Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 4
4
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971
Fa HÍI.A I.KIUA V LUH7
22 (1-22-
RAUDARÁRSTÍG 31,
BILALEIGÁ
HVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn
VW 9manna*Landrover 7manna
bilaleigan
AKBBAUT
car rental scrvice
8-23-47
sendum
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastrætí 13
Sím/14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
Bilaleigan
ÞVERHOLTI 15 SÍMI15808 (10937)
LOFTUR HF.
LJÓSMYNDASTOFA
Ingótfsstrætl 9.
Pantið tíma I slma 14772.
Dodge '46—'58, 6 cyl.
Dodge Dart '60—'68
Fiat, flestar gerðir
Bedford 4-6 cyl., dísil, '57/64
Buick V 6 cyl.
Chevrolet 6—8 cyl., '64—'68
Ford Cortina '63—'68
Ford D-800 '65—'67.
Ford 6—8 cyl. '52—'68
G.M.C
Gaz '69
Hiknan Imp. '64—408
Opel '55—'66
Rambter '56—'68
0 Útvarpsþátturinn
„Daglegt mál“
Jóhann Sveinsson frá Flögu
skrifar:
„Daglegt mál“ og „íslenzkt
mál“ eru að mmum dómi einir
hinna merkustu og þarflegustu
þátta útvarpsins, og gegmir þar
hvor þeirra mikilvægu hlut-
verki í þágu tungunnar. Mun
ég hér fara örfáum orðum um
hinn fyrrnefnda.
f „Daglegu máli“ getur öll
þjóðin fengið leiðbeiningar í
notkun tungunnar, enda veit
ég, að margir hlýða á það með
athygii. Því miður er of litlum
tíma varið til þáttarins. Hann
mætti helzt ekki fá minna en
átta til tíu mínútna rúm, og
oft verða veigamikil atriði og
reglur naumast fullskýrð á
skemmri tíma ef ekki er farið
á hundavaði yfir efnið.
0 Skýr og skilmerkilegur
Flestir, ef ekki allir flytjend
ur og semjendur þáttarins hafa
innt starf sitt sómasamlega af
höndum. Sérstaklega leyfi ég
mér að flytja Magnúsi magi-
ster Finnbogasyni, mennta-
skólakennara, þakkir mínar.
Að öðrum ólöstuðum tel ég
hann einn þeirra allra beztu,
er þennan þátt hafa flutt. Fór
þar saman skýrleiki í h/ugswn
og skilmerkileg og sköruleg
framsetning. Nálega öllum,
sem ég hefi átt tal við um
þetta efni, hefir líkað prýði-
lega við þætti hans, og hafa
þeir sagzt hafa haft mikil not
af leiðbeiningum hans og skýr
ingum. Skildi Magnús naum-
ast svo við nokkurt atriði, að
ekki yrði auðskilið. Hitt er
annað mál, að eigi menn að
njóta þáttarins til fullnustu,
verða þeir að kunna einhver
skil á undirstöðuatriðum ís-
lenzkrar málfræði. Þótt hann
viðhefði stundum málfræðileg
lærdómsorð, sem almenningur
ógjarna skilur skýrði hann jafn
framt málið með augljósum
dæmum, svo að hvert manns-
bam, sem eitthvað vissi, mátti
skilja.
0 Gælur gerðar við
bögumæli
Sumum kann að hafa þótt
hann vera nokkuð strangur
dómari og skorinorður, en
mér virtist það oftast við hóf,
og sízt situr á leiðbeinöndum
að hafa tæpitungu og gera gæl
ur við fjólumar og bögumælin
sem nú vaða uppi í blöðum og
útvarpi (hljóðvarpi, sjón-
varpi).
Auðheyrt var, að Magnús
hafði stundað kennslu, en það
tel ég kost, því að í raun og
sannleika er þessi þáttur eina
konar kennsla, leiðbeiningar
um íslenzkt mál og málnotkun.
Ég hlusta jafnan á þennan
þátt, er ég fæ því við komið.
Stundum minntist Magnús á
ýmis atriði, sem ég hafði ekki
áður hugleitt og er ég þó þess-
um hnútum nokkuð kunnugur.
0 Tízkuglósur og merki-
legheitageiflur
hjá sumum
Nú virðist tízka nokkur með
al hinna yngri norrænumanna
að forðast eins og heitan eld-
inn að tala um rétt og rangt
mál. Vissulega er rétt og rangt
hér ekki í sömu merkingu og
í stærðfræði, en í öðrum tung
um, sem ég þekki, eru notuð
orð yfir rétt mál og rangt, og
í skólum eru nemendum
kenndar erlendar tungur og þá
barizt við að kenna það, sem
talið er rétt mál.
Ég vona að ráðamönnum út
varpsins auðnist að fá Magnús
síðar til að sjá um þennan þátt
þótt hann hafi orðið að hverfa
frá honum vegna starfs sína í
skólanum.
Jóhann Sveinsson
frá Flögu“.
0 ,,Landnámsmaðurinn“
Náttfari
Jón A. Stefánsson, skrifar:
„Til Velvakanda:
Þann 30. des. sl. hlustaði ég
á erindi, er Björn Teitsson
mag. flutti um „landnámsmann
inn“ Náttfara. Flutti hann er-
indið skýrt og talaði gott mál.
Er hann maður áheyrilegur í
útvarpi og mætti þess vegna
heyrast oftar. En lítið þótti
mér að græða á þessum hug-
Keramiknámskeiðin
að Huldhólum Mosfellssveit eru að hefjast að nýju.
Upplýsingar í síma 66194 frá kl. 1—2 í dag og næstu daga.
STEINUNN MARTEINSDÓTTIR.
Leikfimiskóli
HAFDÍSAR
ÁRNADÓTTUR
tekur til starfa á ný mánudaginn
11. janúar í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar, við Lindargötu.
Rytmisk leikfimi
afslöppun og jassleikfimi
Innritun nýrra nemenda í síðdegis og kvöldtíma fer fram daglega
í síma 21724.
Eldri nemendur, sem ekki hafa skilað þátttökutilkynningu. en hyggja
á þátttöku, vinsamlegast tilkynnið hana sem fyrst til þess að auð-
velda rétta flokkaskipan.
leiðingum ha-na um Náttfara.
Slíkum ályktunum hefur löng
um verið haldið að okkur ís-
iendingum, án þess að öriaði á
nýjum hugmyndum. Kannski
hafi sagan gerzt, kannski hafi
hún ekki gerzt. Kannski hafi
Náttfari verið til, kaninski hafi
hann ekki verið til. Sagan að
sumu leyti sennileg, en að
sumu leyti ekki, og að líkind-
um hefur enginn skrifað sög-
una, líklegast orðið til af
sjálfu sér, svona eins og þegar
mýs áttu að kvikna í gömlum
fötum að fyrri tíma átrúnaði.
Svo, þegar þessu spjalli er lok
ið, er maður litlu nær, stend-
ur þar sem maður byrjaði.
Ég sé ekki, að það þurfi
magister til að komast að þesa
ari niðurstöðu, — það getur
almenningur sjálfur.
Einn möguleika enn nefndi
Björn til skýringar sögunni um
Náttfara, þann, að hvíti drang
urinn í Náttfaravík hafi orðið
tilefni þessarar sögu í rás ald
anna, samkvæmt „náttúru-
nafnakenningu“ Þórhalls Vil-
mundarsonar, en hún er af
ýmsum talin orka tvímælis,
enda ógjörningur að henda
reiður á henni, þar sem hún
hefur ekki einu sirnni verið
gefin út.
0 Þrír drangar og árós
En úr því að Björn skauzt
úr helsinu um stund, því
nefndi hann þá ekki skýringar
Einars Pálssonar? Þama í Nátt
faravík eru 3 — þrír — drang
ar og árós. Samkvæmt kenn-
ingum Einars eru þrír drang-
ar, tengdir árósi, eitt magnað
asta helgitákn fomra trúar-
bragða og fastbundnir land
námi íslands.
Ég veit ekki betur en Einar
Pálsson hafi flutt fyrirlestra
Um þetta efni við danska og
ameríska háskóla, fjölda fyrir
lestra í útvarp og í Norræna
húsinu og skrifað tvær bæk-
ur, einmitt um efni, sem varp
ar ljósi á söguna um Náttfara.
Síðari bókin meira að segja
dæmd MERKASTA BÓK ÁRS
INS í grein skrifaðri í Mbl. þ.
29. des. sl. af Kristjáni frá
Djúpalæk. Og svo nefnir
Björn þetta ekki einu orði sem
möguleika! Fylgist magister-
inn ekki með rannsóknum á
þessum málum? Hlustar hann
ekki á útvarp? Les hann ekki
rit um þessi efni? Hví er hann
þá að fræða okkur? Hafi hann
ekki lesið bækur Einars Páls-
sonar, „Rætur íslenzkrar menn
ingar", ræð ég honum eindreg
ið til þess. Hálfur sannleikur
er heldur óáreiðanlegur, væg-
ast sagt, og ekki til stuðnings
neinu málefni.
Ég er að verða sannfærðari
um það, eftir því sem ég kynn
ist þessum málum meir, að
þessir svokölluðu „norrænu“
fræði okkar eru einhver þau
stöðnuðustu fræði, sem ég hefi
kynnzt um dagana.
Og svo tilkynnir einn af
framámönnum í „norrænunni",
að þar eigi ekki að verða nein
stef nubreyting, heldur skuli
rölt áfram sömu slóðir og fyr
irrennaramir fóru.
Gaman væri að heyra Bjöm
Teitsson flytja erindi um þessi
efrai í útvarpið af meiri víð-
sýni og meir þekkingu, jafn-
vel máli farinn og áheyrilegur
sem hann er.
Virðingarfyllst,
Jón A. Stefánsson**.
Renault, flestar gerðir
Rover, bensín, dísrl
Skoda 1000MB og 1200
Sknca '57—'64
Singer Commer '64—'68
Taunus 12 M, 17 M, '63—'68
Trader 4—6 cyl, '57—'65
Volga
Vauxhall 4—6 cyl., '63—'65
Willys '46—'68.
Þ. Jónsson & Co.
Skeifan 17.
Simar 84515 og 84516.