Morgunblaðið - 08.01.1971, Page 19

Morgunblaðið - 08.01.1971, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1971 19 — Krúsjeff Framh. af bls. 10 HvaS Kosygin snerti, þá hékk líf hans á bláþræðl. Menn, sem höfðu verið hand- teknir og dæmdir í Leningrad báru hlægilegar sakir á hann, er þeir voru yfirheyrðir. Þeir skrifuðu alls konar rugl um hann. Staða Kosyg'ins var tæp allt frá byrjun, sökum þess að hann var í tengslum við Kuznetsov vegna hjúskapar. Enda þótt Kosygin hefði stað- ið mjög nærri Stalin, var hann skyndilega sviptur öllum stöð- um sínum og fengið starf í ein- hverju ráðuneyti. Sakirnar, sem á hann voru bornar, vörp uðu svo dimmum skugga á hann, að ég hef einfaldlega ekki neina skýringu tiltæka, hvað forðaði honum frá því að verða tortímt með þeim hinum. Kosygin hlýtur, eins og sagt var, að hafa haft heppniina eina með sér, er honiuim var hlíft við þessum bikar. LÆKNARNIR I KREML HANDTEKNIR Á þessum tíma gat hvað sem var hent okkur alla. Allt var undir því komið, hverju tilvilj- unin réð um, hvað Stalin var að hugsa, er hann leit í átt til okkar. (Handtökur læknanna í Kreml í janúar 1953, sem byggðar voru á ákærum um, að þeir hefðu gefið Andrei Zhdanov og fleirum mikilvæg um mönnum eitur, var undan- fari fyrirhugaðrar hreinsunar, sem sýnilega átti að nota af hálfu Stalins til þess að losna við suma af nánustu félögun- um, þeirra á meðal Beria og sennilega Molotov og Mikojan. Henni var einnig aetlað að varpa óorði á sovézka Gyð- inga -— en margir læknanna voru Gyðingar. Ef tima- röð Krúsjeffs er rétt, þá hljóta ákærurnar að hafa verið fundnar upp fyrir flokksþing- ið í október 1952, annars hefði hann ekki vitað um ákærurnar á hendur lækninum, sem var læknir hans á þessum tíma). Dag einn kailaði Stalin á okkur til Kreml og las fyrir okkur bréf frá lækni nokkrum, sem var kona að nafni frú Timashuk. Hún staðhæfði þar, að Zhdanov hefði dáið, sök- um þess að læknamir, sem stunduðu hann, hefðu af ásettu ráði látið hann fá ranga meðferð, í því skyni að stytta honum aldur. Hefði Stalin verið heilbrigð- ur maður, þá hefði hann ekki gefið bréfi frú Timashuk neinn gaum. Fáein slík bréf berast alltaf frá fólki, sem er í sálar legu ójafnvægi eða eru með ráðabrugg til þess að losna við óvini sína. En Stalin var meira en lítið opinn gagnvart slíkum skrifum. í rauninni álít ég, að þessi frú Timashuk hafi sjálf verið ekkert annað en af- kvæmi staliiniistiisiks stjóim- skipulags. Staliin hafði imn- prentað þaimn grun í huga okk- ar allra, að við værum um- kringdir af óvinum og að við ættum að reyna að koma auga á leyndan svikara eða óvin í hvaða manni sem vay. Stalin kallaði þetta „árvekni" og var vanur að segja, að ef einhver skýrsla væxá sönn að tiunda hluta, þá skyldum við líta á alla skýrsiuna sem staðreynd. En hvernig var kleift að finna jafnvel tíunda hluta af sann- leika í bréfi eins og bréfi frú Timashuk. Túlkun Stalins á árvekni breytti heimi okkar í vitlausra hæli, þar sem allir voru hvatt- ir til þess að leita að rakalaus- um staðreyndum hver um ann- an. Syni var snúið gegn föður og félaga gegn félaga. Þetta var kallað „leið stéttabarátt- uininiar". — Ég geri mér grein fyrir þvi, að stéttabar áttan getur ekki leitt til ann- ars en að valda úlfúð innan fjölskyidna og það á miskunn- arlausan hátt. Þetta er nauð- synlegt í þvi skyni að byggja upp sósíalismann og til þess að koma á betri heimi í framtíð- inni. Stéttabaráttan er ekki há tiðarskrúðganga heldur blóðug og þjáningarfull barátta. Ég hef sjálfur verið þátttakandi í stéttabaráttunni. En við skildum við tímabil Lenins að baki og héldum inn í Stalinstímabilið og vitskert stjórnmálastefna, stefna sjúks manns, tók við og skelfdi okk- ur alla. Zhdanov hafði verið stund- aður af læknum í Kreml. Þess- ir læknar gátu ekki annað en verið úr hópi hinna beztu og virtustu úr sinmi stétt. En þeir voru handteknir og siðan varpað i fangelsi eins og venjulegum glæpamönnum. Zhdanov hafði verið heilsu- tæpur um skeið, áður en hann dó. Ég vissi ekki, hvað að hon- um gekk, en eitt af því, sem þjakaði hann, var að hann hafði misst taumhald á sjálf- stjórn sinni, að því er áfenga drykki snerti. Það var hörm ung að horfa á hann. Ég man jafnvel eftir þvi, að síðustu dagana, sem Zhdanov lifði, var Stalin vanur að kalla til hans, að hann ætti að hætta að drekka. Þetta var furðulegt, því að Stalin var vanur að hvetja fólk til þess að drekka. Eftir dauða Staiins hef ég komizt í skilning um, að mennta menn okkar ala með sér rót gróna andúð á Zhdanov fyrii þátt hans í lyktum Leningrad- málaferlanna. En hafa ber það í minni, að Zhdanov var aðeins að framkvæma skipanir Stal- ins. Ég álít, að stefna Stalins í menningarmálum og þá eink- um menningarmálastefna sú, sem béitt var gagnvart Lenin- grad fyrir tilstilli Zhdanovs hafi verið grimmdarleg og skort alila skynisemi. Það er ekkiuinint að stjórna þróun bókmennta, lista og menningar með staf eða skipunarhrópum. Ef reynt er að stjórna listamönnum of har*J:alega, þá koma ekki upp neinar skiptar skoðanir og þar af leiðandi engin gagnrýni. Það verður aðeins til ömurleg flatneskja, leiðinleg og gagns- laus. LÆKNIR, SEM STUNDADI STALIN, SÆTIR BARSMfÐUM Hvað sem öllu leið, læknarn- Ir, sem stunduðu Zhdanov voru handteknir. Á meðal þeirra var V. N. Vinogi’adov. Hann hafði einu sinni stundað Stalin og var með þvi gerður mikill sómi, sökum þess að Stalin lét nær aldrei lækna stunda sig. En Stalin hlífði ekki Vinogradov. Stalin lét handtaka hann og lét hann þola barsmíðar. Ég kynntist Vinogradov, eftir að hann hafði verið látinn laus. Hann var sóttur oftar en einu sinni tii þess að gefa ráð varðandi heilsufar mín sjálfs. Stalin lét einnig handtaka V. K. Vasilen- ko, lækni og prófessor, sem get ið hafði sér góðan orðstír. Ég þekkti hann ekki vel persónu- lega, en ég hafði heyrt margt gott um hann sagt frá Strazhe- sky, sem ég bar mikla virðingu fyrir. Vasilenko var í Kína, er handtökurnar hófust. Hann var kallaður heim og á sama augnabliki og hann steig yfir sovézku landamærin, var hon um varpað í hlekki. Ég minnist þess, að eftir að ég hafði flutt skýrslu mína varðandi lög flokksins á 19. flokksþinginu, varð ég veikur. Ég gat ekki farið heiman frá mér, er skýrsla mín var til um- ræðu á flokksþinginu, og varð að vera í rúminu nokkra daga. Fullorðinn læknir kom til þess að skoða mig. Þegar hann var að hlusta hjai’tslátt minn, lagði hann eyrað upp að brjósti mér’ Ég varð snortinn af Iiugsunar- semi hans og nærgætni. Mér leið hræðilega þetta augna- blik, ekki sökum þéss að ég var veikur, heldur vegna þess að ég hafði lesið vitvisburðinn gegn þessum gamla lækni, sem sýndi slika umhyggju gagnvart heilsu minni, að það snart mig og samt vissi ég, að hvað sem ég segði, þá myndi Stalim ekki hlífa honum. Eftir að Vinogradov, Vasil- enko og hinir höfðu verið handteknir, lét Stalin gefa út og dreifa afritum af bréfi frú Timashuk með sinni eigin eftir skrift á, þar sem hanxj kynti undir reiði fjöldans gagnvart læknunum, sem höfðu „framið slíkan glæp“ að stytta Zhdan- ov aldur. Fleiri bréf tóku að streyma að, þar sem læknam- ir voru stimplaðir svikarar. Þessi bréf sýndu álit fólks, sem trúði þvi, að ef Stalin lét fara frá sér slíkt skjal, þá hlyti glæpurinn þegar að hafa verið sannaður. Og þetta fólk var í uppnámi yfir, að slíkur hlutur gæti hafa gerzt. Konev, sem sjálfur var sjúk ur maður, er‘ þetta gerðist, sendi StaJin langt bréf, þar sem hann hélt því fram, að ver- ið væri einnig að brugga hon- um eitur með sömu meðulum og þeim, sem sagt var, að Zhdan- ov hefði verið gefin inn. Bréf Konevs var kórónan á skrípa- leiknum. Sýnilega gerðu allir meðlimir fbrsætisnefndarinnar sér grein fyrir þvi, hve al’lan grundvöll skorti fyrir ásökun um Konevs, en við ræddum aldrei um það opinskátt, sök- um þess að þegar Stalin hafði einu sinni tekið ákvörðun og hafði byrjað að fást við lausn einhvers máls, þá var ekkert framar hægt að gera. Þegar við komum saman og skiptumst á skoðunum I einrúmi, játuðum við, að við værum reiðir yfir bréfi Konevs; úr þvx að þeir menn, sem ákærðir voru um morð á Zhdanov, voru komnir á bak við lás og slá, fæi’ði bréf ið út hring þeirra, sem grun- aðrir voru og kynnti undir tor- tryggni Stalins gagnvart læknum yfirleitt. Yfirheyrslunnar byrjuðu. Ég heyrði sjálfur, hvernig Stalin talaði til S. D. Ignatiev, sem var þá öryggismálaráðherra ríkisins. Ég þekkti Ignatiev persónulega og ég vissi, að hann var mjög sjúkur maður. Hann hafði hlotið nær ban- vænt hjartaslag. Hann var mildur, tillitssamur og í góðu áliti. Stalin var vanur að ávíta hann með vonzku í símanin í nærvei'u okkar. Stalin, æfur af reiði, æpti að Ignatiev og ógn- aði honum. Ki’afðist hann þess, að Ignatiev léti handtaka og malaði þá mélinu smærra. Það var engin furða, þó að nær all- ir læknarnir játuðu á sig glæp ina. Ég get ekki ásakað þá fyr- ir að fara með óhróður urh sjálfa sig. Ég hef rekizt á of marga menn til þess, alis konar fólk, heiðarlega menn og lyg- ara, byltingarmenn og svikara, sem játuðu allir. Það vai’ð á þennan hátt, sem samsæri læknanixi varð til. Þetta var svivirðilegt mál. Eft- ir að sigrinum yfir óvinunum í heimsstyi’jöldinni síðari var náð, eftir að sovézk mennta- mannastétt var að ná sér aftur og ávinna sér virðingu út um allan heim, varð hún — eða að minnsta kosti læknarnir úr hennar hópi að skotspæni fyrir tortryggni Stalins. Læknamálið varð grimmdarlegt og fyrirlitlegt mál. (Strax eftir dauða Stalins voru læknamir hreinsaðir af öllum ákærum á hendur þeim. Gerði það nefnd, sem Beria kom á fót. En tveir þeirra höfðu þegar dáið í yfirheyrsl unum). Handritin heim Þátttaka yðar gerði Árnagarð að veruleika 70% byggingarkostnaðar Árnagarðs, eða 42 milljónir króna, var greiddur með ágóða af Happdrætti Háskóla íslands. Þannig hafa þeir, sem eiga miða í Happdrætti Háskólans stuðlað að var- anlegri geymslu fyrir dýrmætustu eign þjóðarinnar. Kaupið miða í Happdrætti Háskóla íslands og takið þátt í uppbyggingu íslenzkrar menntunar. Vinningar eru hvergi stærri. Þriðjungur þjóðarinnar á nú kost á að hljóta vinning — því er Happ- drætti Háskólans glæsi- legasta happdrætti landsins. Verð miðanna er óbreytt. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.