Morgunblaðið - 09.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1971 17 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Saga veiðimanns og rithöfundar Guðmundur Daníelsson: VÖTN OG VEIÐIMENN. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar. Reykjavík 1970. VÖTN og veiðimenn, sem fjall- ar um uppár Ámessýslu, er þriðja og seinasta veiðimanna- bók Guðmundar Daníelssonar í bókaflokki, sem Guðjón Ó. Guð- jónsson hóf útgáfu á fyrir þremur árum. Fyrsta bókin var um Elliðaárnar, önnur um ölf- usá og Sogið. Guðmundur Dan- íelsson hefur eins og kunnugt er samið fjórðu veiðimannabók- ina: Landshornamenn, sem ísa- fold gaf út 1967. Það er dæmigert fyrir þessar bækur Guðmundar Daníelsson- ar, að þær lýsa ekki eingöngu ám, vötnum og veiðimönnum, heldur eru þær um leið ævi- saga hans sjálfs, oft nákvæm skýrsla um dagleg atvik og kemur fjöldi manna við sögu. Fyrir þá, sem vilja kynnast manninum og rithöfundinum Guðmundi Daníelssyni, skilja skáldverk hans og bókmennta- legan metnað, eru veiðimanna- bækurnar ómissandi. Þær lýsa m.a. togstreitunni milli skáld- skapariðkana við skrifborð og hins frjálsa og áhyggjulausa lífs við veiðar og náttúruskoðun. Náttúrukraft er víst óhætt að kalla Guðmund Daníelsson, því að auk þess að gefa sér tíma til að njóta lífsins fellur honum varla penni úr hendi. Hann er í hópi afkastamastu skáldsagna- höfunda þjóðarinnar, einnig skólastjóri og ritstjóri vikublaðs fyrir austan fjall. Þeir, sem vænta nýrra skáldverka frá Guðmundi Daníelssyni, munu nú fagna því að veiðimannabók- unum er lokið og blóm skáld- skaparins sennilega tekin við (líklega úr járni eins og hann hefur gefið fyrirheit um). En þegar alls er gætt munu veiði- mannabækurnar ekki Þykja ómerkar; þær eru í senn girni- leg heimildarit handa veiði- mönnum og skemmtun í skamm deginu. Nú er sá tími aftur á móti ekki langt undan, að menn fari að huga að stöngum sínum og veiðidóti, búa sig undir nýtt sumar. Þá sakar ekki að líta í bækur Guðmundar Daníelssonar um árnar, lesa um reynslu hans og annarra. Vötn og veiðimenn skiptist í nokkra meginkafla, sem gefa hugmynd um efni bókarinnar: Hvítá, Brúará, Tungufljót, Stóra-Laxá, Litla-Laxá, Á bökk- um vatnanna og önnur vötn og aðrir veiðimenn. f þessari bók leggur Guðmundur mikið upp úr hvers kyns fróðleik, sem hann sækir í prentaðar og óprentaðar heimildir og til ein- stakra manna, einkum veiði- bænda. Vötn og veiðimenn verð ur þess vegna brot úr héraðs- sögu. Fáum kemur á óvart að lesa um Sigríði í Brattholti og Gull- fossmálið til dæmis, en aftur á móti er meira að græða á að kynnast viðhorfum bænda og veiðimanna. Lýsing á viðskipt- um Guðmundar Daníelssonar og fleiri við veiðimálastjóra og sakadómara verður dálítið skop- leg, sannar m.a. vanda þeirra laga, sem sett eru um stanga- veiði, en eitthvað verður þó að styðjast við í því efnd sem öðru. Skemmtileg saga er í Vötnum og veiðimönnum frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi, en þangað fer Guðmundur til að hafa viðtal við Högna Guðnason: „Svipur- Guðmundur Danielsson inn á Högna verður mér strax þokkaleg dægrastytting. Hann er á svipinn eins og hann sé að hugleiða smáskrýtna brellu og muni kannski framkvæma hana. Maðurinn er á sífelldum faraldsfæti um þessa stóru stofu, sem við erum staddir í. Setjist hann á stól eða bekk, þá er það ekki tii annars en að standa strax upp aftur, hlaupa yfir gólfið þvert og tylla sér á nýtt sæti s©m sinöggvasf.“ Guð- mundur bíður með segulbands- tæki sitt, alráðinn í að rekja garnirnar úr öldungnum um veiði í Stóru-Laxá. En Högni lætur ekki plata sig til að rausa í slíkt tæki. Það eru mannlifsmyndir eins og þessar, sem orka sterkar á lesandann en fræðilegar greinar gerðir og tölur. Guðmundur Daníelsson kann þá list að gæða hversdagsleikann lífi einis og blaðagreinar hans og viðtöl vitna oft um. í veiðimannabók- um hans held ég að þetta tvennt fari saman með þeim hætti, að þær verða ekki leiðinlegar af- lestrar; í senn frjálslegar og hressa-ndi hugleiðingar og við- leitni til að segja rétt frá stað- reyndum. Hann skrifar í kafla, sem nefnist Þrír silungar og hinir fiskamir tveir: „Eins og veiðimenn vita, þá er það frem- ur sjaldgæft, að nokkuð sögu- legt beri við í veiðiferð. „Sá stóri“ er í rauninni mjög sjald- gæfur, nema í ímyndun manns, hann kemur hér um bil aldrei á land, því að það er hann, sem maðu-r missir. Hann tekur og maður glímir við hann um stund og missir hann síðan. Það er kannski ágætt, kamnski er þetta guðs ráðstöfun gerð í því skyni að halda „bakteriúnni“ í manni lifandi, aldrei blómgast hún betur en eftir að maður hef ur komizt í snertingu við „þann stóra“ — án þess að ná hon- um.“ Ætli flestir veiðimenn séu ekki fúsir til að taka undir þessa heimspeki. Vötn og veiðimenn er að frá- gangi vönduð bók, prentuð á dýran myndapappír, enda prýða margar ágætar myndir bókiina. Sumar myndanna eru þó ekki nógu vel heppnaðar til að eiga heima í bókinni. Veiðimenn munu yfirleitt fagna þessari bók eins og öðr- um veiðimannabókum Guð- mundar Daníelssonar. Jóhann Hjálmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Mannleg einkenni trjánna Cr verkum Þórbergs Þórðarsonar. Upplesari: Höfundur. Útgáfa: Fálkinn. Mai'gt hofur verið rætt og ritað um Þórberg Þórðanson, Baldur Óskarsson: KROSSGÖTUR. Heimskringla. Reykjavík 1970. SVEFNEYJAR nefndi Baldur Óskarsson fyrstu ljóðabók sína. Bókin sýndi að Baldur hafði til- hneigingu til „upphafinnar“ og myndrænnar ljóðagerðar, þar sem orðin eru tónlist, en heild ljóðsins sjálfs býður upp á margar ráðningar. Baldur gerði meira að segja tilraunir með hljóðtákn, en þær eru óvenju- legar í íslenskri ljóðagerð. Áður en Svefneyjar komu út, hafði Baldur sent frá sér skáldsögu og smásagnasafn, sem vakti m.a. athygli vegna „djarfra“ mynd- skreytiraga Jóns Emgitberts. Önnur ljóðabók Baldurs Ósk- arssonar kom á markað fáeinum dögum fyrir jól ásamt nokkrum öðrum ljóðabókum frá Heims- srtórsikájld og heiimspeking úr Suðursveitinni. Allir viður- kenna hann sem snitling, en salkir miargbreytileiika er mis- jaifnit af hvaða hlið persónu- leikains menn hrifast mest. Sumir hálda fram hugimynda- smiðnium, aðrir málisnillinign- um og enn aðrir upplesaran- um eða húmoriistanium. Fyrir jólin kom út hljóm- plata með Þórbergi og þrátt fyrir að það taki á annan klukkutima að leika plötuna, kemur þar skýrt í Ijós sá gal'li, sem er á útgáifu lengri ritverka á hljómplötiuim, nefni- lega að veija og h-afna. Þórbergur ies upp úr þrem- ur veirkum sínum: Upphafinu á bókunum „Steinamir tala“ og „tslenzkur aðalll“ svo og draugasöguna „VéLstjörinn frá Aberdeen". Það er alfcaf gaman að hlustia á Þórbeng lesa, þvi hann hefur heiðariliegustu rödd á íslandi, og er það þessi barnalega eimfeldni, sem snert ir margia, fyrir utan það, að kringlu. Þessi nýja þók heitir Krossgötur og vitnar að mínu áliti um aukin tök Baldurs á ljóðagerðinni, en þar með er ekki sagt, að ljóðagerð hans veki enn sem komið er sérstaka athygli. Hann er háður ýmsum öðrum skáldum, innlendum og erlendum, en vinnúbrögð hans gefa á köflum fyrirheit um meiri árangur í glímunni við ljóðrænar kenndir. Alla spá- dóma ber þó að varast þegar skáldskapur er annars vegar. En það er eftirtektarvert um liðið ár, að þá komu út nokkrar ljóðabækur, sem sanna að ung- um og einnig fullorðnum skáld- um er að vaxa fiskur um hrygg, að minnsta kosti faglega séð. En ljóðið er miskunnarlaust eins og löngum fyrr og það get- ur tekið tíma og þolinmæði að nema þann galdur, sem úrslit- um ræður um varanlegan skáld- Þórbergur stendur jötun- traustum rótum í þeirri þjóð- legu menningarartleifð, sem við erum öll hluti af. Það er gamian að þessari plötu, þótt hún hafi líitið bók- menntailegt gildi, en til þess að svo mætti vera þyrfti að gefa úit margar plötur, sem spönnuðu hinar margbreyti- legu myndir, sem fyrir koma i verkuim Þórbergs. Má þar nefna Ævisögu Árna prófasts, Bréf til Láru ásamt ýmsum ádeiliu- og sálarbará'ttulýsing- um Þórbergs. Eininig er ekki að fiinna á þessari plötu sér- lega gott dæmi um húmorinn. Það skemimir nokkuð plöt- una, hve hljóðritunin er slöpp. Þrátt fyrir það ber að þakka þetta framl'ag ti'l útbreiðslu mennihgarinnar. Þessi plata kaillar á framhald, en til að gefa sem fuMlkommustu mynd af Þórbergi dugar ekki hljóm- plata, heldur myndseguilband eða kvilkmynd. Svo merkileg- ur maður er Þórbergur. Haukur Ingibergsson. skap. Aukið frelsi Ijóðsins er samt ánægjuleg staðreynd í ís- lenskum bókmenntum. Ég var að tala um að ljóð- skáldinu Baldri Óskarssyni hefði farið fram. Dæmi um það er ljóðið Þar sem mynd þín um aspirnar á torginu, sem skáldið líkir við „hávaxnar konur“, sem „horfa í gaupnir sér“. En eink- um ljóðið Áfangi, sem er á þessa leið: Stormur á fjöllum. Þú nemur staðar, kastar mæðinni og litast um. Rennir augum yfir farinn veg og rýnir fram í gegnum þokuruðning þar til augun greina furðu slungið um fjöll og skóga vötn og daginn sjálfan mannvirki — kínverskan múr, eða Miðgarðsorm. Og stendur góða stund í sömu sporum snúinn í veðrið, strýkur vatn úr auga. — Heldur enn af stað. „Skógurinn vekur nú athygli þína vegna þess/ að trén bera mannleg einkenni", stendur í Ijóðinu Á hvörfum. Einis og al- gengt er í skáldskap lýsir Bald- ur Óskarsson í senn átökum manns og náttúru og samruna alls lífs, sem lifað er. í ljóðum hans getur það gerst, að fjöllin „hefjast á vængjum/ og hverfa til hafs“, en þessar ljóðlínur minna á aðrar frægari: „Á mjó- um fótleggjum sínum/ koma meninrmir eftir hjarninu/ með fjöll á herðum sér“, eftir skáld, sem líka leggur stund á innhverfa náttúrulýsingu til að tjá mannlega baráttu: Stefán Hörð Grímsson. Hljóðlát, en stundum eilítið hátíðleg túlkun umhverfis, minnir stundum á Þorstein frá Hamri, setning eins og „Þó verður leikur að dvelja fyrir sér með gátum/ meðan nokkurs er að vænta“ (Leys- ing), og „Sú kemur tíð, að þú verður tekinn niður“ (Sem í fyrstu). Baldur Óskarsson Ljóðagerð Baldurs Óskarsson- ar er oftast lokuð, háttur hana að tjá sig orðinn nokkuð hefð- bundinn innan marka módern- ismans, en ljóst er að hann stefnir að ögun og fágun. Krossgötur lýsa því markviss- ari vinnubrögðum en Svefneýj- ar. Eins og fyrr segir er þetta einkenni mörgum íslenskum nútímaskáldum sameiginlegt, svo að engu er líkara en að einhvers konar „skóli“ sé að myndast í ljóðagerðinni. Yngstu skáldin hafa aftur á móti sannað, að opnari ljóð eru þeim fremur að skapi. Við vit- um, að það, sem er orðtnn við- urkenndur „módernismi“, getur fljótlega fengið á sig „akadem- ískan“ svip og þá er ný upp- reisn skammt undan. Bók sinni skiptir Baldur Ósk- arsson í fjóra kafla: Hyljir og torg, Návist, Steinhafursauga og Drög að helgimyndum, en auk þeirra eru tvö inngangsljóð: Áfangi, sem áður var vikið að og Cornelius Agrippa. Síðar- nefnda Ijóðið, upphafsljóð bók- arinnar, verkar eins og hvatn- ing; í því er brýning, sem jafnt Baldur Óskarsson og mörg önn- ur skáld, geta tekið undir án þess að hljóta skaða af: Hann lífgar eldinn, lætur drjúpa í kerið orð sem han,n geymir undir tungurótum og sér þau lifna ljós í vatni og gleri. Lífgið eldinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.