Alþýðublaðið - 30.07.1920, Side 4

Alþýðublaðið - 30.07.1920, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ M.k. Mevenklint fæst til flutninga hér innanlands nú þegar. H.f. Eimskipafélag- íslands. Koli koiwngar. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Ertðaskrá Kola konunas. (Frh.). „Menn og konur!" kallaði hann. „Bíðið við eitt augnablik! Þetta er ekki ætiun ykkar! Þið kærið ykkur ekkert um barsmíðar. Það er felagsskapur, það er samheldni, það er verkfall, sem þið viljið!“ Síðustu orðunum fylgdi hann eftir af öllum mætti. Hann vissi að það mundi það eina, sem gat hrífiðl ópið, sem kvað við var sem þrumugnýr. Já, það var verkfall, sem þeir vildu! Og hann átti að stjórna þvíl Hann var maðurinn! Stóð hann ekki þarna á tröppun um og talaði um félagsskap og verkföll, rétt við nefið á harð- stjórunum, og þeir þorðu ekki einu sinni að snerta hanni Þegar manngrúinn varð þessa var, varð hann hamslaus af kæti, Þeir ensku- mælandi voru honurn sammála. Nei, auðvitað vildu þeir engar illdeilur. Hvsða gagn var í því? En þeir kröfðust réttar síns, og ef Joe Smith vildi sýna þeim, hvernig þeir ættu að fara að því, að ná honum, vildu þeir fylgja honum gegnum þykt og þunt. Þeir kröfðust félagsskapar og hann átti að verða formaður! VII. En vafalaust voru því sett tak- mörk, hve lengi einn maður gat staðið með þá Cartwright og Alec Stone að baki sér og stofn- að verkamannafélag meðal verka- manna í Norðurdalnum. Hallur sá, að hann varð að fá manngrú- ann til þess að halda samstundis heim. „Þið ætlið að fara að mín- um ráðum, er ekki svo?“ spurði hann, og er menn höfðu hrópað já einum munni, setti hann fram áminningar sínar. „Sem sagt, engar illdeilur og engan drykkju- skapl Ef þið sjáið drukkinn mann, þá ráðist á hann og sleppið hon- um ekki!“ Þeir hlóu og æptu húrra. Það skyldu þeir sannarlega gera! Nú var alvara á ferðum, sem druknir mern gátu engan þátt átt í! „Þá eru mennirnir þarna inni í spítalanum. Við krefjumst að nefnd megi fara inn til þeirra og gæta þeirra. Engan hávaða — við megum ekki ónáða sjúklingana, og munum ekki gera það. Við viljum að eins ganga úr skugga um, að engir aðrir geri það. Bezt er að fáeinir fari inn og dvelji hjá þeim. Eru þið ánægð með það?“ Já, svo var víst. „Ágætt“, sagði Hallur, „verið róleg eitt augnablik". Hann snéri sér að námustjór- anum. „Cartwright“, sagði hann, „vér óskum þess, að nefnd fari inn og dvelji hjá sjúklingunumi“ Og þegar námustjórinn ætlaði að malda í móinn, bætti hann lágt við: „Hegðið yður ekki eins og fión! Sjáið þér ekki, að eg er að reyna að bjarga lífi yðar?“ Cartwright vissi hve ill áhrit það gat haft á agann í Norður- dalnum, að láta Halíi eftir stjórn- ina, en hann skildi líka, að hætta var á ferðum, og treysti lítið hugrekki og skotfimi leiguþýs síns. 8tórhneyksli. (Aðsent) Eg gekk í gær að gamni mínu til að lyfta mér upp eftir viku erfiði — því eg er búinn að fá nóg að vinna í 6 daga — og svo til að gæta að hvort vér Is- Iendingar værum nú í raun og veru eins skrílslegir og sagt er. Eg sá á þessari leið minni margt sem betur málti fara, en ekki ralc mig í rogastans fyrr en eg sá á einu hýsi við sjóinn flagg- dulu merkta K. Þess ,skal getið, að öll útlensk skip flögguðu eins og vant er fyrir helgi sunnudags- ins, en þessi dula var mér sagt að væri til þess að kalla saman andlega volaða vesalinga til að vinna, til að breiða fisk og var þó búinn að vera góður þurkur undanfarna daga. Hver stjórnaf þessu hneyksli? Hvar í hinum siðaða heimi mundi slíkt líðast að mönnum liðist að flagga til að kalla fólk til vinnu og með því gera lagabrot jafnhliða því að klukkur kirkjunnar hijóroa til guðs- þjónust. Slíkar mannskepnur, sem Iabba ’í hversdagsfötum sínum á sunnu- og helgidögum inn á reiti, teymandi jafnvel börn sín, í stað þess að fara í guðshús, ættu að skammast sín og fyrirverða sig fyrir að láta nokkurn kristinn mann sjá sig. Vill ekki hia sof- andi lögregla hér sjá svo um að slíkar druslur sem þessi fiskiflögg, séu tafarlaust dregin niður ef þau á sunnu- og helgidögum eru dreg- in upp, sem og að skrifa upp alla sunnudaganíðinga, hvort það eru æðri eða lægri, svo þeir fáí makleg málagjöld og stórsektir. 25. jú!í 1920. 7. P. Lesiðl Legghlífar (vafningar) fást í verzlun Von Laugavegi, 5 jSjtE1* : : ódýrari en annarsstaðar. : : Kaupakona óskast á ágætt heimili í Eyja- fjallasveit 5—6 vikur frá ágúst byrjun. — Upplýsingar í sima 110 frá klukkan 1—3 síðdegis. Saltkjöt ágæt tegund ódýrast í verzlun Simonag JóEissonar Laugaveg 12. Sími 22I- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _____Olafur Friðriksson._.. Prentsmiöjan GutenCerg.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.