Morgunblaðið - 08.12.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 08.12.1970, Síða 17
MORGUN’BLiAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 17 * Islenzk matvæla- kynning á franskri grund Þátttaka í alþjóða- matvælasýningunni SIAL Landbúnaðarráðlierra Frakka, Jaques Duhamel, heimsækir íslenzku sýningardeildina og heiisar þar Gunnari Guðbjarts iyni, formanni Stéttarsambands bænda. Á milli þeirra sjást Ólafur Egilsson, sendiráðsritari og Huldar Smári, sem veitti islenzku deildinni forstöðu. fslendingar voru þátttakend ur í hinni miklu alþjóðlegu mat vælasýningu, sem haldin var í Porte de Versailles í París dag ana 9.—15. nóvember s.l. fs- lenzku fyrirtækin höfðu þar sameiginlega sýningardeild undir forustu Vörusýningar- nefndar. Þetta var lítill sýn- ingarbás, um 40 fermetrar að stærð. Af þátttölcuþjóðunum, sem höfðu sérstaka þjóðar- deild hafði Rúmenía ein minna sýningarrými. En deildin var látlaus, hreinleg, sýningarvör um vel fyrir komið, og lýsing á Jieim góð. Deildin leit sem sagt ljómandi vel út, miðað við Jtað sem í hana var lagt. Þarna sýndu fimm fyrirtæki: Norðurstjarnan var með niður- soðna síld og loðnu, Niðursuðu verksmiðjan Ora með kavíar, niðursoðinn silung, rækjur, fiskbollur og fiskibúðing, síld- arrétti, og sjólax frá Jupiter, Arctic á Akranesi með kavíar, Konráð Axelsson sýndi súkku laði frá Lindu, Thulebjór og brennivin frá Áfengisverzlun- inni og Samband ísl. samvinnu- félaga sýndi lifur og bauð fleiri íslenzkar landbúnaðaraf- urðir. En ein sýningardeild er að sjálfsögðu aðeins undirstaða eða útgangspunktur til að ná sambandi við hugsanlega kaup endur, sem leita upplýsinga. Og voru menn frá fyrirtækjunum til staðar til þess, auk þess sem Huldar Smári, námsmaður í sál fræði og kennari í Frakklandi, veitti deildinni forstöðu fyrir Vörusýningarnefnd og var ætíð þar til að veita upplýsingar. Uppsetningu á sýningar- básnum önnuðust þeir Stefán Friðbjarnarson, húsgagnaarki- tekt og franski málarinn Andre Enard. 1 tilefni þessarar sýningar og til að ná til matarsérfræðinga og kaupenda, efndu Hinrik Sv. Björnsson, sendiherra og frú Gígja til veizlu í sendiherra- bústaðnum, og höfðu fyrirtæk in sent þangað islenzkan mat, sem frú Gigja bar fram á „köldu borði,“ mjög fallega. Þar mátti sjá loðnu, kaviar, sardínur, rækjur, fiskkökur, fiskbúðing og fiskbollur, sem voru bornar fram með ídýfu og vöktu athygli. Þá voru þarna margar tegundir af lambakjöti, söltu, reyktu og nýju i formi hamborgarhryggs, hangikjöts og steikts læris. Og með var borið rúgbrauð og smjör að íslenzkum sið, og svo ostar og súkkulaðibitar i ábæti. En með drykkinn Thulebjór og brennivínssnafsa. Til þessarar kynningar- veizlu í íslenzka sendiherrabú- staðnum komu um 30 erlendir kaupendur og matarsérfræð- ingar, forstöðumenn íslenzku fyrirtækjanna til að ræða við þá og nokkrir fleiri gestir. Þarna var t.d. M. Raymonde Olivier, matreiðslumaðurinn frægi, sem verið hefur á Is- landi. Hann rekur eitt fínasta veitingahús í París, Le Grand Vefour í Rue Beaujolais. Hann var nýlega fenginn til að endurskipuleggja allanveit ingarekstur frönsiku járnbraut anna, sem þótti orðinn lélegur. Fék-k hann mikið lof fyrir og er hinn umfangs-mikli veitinga rekstur í járnbrautunum nú rekinn undir hans stjórn. Þar er ekki um svo litla umsetn- ingu að ræða, ef hann fær áhuga á að nýta einhverja mat vöru. Nýlega var Raymonde Olivi- er í viku á fslandi, og var ti'l ráðuneytis niður.suðuverksmiðj inni Ora, m.a. við að laga fiskbollur eftir frönskum smekk. Og sagði Magnús Tryggvason í Ora, sem var þarna viðstaddur, að málið væri á tilraunastigi o-g ekki neitt um það að segja í bili, en Raymonde hefði komið með tillögur um breytingu á bragði. Fleiri forstöðumenn franskra stórfyrirtækja voru þarna og smökkuðu á réttunum og ræddu við þá, sem þeir vildu ná tali af. Var það mjög ánægjuleg Islandsikynning. Guðmundur Björnsson frá Norðurstjörnunni sagði frétta- manni Mbl,, að hann hefði hitt þarna tvo franska kaupsýslu- menn, sem höfðu áhuga á loðn unni. En 1-oðna væri alveg óþekkt á frönskum markaði. Og Norðurstjarnan var þarna einmitt tiil að reyna að kynna loðnuna og einnig léttreykta sildarrétti. Magnús Tryggvason í Ora kvaðst vera ánægður með þátt tökuna í þessari matvælasýn- ingu. Margir leituðu íslenzku sýningardeildina uppi, einku-m Bandarikjamenn. Kaupsýslu maður frá Vln hafði samband við hann og hafði mi'kinn áhuga á kavíar t.d. hefði hann talað um stóra pöntun, hvað sem úr því yrði. Fulltrúi Sambands íslenzkra samvinnufélaga var Gunnar Guðbjömsson, formaður Stétt- arsambands bænda, sem var þarna með frú sína. Og Huld- ar Smári er umboðsmaður fyr- ir kavíarinn frá Arctic á Akra nesi, svo allir áttu sína full- trúa. Konráð Axelsson var til við ræðna á staðnum um sínar um boðsvörur, súkkulaðið, bjór- inn og brennivínið, og sagði að margir hefðu áhuga á þessu og hefðu spurzt fyrir um þess- ar vörur. 1 sýningardeildinni safnaði Hu'ldar Smári saman fyrir- spurnum og nöfnum manna, sem vildu leita nánari upplýs- inga frá Islandi og sagði hann, að útkoman virtist prýðileg. Mest væri spurt um kavíar- inn og svo bjórinn og niður- suðuvörurnar, og dálitið um lambakjötið. Sagði hann að helzt þyrftu að liggja fyrir á staðnum meiri upplýsingar um verð, hugsanlega breytingu á umbúðum o.fl. þess háttar. því kaupendur vildu átta sig á því strax og þeir hefðu séð eitt- hvað, sem vekti athygli þeirra. Þeir vildu vita fyrst hvort verð og umbúðir gætu hentað þeim. íslenzka sýningardeildin var þarna á SIAL-sýningunni i hópi þjóðasýninganna á 2. hæð rétt við hliðina á deild Alsír og Austurrikis, en skammt frá deild Tyrklands, - Portúgals og Ceylon. Á þessari hæð voru flestar þjóðasýningarnar, Efna hagsbandalagslöndin þó á neðs-tu hæð, og frönsku fyrir- tækin dreifð um báða staði. Þegar gengið er um slíka sýn- ingu, framhjá öllum þessum girnilegu matartegundum, sem þjóðirnar hafa að bjóða á mat væHlaimairfca-ðiintulrn, sést bezt hví- lík gífurleg samkeppni þar er. Þeir sem eitthvað ætla að selja, verða að hafa það eins aðlað- andi og gott og frekast er unnt — og að sýna það og hálda því fram, þar sem kaup Huldar Smári ásanit fjölskyldu sinni, Björgu Sigurðardótt- ur, Hróðnýju Maríu og Sigurði Erni, fyrir framan stóru myndirnar í íslenzku sýningardeildinni, sem áttu að sýna liið ómengaða liaf sem íslenzki fisk urinn lifir í. Magnús Tryggvason í Ora og Henrik Sv. Björnsson sendi- herra skoða ísl. sýningardeildina. Framhald á bls. 18 Gígja Björnsdóttir, sendiherrafrú stendur við endann á ís- lenzka „kalda borðinu‘“ í kynningarveizlunni í sendiherrabú staðnum og spjallar við gesti, Konráð Axelsson, kaupsýslu- mann og Guðmund Björnsson í Norðurstjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.