Morgunblaðið - 24.01.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1971 til að jafna metin. Hann skrifaði: I varð cg feginn. Þarna fékk ég —- Fyrst þegar ég heyrði þetta, | tækifærið til að skera hann á Leikhúskjallarinn Kvöldverður framreiddur frá kl. 18 Vandaður matseðill. Njótið rólegs kvölds hjá okkur. Borðpantanir í síma 19636 eftir kl. 3. "OP'Ö" I ' > **'UHm ‘ vStiáliaóaÍftWByAaiidJIHyilB r fyJK’ip Tf/iWPP 11 I I I I I I i I I t I I I I I I I I I I I I I I I I ! I I sérhæfni tryggir vandaöar vörur BYGGIIUGAÞJÖRIUSTA SUÐURIVIESJA BYGGINGAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA hefur með höndum söluumboð fyrir 4 iðnaðarfyrirtæki á Suðurnesjum, öll sér- hæfð á sviði byggingariðnaðar og vel þekkt fyrir framleiðslu sína. Fyrirtækin, sem að Byggingaþjónustu Suðurnesja standa eru: Gleriðja Suður- nesja hf., Sandgerði, Plastgerð Suður- nesja hf., Ytri-Njarðvík, Tréiðjan hf., Ytri-Njarðvík og Rammi hf., Ytri-Njarð- vík. Fyrirtækin. sem að Byggingaþjónustu Suðurnesja standa, framleiða: einangr- unargler, glugga, innihurðir, viðarþiljur, plasteinangrun og svalahurðir. í umboðsskrifstofu Byggingaþjónustu Suðurnesja í Búnaðarbankahúsinu við Hlemmtorg, II hæð, eru jafnan sýnishorn af framleiðslu fyrirtækjanna og þar eru veittar allar upplýsingar þar að lútandi. Samstaða sérhæfðra fyrirtækja er örugg- asta trygging viðskiptavinarins fyrir vandaðri vöru. Byggingaþjónusta Suðurnesja Búnaðarbankahúsinu við Hlemmtorg, sími 25945, Reykjavík I I I I l l I I l I I i I I I l l I l I I I I I I I i I háls og sleppa sjálfur. Ég veit nægilega mikið til að hengja hann. Sækjandinn þyrfti bein- linis ekki á fleiri vitnum að halda. Mútur til eftirlitsmanna, hárra sem lágra. Ég varð svo ofsalega feginn þegar ég las fyrstu fyrirsagnirnar, að ég hefði getað æpt upp yfir mig. En svo fór ég að hugsa mig betur um. Þeir stefna mér áreiðanlega, en ég vil bara ekki koma fyrir rétt. Ég get ekki gert honum þetta. Get það ekki vegna þess að ég hata hann. Finnst þér það ekki hlægilegt að vilja rugla fyrir réttvísinni af því að ég hata sakborninginn, sem ætti að fá makleg málagjöld? En hvern- ig gæti ég varið það fyrir sjálf- um mér? Ég gæti ekki verið viss um það i vitnastóinum, að vitnis- burður minn stafaði ekki af hatri, og það er lítilmanniegt. Lík lega væri hreinlegra að drekka mig fullan og drepa hann hrein- lega, og taka svo afleiðingunum. Ef ég befði ekki komizt að þessu um hana Francescu, þá hefði ég farið i vitnastólinn og logið frá mér mína ódauðlegu sál, til þess að bjarga honum En hvað á ég nú að gera? Það gat hún ekki sagt honum — þetta var hans mál en ekki hennar. Hún gat ekki sagt: — Gerðu þetta eða gerðu hitt. Paul sagði: — Ef þú værir í vitnastólnum, mundirðu þá verja hann? Hún leit á hann vandræðalega: — Ég veit ekki, svaraði hún loksins dræmt, — ég mundi ekki þola að sjá hann biða ósigur og ég gæti ekki hugsað mér, að hún Molly . . . — En þú gazt samt farið frá honum, af því að hann var óheiðarlegur? — Það hef ég aldrei sagt þér. — Góða mín, svona einfaldur er ég ekki. Og auk þess er Hanna óþarflega lausmál. Hún lagði fyrir mig hugsað mál . . . mjög svo hugsað. Þú mundir slita trúlofuninni þinni þesa vegna — vegna meginreglna þinna og samt mundirðu ekki vilja sverja fyrir rétti . . . Hann hristi höfðið. — Þetta kvenfóik gengur alveg fram af mér, sagði hann auð- mjúklega, — en værirðu ekki jafn andskoti sjálfri þér ósam- kvæm og þú ert þá værirðu ekki kvenmaður. Eins og kvenfólk er fiest. Hún sagði dauflega: — Ég veit ekki, hvað ég mundi gera, Paul. Kannski kemur aldrei til þess. Það er allt annað með Jim. Hann yrði mikiivægt vitni. — Honum er i.la við Pat, sagði Paul. — Það sagði hann mér þarna kvöldið géða. — En sagði hann þér, hvers vegna? — Nei. En einn maður fer ekki að drepa annan nema af ein hverri góðri og gildrí ástæðu. Annaðhvort eru það pen- ingar eða kona. Og mér skilst, að um peninga hafi ekki verið að ræða. Hann leift fast á hana. — Þess vegna grunar mig, að það hafi verið út af kvennamálum. Fyrst hélt ég, að pað hefði verið þín vegna. Svo sá ég, að það var helber heimska. Ég vissi um kon- una hans að hún var í geðveikra- hæli. Þú sagðir mér það þarna um kvöldið, og hann sagði mér það seinna. Svo iagði ég saman tvo og tvo — Æ, Paul. — Allt í lagi Ég er ekki að snapa eftir r.einum leyndarmál- um. Heldur ekki hjá honum. Það sem ég er að reyna að komast eftir er það hvort hér er um ein- hverja persónulega óvild að ræða. Hann getur gert hreint borð við réttarhöldin. Ef hann þá vill. Hún svaraði: Það vill hann ekki . . . einmitt af því að þetta er persónuleg óvild. Langa sumarið silaðist áfram, heitt og kæfandi. Kathleen var i borginni mestallan tímann. Ein- stöku siinnum fór hún í heimsókn ir um helgar. En í borginni borð- aði hún oft á úti veitingastöðum, eða þá kvöldverð svo sem klukkutíma leið út úr borginni. Alltaf var hægt að fara á ein- hvern stað og með einhverju Farðu á fætur hún maninia þarf að fara í bað. fólki. Og svo kom Hanna með uppástungu: — Við skuium taka okkur frí i september, þegar haustsýning- unni er lokið. Ég skal bíða eftir þér, svo að við getum verið sam ferða. Rósa gefur þér áreiðanlega eina viku, þó að þú sért ekki búin að vinna fyrir henni enn . . . Og Joel var að stinga upp á, að við færum i sumarhúsið hans á Eyjunni. Þá verða krakkarnir komnir aftur í skólann. Og þetta verður eftir frumsýninguna hans Pauls. Þetta getur allt komið á- gætlega heim og saman og við get um legið þar í letinni í sólskin- inu. Joel á líka hest, sem við getum notað ef við viljum. Svo kemur hann um helgina og verð- ur kannski eitthvað lengur, ef hann getur. Hann hefur ein- hverja gamla frænku fyrir ráðs- konu þarna. Hún getur verið dyggðaverndarinn okkar. Hvað segirðu um þetta? — Jú, mér þætti það gaman, sagði Kathleen. Frumsýning Pauls var á mánu- degi, rétt fyrir nnðjan september. Næsta föstudag áttu þær stöllur að leggja af stað til Ransom- hússins. Þar áttu þær að hitta Paul, þar eð hann hafði sagzt ætla í kofann sinn, eftir frum- sýninguna og ef tii vill fara að fást við nýja leikritið, sem hafði verið að brjótast um í honum undanfarið. En svo hafði hann svo mikið að gera við æfingar og frágang. Frumsýningin átti að fara fram í New York og hann sagðist vera skíthræddur, og með lífið í lúkunum. — >ú segir annað þegar þeir fara að æpa: „Höfundinn fram!“ sagði Hanna. Þama voru góðir áhorfenduir af betra taginu, konur í sínum venjulegu loðkápum, þrátt fyrir hitann. Þarna voru leikdómend- ur og njósnarai frá Hollywood og þrjár kvikmyndastjörnur, sem voru á ferð í borgimni. — Hjálpi mér allir heilagir! sagði Hanna. Hún hafði verið að athuga og krota hjá sér útgang- inn á kvenfólkinu. — Hvað er að? spurði Kath- leen. Joel var þarna með þeim og svo Rósa og Samfny Davenport, Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl. Heyndn að halda fyrirættunum þínum leyndum. Nautið, 2«. apríl — 20, maí. hú færð ekki nægilega góðar upplýsingar. Góða skapið þitt og þolinmæðin við að kanna málin cru höfuðatriði. Reyndu að spara, því að þú þarft á fé að halda bráðum. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Nú er nauðsynlegt að synda milli skers og báru. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Vertu ýtinn í starfi. en ckki einkamálum. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Þú ert i ham vegna mála, sem þér eru raunveruleiki, en skipta aðra litlu máli. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nýir samningar eru glæsilegir, en er nokkur ástæða til að skipta sér frekar af þeim. Vogin, 23. september — 22. október. Háttvísi er alveg bráðnauðsynleg, þar sem þér er alls ekki ljóst, hvað býr að baki mála dagsins. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Munaðurinn freistar þín heiimikið í dag, en gott væri ef þú gætir setið á þér um sinn. Kogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú hefur gert rétt f að einbeita þér f nýja átt á nýja árinu, og haltu fast við þetta verkefni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að segja cngum fyrir verkum f dag, þvf að það leggur aðeins meiri skyldur á herðar þér. Samstarf við aðra gengur eilítið betur í dag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Fólk höfðar til hugmynda þinna og hugarfiugs alls. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Sanihugur þinn er öðrum einlægur stuðningur í öilum þeirra vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.