Morgunblaðið - 02.08.1970, Qupperneq 1
28 SIÐUR OG LESBOK
172. tbl. 57. árg.
SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST 1970
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Prag:
Kæru um-
bótasinna
vísað f rá
V'ínarborg, 1. ágúst. AP.
FJÓRIR kuirnir tékkneskir um-
bótasinnar, þar á meðal íþrótta-
garpurinn Zatopek, hafa tapað
máli gegn Vilem Novy, sem er
þekktur harðlínumaður. Héraðs-
dómur í Prag vísaði máli fjór-
menninganna frá ðómi. Málgagn
tékkneska kommúnistaflokksins,
Rude Pravo skýrði frá því í dag
að Zatopek hefði dregið kær-
una til baka áður en dómurinn
tók ákvörðun um frávísunina.
Hinir þrír, sem að málinu
stóðu voru slkáikmeistarinn Lud-
ek Pachmann, Pavel Kahout, rit-
höfundur og Lobos Holecek, fyrr-
verandi stúdentaleiðtogi. Þeir
byggðu kæru sína á því að Novy
hefði lýst því opinberlega yfir að
hann hefði „lagt fram sinn skerf“
til að stuðla að s.iálfsmorði Jan
Paladhs þann 20. janúar 1969.
Mengun-
arnjósnir
San Francisco, 1. ágúst, AP.
KALIFORNÍURÍKI er farið
að njósna um þá sem menga
vatn, með því að taka infra-
rauðar ljósmyndir úr lofti að
nóttu til. Ed Reinecke, að-
stoðarrikisstjóri, sagði á ár-
legum fundi nefndar sem
rannsakar vatnsmengun, að
fengnar væru að láni flug-
vélar frá flughernum til þessa
verks.
» Reinecke sagði að hita-
/ geisliuinin frá soirpinu og þeim
1 sem settu það í árnar og vötin-
in, kæmi fram á m'yndumum,
I og af þeim værd svo hægt að
sjá uim hversikoniar sorp væri
að ræða, ag fimna út hvaðan
það kæmi. Viðfcomiairadi yrðu
svo sóttir ti'l safca, samkvæmt
iguim frá 1968. Kalifoinníu-
ríki hefuir eiranig í hyggju að
I setja upp rafeiradamœlitæki
til aið mæla hita oig rennsli
þeirra etfna sem meraga vatn-
ið. Reimecfce sagði að þetta,
og aðrar r'áðstafanir, veittu þá
tækni sem nauðsymteg væri
til að hreinsa vatnavegina.
Flóð í
Pakistan
Dacca, Pakistan, 1. ágúst. AP.
MIKIL flóð hafa verið í viðáttu-
miklum héruðum í Austur-Pak-
istan og hafa milljónir manna
orðið fyrir meira eða minna
tjóni. Hundruð þúsunda hafa
misst heimili sín og vitað er með
vissu að fjórtán hafa drukknað.
Héraðið Pabna, sem er í norður-
Ihluta landsins hefur orðið verst
úti og allar samgöngur rofnað
við það. Reynt hefur verið að
fljúga með matvæli og lyf, en
erfitt hefur reynzt að koma þeim
til þurfandi fólksins. Óttazt er að
farsóttir muni brjótast út.
Mikið er hún leiðinleg, þessi verzlunarmannahelgi. Ekkert gaman í bænuim, allir farnir nema við krakkaruir og gamla
fólkið. (Ljiósm. MbL: Kr. Bein.)
Tveir Rússar skotnir
niður í loftbardaga
yfir Suez-skurði
Vopnahlé eftir fáa daga?
Rússar gagnrýna skæruliða og Irak
Washington, London, Tel
Aviv, Kairó, 1. ágúst AP-NTB
0 Áreiðanlegar heimildir í
Washington herma, að
rússneskir flugmenn hafi
flogið tveimur af fjórum
MIG-21 orrustuþotum, sem
skotnar voru niður yfir Súez
skurði á fimmtudag.
0 Yasser Arafat, leiðtogi A1
Fatah skæruliðasamtak-
anna, hefur íterkað yfirlýs-
ingar sínar um, að skærulið-
ar muni ekki virða vopnahlé
við ísrael, og hefur sent sendi
mann til Boumedienne, for-
seta Alsír, til að hiðja um
stuðning.
0 í Washington er ekki tal-
ið ólíklegt að vopnahléð
Framhald á ltils. 27
Banka-
bomba
í New York
Niew Yohk, 1. áigúist — AP
SPRENGJA sprakk árla laugar-
dags við Brasilíubanka í mið-
borg New York, og sprungu rúð-
ur í byggingunni og nærliggj-
andi húsum. Vígorð höfðu verið
máluð á bankann um nóttina og
fáni Víet Cong fannst skanimt
frá. Lögreglan segir, að engin
siys hafi orðið á fólki.
Undanfarið hafa víða sprungið
sprengjur í borginni og hefur
þeim sérstaklega verið komið
fyrir í bönkum, stórum verzlun-
ar- og skrifstofuhúsum og stjórn
arskrifstofum.
«