Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 1
31. desember 1970 ANNÁLL ÁRSINS 1970 1 SPÉSPEGLI Þegar litið er yfir fréttir árs- ins 1970 og landsmál skoðuð i ljósi þeirra, sýnir sig að fáar vörður en stórar standa þar með vegi. Má gerzt rekja slóðina í Velvakanda og gefur þar fyrst að líta mál, sem átti rætur sín- ar að rekja til ársins á undan; Brúðkaup Fígaros í Þjóðleikhús- inu. Hefur ekkert brullaup jafn hrifið hugi Islendinga og er þá söguöldinni ekki gleymt. Vart var Fígaro í það heilaga kom- inn en harðvítugar déilur hóf- ust um núllárið svonefnda. Þess- ar deilur leiddu til þess, að fjöidi fólks vissi hvorki, hvort þvi bæri að halda t.d. upp á þritugsafmæli sitt, 31 árs af- mæli eður eitthvað annað og kusu margir að standa bara í stað, hvað aidur snertir, og geyma sér allt afmælishald tii næsta árs. Vart var landsmálahimininn heiður orðinn að nýju, er kon- ur gengu tasvígar fram til orr- ustu og heimtuðu alla karla inn í eldhús en vildu sjálfar ráða landshögum. Urðu málefni kvenna þessara, sem kenndu sig við foma konukúnst að staga leppa fyrir karla, mörgum hjart fólgin en er upp komst um lit- inn rauða varð mörgum hverft við. Einstæðingar, sem bæði eru húsfeður og matmæður á heimil- um sínum, stofnuðu með sér fé- iagsskap til mótvægis_við rauð- sokkur og hjaðnaði nú málið. Vart voru rauðsokkur gengn- ar af spjöldum Velvakanda en þar tók bæði að ganga upp og niður í kynlífi landsmanna. Sænsk stórmynd varð til að ieysa allt úr læðingi og lauk mál inu svo, að íbúar Reykjavíkur og skólakrakkar í Hafnarfirði íengu einir að njóta kynlífs fræðslunnar og borguðu þeir um þrjár miiljónir fyrir menntunina. Nú var þegar farið að bera á langhundum miklum, hvort borgarbúum skyldi leyf- ast að umgangast hunda á heim- ilum sínum eður ei. Féllu mörg stór orð og höfug tár í þeirri viðureign en þar sem borgarbú- ar höfðu fengið einokun á kyn- lífsfræðslunni var látið þar við sitja og hundahaid leyft alls staðar annars staðar. — if — Áramótin gengu viðast hvar skikkanlega fyrir sig og var því þakkað, að „foreldrar fóru með börn sín allsgáð að brenn- unurn," svo sem yfirlögregiu- þjónn einn segir Morgunblað- inu eftir á. Ölvun varð þvi litil á aimannafæri gamlárskvöidið en heimkomin kættust börnin töluvert, þvi óvenju annasamt varð í slysavarðstofunni eftir miðnættið. í þann mund sem áraskiptin urðu heimtu Vestmannaeyingar happaskipið Halkion í höfn eft- ir 15 daga á Meðallandssandi. Varð Eyjaskeggjum mikið ný- meti að rófum og kartöflum of- an af landi, auk þess sem ferð Halkions varð til þess að Vest mannaeyjar urðu langhæsta verstöðin á landinu. Frá Vesturheimi bárust fréttir af fjárhagserfiðleikum íslenzks blaðs en Morgunblaði leysti sín með því að láta starfsmenn sína eyða tímanum í eltingarleiki við bilaþjófa. Fór og svo, að Morg- unblaðið var hvergi hætt komið í fjármálum. Norðfirðingar urðu í ársbyrj- un ilia haldnir af flensu en ís- lenzki síldarstofninn var sagður rétta við. Rússar keyptu þá af okkur 30 þúsund síldartunnur en flensan breiddist út á Norð- uriandi. Ölafsfirðingar fengu bóluefni flugleiðis og var þá stofnað alþjóðlegt flutningaflug félag, sem Loftleiðir voru tald- ar líklegar til að eiga þriðjung i. Viðurkenndu Loftleiðir það um síðir og létti þá öllum og flens- unni af Norðlendingum. Mjólkurframleiðsla sýndi sig hafa orðið meiri en góðu hófi gegnir 1969 og var kaupmanni einum á Ólafsfirði kennt um og hann dæmdur fyrir mjólkursölu. Reyndist þá viðskiptajöfnuður landsmanna við útlönd hagstæð- ur í fyrsta skipti síðan 1965. Að loknum áramótadansleikj- um kom í ljós alvarlegt heyrn- artjón hjá pophljómsveitar- mönnum og þótti það nægileg skýring á gæðum íslenzka popps ins. Veitingaþjónum var þá strax boðið til heymamælinga af ýmsum ástæðum. Um miðjan janúar tóku bók menntagagnrýnendur dagblað- anna sig til og viidu koma silf- urhrossi sínu í hús hjá Helga Hálfdánarsyni. En Helgi neit- aði að eiga no'kkuð við hross gagnrýnenda. Er silfurhrossi# nú frægast íslenzkra útigangs- hrossa ásamt með Skjónu Björns á Löngumýri. Ungir sjálfstæðismenn gripu til þess ráðs á nýja árinu að ganga i hús til viðræðna við fólk en var svarað hvatvíslega með stofnun Hjálparstofnun- ar islenzku þjóðkirkjunnar. Þóttu það góð samtök og snéru ungir sjálfstæðismenn sér að Rússlandsferðum í staðinn. — Is iendingar reyndust nú vera orðnir fleiri en 203 þúsund tais- ins og töldust 150 þeirra vera í Myntsafnarafélaginu. Tveir islenzkir golfkarlar urðu heimsfrægir um allt iand er þeim var boðið til keppni í kvennameistarakappmóti er- lendis. Höfðu þeir áður leikið þar sem konur og urðu svo vin- sælar að eftir þeim var sótzt á ný. íþróttasamband Islands tók öll iþróttaskipti við erlendar þjóðir tafarlaust til endurskoð unar vegna þessa. Góð rækju- og hörpudisks- veiði varð í ísafjarðardjúpi í janúar og komu menn að landi með vikuafla eftir tvo daga. Tók þá Landhelgisgæzlan það til bragðs að kaupa fallbyssur, sem geymdar höfðu verið í ís I Grænlandi frá löngu liðnum ár- um, og dugðu þær svo, að menn vestra voru nú allt að viku að reyta saman í vikuaflann. Brúðkaup Figarós var annars stórmál janúarmánaðar. Óperan var frumsýnd á annan í jólum, og henni fylgdi mikill eftirmáli, eins og tíðkast við allan óperu- flutning þeirrar ágætu stofnun- ar, sem Þjóðleikhúsið nefnist. Óperan þótti falleg I uppsetn- ingu og þjóðleikhússtjórafrúin þótti falleg í hlutverki sínu, og hefði maður ætlað að takmark- inu væri þar með náð. Svo var aldeilis ekki, því að ieikmenn sem lærðir þóttust geta sett út á sönghæfni einstakra söngvara og hlutverkaskipan, sem raunar hlýtur að teljast aukaatriði. Var þjóðleikhússtjóri m.a. tekinn ti'l yfirheyrzlu og orðaglimu i sjón- varpi af brosmildum gagnrýn- anda og brúnaþungri söngkonu. Þjóðleikhússtjóri varðist lag- lega öilum hælkrókum, leggjar- brögðum og mjaðmarhnykkjum, sem tungur spyrjenda reyndu að koma á hann. Þjóðleikhús- stjóri var „skelkaður en hlaut naumast byltu“ i þessari viður- eign, svo að notuð séu orð sjón varpsgagnrýnenda Morgunblaðs ins. Fígaró féll hins vegar með talsverðum halla, og var „Gjaldið" tekið til sýninga í staðinn. Ríkti nú friður um sinn. 1 febrúar voru batnandi at- vinnuhorfur á íslandi, og hóp- ur iðnaðarmanna hélt til út- ianda i leit að vinnu. Þá var ákveðin stækkun Loftleiðahó- teis, er Norðurlandaráð hélt hér þing sitt með 400 fulltrúum og 40 ráðherrum í Þjóðleikhúsinu, sem varð nú þinghús í 10 klukkustundir. Reyndist það sem slíkt mun friðsamara en sem leikhús. Þá var ákveðið að endurskoða lög Þjóðleikhússins. Hæstiréttur varð 50 ára, og mikið var drukkið, eða fyrir samtais 700 milljónir 1969. Bandarískir sérfræðingar töidu þá þungavatnsframleiðslu hag- kvæma á Islandi. Ungir siðferð- isverndarar skutu upp herör gegn hassneyzlu, og sögðu hass- is 90% blandað með ópíum. Sam stóð hópurinn einkum af popp- söngvurum og fegurðardísum. Guðrún Helgadóttir skólastjóri Kvennaskólans, kvartaði undan stúdentsmenntunarleysi is- lenzkra kvenna, en stúdentar i þeim kynflokki væru 30% fá- mennari en hjá Finnum mið að við árgang 1967. Þá iýsti Sigmar i Sigtúni því yfir að fata feilur ykju mjög á aðsóknina að húsinu. Nú upphófst Kvenna- skólamálið svonefnda. Sigurður Bjarnason lýsti yfir í ræðu á Norðurlandaráðsverð- iaunaveitingu, að bækur þegðu ekki heldur hrópuðu og kölluðu. Thor Vilhjálmsson gaf þá út bókina „Óp bjöllunnar." Nú kyngdi niður mesta snjó í ára- raðir, og ungur athafnamaður kom á laggirnar nýstárlegu fyr- irtæki — Snjófjalli, þar sem gerður var tilbúinn snjór vegna snjóleysisins í grennd við höf- uðborgina. Þorkell Jóhannesson prófessor lýsti þvi yfir í viðtali við Morgunblaðið, að notkun piilunnar væri áþekk stöðugri þungun. Borgarbúum fjölgaði um 6% en fólk í Grindavík og Keflavík kipptist við í rúmum sinum. Var nokkrum jarð- skjáiftakippum, sem mældust á þessum slóðum, um það kennt. íslendingar fóru frægðarför á heimsmeistarakeppni í hand- bolta i Frakkiandi. Þeir töpuðu m.a. íyrir Ungverjum 19:9, og þegar þeir reiðir og sárir yfir- gáfu hótelið sitt, spurðu Frans- mennimir hvort þeir vildu ekki fá rauðan dregil. Síðar bárust þó fregnskeyti, að íslenzku far arstjórunum hefði veitzt sá heið ur að ganga á rauðum dregli til úrslitaleiksins. Islend- ingar voru ekki í úrslitum. Marzmánuður tók að mestu þegjandi og hljóðalaust við af febrúar. Vart höfðu menn þó áttað sig á mánaðaskiptunum, þegar söluskattur á búvörum var hækkaður í 11%, og hófst þegar umfangsmikil rannsókn á okri hjá sakadómi Reykjavíkur. Birtar voru tölur um áfengis neyzlu landsmanna og vöktu þær hugmynd að 100 milljón króna þurrkví við Sundahöfn. Þótti hugmyndin snjöll, þar sem isienzk skip nota Sundahöfn ekki neitt og teljandi eru á fingr um annarrar handar þau skip erlend, sem þangað villast. Sigurður Bjarnason frá Vig- ur kvaddi á mánuðinum Morg- unblaðið og axlaði mal sinn til Kaupmannahafnar í sendiferðir fyrir Islendinga. Um líkt leyti og Sigurður hvarf af landi brott kom islenzkur jarðfræð- ingur frá Guatemala og haíði það aðeins tekið hann nokkrar vikur að koma á skálmöld þar í landi. Tóku þó Danir kurteis- lega við Sigurði. — Svo var Is- land innlimað í EFTA og lýstu Guatemalabúar því þá strax yf- ir, að þeir myndu hætta á að ganga til forsetakosninga i iandi sínu. Lögreglustjóra bárust beiðnir um að afturkalla öll byssuleyfi, þar sem „sumar kempurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.