsdóttur. í miðju fán
ans er félagsmerkið: Fugl á
flugi yfir bláu hafi mót sól-
roðnum himni. Það er teiknað af
Kristni Reyr.
Á samkomunni var haldinn 8.
aðalfundur Staðlhverfingafélags
ins. Fráfarandi formaður Borg-
hildur Vilmundardóttir flutti
skýrslu stjórnarinnar en Sig-
urður V. Guðmundsson skýrði
frá fjárhag félagsins, sem stend
ur með miklum blóma. Formaður
félagsins var kosinn Eyjólfur Vil
mundarson, Ytri-Njarðvík en
Anna og Einar eru með honum
í stjórn eins og fyrr segir.
Tveir gamlir Staðhverfingar
voru gerðir að heiðursfélögum á
þessum aðalfundi — þeir Guð-
steinn Einarsson hreppstjóri
frá Húsatóftum og Magnús
Magnússon frá Móakoti. Fyrir
minni þeirra mælti Kristinn
Reyr, en heiðursfélagarnir þökk
uðu og minntust félagsins með
hlýjum orðum. —
Enda þótt allir hinir gömlu
Staðhverfingar taki jafnan þátt
í skemmtunum átthagafélagsins
er það jafnan hinn miklifjöldi
ungs fólks, sem setur svip g
samkomur þess. Ef til vill er
þetta æskuglaða fólk á Stað-
hverfingaskemmtununum, e.t.v.
er það fyrirboði þess að ein-
hvern tíma eigi Staðarhverfið eft
ít að ganga í endurnýjungu líf-
daganna. Ja, hver veit? Margt
hefur gerzt ólíklegra á þessari
undraöld tækni og framfara.
Og hér er einmitt tæknin — iðn
væðingin að koma til sögunnar.
f nágrenni Staðarhverfisins er
einhver mesti jarðhiti, sem við
eigum, þar sem hrjúf ásjóna
landsins andar frá . sér þéttum,
hvítum gufum upp í svalt sjávar
loftið.
Á öðrum stöðum hafa nafrar
véltaékninnar stungið landið á
hol. Úr 1000 metra djúpum hol-
um þess standa gufustrókarnir
eins og stæltar og storkandi súl-
ur upp í loftið. En þetta eru
ósköp ópersónuleg náttúrufyrir-
bæri, sem ekki er hægt að gefa
nöfn eins og Geysi og Gunnu
og Grýtu og öðrum skilgetnum
afkvæmum landsins. Þess vegna
heita þær bara borhola I, bor-
hola II o.s.frv.
En þær geta vitanlega verið
jafngagnlegar fyrir þvL A.m.k.
þyrftu þær einhvern tíma að geta
gefið arð, því áð milljónum —
já milljónatugum króna er nú
varið til að kanna þetta svæði
og rannsaka hversu nýta megi
þetta reginafl 1 iðrum jarðar.
Talað er um 250 þúsund tonna
saltverksmiðju. Þá þurfa nú
Grindvíkingar ekki að spara
saltið í fiskinn sinn sér til
skaða eins og fyrir kom í gamla
daga.
Þá mun Staðarhverfið sjálf-
sagt byggjast á nýjan leik. Það
verður villuhverfi verkafólksina
hjá Brimsalti h.f. með öUum ein;
kennum vélamenningarinnar og
velferðarþjóðfélagsinis. f hugum
þess fólks, sem þar býr, verður
lífsbaráttan í Stáðarhverfimí
gamla eins og fjarlægur, fárán-
legur draumur.
G. Br. ‘
SÓLUN-HJÓLBA RDA -
VÍÐGERÐIR
# Sólum flestar stærðir
hjólbarða á fólks- og
vörubíla.
# Kaupum notaða sólning-
arhæfa Nylon hjólbarða.
# önnumst allar viðgerðir
hjólbarða með fullkomnum
tækjum.
# Góð þjónusta. Vanir menn.
BARÐINN H.F.
Ármúla 7, Reykjavík, sími 30501
SUMARDAGURINN FYRSTI 1970
HÁTlDAHðLD SUMARGJAFAR ,
Útiskemmtanir:
Kl. 2.00: Skrúðganga barna frá Vesturbæjarskóian-
um við Öldugötu eftir Hofsvallagötu, Nes-
vegi um Hagatorg að Háskólabíói. Lúðra-
sveit drengja undir stjórn Páls Pampic-
hler leikur fyrir göngunni.
Kl. 1.45: Lúðrasveit verkalýðsins leikur við barna-
skólann í Breiðholti, stjórnandi Ólafur
Kristjánsson.
Kl. 2.00: Skrúðganga barna frá Laugamesskóla um
Gullteig, Sundlaugaveg, Brúnaveg að
Hrafnistu. Lúðrasveitin Svanur undir stjóm
Jóns Sigurðssonar leikur fyrir skrúðgöng-
unni.
Kl. 2.00: Srúðganga barna frá Vogaskóla um Skeiða-
vog, Langholtsveg, Álfheima, Sólheima að
Safnaðarheimili Langholtssafnaðar. Lúðra-
sveit drengja undir stjórn Stefáns Step-
hensen leikur fyrir skrúðgöngunni.
Kl. 2.00: Skrúðganga barna frá Hvassaleisskóla um
Stóragerði, Heiðargerði, Grensásveg, Hæð-
argarð að Réttarholtsskóla. Skólahljóm-
sveit Mosfellssveitar leikur fyrir skrúð-
göngunni. Birgir Sveinsson stjórnar.
Kl. 3.00: Skrúðganga barna frá Árbæjarsafni eftir
Rofabæ að barnaskólanum nýja við Rofabæ.
Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn Ólafs
Kristjánssonar leikur fyrir skrúðgöngunni.
Foreldrar, athugið: Leyfið börnum ykkar að taka þátt
í skrúðgöngunum og verið sjálf með þeim, en látið
þau vera vel klædd, ef kalt er í veðri.
Mætið stundvíslega, þar sem skrúðgöngurnar hefjast.
I nniskemmfanir:
Austurbœjarbíó kl. 3
Böm af barnaheimilum Sumargjafar skemmta.
Fóstrufélag Islands sér um skemmtunina, sem
enkum er ætluð 2ja—7 ára börnum.
Aðgöngumiðar eru seldir í bíóinu frá kl. 4—9 sein-
asta vetrardag og frá kl. 2 sumardaginn fyrsta.
Háskólabíó kl. 3
Þar verða til skemmtunar mörg af beztu skemmti-
atriðum frá árshátíðum gagnfræðaskóla borgarinnar.
Ómar Ragnarsson sér um skemmtunina og kynnir.
Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—9
seinasta vetrardaig og frá kl. 2 á sumardaginn fyrsta.
Hagaskólinn kl. 3
Kynnir og umsjónarmaður, Klmenz Jónsson.
Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—6
seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Réftarholtsskólinn kl. 3
Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—6
seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Stjórnandi og kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.
Álftamýrarskólinn kl. 2
Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—6
seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Safnaðarheimili
Langholtssóknar kl. 3
Kynnir: Séra Árelíus Níelsson.
Umsjón: Jón Gunnarsson, leikari.
Aðgöngumiðar í safnaðarheimilinu frá kl. 4—6 sein-
asta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Við barnaskólann í
Breiðholtshverfi kl. 1,45
Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Ólafur
Kristjánsson.
Handboitaleikur: Þriðji flokkur I.R. og Víkings keppa.
Boðhlaup.
íþróttafélag Reykjavíkur og Sumargjöf sjá um fram-
kvæmdir.
Árborg kl. 4
(Leikskólinn Hlaðbæ 17)
Framfarafélag Árbæjar og Seláshverfis og Sumargjöf
sjá um skemmtunina.
Aðgöngumiðar seldir i húsinu sjálfu frá kl. 4_6
seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Laugarásbíó kl. 3
Umsjónarmaður: Jón Júlíusson leikari.
Kynnir: Þorsteinn Ólafsson.
Aðgöngumiðar í bíóinu frá kl. 4—9 seinasta vetrar-
dag og frá kl. 2 sumardaginn fyrsta.
Ríkisútvarpið kl. 5
Barnatími á vegum Sumargjafar.
Frú Margrét Gunnarsdóttir sér um þáttinn.
Unglinga-
dansleikir:
Tónabær, kl. 4—6,30.
Dansleikur fyrir 13—1 5 ára unglinga.
Tónabær, kl. 9—12.
Dansleikur fyrir 15 ára unglirvga og eldri.
Roof Tops leika fyrir dansi á báðum dansleikjunum.
Aðgöngumiðar verða seldir í Tónabæ frá kl. 4—6
seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta.
Þeir kosta fyrir 13—15 ára kr. 50.00. Fyrir 15 ára
og eldri kr. 75.00.
Kvikmyndasýningar:
Kl. 3 og 5 i Nýja bíó.
Aðgöngumiðar á venjulegum tíma i bíóinu. Venju-
legt verð.
Leiksýningar:
Þjóðleikhúsið kl. 3
Dimma-limm, sunnudaginn 26. aprfl.
Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í Þjóðleikhúsinu.
Venjulegt verð.
Dreifing og sala:
Islenzkir fánar fást seinasta vetrardag á öllum
bamaheimilum Sumargjafar. Fánarnir kosta (úr
bréfi) 15.00, (úr taui) 25.00.
Merki félagsins:
Frá kl. 10—2 á sumardaginn fyrsta verður merkj-
um félagsins dreift til sölubarna á eftirtðldum
stöðum:
Melaskóla, Vesturbæjarskóla, v/óldugötu, Fóstru-
skóla Sumargjafar Lækjargötu 14B, Austurbæjar-
skóla, Hlíðaskóla, Álftamýrarskóla, Hvassaleitis-
skóla, Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Langholts-
skóla, Laugarnesskóla, Árbæjarskóla, Isaksskóla,
Leikvallarskýli — v/Sæviðarsund. Breiðholtsskóla.
Merkin kosta kr. 25.00. Sölulaun eru 10%,
Aðgöngumiðar að inniskemmtunum kosta 50.00 kr.