Morgunblaðið - 26.08.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNRLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26, ÁGÚiST 1970 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 15 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasljórj Björn Jóhannsson. Auglýsingastjórí Ami Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasöhi 10,00 kr. eintakið. GEGN VERÐBÓLGU ýðingarmesta viðfangsefni, sem nú blasir við í efna- hagsmálum landsmanna er að tryggja launþegum til frambúðar verulegar kjara- bætur og treysta jafnframt rekstrargrundvöll atvinnu- lífsins, sem augljóslega er í mikilli hættu vegna hækk- andi tilkostnaðar. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, gerði þessi mál að umtals- efni í viðtalinu við Morgun- blaðið sl. laugardag er hann fjallaði um viðræður ríkis- stjómarinnar við forráða- menn verkalýðs og vinnu- veitenda. í þessu sambandi sagði forsætisráðherra: „Ég kvíði ekki, að þar sé ekki af heilindum gengið til verks af hálfu allra aðila og ríkis- stjórnin mun af sinni hálfu leggja kapp á framgang þeirra athugana, rannsókna og tillögugerða, sem stefnt er að, TVennt skiptir megin- máli: annars vegar að laun- þegar haldi þeim kjarabót- um, sem þeir hafa fengið, þ.e. um 21% kaupmáttaraukn ingu miðað við 1. september, og hins vegar að tilkostnaður atvinnuveganna vaxi ekki úr þessu með þeim hætti, að það lami framleiðslugetu þeirra og afköst. Forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda skilja þetta fullvel, en ég veit, að þeir ætlast til þess af ríkisstjóminni, að hún bendi á úrræði eins og henni er líka skylt. En þá eigum við einnig rétt á því, að þessir aðilar leggi sig fram um að leysa vandann.“ Þegar er kjarasamningar höfðu verið undirritaðir sl. vor varaði Morgunblaðið við þeirri hættu, að ný verð- bólgualda gæti hafizt vegna þess, að launahækkanir hefðu farið vemlega fram úr gjaldþoli flestra atvinnu- greina. Ríkisstjórnin beindi einnig fljótlega þeim tilmæl- um til Alþýðusambands Is- lands og Vinnuveitendasam- bands íslands, að þessir að- ilar tækju upp viðræður um leiðir til þess að koma í veg fyrir þá verðbólguþróun, sem virtist óumflýjanleg. Þessi almannasamtök tóku tilmælum ríkisstjórnarinnar vel og sýndi það eitt, að þau gera sér grein fyrir hættunni. Sannleikurinn er nefnilega sá, að áhrif víxlhækkana kaupgjalds og verðlags verða þau ein, að kaupmáttur laun- anna fer lækkandi en til- kostnaður atvinnuveganna hæ<kbandi og þess vegna sitja báðir aðilar eftir með sórt ennið. Það hlýtur að auka trú manna á það að takast megi samstaða um viðnám gegn verðbólgunni að aðvaranir berast nú úr ólíklegustu átt- um. Þannig lýsti Þjóðviljinn því nýlega yfir í forystugrein, að kjarasamningarnir, sem gerðir voru í vor hljóti að leiða til „buHandi óðaverð- bólgu“ og verða þau ummæli blaðsins ekki skilin á annan veg en þann, að aðstandend- ur þess séu reiðubúnir til þess að styðja allar nauðsyn- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svo illa takist til. Þegar Alþingi kem- ur sarnan í haust verður það mikilvægasta verkefni þings og stjórnar að fjalla um þessi mál. Við höfum náð miklum áfanga eftir erfiðleika und- anfarinna ára. Þeim árangri má ekki spi'Ha með skamm- sýni og óraunsæjum við- horfum til allra aðstæðna. Ef víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags halda áfram leiðir það til stórfel'ls hallareksturs í sjávarútvegi og fiskvinnslu, versnandi stöðu landsins út á við og verri afkomu alls al- mennings. Framsókn er ekki að treysta ¥ áratugi hefur það verið * siður Fra-msóknarmanna, er þeir hafa átt aðild að rík- isstjómum að hlaupast undan merkjum, þegar þeir hafa talið sér henta og svíkja gerða samninga við aðra flokka um stjórn landsins Gamlir og reyndir Framsókn armenn voru fyrir löngu bún- ir að sjá, að þessar starfsað- ferðir hlutu fyrr en síðar að firra Framsóknarflokkinn öUu trausti meðal annarra stjómmálaflokka og leiða til þess að e-nginm vildi með Framsóknarflökkmum vinna. Sú hefur einnig orðið raunin á. Framsóknarflokkurinn hef- ur verið utan ríkisstjórnar um 12 ára skeið. í forystu- grein Tíman-s í gær heldur einn helzti forystumaður Framsóknarflokksins því fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði át-t að svara neitun Alþýðuflokksins um kosning ar í haust með samvinnuslit- um. Enginn vafi er á því, að Framsóknarflokkurinn hefði valið þá leið. En Sjálfstæðisflo-kkurinn stendur við gerða samninga. Það virðist ofar skilningi Framsóknarmanna að ástæða sé tiil slíks. Fyrir 11 ámm varð það að samkomulagi milli núverandi stjómar- flokka, að þin-g yrði ekki rofið nema með samkomu- Löng leið til friðar ÍSRAELSMENN hafa nú sam- þykkt að hefja samningaviðræð- ur við Egypta og Jórdaníumenn í New Vork. Nokkur dráttur varð á að ísraelsmenn féllust á New York sem fundarstað en vopnahlé þeirra og Egypta (og Jórdaníumanna) hefur nú stað- ið á þriðju viku. Þannig eru tvær meginhliðar „Rogers-áætl- unarinnar“ svonefndu orðnar að veruleika, þó svo menn væru lítt trúaðir þar á, þegar liún var lögð fram. VIÐRÆÐUR RÚSSA OG BANDARÍKJAMANNA Aðdragandi „Rogers-áætlunar innar“, sem kennd er við Willi- am P. Rogers, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, má rekja allt að tveimur árum aftur í tímann. Samþykkt öryggisráðs Samein uðu þjóðanna frá 22. nóvember 1967 reyndist lítils megandi til varanlegrar lausnar á deilun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Þvi hófu Bandaríkjamenn og Rú-ss-ar leynilegar vi-ðræðu-r sín í milli árið eftir og voru aðal- mennirnir þar í utanríkisráðherr a-r landann-a; þeir Williaim P. Rog ers og Andrei Gromyko, Joseph J. Sisco, aðstoðarráðherra Rog- ers, og sendiherra Sovétrikjanna í Washington, Anatoly F. Do- brynin. 1 viðræðunum ráðguðust Rúss ar títt við Nasser Egyptalands- forseta og Bandarikjamenn voru í stöðugu sambandi við Goldu Meir, forsætisráðherra Israel, og Abba Eban, utanrikisráðherra hennar, en hann hefur nú verið skipaður oddviti lands síns í samningaviðræðunum, sem nú eru framundan. Viðræður Bandarikjamanna og Rússa fóru út um þúfur, þegar Moskva neitaði að fallast á nokk ur atriði, sem þeir Rogers og Sisco töldu, að Gromyko hefði verið búinn að samþykkja á fundum með þeim. Viðræður þess ar höfðu þá staðið hartnær í ár. BANDARÍKIN EIN Á BÁTI En Nixon Bandaríkjaforseti vildi ekki gefast upp við svo búið. Á standið fyrir botni Mið- jarðarhafs versnaði stöðugt og kröfur Israelsmanna um kaup á 125 orrustuþotum frá Bandaríkj unum urðu stöðugt háværari. Að stoð Rússa við Egypta leiddi til ógnunar við tilveru Israelsríkis og gat því svo farið, að hún myndi þröngva Bandaríkjunum til að skipa sér við hlið ísrael í átökum, sem allt eins myndu leiða til stórstyrjaldar milli stór veldanna tveggja. Bandaríkjastjórn hóf því á eig in spýtur að leggja drög að áætl un um frið fyrir botni Miðjarð- arhafs og voru þeir Rogers og Sisco aðalkraftarnir. Meginhug- myndir þeirra voru, að Banda- rikjastjórn skyldi sjálf án aðild ar annarra leggja fyrir Israel, Egyptaland og Jórdaníu ein- falda áætlun um vopnahlé og friðarviðræður. Rogers útskýrði þetta svo: „Áætlunin mátti ekki vera of flókin til að ófriðaraðil- ar ættu erfitt að hafna henni." Þessi stefna varð útkoman úr ferð Sisco til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs 8.—25. april s.l. 1 þeirri ferð komst hann að því, að sovézkir sendimenn höfðu svert mjög afstöðu Bandaríkj- anna fyrir leiðtogum Araba og að full ástæða var þess vegna fyrir Bandaríkin að grípa til eig in ráða. Hann kom og á beinu sambandi við Nasser Egypta- landsforseta. I viðræðum þeirra ásakaði Nasser Bandaríkin fyrir að vera á móti Arabalöndunum en Sisco svaraði því til, að fyrir stjóm Nixons vekti aðeins að halda valdajafnvægi fyrir botni Mið- jarðarhafs og að reyna að koma á friði þar. 1 ræðu 1. mai varaði Nasser Bandarikjastjórn við að senda hergögn til Israel. Hann beindi máli sínu til Nixons Bandaríkja- forseta og sagði, að þrátt fyrir allt hefðu Egyptar ekki brotið allar friðarbrýr að baki sér. Skýrsla Sisco um ferð sina og aukin umsvif Rússa i Egypta- landi urðu til þess, að Nixon lagði enn meiri áherzlu á, að „Rogers-áætluninni“ yrði flýtt og hún lögð fram svo fljótt sem auðið væri. Orð Nassers til hans i maí-ræðunni áleit Nixon já- kvæðan vott fyrir framkvæmd- ina, sem einnig myndi sannfæra Israelsmenn um stuðning Banda ríkjanna. ÓVÆNT VIÐBRÖGÐ Nítjánda júní sendi Rogers svo utanríkisráðherrum Israel, Egyptalands og Jórdaniu bréf, þar sem kveðið var á um 90 daga vopnahlé, ísraelsmenn skyldu yfirgefa „svæði“ hertek in í sex daga stríðinu og Arabar viðurkenna tilverurétt Israel, og virða landamæri þess. Skömmu William P. Rogers. áður en bréfið var sent, var Do- brynin gerð grein fyrir efni þess og hann lét í ljósi við Sisco van trú sína á árangrinum. Reyndar var Rogers innst inni sama sinn- is. Sex dögum. síðar hittust þeir Rogers og Dabrynin í opiniberri veizlu og sagði Dobrynin þá Rog ers til mikillar undrunar, að vel gæti framtak Bandaríkjanna orð ið til þess, að vopnahlé kæmist á og friðarviðræður í gang. Þegar Nasser barst bréf Rog- ers hélt hann þegar til Moskvu, þar sem hann ráðfærði sig við sovézka ráðamenn en þessi dvöl hans varði í 19 daga. Banda- rikjastjórn, Israelsmenn og Jórd Joseph J. Sisco. anar biðu ferðalokanna litt spenntir, þar sem engin trúði þvi raunverulega að Nasser myndi fallast á áætlunina. Samþykki hans varð þó stað- reynd 21. júlí. Það kom öllum gjörsamlega á óvart, nema þá honum sjálfum og rússneskum ráðamönnum, en varð strax til að glæða vonir manna um að tak ast mætti að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Samþykki Nassers setti Israelsstjórn í mik inn vanda, en 28. júlí gaf varn- armálaráðherra Israel, Moshe Dayan, í skyn, að stjórn Israel kynni að fallast á „Rogers-áætl unina“ með því að segja, að Isra el væri ekki „nægilega öflugt til Kristmann Guðmundsson: Úr bókahillunni GUNNAR REISS ANDERSEN 1 hillunni minni rakst ég á fremur lítið hefti, röskar 150 blaðsíður af ljóðum, prentuðum á þunnan pappír: En Lanterne- bok, frá Norska Gyldendal, ár- ið 1964. Það er „Dikt í utvalg 1921—1963“, eftir Gunnar Reiss Andersen. Ekki hef ég orðið þess var að hann sé mikið þekktur hér á landi, hef ekkert séð um hann ritað, og blöðin gátu ekki einu sinni um andlát hans, fyrir fáum árum. Hann var þó viðurkennd- ur sem eitt af fjórum beztu ljóð- skáldum Noregs um miðbik ald- arinnar. Er hann enn mikils met- inn af þjóð sinni, og virðist mér að vinsældir hans hafi frekar aukizt með árunum. Hver var svo þessi maður, hvað dreif á daga hans, hvern- ig leit hann út, og hvernig eru ljóðin hans, meðal annars? Hann fæddist í Larvik í Nor- egi, árið 1896, sonur skrifstofu- manns, er hét Hans Andersen. Vildi hann láta drenginn ganga menntaveginn og verða embætt- ismann, en ekki leizt Gunnari vel á þær framtíðarhorfur. Fimm tán ára gamall réð hann sig á enskt skip, gegn vilja foreldr- anna, og var nokkra mánuði I förum með því. Er heim kom, lagi beggja. Við j>etta sam- komulag munu Sjálfstæðis- menn standa. Þess vegna geta aðrir flokkar treyst samning- um, sem gerðir eru við Sjálf- stæðisflokkinn. En samkomu- lagi, sem Framsóknarmenn gera, er aldrei hægt að treysta. Það sýnir fengin reynsla. hafði hann ásett sér að verða verkfræðingur, en skipti brátt um skoðun og ákvað nú að ger- ast listmálari. Ekki var föðurn- um það að skapi, og krafðist hann þess að sonurinn tæki að minnsta kosti stúdentspróf fyrst. Gerði piltur það, þótt nókkuð brösótt gengi, því að enn reis hann upp gegn vilja föður síns og reyndi að ná inntökuprófi í listaháskólann i Osló. Þá var Christian gamli Krohg, þar pró- fessor, og sagði hann síðar, bæði í gamni og alvöru, við Reiss Andersen, eftir að hann var orð inn þekkt skáld: „Við vissum hvað við gerðum, þegar við lét- um yður falla.“ En eftir þessar ófarir hélt Gunnar áfram í menntaskólanum og lauk stú- dentsprófi. Og nú héldu honum engin bönd; hann fór til Kaup- mannahafnar og tók að læra þar málaralist, en síðan til Frakk- lands, og dvaldi þar í nokkur ár við listnám, en tók einnig mik- inn þátt í félagsskap — og gleð skap — landa sinna, sem laust eftir fyrri heimsstyrjöldina voru allfjölmennir í París. Áður hafði hann fengizt nokkuð við að yrkja ljóð, á þessum árum varð honum loksins Ijóst að ein mitt það var köllun hans, en ekki málaralistin. Þó sjást þess víða merki í kvæðum hans, að hann er glöggskyggn á liti og form landslags, og ber mjög á þvi í öllum Ijóðabókum hans. Sneri hann sér nú að yrking- unum af fullum krafti, en átti alllengi harða glimu við máls- meðferð og formháttu, svo sem alltítt er um ung skáld. Árið 1921 kom þó fyrsta ljóðasafn hans út, og nefndist „Indvielsens vár.“ Þessi litla ljóðabók virðist mér hafa komið að minnsta kosti þrem áratugum of snemma; á vorri tíð hefði hún vakið miklu meiri eftirtekt, sökum þess, að sumt af ljóðunum, t.d. „Linjen", eru talsvert nýtízkuleg, og gömlu gagnrýnendurnir, með litla, skrítna gnúminn Carl Nær- up í broddi fylkingar, voru sam mála um að þau væru torskilin og nenntu ekki að brjóta heil- ann um þau. Þó fékk skrudd- an sæmilegar viðtökur, því að ekki var hægt að neita höfund- inum um talsverða skáldgáfu. Og óneitanlega eru þarna fal- leg kvæði, eins og t. d. „Linjen" og „To barn“ — sem mér finnst fegurst í bókinni: „Vi satt to barn og lekte pá livets hvite strand, mens solen stod som spiddet pá klippetoppens tann. Vi satt to barn og lekte med tidens hvite sand. De hvité smá sekunder fra váre hender rant. Hva sökte vi vel i sandet, — sökte og aldrig fant? Og langsomt löftet havet seg og skjulte lysets brann. Og langsomt gikk i mörket bort en kvinne og en mann. Skal vi med stjerner leke som vi har lekt med sand?“ Tveim árum síðar kom „Mell- em löven og Venus." 1 því kveri er, meðal annars hið snjalla ljóð „Vár kjærlighet." Þessi bók tók af allan vafa um að þarna væri skáld á ferð, sem vert væri að veita athygli. Síðan kom hvert ljóðasafnið af öðru: „Kongesönn ens bryllup," „Himmelskrift", og „Lykkens pröve,“ sem birtist 1931. Um það leyti sá ég fyrst þennan mann. Hann var ekki skáldlegur i útliti, stór og þrek- inn, dálítið klunnalegur, en ann ars mesti myndarnáungi. Andlits mikill var hann, og frekar ennis lágur og nefljótur, en munnfríð- ur, augun athugul, og gáfuleg, en ósjaldan eilítið döpur. Líf hans mun heldur ekki hafa ver- ið neinn dans á rósum. Það var nú fyrst og fremst ekki álitlegt að koma fram sem ljóðskáld á þeim tíma. Olaf Bull og Herman Wildenvey stóðu þá á hátindi frægðar sinnar og sköpunar- getu; eins var hinn nokkuð ald- urhnigni Nils Collett Vogt I mikl um metum hjá þjóðinni — og raunar ekkert leyndarmál að Gunnar hinn ungi hafði lært af þeim öllum, þótt honum tækist brátt að móta sitt eigið form og sérkenni. Auðvitað létu gagnrýn endurnir það óspart á honum dynja að hann hefði apað nokk- uð eftir þessum þremur skáld- jöfrum, og því ekki að leyna að talsvert var til í þeirri ásökun. „Hann stal eins og kráka, öllu, sem hönd á festi,“ sagði einn vinur hans við mig. „En hann fór vel með þýfið.“ Og það er alveg rétt. Vitanlega er ekki það skáld til, og hefur aldrei verið, sem ekki hefur lært af öðrum og tekið — að minnsta kosti ósjálf- rátt — eitthvað frá þeim. En spursmálið er aðeins þetta: Hvernig var farið með það, sem tekið var; gaf skáldið því nýj- an búning eða sýndi það í nýju ljósi? Þegar í fyrstu bókum Gunn- ars koma í ljós þeir sérstæðu eiginleikar, er síðar gerðu hann að miklu skáldi: Fagrar og lit- rikar landslagsmyndir sem leiftra I hendingunum, og tónn þess saknaðar, er hvergi finn- ur úrlausn, krefjandi þrá, er ekkert fær svalað, djúp þess ein manaleika, er hvergi finnur fró, og leyndardómar hugans, sem gefnir eru í skyn á skáldlegan og frjóvgandi hátt, en aldrei ráðnir. Þessir eiginleikar gerðu hann á fáum árum sérstæðan og frumlegan; hann losnaði undan áhrifum skáldbræðra sinna, og enginn gat lengur borið honum á brýn neina eftiröpun lengur. Hann var orðinn hagvanur í Osló og átti marga vini, ,þegar ég kynntist honum. Eigi að síð- ur var hann mjög einmana mað- ur og leit út fyrir það. 1 þann tíma sátu skáld og listamenn á knæpum og ræddu saman kvöld eftir kvöld, dag eftir dag. Ég hlustaði á viðræður þeirra og mér fundust þær mjög ófrjó- ar og ákaflega leiðinlegar. Eitt- hvað því um líkt sagði ég við Gunnar, er við töluðum saman í fyrsta sinn. Hann horfði á mig stundarkorn og sagði siðan — ég minnist orða hans vel: „Þú hef- ur rétt fyrir þér, Gudmunds- son, þetta er allt saman sterilt kjaftæði. Við höldum kannski að við séum að auðga bókmenntirn- ar og frelsa heiminn, en það er öðru nær; við erum allir á leið til grafar. Og það versta er, að þeir greindustu okkar á meðal vita það ofboð vel.“ „Losaðu þig þá út úr þessu, maður,“ sagði ég. „Það er hægara sagt en gert,“ anzaði hann dapurlega. „Og þú munt fyrr eða síðar komast að raun um það.“ Hann hélt áfram að drekka og diskútera á veitingahúsunum, þegar við, sem yngri vorum, flýð um af þeim hólmi, sannfærðir um að til þessara manna væri ekk- ert að sækja. Leiðir okkar Gunnars lágu þó oft saman, i Forfatterforeningen og i veizl- um. Hann glotti til mín stund- um, eins og við ættum saman dá lítið leyndarmál, en hristi svo höfuðið: við þessu var ekkert að gera, það var of seint, hann var kominn inn í þessa hringiðu, sem Nils Collett Vogt hefur lýst svo vel í kvæði sínu um Osló: „ — Hungursneyð, flaska og dauði.“ Það fórust margir gáfaðir ungir menn og konur í þeirri hring- iðu, og raunar einnig þeir, sem eldri voru — fólk, sem átti betri örlög skilið, að mínum dómi. Fátæk voru öll þessi skáld, þótt þau liðu kannski ekki hung ur nema þá einhver þeirra yngri, en drykkfeld voru þau nálega öll. Ljóðabækur seldust litið í Noregi; Arnulf Överland, er um þetta leyti var að hljóta maklega frægð, sagði mér stund- um frá þvi, hvernig hann drægi fram lífið í kofa einum út með Oslófirðinum, og lifði þar af náð forlagsins, sem jafnan var frek- ar naum. Hann var þó betur sett ur en Gunnar Reiss Andersen, frægari maður og fékk oft dálitl ar summur fyrir fyrirlestra sína og ýmislegt starf í þágu félags- mála. Hann var þá kommúnisti. En Gunnár hélt áfram að gefa út kvæðabækur: „Horisont,“ og „Sensommerdagene," 1940. Flest ar munu bækur hans hafa kom- ið út í 600—1000 eintökum, alls ekki meira. Borgunin fyrir slíka útgáfu gat, með naumindum, haldið lífinu í lítilli borgara- legri fjölskyldu i tvo mánuði. Eigi að síður sátu flestir þessir menn kvöld eftir kvöld á veit- ingahúsunum og drukku -— að minnsta kosti alla vetrarmánuð- ina. Á sumrin hurfu þeir gjarn- an á brott úr bænum, eitthvað út í sveit, og þá voru fullgerð þau kvæði, sem orðið höfðu til í uppkasti að vetrinum, eink- um á timbruðum morgnum og leiðinlegum kvöldum, þegar ekki voru til aurar fyrir vín- glasi. Gunnar Reiss Andersen, bar þess ljós líkamleg merki að hann var kominn af gömlum bændaættum; honum var því gef ið meira þolgæði, þrek og kraft- ur en mörgum af starfsfélög- um hans, er komnir voru af veikgerðari stofni, og þoldi þetta bóhemlíf betur og lengur en þeir. Eigi að síður varð hann snemma þreytulegur og svipdap ur. — Ekki man ég hvenær hann giftist, en allt í einu tók hann að birtast á veitingahúsun um með eiginkonu, sem bætti ekki vinsældir hans. Hún var ósköp leiðinleg, en raunar allra snotrasta stúlka, og ekki ógreind. Og vel virtist fara á með þeim hjónum. En ýmsir fæld ust hana, einkum vegna sér- kennilegra stjórnmálaskoðana, er hún boðaði sí og æ á frekar leiðigjarnan hátt. Svo kom stríðið, þessi mikli faraldur haturs og morða, svita og blóðs. Hvernig frú Reiss And ersen varð við, veit ég ekki, en Gunnar gerðist eldheitur ætt- jarðarvinur, eins og margir fyrr verandi kommúnistar í Noregi, þar á meðal Arnulf Överland og Nordahl Grieg, svo að að- Anatoly F. Dobrynin. Andrei Groniyko. að sjá á bak stuðningsmönnum sínum.“ Nixon forseti sendi þá Goldu Meir bréf þar sem hann fullviss- aði hana um vilja Bandaríkja- stjórnar til að minnka á engan hátt veldi Israels og 31. júli féllst stjórn Israel svo á „Rogers áætlunina" en klofnaði um leið, þar sem formaður Gahal-flokks- ins, Begin, gekk úr stjórninni með fimm ráðherra aðra. Þessi klofningur olli þó meirihluta Goldu Meir engri hættu. Þegar nú samþykki Israel lá líka fyrir var unnið með odd og egg að því að koma vopnahléinu á og á miðnætti aðfararnótt 8. ágúst varð það staðreynd. HÖRÐ ÁTÖK VIÐ SAMNINGABORÐIÐ Þó klofningur stjórnarinnar í ísrael væri á sinn hátt bagaleg- ur, varð klofningur meðal Araba þó enn verri. Irak, Sýrland og Alsír höfnuðu „Rogers-áætlun- inni“ með öllu og Palestínu- skæruliðar sögðu samþykkt Nass ers vera svik við málstað Araba. En sem oft áður urðu orð stór veldanna þyngst á metunum og ráðamenn í Moskvu virðast hafa talið sér í hag, að tilraun Banda ríkjanna fengi fram að ganga. Þess vegna þjóta nú ekki kúlur yfir Súez-3kurð, þótt hins vegar megi búast við hörðum átöikum framundan við samningaborðið. eins þrír séu nefndir. Árið eft- ir að hildarleiknum lauk, kom fyrsta útgáfa af „Samlede dikte“ eftir Gunnar, ásamt „Dikt fra krigstiden," ágætu ljóðakverier hafði verið gefið út í Svíþjóð ár ið 1944, en þangað flýði skáld- ið eins og fleiri af félögum hans. Skáldið kom heim. Það var nú orðið ástsælt meðal þjóðarinn- ar, einkum fyrir kvæðin frá stríðstímanum. En peningar skröpuðu ekki I pyngju, og nýja ljóðabók gaf Gunnar ekki út fyrr en þrem árum síðar. Nefnd ist hún „Prinsen av Isola og andre dikt“. Síðar komu aðeins tvær kvæðabækur: „Usynlige seil,“ 1956, og „Ár pá en strand,“ 1962. Fátæktin háði mjög norskum ljóðskáldum, einnig þeim, sem voru fræg heima fyrir. Eftir stríðið var þó reynt að hjálpa þeim elztu og vinsælustu til sæmilegrar afkomu. Wildenvey, m.a. fékk árlegan styrk, óendur kræfan, frá Gyldendals forlagi; Överland fékk heiðursbústaðinn I Grotten, hinu gamla húsi Wergelands, og einhver ríkis- bubbi lánaði Gunnari Reiss And ersen sumarbústað sinn út með Oslófirðinum. Þar dvaldisthann svo að mestu síðustu ár sín; raunar varð hann ekki gamall maður, því að hann andaðist tæplega sjötugur. Mér er ekki kunnugt hvaða ár hann dó, en hygg það hafa verið 1964. Gunnar var i tölu mestu ljóð- skálda Noregs á sínum tíma, þótt hann væri nokkuð í skugga ann arra, sem voru honum jafnir eða meiri. Og hann hélt skáldgáfu sinni fram á síðustu ár, eins og sjá má af einu af þeim kvæðum, er hann orkti skömmu fyrir dauða sinn: „Vinden:“ „Vinden, den blá matrosen kom helt fra Det röde hav, helt fra Det röde hav kom han til nyperosen. Solen stod blek og lav, bleke satt söstrene benket i nyperosenes hus. Nu blev det plutselig skjenket röd vin i blekgrönne krus. Solen stod blek og lav, men der blev plutselig skjenket sol fra Det röde hav! Vinden, den blá matrosen som kom fra den ville sjö, den ville vinröde sjö, danset með nyperosen, den blyge, den bleke rö. Böd henne opp med det samme, da alle söstrene sov, var hun en dansende flamme, stormvindens flammende rov! Vinden fra dypen sjö sang hele tiden det samme: Danse, danse og dö!“ Listrænn leikur að orðum, lif- andi málverk, litir og hreyfing — og angurværð undir niðri — það voru sérkenni hans, m.a. En lífsskoðun hans kemur ef til vill bezt fram í kvæðinu: „I frukt- ens tid,“ sem er eitt af hans allra beztu — og meðal þess bezta, sem kveðið hefur verið á norsku. Það er of langt til að birtast hér, og ekki hægt að hluta það i sundur. En þó ekki væri ríema fyrir það eina kvæði, vildi ég ráða öllum ljóðavinum til að lesa þessa litlu ljóðabók. En því miður finn ég ekki í þessu kveri það ljóð, sem mér þykir fallegast, og er enda frægt um öll Norðurlönd. Það nefnist: „Til hjertene:“ „Glem aldri henne du aldri mötte, som kannskje möter dig eíter döden. Glem aldri henne som kanskje venter pá á fá möte dig hele livet. Glem aldri henne som har din lengsel. Glem aldri henne for den du elsker. Glem aldri henne, for hun alene er det du elsker i den du elsker.“ Önnur norsk — og annarra þjóða — skáld hafa tekið sama efni til meðferðar, og á undan Gunnari. En hann gerði því bezt skil. Og ekki fæ ég skilið hvers vegna það er ekki birt í úrvali kvæða hans. Kristmann Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.