Morgunblaðið - 26.08.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1970, Blaðsíða 11
MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 11 Frá iðnstefnu samvinnumanna 1970: Mikil framleiðslu- og söluaukning hjá S.Í.S. IÐNSTEFNA samvinnumanna I samkomusal Gefjunar á Akureyri, hin 8. í röðinni, markar að ýmsu leyti þáttaskil 1 þróunarsögu verksmiðjuiðnað- ar SfS. Hún er haldin, þegar endurreisn þeirra verksmiðja, sem verst urðu úti í brunanum mikla i ársbyrjun 1969, er lokið eða langt komið, vélakostur nokkurra annarra verksmiðja hefir verið endurnýjaður að miklum hluta og stóraukinn og skipulegar aðgerðir eru hafnar í stórum stíl til framleiðslu út- flutningsvara og markaðsöflun- ar erlendis umfram það, sem ver ið hefir. Vörumar, sem sýndar eru, eru margar hverjar hinar glæsilegustu og bera vitni um hugkvæmni og vandvirkni, bæði þær, sem ætlaðar eru til útflutn ings að mestu og hinar, sem eink um eru framleiddar fyrir innan- landsmarkað. Við setningu iðnstefnunnar flutti Erlendur Einarsson, for- stjóri SfS, fróðlega og efnis- mikla ræðu, og verður hins helzta úr henni getið hér í efnis- legu ágripi. SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN í eldsvoðanum gjöreyðilagðist verði sem fyrst, en það fer eftir því, hve fljótt tekst að þjálfa fólk í fullvinnslu pels-mokka- skinna. Af framleiðslunni munu 90—95% verða ílutt út. Til nýjunga telst, að settur hefir verið upp norskur raf- magns-gufuketill, 3000 kw, en með litlum kostnaðarauka má stækka hann i 6000 kw með því að bæta við elektróðum. Ketill- inn hefir reynzt mjög vel. Verk- smiðjan er mjög vatnsfrek, og var borað eftir vatni á verk- smiðjulóðinni sjálfri, þar sem hreinsun vatns úr Glerá. hefði orðið mjög dýr. Nægilegt vatn fékkst úr borholunni. Yfirumsjón með byggingafram kvæmdum og teikningum hefir verið á vegum teiknistofu SÍS, en Gunnar Þorsteinsson, bygg- ingafræðingur, er forstöðumað- ur hennar. Náið samstarf hefir verið við verkfræðinga hjá finnska fyrirtækinu Friital- an Nahka, sem veitt hafa tækni- aðstoð við hönnun og skipulagn ingu sútunarverksmiðjunnar. Páll Lúðvíksson verkfræðingur hafði yfirumsjón með hitalögn- um og loftræstingu og Sigurður Sigurjónsson tæknifræðingur Skóverksmiðjan Iðunn, öll leður 1969 1970 Mism. % deild sútvmarverksmiðjunnar, Ulilarv. Gefjuin, Ak. 56.876 74.386 + 17.510 30.79 samkomusalur Gefjunar og Hekla 44.700 52.602 + 7.812 17.44 nokkur hluti loðsútunarinn Sjöfn 32.668 38.203 + 5.545 16.98 ar. Minnstu munaði, að ullar- Kaffiíbrernnsla Atoureyrar <h.f. 26.740 32.071 + 5.331 19.94 verksmiðja Gefjunar, ullar- Iðiuinin sútun 17.(01 31018 + 14.582 85.62 þvottastöðin og kyndistöð verk- Iðtaran skógerð 221 14.862 + 14.682 662.08 smiðjanna færu sömu leið. Þegar Fatajvertosnn. Gefjiun 1)1.694 13.854 + 2.160 18.47 í stað var hafizt handa um end- urreisn. Nýjar vélar voru keypt 190.010 257.581 + 67.572 35% ar í skóverksmiðjuna fyrri hluta árs 1969 og framleiðsla hafin í leiguhúsnæði i júní það ár. 1 april 1969 var endurreisn verk- smiðjuhússins hafin, og var því verki lokið i júní s.l. Starfsemin er nú að fullu rekin í hinni end urbyggðu verksmiðju. Ársfram- leiðslugetan er 200.000 pör, en var í gömlu verksmiðjunni 90.000 pör. Til þess að mæta vax andi samkeppni frá innfluttum skóm, einkum frá EFTA-löndun um, leggur Iðunn nú áherzlu á sérhæfingu í framleiðslu, og stefnt er að útflutningi á sér- stökum gerðum. Skóverksmiðj an er nú vel búin að vélum og tækjum, en sérfræðingar frá United Shoe Machinery Co. skipulögðu verksmiðjuna. Sam- ráð var haft við sænskan sér- fræðing um vélvæðingu. NÝJA SOTTJNARVERKSMIÐJAN Hinn 7. júní 1969 var byrj að að grafa fyrir nýju sútunar- verksmiðjuhúsi, og er það nú fullbyggt. Ætlunin var að form- leg vigsla færi fram í sambandi við iðnstefnuna, en af því gat ekki orðið vegna tafa á af- greiðslu véla frá Italíu af völd- um verkfalla þar, svo og vegna verkfallanna hér í vor. Fram leiðsla í votvinnsludeild hófst þó 2. maí, og hafa síðan verið hálfunnin 20.000 skinn. t'Jtflutn ingur þeirra er hafinn, en fyrst um sinn verður hluti framleiðsl- unnar fluttur út hálfunninn. Húsið er að grunnfleti 3880 fermetrar, en að gólffleti 4500 fermetrar, þar sem húsið er að hluta á tveimur hæðum. Árs- vinnslugeta verksmiðjunnar er nú 300.000 gærur, en unnt er að stækka hana síðar, svo að vinnslugetan vaxi um 50%. Þessi áfangi verður væntanlega kom inn í fullan gang í október n.k. Verksmiðjan mun framleiða pels mokkaskinn, kápu- og kraga skinn, teppagærur (skraut skinn) og að hluta hálfsútaðar gærur, þar til öll ársframleiðsl- an verður fullunnin i verksmiðj unni. Stefnt er að því, að það fyrir brunann varð veruleg framleiðsluaukning. Heildarsala iðnaðardeildar Sambandsins á ár inu 1969 varð kr. 472 millj. og jókst um kr. 140 millj.’ eða 42.17% frá árinu á undan. Verðmæti út- flutnings í fyrra nam kr. 119 millj. Útflutningurinn skiptist þannig, að af heildarsöluverði fóru um 60% til Sovétríkjanna, um 14% til Bandaríkjanna og til Vestur-Evrópulanda um 26%. Fyrstu 6 mánuði þessa árs hef ur orðið veruleg framleiðslu- aukning í verksmiðjunum og söluverðmæti Sambandsverk- smiðjanna, — þar með taldar Efnaverksm. Sjöfn og Kaffi- brennsla Akureyrar, sem eru saméign Sambandsins og KEA, — var samtals pr. 30.6. 1970 257.5 millj. og hafði aukizt um 67.5 millj. miðað við fyrstu 6 mánuði 1969, eða um 35,5%. Söluverðmæti útflutnings fyrstu 6 mánuði 1970 jókst um 46% miðað við sama timabil ársins 1969. Eftirfarandi. tafla sýnir sölu hinna ýmsu verksmiðja fyrstu 6 mánuði ársins 1970 og til saman burðar árið 1969 í þúsundum króna: Erlendur Einarsson, forstjóri SlS, flytur ræðu við setningu iðn stefnu samvinnumaima 1970. Ljósm.: Sv.P. ouikninig Hliðstæðiar sölutöliur hjá verksmiðjum KEA voru sem hér segir: Kjöfti'ðnaðarsitöð KEA Efruagierfön Flóra Smjörl'ikisgerð KEA 1969 23.026 3.139 13.756 1970 31.470 3.630 13.621 Mism. + 8.444 + 401 -í- 135 % 36.67 15.64 0.98 með rafmagnslögnum. Verkíræði stofa Sigurðar Thoroddsehs á Akureyri gerði járnateikningar. Gunnar Austfjörð annaðist pípu lagnir í sútunarverksmiðjuna og samkomusalinn, en Júlíus Björnsson í skóverksmiðjuna. Magnús Jónsson hjá Rafdeild Gefjunar og Ljósgjafinn sáu um raflagnir, og málarameistari var Guðmundur Jónatansson. Hagi h.f., Haukur Árnason, tæknifræð ingur, og Sigurður Hannesson, múrarameistari, önnuðust bygg- ingu húsanna. LÓ» OG VÉLVÆÐING Unnið er nú að snyrtingu verksmiðjulóðarinnar á Glerár- eyrum, en stærð hennar er um 70.000 fermetrar. Grunnflötur bygginga á lóðinni er um 20.000 fermetrar og gólfflötur um 26.000 fermetrar. Samtals eru byggingarnar 110.000 rúmmetrar. Áætlaður byggingakostnaður nýju sútunarverksmiðjunnar er 81 millj. kr., en mun fara eitt- hvað fram úr þeirri upphæð. Fjárfesting á Akureyri í iðnaði SlS árin 1969 og 1970 nemur nú nokkuð á annað hundrað mill- jóna króna. Auk byggingafram- kvæmda og vélbúnaðar í sútun- arverksmiðjuna hefir vélakost ur eldri verksmiðjanna verið stóraukinn. Nýjar vélar hafa verið keyptar til Heklu og Gefj- unar fyrir 30—40 millj. króna. Veruleg stofnlán hafa fengizt, þ.á.m. úr norræna iðnþróun- arsjóðnum til vélakaupa i Gefj- uni. ÞRÓUNIN f IÐNAÐI SAMBANDSINS Á ÁRINU 197« Árið 1969 var hagstætt fyrir iðnað samvinnufélaganna. Þrátt 1 samvinnuverksmiðjunum á Akureyri vinna nú um 7 — 800 manns. Margt af kvenfólk- inu vinnur þó ekki nema hálf- an daginn. Þegar iðnaður sam- vinnufélaganna hér á Akureyri er tekinn saman í eina heild, mun hann hafa fleira starfsfólk í sinni þjónustu en nokkurt ann að iðníyrirtæki á íslandi og þeg- ar miðað er við fólksfjölda, er augljóst, að Akureyri er mesti iðnaðarbær á Islandi. Hér hef- ur margs konar iðnaður náð að þróast farsællega og það er nokkuð almennt álit, að verk- tækni iðnaðarfólksins hér á Akureyri skari fram úr. í iðnaði Sambandsins eru ull- ar- og skinnavörur uppistaðan. Verksmiðjurnar hér á Akureyri voru upphaflega stofnsettar til þess að vinna úr afurðum bænd anna og þar með tryggja betri markað fyrir ull og skinn. Segja má, að þessi iðnaður hafi stuðl- að mjög að því, að bændur fá nú hærra verð fyrir þessar af- urðir. Islenzkar gærur eru nú í hærra verði en gærur af sauðfé annarra landa og í sumum til- fellum munar helming. Þá hef- ur verð á íslenzkri ull farið hækkandi, á sama tima og ull- arverð á heimsmarkaði hefur staðið í stað eða lækkað í verði. Stórhækkun á hráefnisverði og mikil hækkun á flestum fram- leiðslukostnaðarliðum, veldur nú vaxandi áhyggjum um mögu- leika þessara iðngreina hér á landi, að standast samkeppnina frá hliðstæðum iðnaði annarra landa. Söluverð á vélprjónuðum ullarpeysum hefur heldur farið lækkandi á erlendum mörkuðum á undanfömum þremur árum. Sú verðbólguþróun, sem nú á sér stað hér á landi, hlýtur að draga úr þeirri framþróun í iðnaði, sem hér þarf að eiga sér stað. NÝ VERKSMIÐJA 1 BORGARNESI Á undanfömum mánuðum hef ur verið unnið að athugunum á því, að komið verði á fót nýjum iðngreinum. 1 þessum athugun- um hafa augu manna beinzt að þvi m.a., að komið verði upp smærri iðngreinum, fullvinna vörur úr þeim efnivörum, sem unnar eru í Gefjuni og Sútunarverksmiðjunum. Hefur af hálfu Sambandsins verið talið æskilegt, að jafnframt þvi, sem undirstöðuverksmiðjurnar hér á Akureyri verði efldar þá væri á öðrum stöðum á landinu komið upp smærri iðnaði í sam- bandi við ull og skinn. 1 sam- ræmi við þessa stefnu hefur ver ið ákveðið, að setja á fót verk- smiðju í Borgarnesi, sem mun framleiða kuldahúfur úr skinn- um, sem sútuð verða í nýju sútunarverksmiðjunni hér á Ak- ureyri. Verksmiðja þessi hefur verið hönnuð af finnskum verk- fræðingi hjá Friitalan Nahka. Á verksmiðjan, sem veita um 15 manns atvinnu til að byrja með, að taka til starfa fyrir árslok. HUGMYNDABANKI Fyrir ári var stofnað til hug- Framhald á bls. 1S Niótið þess að ferðast :" " * < • I < 7 AfS. CULLFOSS f SEPTEMBER FERÐIN 2. SEPTEMBER ER FULLBÓKUÐ. NOKKUR FARÞEGARÝMI LAUS 16. SEPTEMBER. Nánari upplýsingar hjá farþegadeild. EIMSKIP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.