Morgunblaðið - 23.04.1970, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1970
Meiri bjartsýni iðnrekenda
Ræða Gunnars J. Friðriks-
sonar við setningu ársþings
iðnrekenda í gær
Áður en ég hef ræðu mína vil
ég minnast fyrrverandi for-
manna Félags íslenzkra iðnrek-
enda, og eina heiðursfélaga þess,
Kristjáns Jóhanns Kristjánsson-
ar, forstjóra, sem lézt á heimili
dóttur sinnar í Bandaríkjunum
17. júní s.l. Hann var kosinn í
sjórn félagsins 1943 og kjörinn
formaður þess 1945. Gegndi
hann því trúnaðarstarfi til árs-
ins 1956. Á þessum árum lagði
hann grundvöll að því stiarfi,
sem síðan hefur verið urmið á
vegum Félags íslenzkra iðnrek-
enda. Fyrir hið óeigingjarna og
frábæra starf hans að málefnum
iðnaðarins, kaus félagið hann
fyrsta og til þessa, eina heið-
ursfélaga sinn 1956. Með Krist-
jáni Jóhanni Kristjánssyni er
fallinn í valinn einn merkasti at
hafnamaður þessarar aldar.
Ég bið viðstadda að minnast
hins látna félaga okkar, með því
að rísa úr sætum.
Á undanförnum árum hefur
starfsemi Félags íslenzkra iðn-
rekenda farið mjög vaxandi og
er orðin afar fjölbreytt. Eins og
kunnugt er tók útflútningsskrif
stofa á vegum félagsins til starfa
um áramótin 1968—69.
Það sem mestur tími fór í á
skrifstofu félagsins á s.l. ári
voru margvíslegar athuganir í
sambandi við aðild fslands að
Fríverzlunarbandalagi Evrópu.
Held ég að fuUyrða megi, að
aldrei áður hafi skrifstofa fé-
lagsins orðið að leysa jafn víð-
tækt og vandasamt verkefni,
með öllum þeim undirbúningi,
sem því fylgdi. Þá var starfsemi
Utflutningsskrifstoufnnar afar
fjölbreytt og er ekki vafi á því,
að á hinum skamma tíma, sem
skrifstofan hefur starfað, hefur
hún unnið afar merkilegt braut-
ryðjendastarf.
Hér er ekki tími til að rekja
hina fjölbreyttu starfsemi félags
ins á s.l. starfsári og vísa ég í
því sacmibamidi til ítairlegrar
skýrslu stjórnarinnar.
Ég vil geta þess hér, að fram-
kvæmdastjóri okkar, Þorvarður
Alfonsison, sem hefur starfað hjá
félaginu undangengin 8 ár og
verið framkvæmdastjóri þéss lið
lega 7 ár, lætur nú af því
starfi, þar sem hann hefur tek-
izt á hendur aninað starf, sem
ekki er síður mikilvægt fyrir
iðnaðinn og veit ég að þar kem-
ur honum í góðar þarfir sú
reynsla sem hann hefur fengið í
löngu og mjög vel unnu starfi í
þágu Félags íslenzkra iðnrek-
enda. Færi ég honium innilegar
þakkir mínar fyrir gott samstarf
og veit ég, að ég tala fyrir
munn allra félagsmanna, þegar
ég þakka honum hans frábæra
starf.
Það skiptir miklu máli fyrir
land eins og fsland, sem svo
mjög er háð utanríkisverzlun,
hvernig þróun efnahiagsmála í
helztu viðskiptalöndum þess er.
f Bandaríkjunum var hagvöxtur
hægari vegna ráðstafana, sem
ríkisstjórnin þar gerði til þess
að d-raga úr þenslu, þar sem að
talsverðrar tilhnei-gingar gætti
til verðhækkana og þar af leið-
andi verðbólgu. Gert er þó ráð
fyrir, að á síðari helmingi þessa
árs muni framleiðslan a-ftur fara
vaxandi.
Nokkru öðru máli gegnir þó í
Vestur Evrópu. Þrátt fyrir
hækkun á gengi þýzka marks-
ins hefur ekkert lát verið á hag-
vexti þa-r og er svipaða sögu að
segja um önnur lönd innan Efna
hagsbandalagsins svo sem Ítalíu
ogFrakkland.
f Bretlandi hefur þróun efna-
hagsmála verið hagstæðari en
áður og hefur greiðslujöfnuður
við önmiuir lönd lagazt mikið og
þar m-eð styrkt stöðu sterlings-
pundsins. Framleiðsluaiukning
hefur verið lítil, en horfur í
efnaihagsmálum virðast betri en
oft áður.
Á Norðurlöndunum hefur þró
un efnahagsmála verið með
nokkuð svipuðum hætti og
undanfarin ár og framleiðslu-
aukning orðið allmikil.
Þegar á heildina er litið, virð-
ast því horfur í efniahagsmálum
viðskiptalanda okkar almennt
vera fremur hagstæðar, og má
gera ráð fyrir, að það hafi hag-
stæð áhrif á þróun mála hér á
landi.
Það liggur nú ljóst fyrir, að
veruleg umskipti tiil batnaðar
hafa átt sér stað hér á landi á
árinu 1969, einkum þegar á árið
leið. Þær áætlanir, sem nú liggja
fyrir, benda til þess að þjóðar-
framleiðslan hafi aukizt um 2%
miðað við 6% minnkun árið 1968.
Framlag h-inna einstöku
greina atvinnulífsins til þjóðar-
fra-mleiðslunnar var mjög mis-
munandi. Áætlað er að fram-
leiðsla sjávarafurða hafi aukizt
um 17%, iðnaðarframleiðslan
hafi aukizt um 7—8% og fram-
leiðisla í þjónustugreinum um
1%. Þykir ljóst, að samdráttur
hafi orðið í landbúnaðarfram-
leiðslu um 5% og alvarlegur sam
dráttur í byggingariðnaði eða
um 15% vegna samdráttar í fjár
munamyndun.
Gert er ráð fyrir því, að áfr-am
hald verði í vexti þjóðarfram-
leiðslu á þessu ári og samkvæimt
síðustu áættun Efnabagsstofnun
arinnar er gert réð fyrir því, að
sá vöxtur verði 3—4%.
Sú aukning, sem átti sér stað
í iðnaðarframleiðslu á s.l. ári
bendir til mikilla umskipta frá
því sem áður var. Félag ís-
lenzkra iðnrekenda og Lands
samband iðnaðarmanma hafa
frá því á árinu 1968 framkvæmt
ársfjórðungslega könnun á
ástandi og horfum i iðnaði-num.
Koma þær upplýsingar, semfá-st
við þessa könnun, að ómet-
anlegu haldi og stuðia að því,
að mun auðveldara er að gera
sér grein fyrir þróun í hinum
einstöku gfeinum iðnaðarins á
hverjum tíma. Samkvæmt niður
stöðum þessarar könnun-ar fyrir
árið 1969 er um framlieiðslu
a-ukninug að ræða í langfl-estum
greinum, nema þeim, sem tengd-
ar eru byggingariðnaði.
Samkvæmt þeim upplýsin-gum,
sem samtökin safna frá fyrir-
tækjunum virðist Ijóst, að um
áframhaildandi aukningu verður
að ræða á næstu mánuðum. Þá
er einnig greinilegt, að meiri
bjartsýni, gætir hjá iðnrekend-
um nú en áður, þar sem mun
lfeiri fyrirtæki hyggja á fjár-
festingu á þessu ári en á árinu
á undan. Þannig svöruðu fyrir-
tæki með 42% mannaflans því,
að þau hyggi á nýjar fjárfest-
ingar á árinu 1970, en áður svör
uðu aðeins fyrirtæki með 23%
mannaflans þessari spurningu
játandi.
f september s.l. tók hið glæsi-
lega raforkuver við Búrfell til
starfa, og rættist þar með draum
ur okkar framsýnustu manna.
Hinn 1. júlí s.l. var hafin ál-
bræðsla á íslandi í fyrsta sinn.
Gunnar J. Friðriksson
Er þar með hafinn stóriðnaður á
íslandi og risaskref tekið fi'-am
á við á bra-ut iðnvæðingar lands
ins. Emgum ætti að blandast hug
ut um miki-lvægi þessa atburð-
ar. Þó hafa staðið miMar deii-
ur um það, hversu ha-gfcvæmur
samningur hafi verið gerður við
svissnesika Álfélagið og vil ég
þar engu við bæta. Ég vil þó
benda á, að borgin, héruð og
lönd út um allan heim, heyja
harða baráttu til þess að fá til
sín nýtízku iðnað. Jafiwel er
boðizt til að leggja frarn a-llt
fjármagn, sem þarf til uppbygg-
inga og vélakaupa til þess að
koma upp slíkum verksmiðjum,
sem greiðast svo sem leiga á
ákveðnu tímabili, en að þvi
loknu verður verksmiðjan eign
fyrirtækisins gegn smávægilegri
greiðlslu. Hér ræður því einis og
annars staðar hið gamla lögmál
um fnamboð og eftirspum. Þá
má benda á, að fyrsta sfcrefið
hlýtur alltaf að vera erfiðast,
þar sem ekki er fengin reynsla
af samskiptum við okkiur ís-lend
inga á þessu sviði.
Ýmsir meðal iðnrekenda hafa
látið í ljósi ótta við, að smærri
iðnaður mundi hverfa í skug-ga
stóriðnaðar og verða útundan.
Ég álít hins vegar, að stóriðn-að
ur muni flýta a-lhliða iðnþróun
vegna hinnar miklu tæk-ni, sem
hún færir inn í landið og skap
a-r möguleika fyrir stórvirkjun
fallvatnanna og þar með
ódýrri orku til alls iðnaðar. Þá
er þýðingarmikið það jafnvægi,
sem slík stórfyrirtæfci stuð-la að,
en jafnvægi í efnabagsmálum er
nauðsynleg forsenda þess, að al
mennur iðnaður geti þróazt.
Á þessu ári er áætlað, að út-
flutningur áls muni nema 2
milljörðum eða um 16% af heild
arútflutningnium, og eftir að full
um afköstum er náð eða árið
1973, er áætlað að útflutninugr-
inn nemi 3.7 milljörðum kr.
eða 24% af heildarútflutningi
okkar. Benda má á, að í Noregi
nam útflutningur á áli 14% á
heildarútflutningi á síðaistXiðmu
ár-i, en það ár var útflutningur
fisfcafurða um 12% af h-eildarút-
flutningnum.
Fyrsta marz s.l. gerðist ís-
land aðili að Fríverzlu-narbamda
lagi Evxópu, EPTA. Áður en
endanl-eg ákvörðun var tekin af
hálfu Alþin-gis um aðiiild, höfðu
farið fnam margvíislegar ath-ug-
anir á áihrif-um, aðiMarinnar, sér
staklega á iðnaði-nn. Umfaings-
miklar viðræður fóru fram milli
ríkisstjárnarinnaT og Félags ís-
lenzkra iðnrekenda um þessi raéA.
og eru flestum þeim, sem hér
eru, kunnugar niðurstöður
þeirra. Af hálfu iðnrekenda mið
uðu þessar viðræður að því að
tryggja, að sem þezt væri að
iðnaðinum þúið, svo að hann
gæti mætt hin-um breyttu aðstæð
um og hagnýtt sér þa-u tæfci-
færi, sem sköpuðust við aðild
að Fríverzlunarsamtöfcuinum.
Nú veltur allt á því, að aðlög-
unartími sá, sem við höfum feng
ið sé notaður út í æsar. Á þetta
fyrst og fremst við fyrstu 4 ár-
in. Tel ég að miða verði aillar
aðgerðir við það, að þær komi
til framkvæmda þegar á þessiu
ári, þannig að iðnaðurinn geti
notað þá aðstöðu, sem hann þá
fær til þes-s að byggja upp og
styrkja aðatöðu sína og búa sig
þannig undir hina stórauknu
samkeppni, sem hann á í vænd-
um.
Ég vii nú gera að umtalsefni
nokkur þau atriði, sem ég tel
mes-tu máli varða í sambandi við
uppbyggi-ngu iðnaða-rins og að-
lögun hans að hinum breyttu að-
stæðum.
Svo lítur út, eem sæmilega
verði séð fyrir fjármagni til fjár
festinga í iðnaði og er það vissu
lega mjög mikilvægt.
Hinn Norræni Iðnþróumarsjóð
ur hefur þar miklu hlutverki að
gegna, en einnig mun Iðnlána-
sjóður í vaxandi mæli geta te-k-
ið þátt í útlánum til fjár-festinga.
Áætlað er, að til ráðstöfunar á
næstu 5 árum úr þessum sjóð-
um muni geta verið 2400 millj.
kr.
Ef svo er reiknað með fram-
lagi eigend-a má búast við, að
fjárfiestin-g í iðnaði á þe-ssu tíma
bili gæti n-umið 3200 millj. Finn-
ist einhverjum þetta háar tölur,
þá vil ég benda á, að óvarlegt
sé að reikn-a með miinni fjáríest-
ingu á bak við hvern vinnandi
mann en 1 til 2 millj. og meir
ef um mjög háþróaðan iðmað er
að ræða.
, Þá h-efur verið s-ettur á stofn
Utflutningslánasjóður og í sam-
bandi við h.ann útflutningsilána-
kerfi.
Algjör forsenda þess, að fé úr
þessum sjóðum komi að tilætl-
uðum notum er, að fjármagninu
sé veitt til fyrirtækja, sem hafa
heilbrigðan starfsgrundvöll. Til
þess að tryggja það, þarf að
vanda mjög undirbúning fjárfest
ingaráætlana og ganga úr
skugga um að þær séu byggðar
á traustum athugunum. Sam-
hliða þessu þarf að tryggja, að
fyrirtækin geti fengið það rekstr
arfé, sem þau þurfa til þess að
halda uppi heilbrigðum rekstri
og er það sennilega hér, sem
mestur vandinn verður á hönd-
um, ef marka má reynslu lið-
inna ára. Vonir standa þó til, að
á þessu sé breytinga að vænta.
Mun ástæðan til þess, að fram-
kvæmdastjóm hins Norræna Iðn
þróunarsj óðs skipa bankastjórar
þeirra stofnana, sem séð hafa
iðnaðimum fyrir lánsfé, meðail
annars vera sú, að við veitingu
fj árfestingarlána sjá viðkomandi
fyrirtæki fyrir rekstrarfé. Má
því álíta að aukinn skilningur á
nauðsyn skipulegrar fjármala-
stjómar sé að vakna og stjórn-
endur banka séu sér þess með-
vitandi, hver ábyrgð á þeim
hvíli og hve mikilvægu hlut-
verfci þeir haifa þair aið gegruau
Ekki er nóg að fá féð, það
þarf að vera grundvöllur fyrir
því, að fjármagnið geti skilað
sér aftur með vöxtum. Of oft
halfa m-enin fneistazt til þess að
taka lán, án þess að rekstrar-
grundvöllur væri fy-rst tryggð-
ur.
Það sem hér skiptir höfuð máli
er, að skattar fyrirtækja séu
skynsamlegir og á ég þar bæði
við skatta til ríkis og baejarfé-
laga. Skattlagning fyrirtækja hef
ur úrslitaáhrif á afkomu þeirra.
Skynsamleg skattlagning getur
verkað hvetjandi á atvinnuveg
ina og örvað mjög til framfara
en óskynsamleg skattlagning get
ur drepið niður alla viðleitni
manna til framfara og fram-
kvæmda. Það er þess vegna höf-
uð atriði nú, þegar við emm að
Framhald á bls. 13
Sprengingor — Gntnogerð
Tilboð óskast í að framkvæma jarðvinnu og
sprengingar fyrir viðbyggingu fæðingar-
deildar Landspítalans.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000,— króna
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 5. maí n.k., kl. 11.30 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI7 SÍMI 10140
melka
Ný sending SKYRTUR
H E R R A D E 1 L D
lIIUIXIIIIMIiI Æt . _ S