Morgunblaðið - 10.12.1970, Síða 21

Morgunblaðið - 10.12.1970, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1970 21 — Solzhenitsyn Framhald af bls. 17 I sölurnar til að reyna að fá því ómögulega framgengt: að gera sovézka rithöfunda að frjálsum manneskjum. Mótmæii hans voru ekki birt í Sovétríkjunum, en send utan og birt í fjölmörg- um löndum. Þær árásir, sem hann hefur sætt, hefðu eflaust dugað til að brjóta niður hvern meðalmann. En Solzhenitsyn virðist óbugað- ur að kalla. Hann forðast að tala við blaðamenn, á myndum sem til eru af honum er hann yfirleitt mjög alvörugefinn. En hann heldur áfram að skrifa og hefur nýlega lokið nýju verki „Ágúst 1914“ og er það nú til athugunar hjá sovézku útgáfu- fyrirtæki. í>ó svo að verk hans hafi ekki birzt í Sovétríkjunum í fjögur ár eru þau þó öll í um- ferð þar í landi, þótt ekki fari hátt. Handrit hans eru fjöirituð af fjölda sjálfboðaliða og má ætla að tugþúsundir eintaka séu þannig í umferð. Þ>ó hefur sovézka öryggislögreglan hert mjög eftirlit með vinum höfund- arins, sem líklegir eru taldir tii að stunda slíka iðju. RITSKOÐUNIN Til að gefa nokkra hugmynd um, hvernig sovézkur rithöfund- ur fer að, ef hann vill koma verki sínu á framfæri, er rétt að rekja það i fáum orðum. Hann kemur handriti sínu til ein- hverra þeirra viðurkenndu bók menntatímarita, sem gefin eru út, og reynir að telja ritstjór- ann á að taka það til birtingar. Þá kemur Glavlit — hinn opin- beri ritskoðari til sogunnar, les handritið, klippir það og sker, og sætti höfundur sig við slíka meðferð fæst það stundum birt. Alexander Tvardovsky hafði stundum tekizt að komast með verk framhjá ritskoðaranum. Hann virtist alláhrifamikill á ár unum upp úr 1960 og birti verk, ef hann áleit þau góð, þó Evo að honum byði í grun að þau myndu ekki gleðja stjórn- völdin. Hann taldi ekkert þvi til fyrirstöðu að „Dagur i lifi Iv- ans" kæmi í Novy Mir. Um þær mundir stóð yfir endurskoðun og fordæming á Stalínstímabil- inu, eins og alkunna er. Þegar handritið hafði verið sett, var ekki lengur hjá þvi komizt að ritskoðarinn læsi það. Hann stimplaði verkið samstundis slæmt og óbirtingarhæft. En fyr ir áhrif frá Nikita Krúsjeff og vasklega framgöngu Tvardovsk- ys fékkst það framgengt að Novy Mir birti söguna og síðan fáeinar smásögur, eins og áður er að vikið. Krúsjeff hafði komið í veg fyrir að við Solzhenitsyn væri blakað. En honum tókst ekki lengi að halda verndarhendi yf- ir honum, enda tók hann nú sjálfur að gerast valtur í sessi. Von bráðar hafði Glavlit bund- ið svo um hnútana, að enginn þorði að prenta það, sem frá Solzhenitsyn kom. Og hurð- inni hafði þar með verið skellt Munið jóla- söfnun Mæðrastyrks- nefndar að Njálsgötu 3 Sími 1-43-49 Gjöfum veitt móttaka <>K tekið á móti hjálparbelðnum. á nefið á honum. Og ofsóknirn- ar hófust. KRAFAN UM MISKUNN OG MANNLEGAN SKILNING Þegar talað er um rússnesk- ar bókmenntir er oftast átt við fyrri aldar höfunda. En Solzhe- nitsyn verðskuldar að vera nefndur í sömu andrá. Hann hef ur verið kallaður með réttu arf- taki Dostojevskys og hefur tek- ið upp merki hans. Kannski hef- ur hann haldið sig fullmikið að arfleifðinni, eins og að er vik- ið. En óumdeilanlegur stílsnill- ingur og mikið skáld er hann. Auðvitað hefði aldrei verið hægt að skrifa „Krabbadeild- ina“ og „Fyrsta hringinn" ann- ars staðar en í Sovétríkjunum. En þessar bækur brjóta i bága við ríkjandi bókmenntatízku, ekki hvað sízt i Sviþjóð. Því er óhugsandi að höfundur þeirra hefði fengið Nóbelsverð 1 aum nú, nema af þvi að litið er á þessar bækur sem pólitísk verk. Niðurstaðan er þvi að verk hans eru pólitísk. En þau eru líka persónulegar lýsingar, sjálfsævisagnabækur. En temað i öllum bókum hans er eitt og hið sama og gengur gegnum þær eins og rauður, óslitinn þráður krafan um miskunn og auk- inn skilning manna á milli. Per- sónurnar eiga það sammerkt með honum sjálfum að vera hug- rakkar og þrátit fyrir ailar raun- ir, glata þær aldrei trúnni á það, að það góða í manninum sigri — kannski ekki núna, en þá ein- hvern tíma. Þær gefast aldrei upp. Þær halda áfram að æskja svara við áleitnum spurningum, sem hinir kerfistrúuðu kyngja ómeltum. Bækur hans eru bannaðar í heimalandi hans. En fráleitt er „að einhver önnur þjóð en Sovét- ríkin geti nokkurn tíma eignað sér hann. Hann er ekki aðeins að gagnrýna þann stalínisma, sem enn er við lýði í Sovétríkj- unum, heldur og að alla hug- myndafræði má misnota gróf lega. Sú vörn, sem hann heldur uppi fyrir manneskjuna á við í öllum samfélögum, þar sem menn hugsa og spyrja. li.k. Kvenskór frá QaLr nýjar sendingar SKÓVAL, Austurstræti 18 Eymundssonurkjulluru Ég hef sannfærst um, að svo er ekki. Er nokkur sígaretta betri en TENNYSON? I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.