Morgunblaðið - 08.12.1970, Síða 23

Morgunblaðið - 08.12.1970, Síða 23
MORCrUN'BLAÐIÐ, ÞHIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970 23 Hvers eiga grey- in að gjalda? „Og þeir eru auðvitað allir með alls konar boð og rök og eilifa áfellisdóma og andleg þrælatök.“ 1 LJÓÐI sínu um hundinn Vask kemst Davíð skáld frá Fagra- skógi þannig að orði. — Hygg ég að hann hafi þar viljað bregða skildi til varnar íslenzka hund- inum og raunar hundum almennt þvi hann var einlægur dýravin- ur, eins og kvæði hans bera ein- lægan vott um. Þvi sting ég að þessu sinni nið- ur penna, eins og fjölmargir aðr ir hafa gert, vegna þess, að mér er tjáð að hundum sé nú öðrum spendýrum fremur hætta búin í Reykjavík og nágrenni. Vil ég þar engan sökum bera. Islendingar eru deilugjarnir, og því skyldi þá ekki greina á um hundahald sem annað? Við búum í mannúðarþjóðfé- lagi. Við viljum hjálpa að getu nauðstöddum þjóðum, og gagn- kvæm hjálpsemi innanlands virð ist okkur eðlileg; og þarf þar hvorki jól eða stórhátíðir til. Þjóðfélag okkar er i deiglunni; Ifól'kið flyzt óðum af gróandi jörð á möl og maibik. Þeirri þró- un getum við ekki gersnúið, þótt staldra mætti við. Meðal þess, sem gömul bænda- þjóð hefur viljað flytja með sér til höfuðstaðarins er dálítil rækt- un, túnskiki og eitthvert húsdýr, þar á meðal er hundurinn. Eng- in furða því að hann hefur fylgt íslendingnum frá fyrstu byggð landsins. 1 baráttunni um tilverurétt hundsins í höfuðstaðnum, er sak borningi máls varnað, en þeir eru margir og mætir, sem fyrr og síðar hafa tekið upp málstað miálleysingjanna og vildi ég þar öðrum fremur nefna Þorstein skáld Erlingsson, sem orti þessa fögru vísu: til dýravinarins Tryggva banka- stjóra Gunnarssonar á sjötugs- afmæli hans: „Og mannúð þinni mæt var þeirra sæla, sem mega líða, þegja og hugsa sitt; og þar er víst: ef dýrin mættu mæla, þá myndi verða blessað nafnið þitt.“ Mín er ekki ætlanin að standa i deilum eða orðakasti um þetta mál. Ég held að við verðum þar, sem viðar að mætast á miðjum vegi án fordóma. Þó get ég ekki látið hjá líða að nefna eitt dæmi, þ.e. góð uppeldisáhrif á borgar- börn af umgengni við hunda. Áð ur fyrr voru börn send í sveit, kynntust húsdýrum og höfðu þroska af. Nú fækkar þeim óð- um bæjarbörnunum, sem kynn- ast sveitinni og húsdýrunum. Þetta er skaði. Dýr gera börn að betri manneskjum. Hundur, sem sefur við rúm lítils barns og leikur við það dagstund gef- ur því meira veganesti en mikil uppeldisfræðsla, svo er og um aldrað fólk. Kvað ekki Sigurð- ur Helgason svo um „Hunds- tryggðina": „Þó manna flestra missi ég sýn meir en hálfan daginn, liundurinn kemur heim til mín honum er tryggðin lagin.“ Að lokum vil ég sagt hafa: Þyrmið hundinum. Hann er minni meinvættur en margt annað. Hins vegar er ég því al- gerlega samþykkur að hundaeig- endum séu sett ströng skilyrði, skráning hunda, hreinsun hunda, varzla hunda o.fl. o.fl. o.fl. En deyðið þið ekki hundana að ó- sekju. íslendingar hafa talið sig frækna af að standa ekki i stór- styrjöldum og manndrápum. Það mun ekki auka á hróður þeirra að deyða varnarlaus dýr, sem eru vinir þeirra. Birgir Kjaran. Rikið reki fóstruskóla Frumvarp á Alþingi GILS Giiðnmndsson hefur lagt fram á Alþingi frnmvarp til laga nm fóstruskóla, en með frnm- varpinn leggur þingmaðurinn tii að ríkið skuli reka í Reykjavík skóla, er nefnist Fóstruskóli. Markmið skólans skai vera að veita viðlilítandi kennslu þeim nemendum, sem búa sig undlr fóstrustörf við almenn barna- heimili, svo sem vöggustofur, leikskóla, dagheimili og vistheim ili. Kostnaður við skólann greið- ist úr ríkissjóði. f greinargerð frumvarpsins segir þingmaðurirm m.a., að árið 1946 hafi Barnavi'nafélagið Sum- argjöf stjofnað Fósitruiskólann og haifi rekið hann sí'ðain með stuðn- ingi Reykjavíku.rborgar og nokkrum styrk úr ríkntssjóði. Skóli þessi hafd tvímœlalaust gert mjög mikið gagn. Hins vegar sé það fyrir lönigu orðdð ofviða fjárvana áhugamanna- félagi einis og Sumargjöf að reka silrkan skóla á þanin veg, að hann getd tí'l hJStar þjónað nútíma kröfum og stórauikánni þörf á sérmenntuðum fóstrum og starfs Wði á bamaheimilum. Verði aö- einis ráðin bót á þesum málum á þann hátt, aö Fóstiruskólin n verði gerður að ríkisskóla og skipi rúm í hinu almienna fræðteil'ukertí, jafnframt sem skól inn verði efldur og endurskipu- lagður og við það sé miðað, að hann verði fær um að sjá þjóð- féliagiinu fyrir nægu sérmennt- uðu stairfsfólki við samfélaigs- stofnanir laindsins. Jakob Elíasson, skipstjóri — Minning KVEÐJA Hugur mimn sendir hjartana þöikk, hljóðlát er kveðjustundin sorgarmyrkrin þótt sýniist dökk syng ég um endurfundinn og þótt að ég verði kaniniski klökk kveðjan er vonum bundiin. Svo kemur hér litla kveðjan mín kraftsmá, í húmi nætur. Kvaddur sem pabbi og afi ert ástríkur vinur og bróðir, falinn þú Drottni sífellt sért segja nú margir hljóðir umsjá kærtei'kana vafinn vert verndi þiig englar góðir. Jakob var mikill drengskapar- maður og ráðhollur. Það var ör- uggt að hlíta hans ráði og hann lagði sig fram í allri greiða- semi. Hann var glaður í góðra vina hópi og var þá hrókur alls fagnaðar. En í samhryggð var hann styrk stoð. Ég minnist hans þegar mikinn sorgaratburð bar að höndum i Bolungarvik, þá var hann hljóður og jafnvel klökkur, og það var eins og hann væri að ávíta hinn gjöfula sjó fyrir þá miklu fórn, sem hann hrifsaði til sín. Þannig var Jakob sannur og heiðarlegur. Nú hefur Jakob lagt upp í sina hinztu för. Hann heldur ör- uggri hendi um stjórnvölinn og stefnir fleyi sínu að ókunnri strönd. Ég þakka honum góð kynni og bið honum guðs bless- unar. Það hafa verið mörg skörð höggvin í raðir Bolvikinga á þessu ári. En öll él birtir upp um síðir og í þeirri von, að birt- an sé á næsta leyti, sendi ég þeim Bolvíkingum, sem eiga um sárt að binda einlægar samúðar- kveðjur. Heimilisfólkinu að Hafnargötu 46, Bolungarvík og öðrum að- standendum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur og þó sérstaklega þér Halldóra. Hafsteinn Hafsteinsson. — Sparifé Framhald af bls. 12 lán, tekán til 10 ára eða lemgri tíma og sannantega notuð til þess að afla fasteignanna eða endurbæta þær. 1 lögum nr. 90 7. október 1965 um tekjuskatt og eiignaiskatt, er hámark fasteignaveðslánanna færtt upp i 200 þús. kr. Hér er lagrt tíl að hækka há- mark þetta uþp í 600 þús. kr. tíl saimræmis við þær verðbreyting- ar, er orðið hafa í þjóðfélaginu frá árinu 1954, er ákvæði um skatt'frelsi sparifjár var fyrsí tekið i lög. Vonin bendir á lífsins ljós ljómandi geisla bjarta, þótt við berumst að yzta ós einlæg býr trú í hjarta hún bendir, þar signuð Sarons róa sólu fegri mun skarta. Kveður þig ástrík konan þin kærleik þakkar, og grætur, þá liðnar stundir hún sér í sýn á sorgum það vinnur bætur. — Þurrkví Framhald af bls. 12 laga, en hins vegar gæti hann veitt mjög miikilLsverða aðstoð við u'ndirbúning verksins og hönnun þess, og ennifremur stuðl að að uppbyg'ginigu þeirra fyrir- tækja annarra, sem nauðsyiilegt væiú að starfrækja í tengslum við þurrkivina. Að lokum gerði Geir svo nokkrar athugasemidiir við frum- vairp þeirra Magnúsar og Eð- varðs og sagði m.a., að hann téMi eðlitegt að í frumvarp'inu væru ákrvæði uim að ríkissjóður og Reykjavíkurborg beittu sér í sameSningu fyriir stofnun fyrir- tækisins — að það væri óeðl'itegt að hafa faisifbuwdin ákvæði þess efnis, að rikisjsóður ættd minnst 50% í fyrirtækinu og rétt væri að sú nefnd, sem íjallaði um máfið, kynmti sér ítariega þær rannsóknir, sem þegar hefðu far- ið fram á máiLnu, en þær væru orðnar það mitolar, að spumáimg væri hvort það væri ektoi óþarfi að stofna s'iíkt undlrbúndngs- félag, sem fruimvarpið kvæði á um. Ljóst væri, að meginvamdinn við að hrinda þessu stórmálli í framtovæmd væri fjáröflun til greiðslu stofnkostnaðar, og ef lausn á honurn fyndist, ættu að vera afiir möguileikar á því að af- greiða máliið á þann veg, að kveðið værl á um stofmun þurr- kvíar í Reykjavík. Magnús Kjartansson þakkaðd Geir HaHgrímissynd góðair og jákvæðar umdiirtektdr við málið og tók fram, að éinstök atrdði frurrwarpsiins skiiptu ekki mestu máli — tíiutndnigsmenn væru Ms- ir til að breyta þeim ef þurfa þætti, en aðalatriðið væri, að máli þessu yrði nú komið á fram kvæmdastig hið fyrsta. Kveð ég þig frændi kæri minn, kvöldsól þín hylst nú skýjum. Lýsi þér Guð í ljósfaðm sinn með ljómandi geislum nýjum. Vinahópinn hann vermi þinn vonanna geislum hlýjum. Guðrún Guðmundsdóttir, frá Melgerði. JAKOB Elíasson var fæddur að Berjadalsá á Snæfjallaströnd þann 5. júlí 1897. Foreldrar hans voru Rakel Jakobsdóttir ljósmóð ir og Elías Jónsson. Jakob ólst upp í stórum systkinahópi og urðu börn þeirra Rakelar og El- íasar 10 talsins, en sjö komust til fullorðinsára. Jakob hóf sjó- mennsku i bernsku og varð mjög ungur formaður. Fyrsta verstöð hans voru heimahagar, en síð- an fluttist hann til Hnífsdals, þar sem hann réðst sem formað- ur. Frá Hnífsdal fluttist hann til Isafjarðar og þaðan til Súða- víkur. 1 Súðavík stofnaði hann félagið Andvara ásamt fleirum og var hann formaður á skipi félagsins, sem hét Andvari. 1 Súðavik hafði Jakob langa við- dvöl eða allt til ársins 1955, er hann fluttist til Reykjavíkur. 1 Reykjavík vann Jakob einkum við fiskverkun, en undi ekki hag sínum á malbikinu og fluttist til Bolungarvíkur árið 1963, þar sem hann bjó til æviloka. Þann 9. desember 1919 gift- ist Jakob eftirlifandi konu sinni frú Halldóru Jónsdóttur frá Skarði á Snæfjallaströnd. Þau hjónin ólu upp eina kjördóttur, Elísu Jakobsdóttur, sem er gift Ragnari Sveinbjörnssyni, Bolung arvik. Frá þeim tíma er Elísa fór sem barn til þeirra Halldóru og Jakobs, hefur hún búið hjá þeim og síðan hún giftist hald- ið heimili með þeim. Það fór ekki fram hjá neinum, sem heim sótti þetta ágæta heimili, að mik ill kærleikur var með öllu heim- ilisfólki. Ég átti þvi láni að fagna, að kynnast heiðursmanninum Jak- obi Elíassyni og hans ágæta heimili. Þó að kynni mín hafi ekki verið löng, þá voru þau mér mikils virði. Jakob bar það utan á sér að hér væri formaður og mikill sægarpur. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund. CHASleS 'tWViíit' NÝJAR BÆKUR FRÁ SÖGUSAFNI HEIMILANNA V/NNAN GÖFGAR MANN/NN eftir MARIE S. SCHWARTZ, sama höfund og ÁSTIN SIGRAR. Þetta er ósvikin ást- arsaga, örlagarík og spenn- andi. VerS kr. 385 -j- söluskattur. Af ollu hjarta eftir CHARLES GARVICE. Hún er ein af þessum gömlu, viðburðariku og spennandi sögum. Ósvikin ástarsaga. VerS kr. 370 -f- söluskattur. Af öllu Leyndar- mál Kastalans eftir höfund Sherlock Holmes sagnanna, A. C. DOYLE, er IeyndardómsfuU og spennandi saga. VerS kr. 355 -f- söluskattur. A.CONAN DOYLE <*« «**« »****« Ol MCt OIB. HðHwo unNtmt Sand rósin eftir hina vinsælu hrezku skáldkonu MARGARET SUMMERTON er viðburða- rik og spennandi og fjallar um ástir og dularfulla alhurði. Verð kr. 355 -f- söluskattur. Sand rá^ilt 'margaret IVdtll SUMMERTON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.