Morgunblaðið - 09.09.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. SEPT. 1970 3 Kinks: Engar framfarir í 5 ár suKSTtlllAR Lélegir hljóm- leikar í Laogardals- höllinni ENSKA bítlahljómsveitin Kinks heimsótti ísland í sept- ember 1965 og sló í gegn. Fimm árum siðar, í septem- ber 1970, heimsótti hljómsveit in Island aftur og tapaði lík- lega mestöllu því fylgi, sem hún átti hér að fagna frá gamalli tíð. Hljómleikar hljóm sveitarinnar i Laugardalshöll inni í fyrrakvöld voru ein- hverjir þeir allra lélegustu, sem erlend bítlahljómsveit hef ur haldið hér. Aðsóknin var slök, undirtektir áhorfenda voru siakar og það, sem mesta athygli vakti: Hljóm- sveitin sjálf, stórstjörnurnar Kinks(i), var ákaflega slök. Virðist hljómsveitin ekki hafa tekið neinum framförum sið- an hún æsti unglingana i Aust urbæjarbíói fyrir fimm árum. Þá var Kinks-tónlistin sýnis- horn af poptónlistinni, eins og hún gerðist bezt á þeim tima. En nú er þessi tóniist að verða úrelt. Ýmis beztu lögin koma þó til með að halda gildi sínu lengi enn, en i heild er þessi tónlist að verða úr- elt. Þetta fundu unglingarnir vel, enda ríkir nú almenn ó- ánægja meðal þeirra með þessa hljómsveit. Hljómsveitin Ævintýri lék í rúman hálftíma í upphafi hljómleikanna, þar sem Kinks voru svo nýkomnir til lands- ins með flugvél, að þeir voru eiginlega ekki tilbúnir að hefja leik sinn. Ævintýri stóð sig með prýði, eins og þeirra var von og vísa, en þeir fengu ekki nógu góðan hljómgrunn hjá unglingunum sem biðu ó- þreyjufullir eftir Kinks. Eftir meira en tuttugu min- útna langt hlé vegna uppsetn- ingar hljóðfæra Kinks, gengu þeir fram á sviðið. Fögnuður ungiinganna var þá mikill, en annars var hann heldur lítill eftir það. Kinks léku fyrst eitt af gömlu lögunum sinum, „Till the end of the day“, en síðan fylgdi á eftir langt og lítt spennandi lag, sem byggð- ist upp á löngum sólóum og látum. Ekki féll sá tóntistar- flutningur vel í kramið hjá ungiingunum, en þrátt fyrir það voru Kinks alltaf annað slagið að leíka þess konar leið indalög. Einu lögin, sem ein- hverja hrifningu vöktu, voru gömlu lögin þeirra, „Sunny Kinks — og óánægðir áhorfendur. afternoon", „Waterloo sun- set“, og svo auðvitað „Lola“, nýjasta lagið þeirra. Þá mátti heyra viðurkenningarklapp, þegar Dave Davies söng gamla Presley-lagið „One night“ og að sjálfsögðu í end- ann, þegar Kinks suðu saman „You really got me“ og „All day and all of the night“. Ekki er ástæða til að hrósa neinum þeirra sérstakléga, nema ef vera skylldi bassa- leikaranum, John Dalton, en hann sýndi oft góðan leik. Hins vegar virtist lítill ávinn- ingur af leik nýja píanóleikar ans, John Gosling, sem spilaði á stundum með hnúunum, en slik listbrögð geta allir leikið eftir. Samstilling hljóðfæranna var afleit, allir virtust reyna að hafa hátt og lét tónlistin oft á tiðum illa í eyrum fyrir sakir hávaða og lélegs hljóms. Þegar á heildina er litið, virðist lítill ávinningur hafa orðið af þessari heimsókn Kinks. íslenzkir popáhuga- menn eru engu bættari og sömu sögu má vafalaust segja um sjóði Knattspyrnusam- bandsins. Vonandi fáum við betri hljómsveit í heimsókn áður en langt um liður. — s.h. „Mig langar mest til að sjá eldf jallið” — sagði Ray Davies ÞÓ að Kinks hafi ekki staðið sig vel á hljómleikunum i Laugardalshöllinni í fyrra- kvöld, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að fyrirliði þeirra, Ray Davies, er prýðilegur lagasmiður og hefur jafnan verið talinn í hópi beztu poplagasmiða Breta. Við náðum tali af hon- um eftir tónleikana í fyrra- kvöld og spurðum hann fyrst hvernig honum fyndist að vera kominn aftur til Islands. Hann svaraði: — Það er ágætt. Annars langar mig mest til að sjá eld fjallið. — Það er hætt að gjósa. — Æ, það var leiðinlegt. — Hvernig atvikaðist það, að þið komuð aftur til Is- lands? — Við vorum spurðir: Vilj ið þið fara til Islands? — og auðvitað sögðum við já. Við fengum mjög góðar móttökur hér fyrir fimm árum og mót- tökurnar i kvöld voru líka mjög góðar. Og ég er mjög hrifinn af Islandi. Þetta er al- veg einstaklega fallegt land og mér þykir það mjög leitt, að okkur skuli ekki gefast tóm til að staldra hér við í nokkra daga. Síðast þegar við vorum hér, fórum við I bíl- ferð út á land og það var al- veg dýrlegt. Ég er nefnilega svo hrifinn af einveru og auðn, og hér á Islandi er nóg af því. — Hvað eru Kinks með á prjónunum þessa dagana? — Við erum nýkomnir frá Bandarikjunum, vorum þar í tvo mánuði, en nú ætlum við að snúa okkur að upptökum Rúður brotnar — 100 þúsund króna tjón .. Ray Davies — hrifinn af einveru og auðn. AÐGÖNGTJMIÐARNIR á Kinks-hljómleikana kostuðu 450 krónur og keyptu ungl- ingarnir þá í þeirri góðu trú, að Kinks myndu leika í minnst tvær klukkustundir. En þegar þeir hættu eftir að- eins klukkustundar leik, urðu margir unglinganna að vonum reiðir yfir þessum „svikum“, sem þeir kölluðu svo. Settust þeir á gólfið fyrir framan sviðið og kröfðust þess að fá meira fyrir peningana. Kinks létu hins vegar ekki sjá sig meir á sviðinu, enda höfðu á hæggengum plötum. Ég er sjálfur að semja tónlistina í nýja kvikmynd „Percy", og einmitt i dag hef ég verið að semja einn textann við lag í myndinni. — Hvers vegna bættuð þið píanóleikaranum við ? — Við höfum notað píanó á öllum plötunum okkar og þess vegna fannst okkur rétt að geta haft það með á hljóm- leikum lika. — Og að lokum, hvað hyggst þú fyrir, eftir að hljóm sveitin Kinks hefur gengið sinn feril á enda? — Ég var lika spurður að þessu, þegar ég kom hingað fyrir fimm árum, sagði Ray og hló. — Ætli ég haldi ekki áfram að semja lög. Þá líður mér bezt. Ljósmyndir Sveinn Þormóðsson þeir aldrei ætlað að leika leng ur en í eina klukkustund. Unglingarnir sátu þó nokkra stund þarna á gólfinu, en á endanum var leitað til lög- regluþjónanna með að vísa þeim út. Gengu unglingarnir nokkuð friðsamlega vit, en þeg ar út var komið, magnaðist reiðin nijög og létu þeir reiði sína bitna á gluggarúðum á hliðarvegg Hallarinnar. Með grjótkasti voru brotnar nokkr ar rúður og er talið, að við- gerðin kosti um eitt hundrað þúsund krónur. Hagstætt ár fyrir iönaðinn Fyrir nokkru skýrði Tíminn frá ræðu er Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnu félaga, flutti við opnun Iðnstefnu samvinnumanna á Akureyri. I ræðu þessari kveður nokkuð við annan tón e n lijá dagblaðinu Tímanum, (en Erlendur á sæti í blaðstjórn Tímans), sem jafnan sér samdráttarmerki á öllum sviðum þjóðlífsins. Erlendur Ein- arsson konvst þannig að orði um rekstrarafkomu samvinnuiðnað- arins á árinu 1969: „Árið 1969 var hagstætt fyrir iðnað sam- vinnufélaganna. Þrátt fyrir brun ann varð veruleg framleiðslu- aukning. Heildarsala iðnaðar- deildar Sambandsins á árinu 1969 varð kr. 472 milljónir og jókst um kr. 140 milljónir eða 42,17% frá árinu á undan. Verð- mæti útflutnings í fyrra nam kr. 119 milljónum." Síðar víkur Er- lendur Einarsson að afkomu sam vinnu iðnaðarins á þessu ári og segir: „Fyrstu 6 mánuði þessa árs hefur orðið veruleg fram- leiðsluaukning í verksmiðjunum og söluverðmæti Sambandsverk- smiðjanna, þar með taldar Efna- verksmiðjan Sjöfn og Kaffi- brennsla Akureyrar, sem eru sameign Sambandsins og KEA — var samtals pr. 30/6 1970 275,5 milljónir króna og hafði aukizt um 67,5 milljónir eða um 35,5%. Söluverðnvæti útflutnings fyrstu 6 mánuði 1970 jókst um 46% mið að við sama tímabil ársins 1969.“ IJlþcnsla Eftir að Erlendur Einarsson hefur gert grein fyrir þvi hversu hagstætt árið 1969 var fyrir iðn- að Sambandsins svo og fyrri hluti ársins 1970 gerir hann grein fyrir áformum Sambands- ins um nýja útþenslu iðnaðarins og segir: „í þessum athugunum hafa augu manna beinzt að þvi m.a. að komið verði upp smærri iðngreinum, fullvinna vörur fcr þeim efnivörum, sem unnar eru í Gefjun og Sútunarverksmiðjun um. Hefur af liálfu Sambands- ins verið talið æskilegt, að jafn- framt þvi, sem undirstöðuverk- smiðjurnar hér verði efldar, þá væri á öðrum stöðum á landiiju komið upp smærri iðnaði í sam- bandi við ull og skinn.“ ÖIl eru þessi ummæli Erlendar Einars- sonar hin athyglisverðustu. Þau sýna, að stefna ríkisstjórnarínn- ar í efnahagsmálum hefur Ieitt til þess, að iðnaðurinn hefur blómstrað mjög á siðustu 18 mán uðum og að menn eru nú reiðu- búnir til þess að ráðast í nýja fjárfestingu og framkvæmdir. Ættu Framsóknarmenn að kynna sér sérstaklega þessa reynslu samvinnuiðnaðarins áður en þeir lief ja árvissan söng sinn um „sam drátt“ í iðnaði. Verðbólgu- skriðan í ræðu sinni varaði Erlendur Einarsson einnig við afleiðingum nýrrar verðbólguöldu og sagði: „Framtíðarþróunin byggist þó mest á því, að verðbólguskriða kippi ekki fótum undan þessari starfsemi. Því miður virðist ekki bjart framundan í þeim efnum. Flestir kostnaðarliðir eru stór- hækkandi og það er fráleit ályktun, að hækkun á fiskverði erlendis réttlæti hækkun á rekstrarkostnaði í iðnaði.“ Einn- ig þessi ummæli ættu flokks- bræður Erlendar Einarssonar í Framsóknarflokknum að taka til athugunar. Baráttan gegn verð- bólgunni verður eltki árangurs- rík nema allir ieggist á eitt — en því miður sýnir reynslan a. m.k. liingað til, að Framsóknar- menn velja fremur ábyrgðarleysi en ábyrgð, þegar þeir taka af- stöðu til slíkra stórmála, sem verðbólguvandinn er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.