Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 16
16 MOROUNBLA.ÐLÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DBSBMBER 1970 Útgefandi hf. Án/akur, Reykjavík. Framkveemdastjóri Haraldur Sveinsson, Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. RÉTT STEFNA fjans G. Andersen, sendi- herra, einn fremsti þjóð- réttarfræðingur okkar íslend- inga og sá maður, sem mesta reynslu og þekkingu hefur í landhelgismálunum, hefur nú kvatt sér hljóðs um viðhorfin í þeim málum. í grein, sem Morgunblaðið birti sl. sunnu- dag, víkur hann að þeim sjón armiðum, sem sett hafa ver- ið fram í umræðum undan- famar vikur og mánuði. Sendiherrann ræðir m.a. þá fullyrðingu, að ekkert hafi verið gert í landhelgismálinu frá útfærslunni 1959 og segir: „Ekki er það réttmæt full- yrðing. Margt hefur verið gert til frekari kynningar á málstað íslendinga og til að fylgjast sem bezt með þróun þessara mála í heiminum. Varðandi síðara atriðið, þ. e. að fylgjast sem bezt með þró- un þessara mála í heiminum, má segja, að þar sé um að ræða störf, sem að miklu leyti eru unnin í kyrrþey, en þau eru engu að síður þýð- ingarmikil og raimar bráð- nauðsynleg, eins og gefur að skilja. En aðalatriðið er e.t.v., að ljóst var, áð bíða yrði eftir frekari þróun alþjóðalaga. Veigamikill þáttur í því máli var að bíða þess, að ný ríki bættust við sem aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Er nú loks svo komið, að á nýrri al- þjóðaráðstefnu mundu vænt- anlega allt að helmingi fleiri ríki taka þátt en áður.“ Þá víkur Hans G. Ander- sen að þeim markmiðum, sem íslendingum beri að leggja mesta áherzlu á, á væntan- legri alþjóðaráðstefnu og seg- ir: „Nú ætti að vera hægt að belna orkunni á næstu ráð- stefnu til að fá viðurkenn- inigu á sérstöðu þjóðar, sem byggir afkomu sína á fisk- veiðum. Á báðum Genfarráð- stefnunum var sú megin- regla staðfest, en verkefnið nú verður að ganga frá því máli á tryggan hátt. Á næstu ráðstefnu yrði þá væntanlega samkomulag um almenna reglu um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu en auk þess samkomulag um raunhæft fyrirkomulag er tryggi hags- muni þjóðar, sem byggir af- komu sína á fiskveiðum, bæði að því er varðar verndun fiskistofnanna og hagnýtingu þeirra.“ Loks ræðir Hans G. Ander- sen um gildi laganna fyrir lítið land og segir: „Ég hygg að af reynslu íslendinga í landhelgismálum megi draga nokkurn laerdóm. Oft hefur verið á það bent, að fyrir lít- ið land séu lögin sverð þess og skjöldur. íslendingar hafa í landhelgismálinu farið þá leið að vimna að þróun þjóða- réttar og notfæra sér síðan þá þróun. Vonandi ber þjóðin gæfu til að halda áfram á þeirri braut. Mun oss þá vel famast. Eins og ég sagði áð- an, var nauðsynlegt, að eftir hinn fyrsta árangursríka áfanga yrði að staldra nokk- uð við og bíða næsta átaks. Nú er tækifærið að koma og ég fyrir mitt leyti er sann- færður um, að á næstu ráð- stefnu verði unnt að reka smiðshöggið á það mikla starf, sem lagt hefur verið í að tryggja hagsmuni íslands í landhelgismálinu. Þegar það skeið er á enda runnið með sigri hins íslenzka málstaðar, verður ekki annað sagt, en að vel megi við una, jafnvel þótt verkið hafi tekið tvo áratugi. Ekki er það langur tími í sögu þjóðar.“ Það er vissulega mikilsvert að fá mat jafn reynds manns og Hans G. Andersens á stöðu þjóðarinmar í landhelgismál- inu um þessar mundir. Skoð- un hans er sú, að skynsam- lega hafi verið að þessum mál um unnið, með því að kynna málstað Islendinga á alþjóða- vettvangi og efla smátt og smátt skilning amnarra þjóða á sérstöðu Íslands. Er þess að vænta, að-þetta starf, sem að mestu hefur verið unnið í kyrrþey undanfarin ár, beri ríkulegan ávöxt á þriðju ráð- stefnunni um réttarreglur á hafinu. íslenzk fræði erlendis að er eftirtektarverð stað- reynd, að íslenzk tunga og bókmenntir eru á kennslu- skrá um 180 æðri mennta- stofnana víða um heim. Kem- ur þetta fram í grein, sem Hermann Pálsson, háskóla- kennari í Edinborg, ritar í nýjasta tölublað Lögbergs- Heimskringlu. Kemur þar fram, að könnun á þessu hef- ur staðið yfir um nokkurt skeið. Vafalaust kemur fslending- um það á óvart, að tunga þeirra og bókmenntir eru kennd við svo margar æðri menntastofnanir erlendis. En í grein Hermanns Páksonar kemur fram, að kennslan beinist einkum að tvennu. Annars vegar er stúdentum kennd ístenzka og málfræði í því skyni að skilja betur for- sögu enskrar og þýzkrar tungu. Hins vegar beinist fræðslan að meuningu íslend- inga og annarra norrænna UST 5IJÍYDJS jrwwy 1 MBlllCJ Nýtt leikrit Durrenmatts „Mynd af plánetu“ heitir siðasta leikrit Friedrich Dúrrenmátts, sem fyrir skömmu var frumsýnt í Dusseldorf. Hér- lendis er Dúrrenmatt allkunnur fyrir leikverk sín, t.a.m. „Heimsókn gömlu konunnar," sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir nokkrum árum og ýmis fleiri verk hans hafa verið kynnt ís- lenzkum leiklistarunnendum. Við upp- færsluna á leikritinu nýja í Dússeldorf stjórnaði sýningunni Erwin Axer, en hann vakti fyrst á sér athygli, er hann leikstýrði „Tango“ þar fyrir fimm árum og var það frumsýning þess leikrits á Vesturlöndum. Pólskur tónlistarmaður samdi músíkina, Edward Aniol og er hvort tveggja leikstjórn og tónlist allný- stárleg, að því er lesa má af erlendum blöðum. Um leikritið sjálft má segja að það er ádeila um örlög mennskunnar með heim spekilegum og íróniskum undirtóni, sem svo mjög einkennir verk Dúrrenmatts og gerir þau í senn hrollvekjandi og spaugi leg, þegar honum tekst bezt upp. Við fyrsta yfirlestur virðist verkið eins konar óður til sköpunarkraftaverksins. En það er einnig frásaga, afar sorgleg saga um Adam og Evu frá upphafi sköp- unarinnar; þegar maðurinn höndlaði skilninginn, hætti að éta meðbræður sína og valdi sér menningarlegra lífsform, og atlt fram að þvi, að maðurinn hefur lagt tunglið að fótum sér. Dúrenmatt talar allspámannlega víða. Hann aðvarar manneskjuna og sýnir henni fram á sinn eigin kulda, sína takmarkalausu grimmd; sinnuleysið um velferð náung- aris er honum ofarlega í huga. Hann gerir mönnunum ljóst hversu sjálfseyð- ingarhvötin er rík í hverjum einstakl- ingi, hve hjálparleysið er algert, þegar náttúran fer hamförum og hann ásakar Friedricli Durrenmatt. mennina fyrir misnotkun á valdi og vopnum. Leikritið er í tuttugu og fimm stutt- um atriðum, sum hafa yfir sér „kabar- ett“-legan blæ, ekki ósvipað og hann beitti óspart í Strindbergverki sínu. Hann dregur upp og heldur ófagra mynd af plánetunni Jörð, í síðasta atriðinu er Jörðin þurrkuð út í sólarspreng- ingu. En engu að síður, og þrátt fyrir svartsýni er Dúrrenmatt þó ekki með öllu vonlaus á framtið mennskunnar. Hann trúir að eitthvað gott búi í öll- um mönnum og þeir hafi einnig hæfi- leika til að laða þessa gæzku fram og öðlast frelsi. Það virðist eftir allt saman vera boðskapurinn í leikritinu, eins og raunar ýmsum fyrri verkum hans. Nistandi háð, ósvikið skopskyn og leikræn tilsvör, óvenjulegt næmi fyrir sviði gerir það að verkum, að leikritið er ákaflega skemmtilegt aflestrar. Mað- ur hrekkur kannski stundum í svolitinn kút, en það er líkast til hollara en húka i doða og drunga. h.k. 3 barnabækur BLAÐINU hafa borizt þrjár nýj- ar barna- og unglingabækur frá Bókaforl-agi Odda Björnssonar á Akureyri. Tvær þeirra eru endurútgáfur. „Blómin í Bláfjölluim" heitir barnabók eftir Jennu og Hreið- ar Stefánsson. í bókinni eru tvær sögur, ætlaðar einkuim fyrlr yngstu lesendurna. í þekn til- gangi er bókin sett á stóru og greinilegu letri til að auðvelda þeim lesturmn. Margar myndir eru í bókinni og eru þær gerðar af Baltazar. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar og er 88 síður að stærð með litmyndum á bók- arspjöldunum. „Útilegubörnin í Fannadal“ er endurútgáfa bókar eftir Guð- mund Gíslason Hagalín. Á titil- blaði bókarininar segir að þetta sé saga handa þroskuðum börn- um, unglingum og foreldrum. Bókin hefur verið ófáanleg um árabil, en kemur nú út í nýjum búningi, en hún er myndskreytt þjóða að fornu. Niðurstaða þessarar könnunar er ánægju efni og sannarlega er ástæða til að stuðla að því eftir föng- um, að tunga okkar og bók- menntir verði kennd við er- lenda háskóla og aðrar menntas tofnanir. af Helen Viktorsdóttur og með litprentaðri hlífðarkápu. Á kápu síðu segir: „Sagan segir frá ævintýrum fjögurra stallsystkma, þeirra Dodda, Dóru, Önnu og Maju, sem ákveðin eru að strjúka að heim- an vegna óreglu foreldranna. — Ármann Kr. Einarsson Þeim tekst að strjúka út í Fanna dal, sem er afskekktur eyðidal- ur, og þar lenda þau í ýmsuni ævintýrum. Gerð er að þeirn dauðaleit, og lýsir sagan útilegu bamatina og viðbrögðum foreldr- anna. Bðkin er 160 síður að stærð. Þá hefur blaðinu borizt end- Guðmundur G. Hagalin urprentun ævintýrasafns eftir Ármann Kr. Einarsson, „Yfir fjöllin fagurblá". Þetta er þriðja bindið af end- urútgáfu á verkum höfundar. Efni þessarar bókar er sex sög- ur og ævintýri, fimm úr fyrstu útgáfunni, sem hefur verið ófá- anleg um langt árabil, en síðasta sagan, „Höll dýranna“, er ný af málinni og áður óprentuð. Höf- undur lais hana í útvarpið á Lista hátíðinni síðiastliðið sumiar. Bókin er prýdd mörgum teikn- íngum eftir Stefán Jónsison, en káputeikningu gerði Friðriika Geirsdóttir. Allar eru bækurnar prentaðar í Premtverki Odds Björnssoniar á Akureyri og vandaðar að frá- gangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.