Morgunblaðið - 08.12.1970, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970
JÓLABÆKUR0 ÍSAFOLDAR
Eitt líf. Ævisaga Barnards, laeknis-
ins sem fyrstur græddi nýtt hjarta í
dauðvona sjúkling og varð i einum
svip frægasti og umdeildasti læknir
allra tíma. Verð kr. 700.00 + ssk.
Sjáðu landið þitt. Ferðapistiar
og minningaþættir hins óvæga og
umdeilda rithöfundar Magnúsar
Storms I fylgd ýmissa þjóðkunnra
samferðamanna með ívafi hvers
kyns þjóðlegs fróðleiks. Verð kr.
540.00 + ssk.
Grúsk. Greinar um þjóðleg fræði
eftirÁrna Óla. Grúsk I kom út 1964
og hlaut góðar viðtökur. Grúsk I og
II er kjörbók allra sem þjóðlegum
fræðum unna. Verð kr. 600.00
+ ssk.
Huldufólkssögur, þjóðsögur
Jóns Árnasonar í útgáfu ísa-
foldar, myndskreyttar af Halldóri
Péturssyni listmálara. Engin jólabók
er börnum hollari lestur. Verð kr.
400.00 + ssk.
Val og venjur í mat og drykk.
Leiðbeiningabók eftir yfirkennara
frægasta hótelskóla heimsins. Bók,
sem hver einasti ferðamaður, fyrsta
flokks veitingamaður og allar hús-
mæður þurfa að eignast. Verð kr.
520.00 + ssk.
Gamla Reykjavík, eftir hinn
landskunna rithöfund og blaða-
mann Árna Óla. Hefur um langt
skeið verið uppseld, en birtist nú I
nýrri útgáfu. Verð kr. 600.00 + ssk.
Þar sem elfan ómar. Litrík þjóð-
leg skáldsaga frá tímabili eldri kyn-
slóðarinnar. Lesið um tlma sem
aldrei koma aftur í lýsingu Jakobs
Jónassonar skálds. Verð kr. 445.00
+ ssk.
Landið handan landsins. Guð-
mundur Daníelss. er löngu kunnur
sem einhver mikilvirkasti höfundur
sem nú er uppi. Þetta er tilþrifa-
mikil skáldsaga um kynslóð milli-
striðsáranna. Verð kr. 460.00 + ssk.
í Ijósmálinu. Ný Ijóðabók eftir
Einar Braga. Einar er viðurkenndur
sem eitthvert fágasta og lýriskasta
skáld Islands í dag. Óskabók allra
Ijóðvina. Verð kr. 350.00 + ssk.
Þrjú hjörtu. Jack London var alla
tíð ævintýramaður. Flestar skáld-
sögur hans eru sprottnar upp úr
persónulegri reynslu hans sjálfs.
Ósvikin ævintýrabók. Verð kr.
360.00 + ssk.
Mannlegar verur. eftir Raymond
Firth. Þýðing E. J. Stardal. Bók um
frumstæðar þjóðir, kynþáttafor-
dóma, félagslíf vanþróaðra þjóða
og hin erfiöu lífskilyrði frumstæðrar
menningar. Verð kr. 360.00 + ssk.
Bátur á reki. Skemmtileg og
spennandi saga um litlu börnin
sem rak til hafs á opnum báti.
Þessi bók er sérstaklega hentug
skólum sem annast lestrarkennslu.
Verð kr. 125.00 + ssk.
Horfin ský. Fyrsta Ijóðabók hins
kornunga skálds, Ómars Halldórz-
zonar. Jólabók Ijóðunnandi æsku-
fólks, eftir fulltrúa hinnar uppvaxa-
andi kynslóðar. Verð kr. 300.00
+ ssk.
Ástalíf. Þessi bók kom út fyrir
þrjátlu árum og vakti mikla athygli
því að mönnum þótti farið frjálslega
með efni sem þá var einungis talið
til feimnismálanna. Verð kr. 265.00
+ ssk.
Skólapiftar á smyglaraskútu.
Spennandi saga um ævintýri skóla-
stráka í sumarleyfi og viðureign
þeirra við smyglara. Óskabók allra
þróttmikilla drengja. Verð kr. 180.00
+ ssk.
Ljóðmæli. Ljóðabók Guðrúnar
Magnúsdóttur frá Klukkufelli. Úrval
Ijóða, sem Freysteinn Gunnarsson
hefur valið. Kjörbók Ijóðelskandi
kvenna. Verð kr. 325.00 + ssk.
Börn á ferð og flugi. Úrvals-
kaflar úr barnasögum eftir Kára
Tryggvason. Barnasögur hans eru
flestar löngu uppseldar enda hafa
þær notið mikilla vinsælda. Verð
kr. 220.00 + ssk.
Læknar á fslandi. Ein merkasta
fræðibók, sem komið hefur út hin
síðari ár. Þar er sögð saga læknis-
fræðinnar á íslandi fram á vora
daga, auk fullkomins læknatals.
Verð kr. 2300.00 + ssk.
t(ií' fíita
Dísa á Grænalæk. Þessi frábæra
barnabók kemur nú út í þriðja sinn
og er ekki vafi á að hún verður
yngstu lesendunum jafn kærkomin
sem fyrr. Verð kr. 135.00 + ssk.
Þrjársögur um Siggu og skessuna
góðu. Bækur handa yngstu lesend-
unum, samdar af smábarnakennara
sem veit hvernig sögur á að velja
handa yngstu lesendunum. Verð
kr. 70.00 hvert eintak + ssk.
BISAFOLD