Morgunblaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 1. ÁGÚST 1970
Greinarhöfundur:
Elín Pálmadóttir
Önnur grein
Á ferðalagi í Japan sl. vor,
sem sagt var að nokkru frá í
fyrri grein, lagði ég að sjálf-
sögðu allt kapp á að kynnast
lifnaðarháttum Japana og fá of-
urlitla nasasjón af lífsrytma
þessarar fjarlægu þjóðar. Það
er ekki auðvelt. Japanir eru
gestrisnasta fólk í heimi — ís-
lendingar ekki undanskildir —
og sá hlutur er ekki til,
sem þeir ekki vilja gera fyrir
gesti sína. En þeir hleypa þeim
ekki auðveldlega inn á sig eða
sín heimili. Ekki af ókurteisi,
heldur meðfæddri hlédrægni.
Þeir eru síafsakandi og finnst
ekkert nógu gott fyrir gestinn.
Óformlegt boð heima kemur
ekkí til greina.
Ég var boðin á heimssýning-
una í Osaka í 5 daga, en tók
mér svo sumarfrí, dvaldi
í Japan í rúma viku á
eigin vegum og hélt svo
syðri leiðina heim. Var
4 daga í Hong Kong, viku í
Bangkok í Tailandi og viku í
New Delhi á Indlandi. En á
þessum stöðum, nema í Hong
Kong, átti ég kunningja og um
leið möguleika á að komast út
úr ferðamannastrauminum og
vera innan um fólk, sem held-
lu- sig þar utan við og lifir í
landiinu. Þannig fékk ég — með
nokkrum eftirgangsmunum samt
— að búa sólarhring í ósviknu
japönsku gistihúsi, eða ryokan,
nokkra daga hjá ungri
japanskri menntakonu í Yoko-
hama og loks einn dag á vel
efnuðu heimili. Á öllum stöðun-
um fékk ég tækifæri til að
kynnast heimilisháttum, — svaf
á mottu á gólfinu, sat á hælum
mér og borðaði allan minn mat
með prjónum.
I JAPÖNSKU GISTIHÚSI
Japanska gistihúsið er í út-
hverfi Tokyo, við litla þrönga
götu með lágum tvílyftum hús-
um og lokuðum görðum. Hús-
freyja, lítil japönsk kona í kím-
ono. kemúr trítlandi út til að
taka á móti gestinum og hneig-
ir sig í sífellu. Ég brosi og
hneigi mig líka, jafn oft, og
helzt í 90 gráðu horn, en er
alltaf fljótari en hún í hneig-
ingunni. Má bjóða yður upp ,—
ekki inn, segir húsráðandi, því
alltaf er stigið upp í húsið í
Japan. Þar er farið úr skónum.
Ef ekki er tatami eða strámotta
strengd yfir gólfið strax við
imnganginn, fær maður töfflur,
sem gjarnan hafa haft upp
milli stóru táar og þeirrar
næstu og hrein list er að halda
á fótunum, einkum upp bónaða
tréstigann. Þær eru svo skild-
ar eftir áður en stigið er upp í
herbergið, þar sem alltaf er
strágólf og aldrei gengið nema
á sokkaleistunum. Húsfreyja
bendir gestinum að setjast á
púða við lágt borð á miðju
gólfi og kemur að vörmu spori
með litlar kökur á skál og
postulínsbolla sem hún hellir í
ilmandi blómatei og hneigir sig
enn. Og áður en túlkurinn, sem
með mér hefur komið, fer, spyr
hún hvenær eigi að bera fram
matinn, á hvaða tíma ég vilji
baðið mitt og hvenær eigi
að búa um. En úr því eru sam-
ræður ekkert annað en bros og
hneigingar, dálítið einhæfur og
erfiður túlkunarmáti.
Húsfreyja kemur með kimono
með víðum ermum, og færir mig
í tvo sloppa, um leið og hún
gerir mér skiljanlegt að ég eigi
að halda þeim innri, þegar ég
fer að sofa. Þar sem flíkurnar
ná niður á hæla og eru vel
reyrðar með linda að mitti, er
þetta hlýjasti búningur. Ekki
veitir af, því hitagjafinn í her-
berginu er undir lága borðinu
á miðju gólfi. Þar hefur
verið tekinn hleri úr gólfinu
og á botni gryfjunnar er glóð-
arhitun. Setið er með fæturna í
gryfjunni og á borðinu er
þykkur vatteraður dúkur, sem
nær niður á gólf og vamar
því að hitinn fari út. Satt að
segja er manni merkilega hlýtt,
ef neðri hluti líkamans er þann
ig vel heitur. Við borðið er set-
ið á púðum, karlmenn sitja með
krosslagða fætur, konur á hæl-
Hún ber mér matinn og krýpur hinum megin við borðið.
r
um sér. En fjarskalega er erfitt
fyrir óvana að sitja lengi
svona. Þreytan sígur upp í bak
ið.
Herbergið er að venju lát-
laust og fá húsgögn. Strámottu
gólf og skilrúm úr léttum grind
um með ástrengdum pappír og
á vegg silkiprentuð mynd á
borða. Meðfram einum veggn-
um er lágur skápur og blóma-
skreyting á, og á upphækkaðri
mottu er í dag komið fyrir
skreytingu með 15 brúðum,
keisarahjónum og hirðfólki í
gömlum búningum, því
þennan dag, 3. marz, er brúðu-
dagurinn eða hátíðisdagur
litlu telpnanna. Þá er á hverju
heimili, þar sem stúlkuibarn er,
sett upp slík skreyting með fal-
legum brúðum. En við lifum
líka í nútímanum. A púða við
hliðina á mér er sími og frúin
trítlar inn með örsmátt sjón-
varpstæki, hneigir sig og stillir
á japanska glæpamynd í lit
fyrir mig. Svo kemur maturinn.
Fyrir hverja máltíð er borið
inn lítið vott handklæði, rjúk-
andi heitt á vetrum en kalt á
sumrum. Það er til að þvo af
höndunum og jafnvel þerra
hálsinn. Ákaflega hreinlegur
siður. Te er mikið borið fram
í litlum fínum postulínsskálum,
blómate, þunnt te með matnum
eða grænt, bragðsterlkt te. Rétt-
irnir koma hver af öðrum og
ekki mikill munur á kvöldverði
og morgunverði. Þjónustan mín
heldur áfram að koma inin með
endalausa röð af smáréttum í
skálum. Hún krýpur og hneig-
ir sig í hvert sinn. Grjónaskál,
súpa með fiski í, grænmeti, litl-
ir fiskar, hrogn á sjávarjurta-
blöðum og hver veit hvað. Ég
tíni þetta allt upp í mig með
prjónunum. Maður er tiltölu-
lega fljótur að komast upp á
það. Þó gekk mér verst með
spældu eggin á morgunverðar-
borðiinu. Eg hafði fengið að-
vörun og einbeitti mér feiki-
lega og tókst að komast frá
þessu án þess að missa niður —
þó ekki væri það sérlega virðu-
lega gert.
MARGVÍSLEGIR
FISKRÉTTIR
Japanir borða ákaflega mik-
ið af fiskréttum. Þar sem ég var
ákveðiin í að kynnast öllu
japönsku, byrjaði ég í fyrsta
boðinu á Expo í Osaka á að
velja mér Sushi, sem er hrár
fiskur eða skelfiskur á hrís-
grjónabeði á bambusdiski og
borðaði hana án þess að blikna,
enda skolaði ég honum niður
með þessu ágæta hrísgrjónavini,
saké, sem alltaf er á boðstólum
í örsmáum staupum, ýmist upp-
hitað eða kalt. Tempúra, djúp-
steiktir sjávarréttir, sem difið
er í' eggjabland áður en steikt
Frú Okasaki lagar teið.