Morgunblaðið - 09.09.1970, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPT. 1970
Edith um glasið og reyndi að
bera það upp að munnin-
um og laut um leið höfði,
sér til hægðarauka. Ég vildi nú
ekki beinlínis fara að fljúgast á
við hana, svo að ég sleppti tak-
inu. Glasið þaut upp og lennti á
enninu á henni. Þá þagnaði
hún. Ég rétti henni vasaklútinn
minn og fór fram til að ná í heitt
vatn. Þegar ég kom aftur, var
hún farin út um gluggadyrnar.
Hjá okkur eru dyr, sem vita
beint út að Almenningnum. Ég
fór auðvitað að leita, en það var
þoka, svo að ég fann hana ekki.
Desmond setti frá sér glasið,
sem hann hafði haldið á, sneri
sér frá bakkanum og settist nið-
ur aftur. Hann hafði sagt
söguna skipulega, og hún gæti
sem bezt verið dagsönn. Edith
hefði hæglega getað skorið sig
svona. En svo gat þetta líka
hafa gengið allt öðru vísi fyrir
sig. Það mátti ganga að því vísu,
að hvað sem Desmond gerði, það
gerði hann rækilega. Ef hann
vaí að ljúga mundi hann ljúga
vel.
— Clayton trúði þessari sögu
konunnar yðar, að þér hefðuð
slegið hana viljandi.
— Sjáið þér til Raeburn.
Konan mín var þetta kvöld, ung
kona, sem átt.i i vandræðum. Og
hún var álitleg kona. Clayton
mundi trúa hverju sem væri, ef
lagleg kona í vandræðum segði
honum það. Hún fór stundum til
hans, þegar illa lá á henni, og
þá gaf hann henni te og hélt í
höndina á henni. Clayton er hálf
gerður karlasni. Mark kinkaði
kolli. Það var ekki nema satt, að
Clayton var sniðugur á sinn hátt
en varð hins vegar alveg að
sméri, þegar falleg kona var
annars vegar. Mark fannst sér
12.
ekkert hafa orðið ágengt.
En hvað sem öðru líður,
hélt Desmond áfram. — Þá hef
ég annað merkilegra að segja
yður.
— Hvað er það?
— Ég hef hitt hann Rick.
— Já, hann þarf ég lika að
tala við.
— Það efast ég um, að þér get
ið. Hann er orðinn mjög veikur
— En hvað sem öðru liður,
aftur og er í St. Stefáns-sjúkra-
húsinu. En ég fékk áríðandi
skilaboð um, að hann þyrfti að
tala við mig.
— Var það rétt eftir að þér
fóruð úr skrifstofunni hjá mér?
— Já, einmitt. Var hringt til
yðar?
— Já, einhver hringdi og
sagði, að það væri mjög áríð-
andi.
— Það voru skilaboðin frá
sjúkrahúsinu. Sannast að segja
var ég önnum kafinn, svo að það
náðist ekki í mig fyrr en siðla
dags. Mér var sagt, að Rick
vildi tala við mig, en væri al-
varlega veikur, og ég fengi
ekki að vera hjá honum lengur
en fimm mínútur. Svo talaði ég
við hann daginn eftir.
— Og svo ?
— Hann sagði mér nokkuð um
Edith. Þér minntuð mig á, fyrir
hálftíma, að ég yrði að vera full
komlega hreinskilinn við yður.
Svo að ég ætti að segja yður
þetta. Desmond hallaði sér aft-
ur á bak í sætinu og svipurinn
var óræðnari en nokkru sinni.
— Þér vitið sjálfsagt, að
Edith vann einu sinni á opin-
berri skrifstofu — sannast að
segja í Viðskiptaráðuneytinu.
Þetta var talsverð ábyrgðar-
staða, ef tekið er tillit til þess,
að hún var kornung, og þetta
kom henni í samband við ýmsa
mikilvæga menn, ekki sízt kaup
sýslumenn. Þannig hitti hún
Rick sjálfan. Húsbóndi hennar
var þá maður að nafni Hunter-
combe. Kannizt þér nokkuð við
það nafn?
— Dó hann ekki fyrir einum
eða tveimur mánuðum? Og lenti
hann ekki í einhverju hneykslis
máli áður?
— Jú, það gerði hann. Varir
Desmonds kipruðust í einhverju
sem hefði getað verið bros, ef
nokkur ánægjusvipur hefði
fylgt því.
— Já, það varð úr því
hneykslismál. Hann var rekinn
úr opinberri þjónustu fyrir að
nota embættislegar upplýsingar
í gróðaskyni.
— Ég minnist þess. Var ekki
eitthvert uppistand í þinginu ?
— Víst var það. Og svo kom
þetta allt í blöðunum aftur, eft-
ir að Huntercombe dó. Það er
mánuður síðan. Nú vissi ég, að
Edith hafði unnið hjá Hunter-
combe. En það gerðu nú svo
margir. Ég hugsaði nú aldrei
neitt út í þetta, fyrr en ég hitti
Harry Rick í fyrradag. Des-
mond hreyfði höfuðið ofurlítið
en nóg til þess, að Mark tók
eftir því. Þetta var hreyfing eins
og hjá manni, sem líður illa af
því að flibbinn hans er of
þröngur. Þetta mátti stundum
sjá, þegar vitni var undir ströng
um þaulspurningum.
— Edith var látin segja af sér,
eitthvað mánuði eftir að upp
komst um Huntercombe. Eða það
sagði Riek mér. Hún hafði líka
verið að kaupa hlutabréf. Rick
sagði að sami blaðamaðurinn,
sem rifjaði upp söguna um Hunt
ercombe kynni að fara að róta
upp sögunni um Edith jafnframt,
í sambandi við fráfall hennar.
— Kom nafn konunnar yðar
nokkurn tíma í blöðunum i fyrra
skiptið?
— Nei, aldrei. Það er farið
varlega með svona hluti í White
hall.
— En ef þessi blaðamaður
hefur vitað um samband hennar
við málið, hvers vegna lét hann
þá ekkert uppi.
— Sennilega vegna meiðyrða-
löggjafarinnar. Það er of dýrt að
gera slíkar skyssur. Og Edith
var heldur ekki svo mikilvæg
persóna í þessu sambandi. En
það getur hún aftur á móti ver-
ið nú, þegar hún hefur verið
myrt. Og það er ekki hægt að
meiðyrða þá dauðu. Rödd
Desmonds var enn róleg, en
þrungin grimmdarlegri beizkju.
Þarna kom aftur eldfjallið und-
ir jöklinum
— Hvers vegna sagði Rick yð
ur þetta?
— Starf mitt kemur mér í sam
band við alla mögulega ritstjóra.
Rick hélt, að ef ég talaði við
réttan mann strax, gæti ég af-
stýrt því, að neitt kæmi fram
um Edith og Huntercombemálið.
— Og gerðuð þér það?
— Já. Þér skiljið, hr. Rae-
burn — og það er nauðsynlegt,
að þér skiljið það. Ég er í utan-
ríkisþjónustunni. Maður i minni
stöðu má ekki verða bendlaður
við neitt hneykslismál. Verð-
ur bókstaflega að vera hátt
hafinn yfir allan grun. Ef yfir-
menn mínir kæmust að þvi, að
konan mín hefði verið bendluð
við Huntercombemálið, gæti það
orðið mér mjög til foráttu. Og
sama er að segja, ef hegðun
Edith hefði einhvern tima bendl
Tilboð óskast
í ákeyrða Fíat bifreið af gerðinni 1500 L árg. 1966.
Til sýnis á Grettisgötu 21.
HAFRAFELL H/F., sími 23511.
Barno- og unglingaskólinn
á Vatnsleysuströnd verður settur við helgiathöfn í Kálfa-
tjarnarkirkju sunnudaginn 13. september kl. 2 síðdegis.
SKÓLASTJÓRI.
Frá Ítalíu
Mynstruðu ANGORAPEYSURNAR
eru komnar.
Glugginn Laugaveg 49
Notaðir bílar til sölu
og sýnis.
Moskwitch árg. ’64 — ’66 og ’68.
Hafið samband við
kí
Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hi.
Suðurlandsbraut 14 - Rpykjavik - Siml 48600
að mig við eitthvert hneyksli. Og
þér megið vera viss um, að
Werner fulltrúi gerir sér þetta
fyllilega ljóst. Hann getur hald-
ið, að ég hefði verið hræddur
um mannorð mitt og frama, í
sambandi við hegðun konunnar
minnar. Og það gæti gefið mér
ástæðu til að myrða hana. Nú
varð þögn. Langt úti á Almenn-
ingnum heyrðust þessi venju
legu hljóð, frá krökkum, sem
voru að kalla, en það voru sak-
leysisleg og friðsamleg hljóð.
Síminn hringdi, snöggt og
hranalega og orkaði illa á taug-
arnar. Desmond stóð upp og tók
símann, sem stóð í glugganum.
Raeburn gat greinilega heyrt
rödd Werners, háa og hörku-
lega, en ekki gat hann samt
greint orðaskil. Samtalið stóð
talsverða stund.
— Ég gæti komið núna, sagði
Desmond. — Get verið kominn
eftir hálftíma. Svo lagði hann
símann og sneri sér að Raeburn.
— Lögreglan er að yfirheyra
Kýpurbúa, sem heitir Theotoco-
poulis. Þeir eru nýbúnir að láta
Carol Hunt þekkja hann — það
er fyrri stúlkan, sem varð fyrir
árás — og hún þekkti hann fyr-
ir víst. Hin stúlkan gat ekki
þekkt hann, enda ekki við því
búizt. 1 herbergi mannsins
fannst þýfi — sem virtist allt
hafa verið tekið af konum. Þeir
vilja, að ég komi og athugi,
hvort eitthvað af því gæti verið
frá Edith. Það gæti orðið næg
sönnun, segir Werner. Aftur
litu mennirnir hvor á annan.
— Já, sagði Raeburn, — þá
þyrfti ekki framar vitnanna við.
VT.
Það var frú Cull, roskna ráðs
konan hjá Guest, sem opnaði
dyrnar. — Hr. Raeburn! Hún
brosti. — Komið þér inn. Hann
brosti á móti.
— Eru þau heima?
— Frú Guest fór í leikhúsið
með móður sinni, og verður í
London í nótt. Hr. Guest ætti að
koma heim fljótlega.
— Ég ætla að síma, ef ég má.
— Vitanlega, hr. Raeburn. Get
ég fært yður eitthvað?
— Já, appelsínusafa með ís,
þá eruð þér væn. Hann valdi
númer lögreglustöðvarinnar.
— Loder liðþjálfa, ef þér vilj-
ið gera svo vel.
— Hann er upptekinn. Getið
þér ekki hringt seinna?
— Þetta er áríðandi. Reynið
þér að ná í hann.
— Hver talar?
ffrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú skalt búast viS óvenjulegum aðstæðum á morgun, en liafa all-
an gang á sérstökum málum í dag.
Nantið, 20. apríi — 20. maí.
Þú finnur mótþróa, og kannski ertu ekki nógu þróttmikill sjálfur.
Reyndu að vinna andleg störf framan af og í friði.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þér líður betur, ef þú vinnur ekki svona hratt.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þér kann að virðast í dag, að það sé þröngt um þig í heiminum.
Þú skalt beita hugarfluginu eftir mætti, og þú kynnist ýmsu á leiðinni.
Ljónið, 23. júli — 22. ágúst.
Heimili þitt og ánægjustundír þínar þar eru þér mikils virði. Þú
fréttir eitthvað skemmtilegt, ef þú færð heimsókn. Þú getur áorkað
ýmsum endurbótum, ef þú gætir að.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú getur fengið að fara í stuttar ferðir. Það er betra fyrir þig
en Iengri ferðalög, sem öll reynast of erfið héðan af.
Vogin, 23. september — 22. október.
Það er mikil hreyfing í kringum þig í dag, og það gildir fyrir pen-
ingana líka.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Það verður tafsamt að vinna verkin í dag, því að allir eru ekki
jafnfljótir til og þú ert. Það borgar sig að vera i mannmörgum hópum.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember
Gættu heilsunnar fyrst og fremst í dag. Þú skalt heimsækja ein-
hvern, sem þú hefur áhuga á að spjalla við, ef þú hefur tima til.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Það er alveg óhætt að tjá sig meðal vina. Gleymdu ekki eigin hags-
munum þínum, þótt þú eigir annríkt. Skipuleggðu citthvað í dag, er
þú færð smáhlé.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú skalt ekki láta fjölskylduerjur skyggja á það, sem þú getur lát-
ið gott af þér leiða fyrir almenning.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz.
Þótt allt hafi ekki staðizt í félagsmálum, sem þú varst búinn að
hlakka til, skaltu ekki láta það eyðileggja gleðina fyrir þér sjálfum og
knnningjum þínum.
-J.