Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESBMBER 1970 Stórmál ársins hann sparkaði bolta alheill dag- inn eftir. Lýsir knattspymuhetj an lækningunni svo, að hann hafi vaknað um þrjú leytið um nóttina „við fiðring í tánni" og hafi hann svo getað hlaupið með sínum venjulega hraða eftir að fiðringnum lauk. Islenzka ríkisstjórnin sendi boðbera á fund Nixon til að mót mæla löngun hans til að sökkva taugagasi í sjó niður. Tók Nix- on vel við boðberanum og sökkti gasinu daginn eftir. Upp komst um vísindamenn, sem einbeittu sér að rannsókn- um á drykkjuskap, og sagði Morgunblaðið, að drukknar rott ur vísuðu þeim veginn. Reyndu ýmsir að komast á mála hjá vís- indamönnum þessum en rotturn- ar útrýmdu öllum umsækjendum. Eggert ráðherra geiði garð- inn og Alþýðuflokkinn frægan, er hann dró tvo Svía, 10 ára dreng og eldri mann, upp úr höfninni í Visby og hörmuðu nú kratar mjög að hafa ekki fallizt á haustkosningar. Lauk svo ágústmánuði. Islenzkur kjötmarkaður var opnaður í Kaupmannahöfn í byrjun september. Forsetahjón- in fóru þangað utan, og hlutu hlýjar móttökur. Hér heima mót- mæltu verkalýðsfélögin útflutn ingi dilkakjöts. Bólusótt kom upp í Höfn, og voru 11 Islend- ingar settir í einangrun vegna tengsla við Skodsborgs-heilsu- hælið, þar sem hún átti upptök sín. Sverrir Runólfsson skrifaði eina grein af nokkrum um vega- mál og Þorsteinn Gylfason sendi frá sér bókina „Tilraunin um manninn." Er þar fjallað um vegamál andans. Komst þá upp um afbrotaflokk unglinga í Vestmannaeyjum. Dýnamit fannst í hellum í Mý- vatnssveit, og utanférðir Islend inga jukust um 40%. Islending- ar á Costa del Sol töldu þann stað hinn næsta bezta á eftir Þingeyjarsýslu. Var þá ákveðið með lögum að stofna þjóðfélags fræðideild við Háskóla Islands, og 23 íslendingar voru komnir í sóttkvi vegna bóluveikihættu. Lax og lambakjöt var kynnt á Mallorka en Halldór Laxness svaraði þegar með útgáfu Inn- ansveitarkroniku. Umræður voru um fljótandi 1300 manna hótel í Reykjavík, og þótti mörg um nóg um, enda sprakk fullur súrheysturn fyrir norðan á sama tíma, og flóð var í Iðnó. 1 Vestmannaeyjum fannst byssa frá tímum Tyrkjaránsins, og telja núlifandi eyverjar ófaranna á 17. öld þar með vera endanlega hefnt. Jón Helgason prófessor, færði rök að því, að Egill gamli á Borg hefði ekki ort Höfuðlausn. Svo vel vildi til að gleraugu Hallgríms Péturssonar komu í leitirnar í sama mund, og stendur til að senda prófessor Jóni þau fljótlega. Nál frá 1245 fannst í Mýrdal, og í Vik var um það rætt að koma á fót sauma- og prjónastofu. Mál ársins á reyndar rætur aftur um árabil svo sem góðra mála er háttur, en rafmagnaðist nú í yfirnáttúrulegt veldi 1970 fyrir þvermóðsku allra málsað- ila. Komu harðir knútar á mál- ið, sem fullyrða má að hafi hæst látið daginn þann, sem bændur og búalið bættu hermóðsku of- an á þvermóðsku sina og hjuggu á versta knútinn meður dynamiti. Síðari tíma annálsritarar munu efalaust finna fram til þess álits, að hvorki fyrr né síð- ar hafi eitt einstakt mál hrifið hugi og hjörtu landsmanna sem þetta mál ársins 1970. Vart finnst í landinu sá karl eður sú kona, að viðkomandi hafi látið málið með öllu afskiptalaust. Nægir að benda á bókfærðar samþykktir Kvenfélagasam- bands Austur-Húnvetninga og Nemendafélags Samvinnuskól- ans því til skjalfestu. Innan þeirrar sveitar, er mál þetta heitast gerjaði í, urðu þess vegna ýmis undur og stórmerki á árinu. Veraldleg og geistleg yfirvöld sveitarinnar — ann- að með embættiskaskeiti og hitt með myndavél — leiddu söfnuð sinn til píslargöngu í aðr ar sveitir, þeirrar fyrstu hér á landi eftir símamálið, og bænd- ur og búalið fylgdu svo fast fram málstaðnum, að engri hey- verkan varð sinnt; hvorki til töðu né súrheys, en engu að sið- ur komst þó maurasýra i málið. Nú þegar aldið ár kveður og annað yngra tekur við, sér eng- an veginn fyrir lyktir þessa mikla máls. Hefur þó þegar svo margt misjafnt i því hent og svo margar andstæðar álitsgerðir verið um það samdar, að nægja mundi í margar bækur. Munu þeir margvíslegu og rafurmögn- uðu þræðir eigi frekar raktir hér, en þeim, sem til þess vill virkja anda sinn, skal á bent, að lygn streymir Laxá. GLEÐILEGT ÁR tc < GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILÉGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR o UJ _J Q Ui —J <J I cc < o LU Q UJ <J cc < <J UJ _J Q UJ _j <J O Q UJ O cc < UJ Q UJ _j O I cc < V- <J UJ J Q UJ _J <J I cc < h <J UJ _J Q NÝÁRSDAGUR 1971 HÁTÍÐAR-matseðill: Frúin hvílir sig á matargerðinni og fjölskyldan borðar hjá okkur ! Morgunverður: Frönsk lauksúpa Bacon og egg Skinka og egg Hamborgarar Samlokur Smurt brauð Kökur Kaffi OPNUM NYARSDAG klukkan 6 árdegis vegna morgunverðar gesta Lokað klukkan 21 Þökkum viðskiptin á liðna árinu. NYRRA FULLKOMNARA ★ GRILL ★ MEÐ ÞESSUM GRILLRÉTTUM: Hamborgarar m/frönskum kartöflum. 95.00 Djúpsteiktur fiskur m/frönskum kartöflum 95.00 Bacon og egg m/frönskum kartöflum. 110.00 Skinka m/eggi og frönskum kartöflum .... 130.00 London Lamb m/kjörsveppajafningi ...... 180.00 Lambakótilettur m/grænm. og fr. kartöflum 180.00 Mínútusteik m/fr. kartöflum og hrásalati 235.00 Turnbauti m/fr. kartöflum og béamasíe 275.00 y2 Grillsteiktur kjúklingur m/frönskum kartöflum og hrásalati ...... 220.00 Heitar samlokur m/frönskum kartöflum 95.00 ÓDÝRASTA GRILLIÐ í BORGINNI MULAKAFFI HALLARMÚLA SÍMI 37737 Kjörsveppasúpa Djúpsteikt smálúða m/remouladesósu Beinlausir fuglar m/kartöflumauki Lambasteik m/grænmeti Hangikjöt m/uppstúf Buff m/béarnaisessósu Grísasneiðar m/ananas og Róbertsósu Hamborgarhryggur m/mateirasósu ís m/sósum Ávextir m/rjóma Framreiðslan á hátíðar- matnum hefst klukkan 11 árdegis á nýársdag Hálfir skammfar fyrir börn Lokað klukkan 21 O O H > O f— m O r— m O H > I o r— m O r~ m O H > 33 I o r~ m O r~ m O H > 33 I o r~ m O O H > 33 O m O o H > 33 O O o H > 33 GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR — GLEÐILEGT ÁR —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.