Morgunblaðið - 08.01.1971, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971
Mikill munur
á frjósemi
þorsks
og síldar
SIGFÚS Alexander Schopka
er ungur fiskifræðingur, sem
lauk doktorsprófi frá háskól-
anum í Kiel í Þýzkalandi í
júnímánuði sl. Fjallaði dokt
orsritgerð hans um frjósemi
fiska — þorsks, síldar og
hrognkelsa í Norður-Atlants
hafi og bar hann saman frjó-
semi sömu tegunda í Norður
sjó og Eystrasalti. Sigfús vinn
ur nú að rannsóknum á
þorski hjá Hafrannsókna-
stofnuninni og er nýlega far
inn í fyrstu ferð rannsókna-
skipsins nýja, Bjama Sæ-
mundssonar. Við spurðum
Sigfús fyrst að því hvemig
hann hefði framkvæmt rann-
sóknir sínar og hagað gagna-
söfnun til undirbúnings dokt
orsritgerðinni.
Hann svaraði:
— Ég athugaði hvernig
eggjafjöldinn og eggstærðin
sjálf breyttist með stærð
fisksins og aldri. Eggstærðin
er breytileg innan hverrar
tegundar og seiði úr stórum
eggjum hafa stærri kviðpoka
og nærast þar af leiðandi
lengur á honum. Lengra kvið
pokastig getur því brúað
lengra erfiðleikatímabil í
fæðuöflun. Ennfremur eru
seiðin stærri, þegar þau þurfa
sjálf að fara að afla sér
fæðu. Þannig stuðla stærri
egg að því, að seiðin séu hæf
ari til lífsbaráttunnar. Egg-
stærðina og eggjafjöldann
nota ég svo sem mælikvarða
á frjósemi fisksins.
—- Við gagnasöfnun safn-
aði ég eggjastokkum úr
hrygnum, sem ekki voru al-
veg komnar að hrygningu,
til þess að tryggja, að öll egg
væru fyrir hendi og var mér
því unnt að ákvarða eggja-
fjöldann nákvæmlega. Til
þess að komast sem næst end
anlegri stærð eggjanna safn
aði ég svo fullþroska eggjum
úr hrygnandi fiskum. Eggin
þurrkaði ég siðan, þar eð mis
mikið vökvainnihald þeirra
getur villt mjög sýn um raun
verulega stærð.
— Hvaðan safnaðirðu sýn-
um?
'— Ég safnaði þorski, síld
og hrognkelsum við ísland
og ennfremur síld og þorski
í Norðursjó og Eystrasaltí
með innbyrðis samanburð
tegunda í huga. Öll síldaregg
voru talin í teljara, þegar
þau höfðu verið hreinsuð og
hert á kemiskan hátt. Þá var
þeim dælt í gegnum glerpípu,
sem hafði sama þvermál og
eggin. Ljós féll á glerpípuna
og þegar eggin fóru um hana
rufu þau geislann til fótó-
sellu og fluttist þá teljari um
eitt skref við hvert egg. Þó
að teljarinn telji nokkur egg
á sekúndu og það taki um
eina klukkustund að telja
egg úr einni vorgotsíld, þá
getur slík talning tekið a.m.k.
10 sólarhringa úr stórum og
frjósömum þorski. Ef ég
hefði því talið hvert einasta
þorskhrogn, væri ég ekki
enn hálfnaður með að vinna
úr gögnunum. Ég tók því
það ráð að telja um 20 til 30
þús. egg, þurka þau og vega.
Afganginn þurrkaði ég svo
og vó og fann heildarfjölda
eggjanna út frá þyngdarhlut
fallinu.
— Er mikill munur á frjó-
sem þorsks og síldar?
— Jó, það er reginmunur á
frjósemi þorsks og síldar.
Eggjafjöldi þorsksins stendur
í réttu hlutfalli við þyngd
hans og eggstærðin er óháð
stærð fisksins. Hjá síld hins
vegar vex eggjafjöldinn hrað
ar en þyngd hennar, svo að
stóru síldarnar hafa hlutfalls
lega fleiri hrogn en litlu síld
amar. Sem dæmi má nefma
að íslenzk vorgotsíld, sem
vegur að meðaltali um 200 g
hefur um 25 þús. egg, en
helmingi þyngri síld af sama
kyni hefur um 70 þús. egg —
eða nær þrefalt fleiri. Enn-
fremur breytist eggstærð síld
arinnar með stærð hennar
þaninig, að stóru síldamar
hafa stærri hrogn en smásíld
arnar. Þetta hvort tveggja
þýðir að hlutur eggjastokks-
ins í heildarþyngd síldarinn-
ar fer vaxandi með stærð
hennar, m.ö.o., að stóru ein-
staklingarnir eru miklu frjó
samari.
Eggjastokkur í hrognkelsi
hins vegar er um þriðjungur
af heildarþygnd fisksins.
Þrátt fyrir það er grásleppan
ekki ýkja frjósamur fiskur —
þar er eggjafjöldinn frá 70
til 200 þúsund egg.
— Hvernig er frjósemi
þeirra síldarstofna, sem þú
rannsakaðir innbyrðis hátt-
að?
— Hún er ósköp breytileg,
eftir því hvaða hafssvæði um
er að ræða og hvenær hrygn
ing fer fram. Segja má að
í Atlantshafi sé alltaf ein-
hver síldarstofn að hrygna
árið um kring. T.d. er síldar
stofn við sunnanvert írland
að hrygna um þessar mundir
og er því svonefnd vetrargot
síld. Hér við ísland hrygna
tveir síldarstofnar, vorgots-
síld í marz og apríl og sum-
argotsild aðallega í júlí. f
norðanverðum Norðursjó
hrygnir svo haustgotsíld að-
allega í júlí. í norðanverðum
Norðursjó hrygnir svo haust
gotsíld í september og októ-
ber. Almennt gildir að vetrar
og vorgotsíld hrygna tiltölu-
lega fáum eggjum en stórum,
en sumar- og haustgotsíldar
hrygna fleiri eggjum en
smærri. Þótt egg haustgot-
síldarinnar séu smærri nægir
það þó ekki til þess að vega
á móti fjöldanum, sem
hrygnt er, svo að þesisar síld
ar eru frjósamari en vorgot-
síldarnar. Vetrargotsíldarnar
eru því frjósamastar, þar sem
þær hafa stærstu hrognin.
— Hvernig stendur á þess
um mismun eftir árstíðum?
— Hér er lxklega um aðlög
un að umhverfinu að ræða.
Til þess að klak fisktegundar
megi heppnast, er nauðsyn-
legt að seiðin nái sem fyrst í
fæðu þegar kviðpokinn er
uppurinn — ella verða þau
hungurmorða. Aðalfæða síld
arseiða eru krabbalirfur, sem
nærast á þörungasvifi og það
nær að magni til hámarki í
tempruðu beltunum tvisvar á
ári, þ.e. vor og haust.
Skömmu síðar fylgir svo há
mark krabbalirfanna og því
eru þessir árstímar hagkvæm
astir fyrir hrygningu sildar-
innar. Vetrargotsildarnar
hafa stærstu eggin af því að
það er langt í dýrasvifshá-
markið og því nauðsynlegt að
kviðpokanæringin endist sem
lengst. Síldar sem hrygna svo
rétt fyrir hausthámark þurfa
litla kviðpokanæringu og eru
eggin því smá.
— Hvað um frjósemi þorsk
stofnanna?
— Þorskurinn við ísland
og í Norðursjó er jafnfrjó-
samur. Bæði er stærð eggj-
anna og fjöldi svipaður. Hins
vegar er þorskurinn í Eystra
salti næstum helmimgi frjó-
samari en hinir tveir stofn
arnir. Hann verður miklu
fyrr kynþroska og nær þann
ig forskoti.
Samtal við dr. Sigfús A.
Schopka, fiskifræðing, um
rannsóknir hans á viðkomu
nytjafiska í NA-Atlantshafi
Rann-
Islandi
— Nú skiptir eggjafjöldi
milljónum hjá þorski, en að
eiins þúsund hjá síld. Hvernig
stendur á þeim mismun?
— Síldin hrygnir við botn
og egg hennar klekjast þar,
en hrogn þorsksins eru svif
læg, þ.e. svífa uppi í sjónum.
Þau hrekjast fyrir vindi og
straUmum og geta auðveld-
lega lent inn á svæði, þar
sem skilyrði til klaks eru ó-
heppileg og farast þau því
forgörðum í stónim stíl. —
Fjöldinn er því nauðsynlegur
til þess að viðhalda tegund-
inni.
— Hvaða áhrif hafa fisk-
veiðar á viðkomu fiskstofns?
— Um það hefur verið mik
ið deilt meðal fiskifræðinga
og þá einkum, hvort sam-
band sé milli stærðar hrygn
ingarstofns og niðjafjöldans.
Hefur oft reynzt erfitt að
sýna fram á slíkt samband.
Stór hrygningastofn þarf
ekki að gefa af sér sterkan
árgang, en getur gert það.
Sömuleiðis getur lítill hrygn
ingarstofn gefið af sér góðan
árgang. Hér skipta nefnilega
skilyrði umhverfisins — sjáv
arins — miklu máli. Ef þau
eru hagstæð, hitastig og
straumar hag9tæðir og nóg
áta fyrir hendi, þá má
búast við góðum ár-
gangi. Við tölum þá oft
um gott árferði í sjónum. Ég
er svo þeirrar skoðunar, að
ef árferði er gott, þá gefur
stór hrygningarstofn af sér
betri árgang en lítill hrygn-
ingarstofn. Með þetta í huga
reiknaði ég í framhaldi af
frjósemirannsóknunum út
hvaða áhrif , sókn hefði á
viðkomumöguleika fiskstofns.
Það eru til stærðfræðileg lík
ön, sem sýna hvernig stærð
fiskstofns breytist með sókn
inni í hann og er þá stærðin
oftast miðuð við þyngd
stofnisins, t.d. í smálestum. Á
sama hátt má reikna út,
hvernig eggjafjöldi hrygn-
ingarstofns breytist með sókn
inni í hann. Hjá þorski
minnkar eggjafjöldinn með
vaxandi sókn í réttu hlut-
falli við stærð stofnsins í
þyngd, en hjá síld minnkar
eggjafjöldinn hraðar en stærð
Stofnsins í þyngd við aukna
sókn, þar sem frjósemin
vex hraðar en þyngd síldar
innar, eins og ég gat um áð-
ur. Þetta má túlka svo, að
viðkoma síldar sé í rauninni
viðkvæmari fyrir veiðiskap
en viðkoma þorsksins. Hins
vegar eru sveiflur í frjósem-
inni frá ári til árs, en orsak-
ir þeirra eru lítt þekktar.
Vitað er að fæðuöflunin
skiptir þarna nokkru máli,
því að fóðurtilraunir hafa
leitt í ljós, að ef dregið er
úr ætisgjöfinni í lengri tíma
þá minnkar einnig frjósemin
— sagði dr. Sigfús A.
Schopka að lokum.