Morgunblaðið - 31.12.1970, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DBSEMBER 1970
BLAÐBURÐARFÚLK
óskast í Kópavog
Sími 40748
Boimagnsverkfræðingur —
Rafmagnstæknifræðingur
Fyrirtæki okkar óskar að ráða frá 1. febrúar næstkomandi,
eða sem fyrst þar á eftir, rafmagnsverkfræðing eða þýzk-
menntaðan rafmagnstæknifræðing. Áhugi á tæknilegum við-
skiptum og þýzkukunnátta nauðsynleg. Æskílegur aldur 25—30
ár.
Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, eru beðnir að hafa sam-
band við okkur skriflega og senda upplýsingar um menntun
og fyrri störf fyrir 15. janúar n.k.
SIEMENS-umboðið á tslandi:
Smith & Norland hf.
Suðurlandsbraut 4
mfoff anœcffulecý
uvn
a anna
innréH?
LANDSSAMBAND VÖRUBIFREIÐASTJÓRA
Tilkynning
Samkvæmt samningum mi.li Vörub Istjórafélagsins Þróttar
í Reykjavík og Vinnuveitendasambands Islands og samning-
um annaira sambandsfélaga, verður leigugjald fyrir vörubif-
reiðar frá og með 1 janúar 1971 og þar til öðruvísi verðui
ákveðið, eins og hér segir:
Nætur- og
Dagv. Eftirv. helgídv.
Fyrir 2* tonna bifre;ð 276 70 314.00 351.20
— 21 til 3 tonna hlassþ. 308 10 345 40 382 60
— 3 — 31 — ■ — 339.60 376 90 41400
— 31 — 4 — — 368 40 406 70 442 90
— 4 — 41 — — 394 70 431 90 469 20
— 41 — 5 — — 415 70 45300 490 20
— 5 — 51 — — 434.00 471 30 508 50
— 51 — 6 — — 452 40 489 70 526 90
— 6 — 61 — — 468.10 505 30 542 60
— 61 — 7 — — 483 80 521.10 558.30
— 7 — 71 — — 499 60 536.90 574 10
— 71 — 8 — — 515.40 552.60 589 90
Iðgjald atvinnuveitenda til Lífeyrssjóðs Landssambands vöru-
bifreiðastjóra innifalið í taxtanum.
— Annáll
Framh. af bls. 37
milli verktakafyrirtækisins
Hochtief og hafnaryfirstjórn-
ar um höfnina i Straumsvík.
Gerðardómur mun skera úr um
málið í París, en þar eru slags-
mál út af árekstrum, sem kunn-
ugt er daglegt brauð. Gunnar
Thoroddsen mun væntanlega
gæta hagsmuna Islands í þessu
máli, en hann er kominn í mikla
æfingu við þá iðju.
Tunglgrjót — um fingurbjörg
að stærð — var til sýnis í !>jóð-
minjasafninu; geymt í mikilli
glerkúlu með lögregluverði dag
og nótt. Rauður dregill lá að
sýningarkúlunni. Það var um
þessar mundir, sem Heklu þótti
eiga við að gabba alþjóð með
platgosi. Einnig sauð upp úr i
Domus Medica, er ungkommar
héldu þar fögnuð. Þeir fóru
hamförum á salerni staðarins,
og er lögreglan kom til að fjar-
lægja einn gleðimanninn kom til
mikilla átaka. Kalla varð á auka
lið lögreglumanna, og riðlaðist
þá fylkingin. Einn helzti for-
sprakki þeirra kom síðar í leit
imar bak við öskutunnur í
Mjólkurfélagsportinu.
Sætanýting Iðnó var 90% í
þessum mánuði, og sló leikfélag-
ið út Loftleiðir, sem var með
80% sætanýtingu. Poul P.M.
Pedersen hélt því fram, að nú-
lifandi skáld væru eins góð og
skáldin fyrr á öldinni. Frestaði
þá Sjálfstæðisflokkurinn drætti
í happdrætti sinu, og kom það
ýmsum á óvart.
Og víkjum þá að kláminu í
kvikmyndinni „Táknmál ástar-
innar." Kristján Albertsson og
Freymóður Jóhannsson riðu á
vaðið; hinn fyrrnefndi með ske-
leggri grein, þar sem hann bað
íslendinga að taka upp háttu
Norðmanna. „Norðmenn vita,“
sagði Kristján, „eins og raunar
allur heimur, hvernig ævinlega
hefur farið fyrir þjóðum, sem
létu nautnasýki og spillingu
magnast og mergsjúga kynið.
Þeir vilja halda áfram að vera
heilbrigð þjóð.
Þeir verja Noreg.
Við eigum að fara að fordæmi
þeirra og verja lsland.“
Velvakandi þessa mánaðar
sannar, að Kristján talaði ekki
fyrir daufum eyrum, því að marg
ir urðu til að leggja orð í belg.
Nokkrir andmæltu, en fleiri
voru sama sinnis. Líkt og í
Kristnihaldi undir jökli, var dr.
Helgi heitinn Pjeturs dreginn
inn í málið, því að einn skrif-
enda taldi, að jafnvel mætti
snúa vöm í sókn, „ef stofnað
yrði til sannrar lífernisfræði eft
ir kenningum dr. Helga." Ann-
ar andmælti og sagði, að yfir-
leitt yrðu myndirnar ekki ógeðs
legri en sálarlíf sjáenda. Móðir
ein gat fallizt á, að myndin væri
kennslukvikmynd, en bara í
„klámi og viðbjóðslegum sora.“
Önnur kona ritaði i Velvakanda
og sagði að myndin gæti leitt til
taumlausra ástarathafna ung-
linga „jafnvel i stofunni heima
hjá sér“ en gat ekki um hvar
taumleysið ætti frekar rétt á sér.
Þrítug og þrísigid skellti upp
úr, þegar hún las þá umsögn í
Þjóðviljanum, að ástaratlot
myndarinnar hefðu verið „ómet-
anlega fallegar," þvert á móti
hefðu þær verið „hallærislegar
og stirðbusalegar." Kona við
Sundin var á áþekkri skoðun og
sagði þetta „gleðisnautt og þung
lamalegt.“ Eskfirðingur var á
móti því, að menn litu veröld-
ina „milli fóta sér,“ og háskóla
borgari á Akureyri skoraði á
presta, fræðsluyfirvöld, bæjar-
yfirvöld og öll möguleg yfir-
völd að láta banna sýningu á
! myndinni þar. Freymóður kærði
myndina, en saksóknari treysti
sér ekki til að aðhafast neitt.
Dómsmálaráðuneytið áleit hins
vegar ekki ráðlegt að leyfa sýn
Ingar á myndinni úti á landi.
Endalaust var rætt og ritað, en
eini sigurvegarinn út úr þessu
öllu saman virðist vera Hafnar-
híó, sem græddi 3.6 milljónir
króna og gat látið endurbæta
braggann. Jú, og svo auðvitað
Orðabók Háskóia íslands, sem
ekki hefur fengið eins mikið af
stóryrðum í lýsingarorðasafn
sitt um langt skeið. Hins vegar
treysti Thorvaldsenfélagið sér
ekki til annars en gefa Landa-
kotsspítala fullkomið hjarta-
gæzlutæki um þetta leyti.
Framh. á bls. 42
Hattar - Grímur - Flugeldar
RAKETTUR — STJÖRNULJÓS — BLYS — SÓLIR
OG IIINAR VINSÆLU HVELLHETTUR.
OPIÐ TIL KL. 4 í DAG
Landssamband vömbifreiðastjóra.
BORGARKJÖR, Grensásvegi 26