Morgunblaðið - 08.12.1970, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970
Hrúturinu, 21. marz — 19. april.
Keyndu að gera þér uppdrátt af verkinu áður en þú byrjar.
Nautiö, 20. apríi — 20. maí.
Reyndu að treysta eðli þinu fremur en rökfestu.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Reyndu að leita nákvæmra upplýsinga um eignir,
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Opinber málefni ganga betur en þú vonaðir.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að verja deginum til þess að gera mynd þína glæstari i
ogum mikilvægra aðila.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Reyndu að hafa samband og ná þér í mikilsverða reynslu.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú eyðir tíma og fé í unga fólkið.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Það mæðir eittbvað á þér núna, og vertu viðbúinn að gefa eitt-
vað á milli, ef með þarf, og sjáðu um að það fréttist.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú færð fína hugmynd og sameinaðu hana við áformin.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú færð fína hugmynd og sameinaðu hana áformunum.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú gætir vel grætt núna, ef þú gætir vel að þér, Eitthvað mikil-
ægt er að æxlast heima fyrir.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Reyndu að vera dálítið stundvís. Þú græðir á góðum hugmyndum
ínum.
Ekki fyrr en við opinberum,
sagði hún einbeitt. — Hvernig
gæti ég átt hring og ekki gengið
með hann? En hann hafði nú
keypt hann, þrátt fyrir bann
hennar . . . Ferkantaöur demant-
ur. Of stór hugsaði hún og greip
öndina á lofti, þegar hann glitr-
aði móti henni upp úr öskjunni,
— og of fallegur. En þarna var
hann nú kominn og henni þótti
vænt um hann og gat ekki geng-
ið með hann og þorði ekki að
hafa hann heima hjá sér.
En hún faldi hann undir nær-
fötunum sinum, setti hann í tána
á inniskó og hafði svo áhyggjur
af honum allan daginn í skrif-
stofunni. Loksins keypti hún,
með ærnum tilkostnaði, of-
urlítinn járnskáp, sem hún hafði
á náttborðinu og þá fyrst fannst
henni sér vera nokkurn veginn
óhætt.
Hanna, sem hafði glennt upp
augun, er hún sá hringinn, sagði
eins og satt var, að sterkur inn
brotsþjófur gæti hæglega tekið
skápinn og hlaupið burt með
allt saman. — En hvernig
ætti hann að vita, að þetta er
peningaskápur? sagði Kathleen.
Hanna sagði Paul frá þessu
öllu. Hún sagði: — Þú ættir
bara að sjá hringinn. Hún er
stundum með hann á hendinni
heima.
Hvert skipti sem húr. ber hönd-
ina upp að andlitinu, finnst mér
eins og hún sé að éta ís. Já, hann
er sannarlega álitlegur. Eitthvað
tíu karöt. Æ, fjandinn hafi það,
lauk hún máli sínu og hló.
— Þetta er bar öfund í mér.
Hún gaut til hans augunum,
en hann var ekki að hlusta á
hana. Allt í einu sagði hann:
— Ég er í vandræðum með ann-
an þáttinn minn. Og ef ann-
ar þátturinn endar ekki vel,
verður ekki neitt úr neinu.
Já, hugsaði hún gremjulega,
það var sýnilegt, að annar þátt-
urinn hjá henni sjálfri endaði
ekki glæsilega. Hún botnaði ekk-
ert í sjálfri sér. Þegar þau Paul
höfðu verið skotin hvort í öðru,
höfðu þau umgengizt ástina
kæruleysislega. pau höfðu ekki
varðveitt hana. Þau höfðu verið
vitlaus og eyðslusöm — og þeim
hafði sjaldnast verið alvara.
Það var fyrst eftir síðustu
rifrildin, sem stöfuðu af ómerki-
legum deiluefnum, en urðu samt
hörkuleg, að hún hafði gert sér
ljóst, hve mjög hún elskaði hann.
Hún hafði reynt eftir föngum
að sleppa honum úr huga sínum.
Og hún hélt að það hefði tekizt,
um þær mundir er honum skaut
upp aftur, og vildi bara vera
vinur hennar en ekkert meira.
En þegar hún sá, að hann var
orðinn alvarlega ástfanginn, en
þó ekki af henni sjálfri, vaknaöi
gamla ástríðan hjá henni ákaf-
ari en nokkru sinni fyrr. Og
henni fannst hann vera allt öðru-
vísi við Kathleen. Kátur og kæru
laus á ytra borðinu, en þarna lá
einhver þrálát alvara að baki.
Samkvæmt hennar eigin lífs-
reglum, hefði hún átt að snúa
við honum baki fyrir fullt og
allt, þegar hún sá, hverju fram
fór. En hún gat það bara ekki.
Nú ætlaði Kathleen að fara að
giftast öðrum, en Paul hélt samt
áfram að snúast kring um hana
og lét sér á sama standa, hver
sá það. Og hér var hún sjálf
— Hanna — að reyna að ná í
hann aftur, án tillits til þess,
hver sæi það, og lét sér jafnvel
á sama standa þótt Paul sæi
það.
Jólin komu og einmitt um
helgi og það voru rauð jól. Pat
tók þvi móður sína og systur
og Kathleen í bílinn sinn og ók
til Placid, þar sem nógur var
snjórinn. Kathleen hefði nú
heldur kosið gamaldags jól í
ibúðinni heima hjá þeim, en það
vildi Pat ekki heyra nefnt á
nafn. Hann vildi hafa fjörugt
um jólin og nóg af gestum. Auk
þess vildi Carmela þetta líka og
það mátti ganga út frá því sem
visu, að það yrði nóg af ungum
mönnum í klúbbnum.
Þau fóru þvi og lögðu af stað
á aðfangadagsmorgun, og Pat
ók sjálfur en Garman kom á
eftir með bíl frú Bell, fullan af
jólagjöfum.
Kannski var þetta nú eins
gott, hugsaði Kathleen. Hún
saknaði foreldra sinna afskap
lega. Hún gæti hringt til þeirra
á skipinu. . . og það gerði hún
og hafði mikla ánægju af að
heyra til þeirra. Nú gat hún
óskað þeim gleðilegra jóla.
Hún sagði þeim, að hún væri
í Placid í jólaboði, en móðir
hennar spurði kvíðin: — Ertu
kvefuð, Kathleen? og hún
brýndi raustina og sagði: —
— Ekki nokkra vitund, ég
var bara að gráta ofurlitið.
Já, kannski var það eins gott
að vera bara innan um tóma
ókunnuga. . . dást að stóra,
ópersónulega jólatrénu og blóm
fléttunum, sem hún hafði ekki
hjálpað móður sinni að hengja
upp. Og gleyma því, að þetta
voru fyrstu jólin síðan hún
fæddist, sem hún hafði ekki
fundið sokk á arinhillunni.
Pat var örlátur á jólag.iafirn-
ar — hún fékk armband með
safirum í og ferðatösku — Það
er fyrir brúðkaupsferðina okk-
ar, sagði hann. Frú Bell gaf
henni nærföt' og ofurlitla smá-
mynd af Pat, málaða eftir mynd,
sem hún átti af honum sex ára
gömlum, með hrokkið svart hár
og leiftrandi blá augu. Carmela
gaf henni sokka og kyssti hana.
Sjálf hafði hún eitthvað
handa öllum, fallegt vindlinga-
veski úr silfri handa Pat,
hanzka og fallega nælu handa
Molly, og púðurdós handa Car-
melu. Og svo hafði hún haft
með sér jólagjafirnar, sem henni
höfðu verið sendar heim til
Hönnu. Hanna hafði gefið
henni handtösku frá Eloise, og
svo kom stór böggull frá Paul.
Hún ætlaði ekki að trúa sín-
um eigin augum, þegar hún opn
aði þennan böggul og upp úr
honum kom innbundið eintak af
„Engu glatað." Framan á hafði
hann skrifað: — „Ég trúi þvi
enn, elsku Kate.“
— Hvað er þetta? sagði Pat.
Hún sýndi honum það. — Þú
verður að lesa það. . . það ætti
að vera næstum eins gott til
lestrar og á sviðinu. En hann
hefði ekki átt að vera að gefa
mér það.
Pat yppti öxlum. — Mér finnst
þetta hálf-hégómleg gjöf, finnst
þér ekki?
— Nei, sagði hún. — Það
finnst mér ekki.
Það var kominn einhver kuldi
milli þeirra og Molly varð þess
vör. Þegar hún kom inn í her-
bergi Kathleen um kvöldið,
spurði hún: — Hvað er að hjá
þér og drengnum ?
— Ekkert. Ekki annað en það,
að Paul McClure gaf mér hand
rit af leikritinu sínu og Pat lík-
aði það ekki.
— Leikritið? spurði Molly
brosandi.
— Nei, gjöfin. Hún rétti hand-
ritið að Molly. — Þú sást það
ekki, var það? Þá skaltu lesa
það. Þú verður hrifin af því.
Molly fór með það með sér og
skilaði því aftur um morguninn.
Hún sagði alvarleg:
— Þetta er gott leikrit, Kath
leen. Ég þykist nú ekki hafa
neitt vit á svona hlutum, en
þetta kom mér til að gráta og
gerði mig stolta af að vera
venjuleg mannvera. Hvað hefur
hann skrifað síðan?
— Mjög lítið. Jú, það hefur
gengið vel hjá honum, en ekk-
ert þessu líkt.
— Eruð þið Pat orðin sátt
aftur?
— Vitanlega. Þetta var ekkert
að marka.
— Hann er afbrýðlsamur,
sagði Molly í aðvörunartón, —
Það eru allir karlmenn af Bell-
ættinni. Þú skalt vara þig á
þvi, Kathleen.
Svo fóru þau á skauta og óku á
sleða og fengu sér langa
gönguferð um snæviþaktan
skóginn. Svo var dansað og
þama komu snotrir piltar úr há
skólanum, og Carmela gerði
þrjá þeirra dauðskotna í sér og
var ánægð yfir þvi. Þetta höfðu
verið ágætis jól, sagði hún.
Þau sneru svo aftur til borg-
arinnar og vinnunnar, og á
gamlárskvöld fóru Kathleen og
Pat út að halda áramótin hátíð
leg. Hann spurði hana, hvert
hana langaði til að fara og hún
sagði að sér væri alveg sama,
en þá datt henni í hug staður,
sem Hanna hafði einhvern tíma
nefnt, og sagði: — En að fara
í Frumskóginn? Þetta er nýr
staður og sagður skemmtilegur,
og ég hef aldrei komið þangað.
Hann lyfti brúnum. — Það hef
ég heldur ekki. En svo hló
hann og kipraði saman augun.
— Já, því ekki það? sagði hann.
Þau borðuðu og fóru í leik-
hús og síðan í Frumskóginn, þar
sem allt var fullt af kókós-
pálmum, og bananatrjám ogfjör
ugasta hljómsveit í allri borg-
inni. Kathleen var i nýja Eloise
kjólnum sínum, sem henni hafði