Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971
Líf Kosygins hékk á bláþræði
Réttarhöldin yfir læknunum
LENINGRADMÁLIÐ og
samsæri læknanna höfðu í
för með sér tvær ofboðsleg-
ustu og siðlausustu hreins-
anirnar á síðustu árum
valdatímabils Stalins. Á
Leningradmálið var varla
minnzt, fyrr en Krúsjeff
skýrði frá því í leyniræðu
sinni 1956. Allt, sem var vit-
að, var að eftir skyndilegt
lát Andrei Zhdanov 1948,
sem var yfirmaður flokks-
deildarinnar í Leningrad og
líklegastur eftirmaður Stal-
ins, fór fram umfangsmikil
hreinsun meðal starfsmanna
flokksins í Leningrad og
stuðningsmanna Zhdanovs
annars staðar. Margir voru
teknir af lífi. E>eir, sem
einkum höfðu hag af hreins-
ununum, voru Beria og Mal-
enkov, en stuðningsmenn
þeirra tóku við valdamikl-
um embættum. Kosygin, nú-
verandi forsætisráðherra
Sovétríkjanna, slapp en var
lækkaður í stöðu um stund-
arsakir.
I>etta kemur m.a. fram í
endurminningum Krúsjeffs,
sem komnar eru út á ensku
í bókarformi og sem verið er
að þýða sem óðast á mörg
tungumál. Þannig hefur það
vakið athygli, að útgáfufyr-
irtæki eitt í Júgóslavíu
hyggst gefa endurminning-
arnar út, en blaðið Politika
í Belgrad skýrði frá því fyr-
ir skömmu. Kom þar fram,
að þegar væri byrjað að
þýða bókina á serbnesku og
króatísku. í endurminning-
unum er greint frá ýmsum
samskiptum og samtölum
þeirra Krúsjeffs og Titos og
hefur útgáfa sú, sem áform-
uð er á bókinni í Júgóslavíu
engu að síður, ekki hvað sízt
vakið athygli þess vegna.
í þeim hluta Endurminn-
inga Krúsjeffs, sem hér fara
á eftir, er skýrt frá Lenin-
gradmálinu svonefnda og
samsæri læknanna.
Ofsóknirnar voru byrjaðar í
Leningrad. Ég veit ekki, hvaða
skoðanir Stalin hafði i raun og
veru sjálfur á Leningradmál-
inu. Hann minntist aldrei á það
við mig, nema þegar hann
drap á mál „Moskvusamsæris-
mannanna", er ég var fluttur
frá Ukrainu til þess að taka
við nýju stöðunni minni.
Þegar ég byrjaði að starfa
sem ritari miðstjórnarinnar og
ábyrgðarmaður á flokksdeild-
inni í Moskvu (1949), hafði A.
Kuznetsov — Leningrad-Kuz-
netsov — eins og við vorum
vanir að kalla hann, þegar ver
ið handtekinn og flokksstofn
anirnar í Leningrad var verið
að tæta i sundur. Herferðinni
var einkum beint gegn þrem-
ur efnilegum ungum mönnum.
Það voru Kuznetsov, Voznes-
ensky og Kosygim (núverandi
forsætisráðherra). Ég þekkti
Kuznetsov nokkuð en Voznes-
ensky mjög vel. Hann hafðl
ekki enn verið handtekinn, er
ég kom til Moskvu. Hann var
hættur að starfa og bjóst við
því sjálfur, að komið yrði til
þess að sækja sig hvenær sem
var.
Um tíma eftir að Voznesen-
sky hafði verið vikið til hiið-
ar, hélt hann áfram að koma í
hádegisverðarboð til Stalins.
Hann var breyttur maður.
Hann var ekki framar sá ör-
uggi, ákveðni Voznesensky,
sem ég hafði þekkt áður.
1 raun réttri höfðu það einmitt
verið þessir hæfileikar, sem
valdið höfðu falli hans. Hann
hafði reynt að dreifa efnahags
gæðum landsins jafnar og þetta
þýddi, að það varð að taka fé
frá vissum flokksnefndum, sem
voru undir verndarvæng Beria.
Flokksnefndir þær, sem lutu
Beria, voru margar og hann
krafðist þess alltaf, að þær
hlytu í sinn hlut miklu meira
en þeim bar.
Ég man, að oftar en einu
sinni á þessum tíma spurði
Stalin þá Malenkov og Beria:
— Er það ekki sóun að láta
Voznesensky ekki vinna, á með
an við erurn að ákveða, hvað
við eigum að gera við hann?
— Jú, voru þeir vanir að
svara, við skulum athuga það.
Síðan leið nokkur tími, unz
Stalin minntist á þetta mál aft-
ur: — Ef til vill ættum við að
setja Voznesensky yfir rikis-
bankann. Hann er hagfræðing-
ur, já sannur fjármálarefur.
Enginn andmælti, en ekkert
gerðist. Mál Voznesenskys var
enn látið bíða.
Stalin bar greinilega enn
vissa virðingu fyrir Voznesen-
sky. Áður en allt Leningrad
málið byrjaði, hafði hann alið
miklar vonir varðandi þessa
þrjá ungu, gáfuðu menn og
hafði í raun réttri verið að
hækka þá kerfisbundið í tign,
áður en ,,flett“ var ofan af
„samsærinu". Svo virtist einu
sinni sem ákveðið hefði verið,
að Kuznetsov ætti að taka við
af Malenkov. Voznesensky
hafði verið gerður að fyrsta
varamanni Stalins og honum
var oft falið aS sitja í forsæti
ráðherranefndarinnar. Kosygin
hafði verið fengin ábyrgðar-
staða yfir verzlun og fjármál-
um. Það er skoðun mín, að fall
þessara þriggja manna hafi
leitt einmitt af þessari ástæðu:
Stalin hafði verið að undirbúa
þá sem eftirmenn eldri mann-
anna í Kreml, sem þýddi, að
Beria fyrst og fremst en síðan
Malenkov, Molotov og Mikoj-
an nutu ekki framar hylli
Stalins.
Það er erfitt fyrir mig að
greina nákvæmlega frá, hvem-
ig eldri mönnunum tókst að
Kosygin, núverandi forsætis-
ráðlierra Sovétríkjanna. Mynd
þessi var tekin 1949, en þá
hékk líf hans á bláþræði, er
Leningrad-réttarhöldin stóðu
yfir.
grafa undan trausti Stalins á
þessum ungu mönnum. Eins og
ég hef þegar minnzt á, var
Beria snjallastur í þvi að grafa
undan trausti Stalins á öðrum
og hann notaði Malenkov sem
múrbrjót. Malenkov var ritari
í miðstjóminni og átti aðgang
að öllum upplýsingum, sem
Stalin fékk. Hann gat breytt
þeim og farið með þær á þann
hátt, að þær vöktu reiði og tor-
tryggni Stalins.
HAIXMÆLT AF
SYNI STALINS
Ráðabrugg Beria og Malen-
kovs gegn þrímenningunum i
Leningrad náði til annars máls,
sem gerzt hafði áður, en það
var mál . A.I. Shakhurih, sem
hafði þegar verið fangelsaður,
þegar handtökur á Leningrad-
mönnunum hófust fyrir alvöru.
Hann hafði verið kommissar yf
ir flugvélaiðnaðinum og var
handtekinn fyrir meint brot
um að hafa leyft framieiðslu á
gölluðum flugvélum. Malen-
kov skýrði mér frá því siðar,
að Vasya, sonur Stalins, sem
var flugmaður, hefði hallmælt
Shakhurin í eyru föður sins og
Stalin hefði siðan fyrirskipað
rannsókn.
Malenkov var óbeinlínis
flæktur í þetta mál sjálfur.
Hluti af starfi hans í stríðinu
var að hafa umsjón með flug-
vélaiðnaðinum. Að minnsta
kosti fór svo, að hann var rek
inn úr starfi sínu hjá mið-
stjórninni og sendur einhvers
staðar til Mið-Asíu ég held
til Tashkent. Beria beitti áhrif
um sinum til þess að fá Stalin
til þess að láta Malenkov koma
aftur til Moskvu og þeir tveir,
Beria og Malenkov, höfðu jafn
an siðan verið óaðskiljanlegir.
A. A. Novikov flugmarskálk
ur sat einnig í fangelsi við upp
haf Leningrad málsins. Hann
hafði verið handtekinn eftir
stríð fyrir að hafa veitt mót-
töku gölluðum flugvélum. Sagt
var, að Vasya Stalin hefði
einnig rægt hann. Ég þekkti
Novikov vel. Hann hafði sína
galla. Hann drakk meira en
sennilega var hollt fyrir hann,
en hann var áhugasamur og
heiðarlegur maður.
Stalin bar, jafnvel eftir að
þessar handtökur höfðu farið
fram, visst jákvætt hugarþel til
Shakhurins og Novikovs.
Hann var vanur að snúa sér
að Beria og Malenkov, er set-
ið var til borðs og spyrja:
-— Heyrið mig. Eru Shakhur-
in og Novikov enn í fangelsi?
— Já.
— Haldið þið ekki, að það
sé allt í lagi að láta þá lausa?
En Stalin beindi þessari
spurningu að sjálfum sér.
Hann var aðeins að hugsa upp
hátt. Enginn svaraði og málið
var látið óafgreitt.
Eftir að hafa snætt hádegis-
verð hjá Stalin vorum við van
ir að safnast saman í baðher-
berginu til þess að þvo hend-
ur okkar. Þetta var stórt og
rúmt baðherbergi og við stöldr
uðum þar stundum við, fyrir
og eftir fundi — við kölluðum
hádegisverðarboð Stalins allt-
af „fundi“ — og ræddum um
það, sem nauðsynlegt væri að
gera og hvað af háctegisverðar
fundinum myndi leiða. Einu
sinni heyrði ég Beria segja við
Malenkov þarna inni:
— Stalin minntist aftur á mál
flugmannanna tveggja. Þú
veizt, að yrðu þeir látnir laus-
ir, þá gæti það breiðzt út og
náð til annarra.
Hvað átti Beria við með orð
uinum: — Þá gæti það breiðzt
út og náð til annarra? Hverj-
ir voru þessir: -— aðrir? Beria
hlýtur að hafa óttazt, að yrðu
þeir Shakhurin og Novikov
látnir lausir, kynni hugur Stal-
ins að beinast aftur að máli
Kuznetsovs og Voznesenskys,
sem taidir voru forsprakkar
Leningradsamsærisins og þá
kynni herferðin gegn allri
Leningradfylkingunni að fara
út um þúfur. Þess vegna gerðu
Malenkov og Beria allt, sem
þeir gátu til þess að halda
Shakhurin og Novikov fangels
uðum. Þeim tókst það og þar
af leiðandi voru Leningrad-
mennirnir ekki heldur látnir
lausir.
Ég »á aldrei ákærurnair í
Leningradmálinu, en ég geri
ráð fyrir því — einnig á
grundvelli samtala milli Mal-
enkovs og Beria, sem ég
heyrði, að ákærurnar á hend-
ur Kuznetsov-hópnum hafi ver
ið um rússneska þjóðernis-
hyggju og andstöðu við mið-
stjórnina. Rannsókn málsins
hófst. Og hver stjórnaði
henni? Það gerði Stalin sjálf
ur. En hafi Stalin verið
stjórnandinn, þá var Beria
fyrsti fiðlarinn.
Sjálfur var ég aldrei vel
kunnugur málinu. Ég játa, að
það kann að vera, að ég hafi
undirritað dóminn. Þegar mál-
inu lauk á þessum tímum — og
ef Stalin taldi það nauðsynlegt
— var hann vanur að undir-
rita dóminn á fundi forsætis
nefndarinnar og lét hann síð-
an ganga á milli annarra
nefndarmanna til undirskrift-
ar. Við vorum síðan vanir að
setja nöfn okkar undir án þess
jafnvel að líta á skjalið. Það
var þetta, sem meint var með
því að „dæma í sameiningu."
Ég var með Stalin, þegar
honum var skýrt frá því, sem
Voznesensky sagði, rétt áður
en það var kunngert, að hann
hefði verið dæmdur til þess að
verða skotinn. Voznesensky
stóð á fætur og jós af brunni
haturs yfir Leningrad. Hann
bölvaði þeim degi, sem hann
steig fæti sínum fyrst á götur
borgarinnar, er hann kom þang
að til náms frá Donbass. Aug-
sýnilega var hann orðinn vit-
skertur. Ég veit ekki, hvað
Kuznetsov og hinir sögðu í síð-
ustu orðum sínum, en hvað svo
sem þeir kunna að hafa sagt,
þá hreytti það engu um örlög
þeirra. Þeir höfðu þegar verið
dæmdir talsvert á undan, þvi
að dómurinn var kveðinn upp
opinberlega. 1 raun og veru
höfðu þeir verið dæmdir af
Stalin sjálfum, um leið og þeir
voru handteknir.
Þeir voru margir, sem létu
lífið í Leningrad. Eins fór fyr-
ir mörgum, sem fluttir höfðu
verið frá Leningrad til ann-
arra héraða til vinnu þar.
Framh. á bls. 19
Frá Rauða torginu í Moskvu. Tii vinstri sjást veggir og turnar Kremlar og grafliýsi Lenins.