Morgunblaðið - 03.11.1970, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVBMBBR 1970
17
Frú Sigríður Stefánsdóttir frá
Auðkúlu — Minning
Fædd 27. nóvember 1903.
Dáin 26. október 1970.
Hún átti ei til neitt tál né fals
hún trúði á dyggðir manna
á frelsi og rétt í framsókn alls
hins fagra, góða og sanna.
Þessar ljóðlinur úr kunnu
kvæði Einars Benediktssonar, —
eftirmælum hans um frú Jar-
þrúði Jónsdóttur, — vil ég gera
að yfirskrift minningarorða um
kæra frændkonu, frú Sigríði
Stefánsdóttur. Finnst mér fara
vel á því. Falslausu hjarta unni
hún öllum sönnum framförum,
með einlæga trú á hið góða í
hverjum manni og hinu „sanna,
fagra og góða“ gerði hún hærra
undir höfði heldur en almennt
er á þessum tímum tæknidýrkun
arinnar og lífsþægindakeppninn
ar.
Hún var gædd mörgum þeim
kostum, sem gera lifið bjart og
farsælt. Hún var vel skapi far-
in, átti létt með að blanda geði
við flest fólk, kunni vel að um-
gangast bæði háa og lága, sá
aumur á þeim sem áttu bágt en
gerði góðlátlegt gaman að hroka
og hégómlegu stærilæti. Hún
kunni vel að meta alla sanna og
heilbrigða við'leitni til að bæta
kjör lítilmagna og fegra lífið að
sönnum umbótum.
Ættir Sigríðar og æviferill
verður rakinn hér af öðrum svo
aö ekki gerist þörf að endur-
taka það í fáeinum kveðju- og
þakkarorðum.
Uppvaxtarárin átti Sigriður á
fæðingarstað sínum, Auðkúlu,
hinu fríða prestssetri við Svína-
vatn þar sem afi hennar, faðir
og bróðir sátu siðastir presta og
eiginmaður hennar tók við þjón
ustu eftir að það var lagt niður
sem prestakall. Við þennan
fallega og farsæla stað voru þær
mæðgur, frú Þóra og Sigríður
tengdar órofa böndum. En starfs
ævi sína dvaldi Sigríður á tveim
stöðum, fyrst á Æsustöðum í
Langadal í tæpan aldarfjórðung,
síðan í Kópavogskaupstað frá
1952.
Eftirminnileg verður mér jafn
an fyrsta heimsókn mín að Æsu-
stöðum, þetta glaðværa og gest-
risna menningarheimili, sem
prestshjónin, svo ólík sem þau
voru, settu á sinn svip, hvort
með sínu lagi en gesturinn naut
í svo rikum mæli. Sömu sögu
munu margir geta sagt um komu
sína á þetta kunna prestssetur í
þjóðbraut Norðurlands. Það er
drjúgur hluti sannrar lífsgæfu
að fá að kynnast slíku heimili
og njóta þess, sem það leggur
fram til uppbyggingar að far-
sælu samfélagi fyrir sem flesta
einstaklinga.
Svo var skipt um svið — flutt
I nýtt umhverfi gjörólikt því
fyrra, annasamt embætti 1 nýju
þéttbýli, ótal verkefni og vanda
mál í ört vaxandi byggð blöstu
við á hverjum degi. — Og heim-
ili Sigriðar og sr. Gunnars tók
stakkaskiptum hið ytra, börnin
horfin, sum í störf og lífsstöður,
önnur út á langar námsbrautir
menntunar og sérhæfingar og
erill hversdagsins setti svip sinn
á hið daglega lif.
En í húsi þeirra á hálsinum i
Kópavogi ríkti sami andi og var
á sínum tima í dalnum nyrðra.
Það var andi þeirrar glaðværð-
ar og góðvildar, sem húsfreyjan
átti svo ríkan þátt í að skapa
með hispurslausri hreinskilni og
skilningsríku hjarta. Þar var
mikill gestagangur, bæði safnað
arfólks og vina að norðan og
margt barst i tal og ekkl allir á
einu máli. Þar var stundin fljót
að líða, en Innihald þeirra
stunda gaf oft gott og holt vega-
nesti til umhugsunar í hvers-
dagslífi næstu daga. Ljúft er að
rifja upp slíkar minningar og
mikið að þakka þegar til baka
er litið.
Og nú er þessi mæta kona
kvödd hinztu kveðju. Lifið hafði
verið henni gott og gjöfult og
það var gæfa hennar að verja
gjöfum þess til að auðga líf ann
arra, bæði skyldra og vanda-
lausra. Hún var manni sínum
styrk stoð í starfi, hún var börn
um sínum góð móðir og hún átti
vináttu og virðingu sóknarbarna
í ríkum mæli.
En dauðinn var kröfuharður
skuldheimtumaður og það er ein
af hinum áleitnu spurningum
hversvegna hún, sem hafði stráð
óblandinni gleði, björtum vonum
og falslausri samúð á veg lífs-
ins skyldi þurfa að bíða dauð-
ans i langri og þrautamikilli
raun.
Með þökk er hún kvödd af
fjölmennu frændliði um leið og
samúðarkveðja er flutt ástvfn-
um hennar öllum.
G. Br.
Prestskonan í Kópavogi er lát
in og með henni gengin mikil
mannkosta kona, sem verða mun
ógleymanleg þeim er henni kynnt
ust.
Frú Sigríður Stefánsdóttir var
Húnvetningur, dóttir Stefáns
prófasts á Auðkúlu í Svínavatni
og síðari konu hans, frú Þóru
Jónsdóttur.
Áð Sigríði stóðu merkar ættir
og traustar, sem aðrir, mér fróð-
ari munu eflaust rekja.
Hitt get ég fullyrt, að hún var
enginn ættleri. Hún var glæsileg
atgjörviskona, sem bjó yfir mik-
illi andlegri og líkamlegri reisn
og æðruleysi. Mannskilningur
hennar var óvenju næmur og
hjartahlýjan ósvikin. 1 sporum
hennar gréru því blóm góðvild-
ar og vinsemdar, hvar sem þau
lágu. Heilbrigt lífsviðhorf, eðlis-
læg hjálpfýsi og umburðarlyndi
var sá jarðvegur sem þau uxu
upp af.
Enginn skyldi þó álykta, að
frú Sigriður hafi ekki haft sinar
ákveðnu skoðanir né hikað við
að segja meiningu sína, þegar
henni þurfa þótti. Hún var ekki
værukær i hugsun og forðaðist
ekki að taka afstöðu til manna
og málefna, til þess var réttlæt-
iskennd og leit að hinu sama í
hverju máli of ríkir þættir í
fari hennar. Henni var ekkert
mannlegt óviðkomandi. En henni
var lagið að segja meiningu sína
af þeirri óvenjulegu hreinskiptni
og slíku hispursleysi, sem ó-
gjarnan vekja andstöðu.
Oft ræddum við saman og vor
um síður en svo alltaf sammála.
En einmitt þessi eiginleiki henn-
ar að vekja eMkii vi'ðóniælainidainin
til andstöðu, varð þess valdandi,
að samræðurnar 'leiddu oft til
gagngers endurmats míns á því,
sem um var rætt.
Barn að aldri sá ég Sigriði í
fyrsta sinn. Það var á sólhýrum
sumardegi við guðþjónustu í Ból
staðarhlíðarkirkju. Hún var þá
ung kona, nýlega gift sóknar-
prestinum okkar sr. Gunnari
Árnasyni.
Barnsleg hrifning mín af frú
Sigríði við fyrstu sín, var óbland
in. Mér fannst hún þá yndisleg-
asta kona sem ég hafði augum
litið og ég held hreint að mér
finnist það ennþá.
Þá, og ætíð síðar skynjaði ég
í fari hennar, þessa ólýsanlegu
persónutöfra, sem aðeins fáum út
völdum hlotnast í vöggugjöf.
Sem unglingur dvaldi ég um
vetrarskeið á heimili þeirra
hjóna á Æsustöðum i Langadal.
í þá daga var menntunaraðstaða
sveitaunglinga vægast sagt erfið
og oft í öfugu hlutfalli við náms
löngun þeirra. Oft hlupu þá
prestarnir undir bagga og
studdu þessa unglinga „fyrsta
fetið“ til framhaldsnáms eftir
barnaskóla, svo var og í þetta
sinn.
Við vorum þarna tvær ungl-
ingsstúlkur um mánaðarbil og
nutum veru okkar á heimili ungu
prestshjónanna í ríkum mæli.
Þó minntist ég þess, að við vor
um svolítið feimnar við prestinn
og vildum gjarna standa okkur
vel i timunum hjá honum og fyr
ir gömlu prófastsekkjunni,
tengdamóður hans, bárum við
óttablandna virðingu. En á
kvöldin, þegar unga prestskon-
an kom inn til okkar að bjóða
góða nótt og rabba við okkur ef
tími var til, þá var öll feimni á
bak og burt og við, fyrr en
varði farnar að masa og hlæja
á okkar eðlilega hátt. Hamingj-
an góða, hvað við fengum stund
um ótamin hláturköst og hlátur
Sigriðar bergmálar ennþá í huga
mínum éins og ljúft undirspil.
Skömmu síðar flutti ég burt af
æskustöðvunum og sá þau hjón
örsjaldan, þar til þau fluttu suð
ur og settust að I Kópavogi. Mér
var það fagnaðarefni að hitta
þau fyrir að nýju, kynnast ágæt
um börnum þeirra og koma á
heimili þeirra, þar sem andi
æskustöðvanna sveif yfir vötn-
unum. Mér fannst ég á vissan
hátt komin heim. — Og nú er
skarð fyrir skildi.
Hjartkær Sigríður, and-
látsfrégn þin barst mér til eyma
á björtum kyrrum haustmorgni
og þótt ég að vísu ætti þeirra tið
inda von, þá kiknaði ég samt
undan þessu höggi staðreynd-
anna og fannst rökkva úti og
inni. Ég veit það er barnalegt
af mér að geta ekki sætt mig við
að vita þig ekki lengur lifandi
meðal okkar, eiga þig ekki leng
ur vísa á þinum stað. Geta ekki
framar blandað við þig geði og
sótt til þín þá skemmtan og upp-
örvun, sem ætíð var vis ef sam-
funda við þig varð auðið.
Við þessi vegamót vil ég
þakka þér fyrir allt sem þú varst
okkar heimabyggð, þar sem ykk
ar hjónanna mun lengi verða
minnzt.
Og að lokum, heyri ég getið
ágætrar konu, mun ég ævinlega
minnast þín.
Heim að Digranesvegi 6, til
mannsins þíns og barnanna ykk-
ar, sendi ég kveðju án orða.
Lára Gunnarsdóttir.
Sigríður min. Nú ert þú horf-
in af sjónarsviðinu á þessari
jörð, en þó svo sé, verður þú
mér alltaf sú sama og þú áður
varst, önnur móðir.
Ég átti því láni að fagna, að
kynnast þér I bernsku þar sem
við vorum bæði fædd og uppal-
in á sömu slóðum, þó að jökul-
vatnið Blanda skildi á milli heim
ilanna, Auðkúlu og Botnastaða.
Um ætt þína ætla ég ekki að
fjalla. Þú varst prestsdóttir og
síðar prestskona.
Meðfæddur aðalsbragur þinn
leyndi sér ekki. Mér er þungt
innanbrjósts þegar ég skrifa
þessar fátæklegu línur og veit
varla á hvað skal minnast. Hrós
eða lof veit ég, að þú vildir
aldrei heyra, það vel þekki ég
þig, enda voru við nágrannar
um 14 ára skeið nú á seinni ár-
um og sáumst oftast daglega á
þeim tíma. Auk þess var ég svo
vikum skipti ef ekki mánuðum á
heimili ykkar hjóna nú síðustu
ár eftir að halla tók undan fæti
hjá mér og var alltaf jafn vel
tekið, hvernig sem á stóð. Fæ
ég aldrei fullþakkað þér, hvern-
ig þú reyndist mér þegar á móti
blés. Þú reistir þér sjálf á lífs-
leið þinni þann minnisvarða, sem
hvorki „mölur né ryð fá grand-
að.“
Um aðsetursskipti þín óttast ég
ekki, því að þannig hafðir þú
búið í haginn sjálf. — Meira
ætla ég ekki að segja. —
Vertu sæl, elsku Sigríður mín,
og þökk fyrir allt.
Að lokum sendi ég eftirlifandl
Framhald á bis. 18
wm
«H0
m
Hver leggur ekki metnað sinn í að hafa
heimili sitt vistlegt og þægilegt, heimilis-
fólki til ánægju og gleði? Á ferðalögum
er ekki síður ánægjulegt að búa vistlega
og þægilega.
Hótel eru heimili þeirra sem þar dvelja.
Við leggjum metnað okkar í að búa sem
bezt að gestum okkar, þannig að dvöl
þeirra verði sem ánægjulegust.
HEIMIIl ÞEIRKA EB REYKJAVIK GISTA