Morgunblaðið - 23.04.1970, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1370
,Þetta eru bara dulbúin fyllirí‘
— segja liðsmenn tins vinsæla COMBÓS
„Hf á Ómar, hann er rauðhærður".
L,jósm.: K. Ben.
„Egill er æðisgengið fyndinn", segir fólk,
- en hann sver og sárt við leggur, að
hann hafi aldrei sagt brandara á sviði.
„Það er Ijótt að stríða minnimáttar, seg-
ir Grétar — eftir ianga umhugsun.
Áskell er undrabarn — þess vegna fær
hann að halda áfram með Combóinu.
Þeir hafa aðeins skemmt tvisvar sinn-
um opinberlega. þegar þessar linur
eru ritaðar, en samt ætti að vera óþarfi
að kynna þá fyrir lesendum, svo mikið
hefur verið rætt og ritað um þá félag-
ana siðan þeir bókstaflega stálu senunni
frá hinum vinsælu hljómsveitum, sem
skemmtu á síðasta SAM-festival i Glaum-
bæ. Þó er varla hægt að segja, að þeir
spíli á eins verðmikil og vönduð hljóð-
færi og pop-hljómsveitir þær, sem féllu
i skuggann fyrir þeim — langt þar í frá.
Hljóðfæri þessarar nýju hljómsveitar eru
nefnilega öll heimatilbúin úr ómerkileg-
um hlutum, sem undir venjulegum kring-
umstæðum eru notaðar til annarra hluta
en hljómflutnings. Þar á meðal eru olíu-
tunnur, pappatunnur, málningardósir, um
búðakassar, rafmagnshitaofn, drullusokk
ur og því um líkt. Þeir félagarnir í hljóm
sveitinni fara samt létt með að ná óborg-
anlegum hljóðum úr þessum sundurlausu
hlutum og óhætt er að fullyrða, að jafn
frumlegt „sound" hefur ekki heyrzt siðan
fyrsti oliumótorinn var settur í gang. Þó
er þetta án efa ódýrasta „soundið", sem
hljómsveit hérlendis — já, og þó víðar
væri leitað — hefur yfir að ráða. Að-
spurðir kváðust þeir í hljómsveitinni
mundu gizka á, að heildarverðmæti hljóð-
færa þeirra væri í allt um áttatíu og ein,
tvær eða þrjár krónur, og lægi sá mikli
kostnaður einungis í kolómögulegri
flautu. sem Askell notar til að veita „nátt-
úrusoundi" inn í músik hljómsveitarin-
innar.
Af ofanrituðu má sjá, að hér er eng-
in venjuleg „grúppa" á ferðinni, heldur
einhver sú óvenjulegasta, sem um getur.
Það er því ekki nema eðlilegt, að ég
skuli hafa fengið áhuga á að kíkja inn á
æfingu hjá hljómsveitinni, sem fram til
þessa hefur nefnt síg „Combó Þórðar
Hall" í höfuðið á einum stofnanda hljóm-
sveitarinnar — sem hætti raunar í hljóm-
TOTI
„Skildi veia huið að skipa í dóm-
nefndina fyrir fegurðarsamkeppnina
„Vikan / Karnabær / Laugalækjar-
skólinn"?
sveitinni daginn áður en hún kom fyrst
opinberlega fram og krefst Þórður nú
þess af félögum sínum, að þeir felli nafn
hans aftan úr hljómsveitarheitinu. Eftir
talsverða umhugsun hafa Combóamir nú
ákveðið að fara að óskum Þórðar og
ákveðið að auglýsa hljómsveit sina eftir
leiðis undir nafninu „Combó Þórðar Hall
dórssonar".
„EiniU'ngiis til að verða fræguir. Ég hef
nefnilega tekið eftir því, að frægir menn
og vinsælir eiga auðveldara en annað
fólk með að koma baráttumálum sínum á
framfæri. Ég lifi nefniiega fyrir þá hug-
sjón eina saman, að geta beitt áhrifum
mínum til hjálpar Indíánunum i Ameríku,
en ég ákvað strax sem barn, að helga líf
mitt baráttunni fyrir endurheimt þeirra á
í Glaumbæ fær Combóið svo góða þögn, að það má næstum heyra hugsanir Egils.
Að sjálfsögðu varð mín fyrsta spurn-
ing eitthvað á þá leið, hvort þeir í Combó
inu væru ekki hræddir um að tapa vin-
sældum um leið og nýjabrumið væri far
ið af uppátæki þeirra.
„Það má alveg gera ráð fyrir þvi, að
fólk fái leið á okkur," svarar Egill. „En
það þó ©ngin von tH þess, að við hætt-
um að spila opinberlega — að minnsta
kosti ekki á meðan við getum klíkað okk
ur inn á skemmtistaðina," bætir hann við
og borar óstjórnlega upp i nefið um leið.
„En njótið þið hljómlistar ykkar eins
vel og áheyrendur ykkar virðast gera?"
„Ekki get ég sagt það," svarar Ómar.
„Að minnsta kosti fæ ég sáralitið út úr
þessu — ég stend bara i þessu fyrir þrá
beiðni Áskels, við erum svo góðir vinir,
að ég get ómögulega gert honum það á
móti skapi, að vera ekki með."
„Ég er nú engan veginn saimmála Óm-
ami", skýttir Grétar inn í. „Ég fynir
mína parta, hef notið þess alveg marg-
falt, að syngja með Combóinu. Það er
líka núna fyrst eftir sex ár á sviðinu,
sem á söng minn er hfustað."
Auðvitað þarf Egill að leggja eitthvað
til málanna líka: „Ef ég hefði ekki gam-
an af því að spila þessa músik, væri ég
ekki að þessu. Mér er skít sama um
áheyrendurna, þeir eru sjálfsagt jafn leið
inlegt fólk og aðrir sem ég þekki. Þú
mátt samt ekki taka þetta til þín Þórar-
inn — ég kann nefnilega mjög vel við
þig og hef mikinn áhuga fyrir að komast
í kynni við fleiri þér líkum — það er að
segja blaðamenn, sem hafa áhuga á að fá
viðtöl við okkur.
Annars er þér svo sem óhætt að láta
það fljóta með frá mér, að ég hef aldrei
haft eins gaman af að aka bíl, eins og
slðan ég byrjaði í Combó."
„En þú," spyr ég Áskeí, „hvers vegna
gafst þú þig út I Combóið?"
löndum þeim, sem þeir urðu að hrökklast
af á sínum tíma, en þeir eiga enn fullt
tilkall til. Og það sver ég við nafn föður
míns, að líta ekki glaðan dag fyrr en
vesalings Indíánarnir hafa fengið lönd
sln aftur til umráða."
Svo mörg voru orð Áskels, sem hefur
vakið á sér athygli fyrir að ganga ætlð
með mjólkurflösku upp á vasann.
,En þið hinir," spyr ég Egil, „eigið þið
ykkur engin baráttumál til að berjast
fyrir?"
„Þau eru vitanlega mörg og smá, utan
eitt," svarar Egill og verður skuggalega
alvarlegiLfr í bnagði. „Það er algert banm
við laxveiðum. Við í Combóinu erum ein-
dregið á móti þeim viðurstyggilega ósóma,
að menn fái óhindrað að pína lífið úr
þessum varnalausu greyjum, löxunum,
sem eiga sér einskis ills von, syndandi í
silfurtærum ám eða vötnum, þegar þeir
eru allt í einu húkkaðir á öngul einhvers
ótætis veiðimannsins, sem strax tekur við
bragð og byrjar af „sadiskum" áhuga
að hamast við að draga laxinn á eftir sér,
þamgað tiíl vesalimgs skepnam er orðim
svo þreytt, að hún bókstaflega springur
af mæði."
Eftir þessa átakanlegu lýsingu eru við
staddir orðnir svo klökkir, að lengi vel
tekst engum að koma upp orði. En loks
harkar Áskell af sér og byrjar að skýra
frá veiðiaðferðum Indíánanna í Amer-
íku: „. . . .þeir nota miklu mannúðlegri
aðferðir. Þeir (iggja kammiski { teymi í
marga klukkutíma, þangað til þeir sjá
laxi bregða fyrir í vatninu, þá eru þeir
siko ekki lengi að skuíte spjótum í
hann. Með þessari aðferð drepst laxinn
eins og skot, en þarf ekki að standa !
löngu helstríði eins og vinir hans á öngl-
um veiðimannanna þurfa að gera. En ég
tek það fram, að þessi mannúðlega dráps
aðferð, sem Indíánarnir nota þegar þeir
verða svangir, kemur ekki að gagni
nema þeir hæfi fiskinn," bætir Áskell við
íbygginn á svip.
„Ég fæ með engu móti sikilið hvaða
„feelingu" veiðimennirnir finna i því að
standa tímunum saman út í hráslagalegu
vatni og dorga," segir Grétar allt í einu
og horfir hugsandi út í loftið. „Varla get-
ur það verið svona mikils virði að drepa
laxa — eins viðbjóðsleg athöfn og það
hlýtur að vera. Kannski er það fylliríið
á þeim í þessum veiðitúrum, sem fær þá
til þess að taka upp á þessari vitleysu
— ég skal ekkert um það segja, en eitt
er víst, að laxveiði er einhver sú ógeðs-
legasta íþrótt, sem ég hef heyrt getið."
„Laxveiði getur mieð ©ngiu móti tailíizt
íþrótt," grípur Egill fram í." „Illa innrætt
ir sportvörukaupmenn hafa bara stimpl-
að morðtól eins og veiðistangir undir
sportvarning til að gera laxveiðimönn-
unum auðveldara með að friða samvizk-
una — ef hún er þá nokkur til í þessum
.möninom," bætir Eg>rH við og ygglir sig.
„En til hvers haldið þið þá, að veiði-
mennirnir leggi á sig alla þá fyrirhöfn,
sem veiðitúrunum fylgir?" spyr ég, og
Ómar verður fyrtr svönum:
„Það mætti vel segja mér, að leikurinn
sé aðeinis gerður til að hylima yfiir
fylliríistúra. En það kæmi mér heldur
ekki á óvart, að fyrirhöfnin við að koma
sér af stað í veiðitúrinn, sé einmitt það
sem gleðuir veiðimaimniiinin mest. Skri'f-
stofublókin fær þar loksins langþráð
tækifæri til að skipuleggja upp á eigin
spýtur, og skrifstofustjórinn tækifæri til
að leita uppi dýrasta veiðileyfið."
„Gæti ekki alveg eims skeð, að það
sé mesta ánægjuefnið við laxveiðina, að
geta — þegar heim er komið t— sagt fé-
lögunuim sögiuna af þeiim stóra sem
slaipp?" spyr EgiHil, og fétegair han®
hugsa mátið drykktemga stumd, tiil að
sýna Agilli fyllstu kurtetsi.
„Mikið er það nú óviðfel'ldiiimn tiíhugs-
un," segi'r Grétair loks og hrottur mík-
ill fer um hann. „Þeir hljóta þá, — ef
þetta er rétt — að vera fima teiðinilegiiir
menn, þessir veiðimenn," bætir hann við,
og Egill tekur strax í sama streng: „Það
er allt fólk leiðinlegt!"
„Við værum þér mjög þakklátir," segir
Ómar og beinir máli sínu til mín, „ef
þú mundir koma á framfæri þakklæti okk
ar í Combóinu til þeirra þjóða, sem ein-
dregið eru fylgjandi algeru banni við lax
veiðum við Grænland, og segðu þeim líka,
að við hugsum stöðugt til þeirra þar sem
þeir þinga um málið í Kaupmannahöfn.
Ég vair að tesa það í Moggamium í motg-
un, að það virðast aðeins þrjú lönd vera
á móti algeru banni, en sjö lönd hlynnt
því, þannig að þú getur séð, að Combóið
er ekki eini áhrifamátturinn sem stend
ur á móti laxveiðum."
Ómar hefur ekki fyrr lokið máli sínu,
en Þórður sjálfurinn Hall birtist. Og
auðvitað er strax leitað álits hans á mál-
inu.
„Mér finnst lax góður með miklu may-
onnaise," svarar vinurinn umhugsunar-
laust, en félagar hans eru ekki alveg á
Framhald á bls. 10
zaa: