Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Er“;l™ BOKMENNTIR Ræður séra Benjamíns EVFIRÐINGABÓK II. 238 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri, 1970. Þessir þaettir séra Benjamíns Kristjánssonar eru furðumikils virði, ef hliðsjón er höfð af, að þeir eru margir samdir og flutt- ir sem ræður við ýmis tækifæri, en ekki sem gagnger rannsókn og fræðimennska. En ekki er þar með sagt, að þeir séu lausir við minningamærð og. hátíðlega skrúðmælgi. Og af sjálfu leið- ir, að þeir þættirnir, sem fjalia um einstaka menn, geyma eng- ar alhliða mannlýsingar. Þegar séra Benjamín skrifar um menn, þá er hann ekki að lýsa þeim, heldur er hann að minnast þeirra — dregur fram kostina, breiðir yfir brestina, eða fegrar þá og afsakar á annan hátt. En þar með þarf hvergi að vera rangt með farið, þó fremur sé svona horft á bjartari hliðarn- ar. Auðséð er, að séra Benjamin ann fögrum listum, og listamenn metur hann að því skapi mikils. Það, sem hann segir um skáld- verk þeirra höfunda, sem hann fjallar um, er ekki yfirborðslegt, en nokkuð einhliða. Þannig dreg ur hann sérstaklega fram allt, sem að trúarefnum lítur á kostn að hins veraldlega. Það miá kalla eðliiegt, þar eð hann er sjálfur kirkjunnar maður, og er alltaf fróðlegt að heyra, hvernig prest ur lítur á trúarskáldskap sam- tíma síns. Merkilegastur þeirra þátta, sem fjalla um einstaklinga, þyk- ir mér þátturinn um Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu. Séra Benjamln ræðir lofsamlega, og þó skrumlaust um skáldverk hennar: „Aldrei sat hún á skólabekk nema örfáar vikur, meðan hún var að læra að draga til stafs og fékk lítils háttar tilsögn í reikn- ingi, að öðru leyti var hún sjálf- menntuð. En þó ritaði þessi kona íslenzkt mál með afburð- um og skrifaði leikrit og sögur af snilli, sem er undraverð," seg ir séra Benjamín. Skammtilegur er lika þáttur inn um Björgvin tónskáld Guð- mundsson; hefði ég þó óskað hann væri fyllri -— að höfund- ur hefði varpað skýrara ljósi á þá sterku og margbrotnu liti í persónu Björgvins, sem orð fór af. Um skáldið KN segir séra Benjamín margt hlýlegt orð. En hræddur er ég um, að sá, sem ekkert læsi um skáldskap hans nema þátt séra Benjamíns, fengi heldur ófullkomna hugmynd um hann. Séra Benjamín lýsir KN meðal annars svo: „Hann var vel á sig kominn í andliti, fríð- ur sýnum og yfirbragðið gáfu- legt. Alla ævi var hann svo heilsuhraustur, að hann kvaðst jafnan skammast sin, er hann liti framan í lækni." Þetta er nú góð og blessuð mannlýsing, svo langt sem hún nær. En lakari er sú klásúlan, sem á eftir fer: „Kallað var, að honum þætti sopinn góður og mun það ekki fjarri lagi.“ Hví þessa vafninga? Hví ekki segja blátt áfram: honum þótti sopinn góður — fjögur orð í stað þrettán? Klúð- ur finnst mér líka, það sem séra Benjamín segir á einum stað um Davíð Stefánsson: „Hugur hans var eins og gjósandi hver, sem hellti geislaregni sínu yfir öll landsins börn.“ — Hverir gjósa ekki geislum, heldur vatni og því siður en svo skáldlegu. Þátt- urinn um Davíð, sem er raunar „ræða flutt við útför“ hans, er annars nokkuð greinargóður og mun lýsa skáldinu vel, eins og það var á efra aldri, einkum trúarviðhorfum þess. Þessum þáttum, sem nú hafa verið nefndir, er komið fyrir aftast í bókinni, svo eiginlega er farið hér aftan a.ð siðunum, að nefna þá fyrst. Fremst í bókina hefur höfundur raðað erindum, sem fjalla um einstaka þætti (trúarlega) i fommenningu Is- lendinga, byrjar t. d. á Freys- dýrkun fornra Eyfirðinga. „Ég hygg,“ segir hann, „að guðinn Freyr sé upprunalega enginn annar en Kristur." Þetta rök- styður séra Benjamín meðal ann ars með því, að í gotneskri Biblíuþýðing Vulfila sé guð nefndur Frauja, sem sé sama orðið og Freyr i norrænu máli. Bnmfremur kveður hanin „skemmtilegt að hugsa um það, Vladimir Nabokov: ELSKU MARGOT Prentsm. Jóns Helgasonar. Reykjavík — 1970. HÖFUNDUR þessarar skáldsögu, Vladimir Nabokov, er 69 ára gam all Rússi, sem fluttist með for- eldrum sínum til Vesturlanda eft ir byltinguna. Hann stundaði há- skólanám í Bretlandi, var síðan búsettur í Berlín, en fluttist til Bandarikjanna eftir að heims- styrjöldin hófst, var þar alllengi háskólakennairi í sögu og bók- menntum ættþjóðar sinnar og skrifaði skáldsögur, en er nú bú settur í Sviss. Ég heyrði hans fyrst getið, þá er hinn víðfrægi Graham Greene valdi gkáldsögu hans Lolita sem beztu skáldsögu ársins 1956, en ekki la3 ég þá bók og enga aðra af skáldsögum Nabokovs, unz mér barst Elsku Margot í hendur í þýðingu Álf- heiðar Kjartansdóttur. Aðalpersóna sögunnar er efna maðúr í Berlín, sem heitir Albín us. Hann er kúltúrsnobb, skrifar dálítið um listir, kaupir lista- verk, umgenggt mikið ýmsa mimni háttar rithöfunda, Ijóð- skáld, myndlistarmenn og leik- ara, heldur þeim veizlur á heim- ili sínu og reynist þeim oft ör- látur, enda þykir honum vegur að kumningsskap við fólk af slíku tagi. Hann er kvæntur sóma konu, sem ann honum og vill gera honum allt til geðs, en hef ur í rauninni engan áhuga á kynnum við þann listamannahóp sem safnast saman á heimili þeirra hjóna. Hið ófrjóa og inn antóma líf, sem Albínus lifir, veitir honum enga lífsfyllingu og svo telur hann sig munu fá full nægju í ástríðuríkari samförum við konur en hanm fái notið í hjónabandi sínu. Hann hefur síð an ærið náinn kunningsskap við unga stúlku af fátæku foreldri. Hún er mjög falleg og kynferði lega lokkandi, og staðráðin er hún í því að nota sér þetta til framdráttar, svo sem framast kunni að reynast unnt. Albínus verður henni næsta auðveld bráð, og þar eð hún kann vel til verka, hrífur hún hann svo, að hann gleymir öllu öðru. Margot sér um að kona hans fái vitn- eskju um það, hvernig komið er, 3vo að hún slítur við hann sam- að fyrsti landnámsmaðurinn hér í Eyjafirði nefndi bæ sinn Kristnes og helgaði honum sveit sína. Margir hafa brotið heilann um, hvaða ástæður hafi legið til þess, að afkomendur hans urðu miklir Freysdýrkendur." í miðhluta bókarinnar hefur séra Benjamín svo skipað þátt- um um gamlar og nýjar kirkju byggingar í Eyjafirði, þar á með al skemmtilegri ‘lýsing á Grund arkirkju, sem þótti fyrir eina tið fegurst kirkja á landi hér og prýddi, ef ég man rétt, landa- fræðibækur þeirra, sem voru börn fyrir nokkrum áratugum. Veggjum þessa ágæta guðshúss lýsir hann svo: „Utan á grind var fyrst klætt með þumlungs- borðum, því næst með gagnsýrð- um pappa og loks með venju- legri klæðningu. En innan á grindina var fyrst lagður þil- veggur, þar fyrir innan þykkur jarðbikspappi og loks timbur- skraut það, er prýðir innvegg- vistum, og síðan hafa þau Albín us að féþúfu og ginningar- fífli, Margot og ástmaður henn- ar, lítt merkur myndlistar- maður og siðlaus girndarsegg- ur, sem einskis svífst, en Albínus lítur upp til og gerir fús lega að óaðskilj anlegum félaga sínum og hjákonu sinnar. Hann verður svo starblindur á þessi þokkahjú, að fullgildar sannan ir nægja ekki til að svipta hul- unni frá sjónum hans. Það er svo ekki fyrr en hann hefur orð ið líkamlega blindur í bílslysi, að Jón Jóhannesson: Við tjarnirnar. Sögur. Heimskringla. ' Reykjavík 1970. Jón Jóhannesson úr Skáleyj- um hefur ekki verið tíður gest ur á skáldaþingi þjóðarinnar, en í ár er hann þar tvöfaldur i roðinu. Auk Ijóðabókarinnar, sem út kom hjá Almenna bóka- félaginu, hefur hann nú sent frá sér allstórt safn af sögum á kostnað Heimskringlu, bók, sem heitir Við tjarnirnar. Aðeins fáar af hinum fimmtán sögum í þessari bók eru smá- sögur í venjulegri bókmennta- legri merkingu þess orðs. Sumar eru frásagnir af selafari á Breiðafirði og öðrum sjóferðum eyjamanna, aðrar eru laus- mál, sem nálgast að vera Ijóð, enn aðrar eru þjóðsagnakennd ævintýri og nokkrar sambland af þessu tvennu, og loks er ein skopstæling á útilegumanna- og tröllasögum. Það er síður en svo, að neitt nýtízkulegt sé við þessar sögur. Höfundurinn er í órofa tengsl- um við átthaga sína, veröld bernsku- og unglingsára og yf- ina.“ Þáttinn um Grundar- kirkju endar séra Benjamín svo með því að taka upp kafla úr ræðu séra Jónasar frá Hrafna- gili, sem hann flutti við vígslu kirkjunnar 1905. Firmst mér þau orð muni hafa verið harla innan tóm af slíkum manni töluð við slíkt tækifæri og hreint ekki hæfa þeim traustu innviðum, sem verið var að lýsa. En ef til viH hefur smekkurinn fyrir tal að orð í kirkju verið annar þá en nú. Það er bæði ræktarlegt og viðeigandi, að séra Benjamín kallar þetta erindasafn sitt Ey- firðingabók. Kveðst hann hafa verið þjónandi prestur í hérað- inu í hálfan fjórða áratug, og fer ekki milli mála, að eyfirzk fræði standa hjarta hans nærri, ef til viifl. nær en avo að hann geti ávallt fjallað um þau af yfirsýn hins hlutlausa. Hann segir í formála, að „í þessu héraði hefur löngum bú- ið mikið mannval." Sem betur fer má víst kveða svo að orði um allar landsins byggðir. En hvað sem mannvali Eyjafjarðar liður, gerist þar nú mannfleira en í öðrum byggðum þessa lands, ef undan er skilið höfuð- borgarsvæðið. Því fleiri munu þá í framtíðinni iáta sig varða fræði héraðsins samkvæmt þvi góðkunna orðtaki, að mjór er mikils vísir. Og sá fróðleikur- inn er jafnan dýrmætastur, sem hann fyrir aðgerðir mágs síns, verður sjáandi á hið svívirðilega og purkunarlausa framferði Mar gotar og hins hunzka „hollvinar síns“, en þá eru þau búin að eyða öllu hans lausafé. Svo reynir han.n þá líka, þótt blind- ur sé, að skjóta hana, en að von um fer svo, að hún beinir skamm byssunni, sem hann heldur á, gegn honum sjálfum. Þetta virðist engan veginn ný stárlegt viðfangsefni, og þegar ég hafði lesið allmargar blaðsíð ur, tók ég að hugsa kuldalega til Grahams Greene, en svo fór þá frásögnin að verða beinlínis spennandi, og þar kom, að það ir mörgum sögunum draum- kenndur blær saknaðar og trega. Síðasta sagan heitir Regnskúr. Þar segir stúlkan, sem er við- mælandi sögumannsins, meðal annars þetta: „Má ég minna þig á, að ég er engin gráblá vofa, að ég er stúlkan þín undir heylöninni lenigst frammd í daig, og þú ert óhamingjusamur af því að þú þorðir ekki að vera fátækur. Þú varst aldrei nein hetja, þó þú lægir í lygarómönum, og kannski einmitt þess vegna. Þú hljópst að heiman frá erfiðum lífskjör um, fátæklegum lífsmöguleikum, sem þó áttu sér hlýleik með kjarri og lyngi og á, já, jafnvel einni dulítið ólaglegri en há- fættri og góðlyndri sveitastúlku frammi i afdal. Þú varst gunga, en sveitastelpan elskaði þig samt. — Að þora ekki að vera fátækur, það er hinn dapur- legi rórnan gungunnar. Ég veit, hvers vegna þú ert kominn. Þú ert að leita að því sem þú aldrei varst en vildir þó verða ..." Allar eru sögurnar meira og minna vel skrifaðar, hið vest- firzka tungutak notalega eðlilegt Séra Benjamín Kristjánsson. næst liggur gleyuiskunni. Iðkun þjóðlegra fræða er því nokkurs konar björgunarstarf. Séra Benjamín er áreiðanlega góðue- liðsmaður í þeirri sveit. Nýtni hans og hirðusemi á fróðleik ásamt fremur einhliða viðhorfum veldur svo hinu, að rit hans eru ekki að þvi skapi glæsileg sem þau eru vafalaust gagnleg; komast ekki yfir þann erfiða þröskuld, sem aðskilur ágætt frá góðu, og eru þvi hvorki betri né verri en ótal samsvar- andi rit, sem hér koma út frá ári til árs og sleitulaust. rann upp fyrir mér, að sagan var allt í senn eðlilega og lipurlega þýdd, sérlega vel sögð og samin og hugsanir og gerðir persón- anna raktar af óvenjulegum hag leik og glöggskyggni, án þess þó að höfundurinn gerðist klúr eða væminn. Albínus hans er eftir minmileg manngerð, þörf hana fyrir sj álfsblekkingu rækilega rökstudd í tómleika og tilgangs leysi þess lífs, sem aðstæður hans, umhverfi og hneigðir bjuggu honurn. Og sannarlega gæðir höfundurinn þau lífi, hjá- konuna og hinn siðlausa og hunzka myndlistarmann. og náttúrulýsingar oft fagrar og yfir þeim bjarmi átthagaástar höfundarins. Þá er og ijóst, að hann er hugkvæmur og lang- minnugur á alþýðlegar menning- arerfðir. En fátt af „sögunum" er lýta- lítið, hvað þá lýtalaust. Ein smá saga, Seinasti kapítulinn, er þó heilsteypt, önnur, Ljóð í skamm- degi, nálgast að vera það — og sú þriðja, Dulítil saga um ást- ina, sömuleiðis. 1 smásögunni Andlit daganna er höfundur staddur í höfuðborginni, kom- inn út fyrir heim bernskunnar, og þar er brotalöm bæði á stíl og heildarformun. Útilegumanna sagan er smellin á köflum, — þar sýnir höfundur það, sem ekki kemur fram annars staðar, að hann er gæddur ærnu skop- skyni, en skopstælingin er ekki nógu samfelld. Og það er mein legur galli á flestum „sögunum" í þessari bók, að dreymdu og lif- uðu, ævintýrinu og ytri veru- leika er blandað þannig saman, að ekki verður til samstæð heild efnis og forms. Höfundurinn verður að beygja sig undir það ok að hnitmiða þannig form sitt, að áhrifavaldar skáldskapar hans, hið erfða og hið dreymda og lifaða sameinist um mótun sagna hans, hvert sem form þeirra er, en togist ekki þannig á, að heildarformið bresti. Ástríðublinda Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Dreymt o g lif að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.