Morgunblaðið - 10.12.1970, Side 17
MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESBMBER 1970
17
að byrja með, er ég ekki þeirr-
ar skoðunar, að það sé skáld-
verk, sem hiklaust geri krðfu
til að höfundi þess sé skip-
að á bekk með Nóbelsverðlauna
kandidötum. Engu að síður er
„Krabbadeildin" hið merkasta
verk og áhrifamikið á sinn raun
sæislega hátt. Næsta fróðleg
reynsla er fyrir lesanda að upp-
götva, hversu óhemju hefðbund
inn Solzhenitsyn er í „Krabba-
deildinni". Hann er ósnortinn
með öllu af tilraunum með form
og stíl Skáldsögunnar, sem höf-
undar hafa verið að dunda við
síðustu áratugina. Hann skrifar
realistiska sögu og væri bygg-
ing hennar tekin ein sér, myndi
fáum síðari tíma lesendum detta
í hug, að hún væri skrifuð á
seinni helmingi tuttugustu
aldarinnar. Solzhenitsyn er
þeirrar skoðunar, að rithöfund-
ar eigi að varast að láta hug-
myndaflugið ná of miklum tök-
um á sér og þessu fylgirhann
samvizkusamlega í „Krabbadeild
inni“. En með „Fyrsta hringn-
um“ öðlast Solzhenitsyn að min-
um dómi sess á bekk stórskálda,
og sammála eru menn yfirleitt
um að „Fyrsti hringurinn" sé
eitt máttugasta verk, sem hefur
verið skrifað síðustu áratugina.
Titil bókarinnar sækir Solzhe-
nitsyn til Hins guðdómlega gleði
leiks Dantes. Virgill leiðir skáld-
ið inn í fyrsta hring Vítis; það
er tiltölulega bærilegur veru-
staður, þar er hinum vantrú-
uðu hrúgað saman í framtíðar-
snauðu vonleysi. 1 verki Solzhe-
nitsyn er þetta limbó, tilrauna-
stofnun, þar sem gáfaðir og há-
lærðir vísindamenn eru innilok-
aðir og eiga að inna af hendi sér
stakt verk, sem.Stalín hefur fal-
ið þeim. 1 „Fyrsta hringnum"
hefur Solzhenitsyn sig upp yf-
ir raunsæislegar og jarðbundn-
ar lýsingar „Krabbadeildarinn-
ar“ og „Dags í lífi Ivans
Denisovitsj." Verkið er sveipað
dulúð og ádeilan jaðrar á stund
um við að vera absúrd. Fyrir þess
ar sakir meðal annars er einkar
frískandi að lesa „Fyrsta hring-
inn“ eftir að hafa þrælazt í
gegnum „Krabbadeildina.“ Það
þarf á stundum drjúgt átak til
að halda áhuganum vakandi —
þó svo að lesandinn hljóti að
fyllast hrolli á þeim lýsingum,
sem þar eru gefnar. Vafamál er
hvort annað og meira hefur
heldur vakað fyrir höfundinum
en draga upp þessa hrollvekj-
andi mynd á næsta dokumentar-
iskan hátt. „Fyrsti hringurinn"
er aftur á móti innblásið og list-
rænt verk.
Ef við snúum okkur því næst
að hinni pólitisku viðmiðun,
komumst við strax í nokkurn
vanda. Þegar Sænska akademí
an veitti Boris Pasternak verð-
launin 1958 fyrir skáldsögu,
sem hafði verið bönnuð í Sovét-
rikjunum, vakti sú veiting
mikla reiði þar í landi. Árið 1965
veitti akademían síðan hinum
dygga kerfisþjóni Mikhail Sholo
kov verðlaunin. Ýmsir litu svo
á, að verið væri að gera yfirbót
vegna Pasternak-málsins og því
var óhjákvæmilegt að telja þá
veitingu af pólitískum toga
spunna. Síðan eru fimm ár og á
ný er ákveðin veiting, sem fyr-
irfram var vitað að myndi kalla
upp raddirnar um pólitískt val.
ÓGÆFA RÚSSNESKRA
BÓKMENNTA
Það hefur verið ógæfa rússn-
eskra bókmennta að vera
tengdar óleysanlegu ástandi i
stjórnmálum landsins. Það hefur
orðið hlutskipti Alexanders Solz
henitsyns, að hann hefur verið
gerður að lið i þeirri baráttu,
sem háð er leynt og ljóst — aðal
lega leynt -— í Sovétrikjunum
milli harðlínumanna og frjáls-
lyndari afla. Allt bendir til, að
harðlínumennirnir séu ofan á
þessa stundina og engin ástæða
er til að ætla, að Solzhenitsyn
hafi verið gert hægar um vik
með því að veita honum Nóbels-
verðlaunin. Öldum saman hefur
það þrúgað rússneskar bók-
menntir, að þar hefur ekki ríkt
andlegt frelsi. Þessar aðstæður
hafa drepið niður hundruð bók
menntasálna, eyðilagt sköpunar-
gáfu snillinga, gert fjölda höf-
unda sturlaða af örvæntingu.
En þessar aðstæður hafa einnig
gkapað snillinga, sem hafa borið
samvizku þjóðarinnar á herðum
sér, hafa orðið talsmenn þjóðar-
innar og tákn.
1 umræðum um „Krabbadeild-
ina“ sagði Solzhenitsyn ein-
hverju sinni: „Það er hlutverk
skálds að skrifa um almenn og
ævarandi vandamál. Hann á að
lýsa kenndum mannshjartans,
leyndri samvizku mannsins, bar-
áttunni milli lifs og dauða.
Hann á að skrifa um sigur yfir
andlegum sársauka og öllum
þeim mörgu lögmálum, sem hafa
orðið til í aldanna rás og munu
þá fyrst upphafin verða, þegar
sólin slokknar." Verk Solzhenit-
syns sýna okkur, að hann hefur
sjálfur verið maður til að
standa við þessi orð. Með skarp
skyggni hins gáfaða höfundar
hefur honum teklzt að færa hug-
sjónir sínar i listrænan búning
í verkum sínum. Sé málið skoð-
að frá þessu sjónarhorni leikur
enginn vafi á þvi, að
val Sænsku akademíunnar var
rétt. En eins og útlitið er um
þessar mundir er kannski hæp-
ið að fagna því hástöfum, þótt
hún hafi einu sinni valið verð-
ugan mann.
ÆVIFERILL
SOLZHENITSVNS
Æviferill hans hefur oft og
iðulega verið rakinn, en ekki úr
vegi að rifja upp helztu atriði.
Hann er fæddur árið 1918, þann
11. desember. Missti kornungur
föður sinn, ólst upp i Rovstov.
Hann nam eðlisfræði og stærð-
fræði við háskólann þar og
kvæntist árið 1940 skólafélaga
sinum Natalyu Reshetovskayu.
Hann barðist í seinni heims-
styrjöldinni og var . tvívegis
sæmdur heiðursmerkjum fyrir
táplega framgöngu. Um það bil
sem styrjöldinni var að ljúka
kvartaði hann undan því í bréfi
til vinar, að Stalín væri afleit-
ur stjórnandi herja sinna. Bréf-
ið féll i hendur öryggislögreglu
manna og Solzihenitsyn var
samstundis dæmdur í átta ára
vist í nauðungarvinnubúð-
um. Hann hvatti þá konu sína
til að sækja um skilnað til að
hún yrði ekki ofsótt og hugsan-
lega fangelsuð fyrir þær sakir
að vera gift fjandmanni rikisins.
Hún giftist skömmu síðar aftur
og ól þeim manni sinum tvö
börn. Þegar Solzhenitsyn var
látinn laus úr haldi, skildi
Natalya við mann sinn og tók á
ný upp sambúð við Solzhenit-
syn. Þau fluttust þá til Kazakh-
stan, þar sem Solzhenitsyn var í
útlegð í fjögur ár. Að þeim tíma
loknum fluttu þau til Ryazan og
hann hóf kennslustörf i stærð-
fræði og eðlisfræði. Nemendur
hans mátu hann mikils, en eng-
inn af samkennurum hans kom
auga á að þar færi maður, sem
væri annað og meira en réttur
og sléttur kennari. Þegar hann
bað um fækkun á kennslutímum,
hélt skólastjórinn að hann væri
að vinna að kennslubók í eðlis-
fræði. Þeir trúðu naumast sín-
um eigin augum, þegar ritið
Novy Mir birti árið 1962 fyrsta
verk Solzhenitsyns „Dagur i lífi
Ivans.“ En vegurinn framundan
var þyrnum stráður. Árið 1964
var stungið upp á að hann fengi
Leninsverðlaunin og meðal
þeirra sem höfðu frumkvæði
um það, var skáldið Ilja Ehren-
burg, sem nú er látinn. En
hann fékk ekki verðlaunin og
stalínsinnaðir gagnrýnendur
nöldruðu í hálfum hljóðum.
„Þeir skildu ekki verðleika
hans, virðast hafa verið blind-
ir fyrir glæsilegum stíl hans og
vali hans á málinu. Þeir mátu
ekki að verðleikum hvernig
hann lék á alla þjóðlega og ljóð-
ræna strengi í rússnesku rnáli,"
sagði brezkur gagnrýnandi. Ári
eftir að „Dagur í lífi Ivans“ var
prentað, birti Novy Mir einnig
þrjár smásögur hans, „Bær Mat-
rjonas," „Fundur á Kretjovkas-
stöðinni" og „Til nytsemdar mál
staðnum." Árið 1966 birti ritið
enn eina smásögu „Ivan Kalita“
og er það hið síðasta, sem opin-
berlega hefur út á þrykk geng-
ið eftir hann þar i landi.
OFSÓKNIRNAR HEFJAST
Það er árið 1966, sem ofsókn-
irnar á hendur Solzhenitsyn
hefjast og færðust fljótt í auk-
ana. Hann hafði þá skrifað
„Krabbadeildina" og afhent
hana Alexander Tvardovsky, rit
stjóra Novy Mir, serh krafðist
þess að fá að birta hana. Eftir
langar og sviptisamar deilur og
skoðanaskipti lagði hinn opin-
beri ritskoðari blátt bann við
þvi að „Krabbadeildin" yrði
prentuð. Tvardovsky gekk fram
fyrir skjöldu og sagði „Viljið
þið láta Pasternak harmleikinn
endurtaka sig? Höfum við ekki
þjáðst nóg fyrir það?“ En allt
kom fyrir ekki.
Handritinu var skömmu síðar
smyglað út úr Sovétríkjunum og
gefið út í fjölmörgum vestræn-
um löndum. -Þar með hafði gef-
izt haldgóð ástæða fyrir því að
hefja æsilega herferð á hendur
honum. Vert er og að vekja at-
hygli á því, að meðal þeirra, sem
hafa beitt sér alveg sérstaklega
gegn Solzhenitsyn er einmitt
Nóbelsverðlaunahafinn Mikhail
Sholokov. Studdi hann tillöguna
um brottvisun Solzhenitsyns úr
sovézku rithöfundasamtökunum
einhuga og hefur látið fá tæki-
færi ónotuð til að bera á hann
alls kyns andbyltingarlegar
ónáttúrur. .
Síðar var fleiri verkum hans
smyglað út úr landinu, m.a. safni
smásagna, nokkrum leikritum og
síðan „Fyrsta hringnum." Haft
er eftir vinum hans, að allt hafi
þetta verið gert án vitundar og
vilja höfundar, en tæpt er þó að
trúa því.
Ekki leikur á tveimur tung-
um, áð ofsóknirnar hafa markað
spor á manninn, þótt hetjulund-
aður sé. Eftir að hann var rek-
inn úr rithöfundasamtökunum
og sviptur leyfi til að kenna, hef
ur hann verið upp á náð og
miskunn vina sinna kominn pen
ingalega. En vinir hans hafa
reynzt honum traustir og stuðn-
ingur þeirra hefur verið honum
ómetanlegur. Hann er ekki rík-
ur af veraldlegum auði. Sumir
hafa kallað hann fátækasta millj
ónamæring heimsins. Dollararn-
ir hrannast upp í erlendum
bönkum, höfundarlaun fyrir
„Krabbadeildina" og „Fyrsta
hringinn," en þessa peninga fær
hann aldrei að sjá.
EN HANN LIFIR OG
HANN SKRIFAR ENN
Þó svo að sovézkir valdhafar
láti almenningsálit heimsins sig
litlu skipta, er þó einn athygl-
isverður punktur í öllu málinu
og er honum ekki alltaf nógu
mikill gaumur gefinn. Þrátt fyr-
ir það að Solzhenitsyn hefur i
trássi við vilja yfirvalda látið
viðgangast að bækur hans hafi
komið út á Vesturlöndum —
bækur sem eru sagðar fjandsam-
legar — blasir þó engu að síður
við sú staðreynd, að Alexander
Solzhenitsyn er enn nökkurn
veginn frjáls maður — að
minnsta kosti á sovézkan mæli-
kvarða. Hann er lifandi og
hann fær að skrifa. Eftir að.
hann var rekinn úr rithöfunda-
samtökunum sagði hann: „Mér
er mest um vert að fá að skrifa.
Þá skiptir mig minna máli, hvort
bækur mínar eru gefnar út
núna eða að mér látnum.“
Þrátt fyrir allar ofsóknirnar
hafa stjórnvöldin ekki gripið til
teljandi ráðstafana til að stöðva
ritstörf hans og það skyldi haft
í huga. Þó hefur hann ekki að-
eins skrifað bækur, sem stjórn-
völd í Sovétrí'kjunum segja að
séu vondar bækur. Hann hefur
einnig verið óragur að setja
fram mótmæli við ýmis tækifæri.
Þegar rithöfundarnir Daniel og
Siniavsky voru handteknir ár-
ið 1967 fyrir sömu sakir og
Solzhenitsyn hefur iðulega ver-
ið borinn, var honum nóg boðið.
hann mótmælti ritskoðuninni.
Hann skrifaði harðort bréf til
aðalfundar rithöfundasamtak-
anna og krafðist þess, að rit-
skoðun yrði aflétt tafarlaust og
skoðana og ritfrelsi fengi að
ríkja í landinu. Honum hefur
sjálfsagt verið ljóst, hvað þetta
kynni að kosta hann. En hann
var reiðubúinn að leggja allt
Fratnhald á bls. 21
^lata aldrei
trúnni
á hið góða
í mann-
esk j unni