Morgunblaðið - 09.03.1971, Page 22

Morgunblaðið - 09.03.1971, Page 22
22 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 9, MARZ 1971 Jón Ölafsson Hafrafelli — Minning Fæddur 19. ágrúst 1901. Dáinn 22. febrúar 1971. Þegar mér barst til eyrna snemma í síðustu viku fébrúar S.I., að Jón Ólafsson á Hafra- felli væri látinn, minntist ég þegar í stað orða skáldsins, er segir: „Veiztu, hve gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi." Því minntist ég þessara orða, að mér var kunnugt um, að mörg undanfarin ár hafði Jón barizt harðri baráttu við mikla vanheilsu, og má slíkt teljast tregablandin raun hverjum þeim manni, sem áhuga og aðstöðu hefur til starfa, gagngera kunn áttu í hverju þvi, er að jarðrækt og skepnuhirðingu Iýtur, hefur þá handlagni til að bera, sem nauðsynleg var tali-n til að geta verið sjálfbjarga við sveitabú- skap eins og hann var rekinn hér á landi fram undir miðja 20. öld og kemur ekki síður að gagni við hagnýtingu nútíma tækni í landbúnaði. Allt þetta hafði Jón til að bera og síðast en ekki sizt hafði hann áhuga fyrir lifi og starfi sér og sinu heimili til hagsbóta. I>vi aðeins get ég þetta sagt, að ég var á Hafrafelli tvo vet- ur fáum árum eftir að Jón hóf búskap þar og byrjaði ég því raunverulega að vinna fyrir mér undir handleiðslu hans. Mun ég hafa komið þangað seint á árinu 1940 og átti að vera snúningastrákur við gegningar. Mitt starf varð því að fara með Jóni í gripahúsin, aðstoða við fóðrun, smalamennsku og aðra hirðingu sauðfjár og hesta. Þá voru gripahúsin dreifð hér og þar um allt tún, líkt og sjá má á skuggamyndinni, sem Fræðslu safn rikisins hefur gefið út af Eiríksstöðum á Jökuldal og er sú mynd í myndaflokki Fræðslu myndasafnsins um Norður-Múla sýslu. Til dæmis voru fjárhús á f jórum stöðum í túninu á Hafra t Faðir minn, Helgi Valtýsson, rithöfundur, andaðist í sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt 6. marz. Fyrir hönd ættingja, Sverre Valtýsson. t Maðurinn minn, Pálmar Jónsson, Unhól, Þykkvabæ, andaðist í Lan dakotsspítala sunnudaginn 7. marz. Slgríður Sigurðardóttir. felli, hestar voru í þremur hús- um og svo var smáhlaða við hvert einasta hús. Þar að auki var svo fjós með hlöðu heima við gamla bæinn og bedtarhús á Þverhólagerði. Það var því ekki svo litið verk að annast skepnu hirðingu með þessu fyrirkomu- lagi. Það var verk okkar Jóns að sjá um sauðfé og hesta heima, en þegar út á vetur leið og timi vannst til, hjálpaði ég honum í smiðju, en þar var hann öllum stundum, þegar ekki þurfti öðru að sinna. Við öll þessi störf barst margt í tal milli okkar Jóns, fyrst og fremst um það, sem verið var að gera hverju sinni, en einnig komu fram ýmsar hugleiðingar um ráð gátur lífs og dauða, rúms og tima. Oft benti hann mér á ýmis legt í atferli sauðfjár og hesta og á ýmislegt í umhverfi Hafra fells og verður nánar vikið að því siðar. Svo sagði hann mér sitt af hverju frá sjálfum sér og verður nú talið það helzta, sem ég man enn eftir þrjátíu ár: Foreldrar Jóns voru Ólafur Jónsson bónda Ólafssonar á Skeggjastöðum í Fellum og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Ólafur bjó á þeim hluta Skeggja staðalands, er áður var eign býl isins Götu og þar innan og of- an við gamla Götutúnið var reist ibúðarhús, sem síðan hefur verið nefnt Holt. Bræður Ólafs, Þórarinn og Hallgrímur, fengu Skeggjastaðaland til ábúðar, en fjórði bróðirinn, Sigurður, bjó í Hrafnsgerði. Þau Ólafur og Guðlaug eign- uðust 4 böm, sem upp komust, en þau eru: Hallgrimur bóndi í Holti, Guðríður, áður húsfreyja á Ási í Fellum, nú búsett í Egils staðakauptúni. Laufey hús- freyja á Droplaugarstöðum í Fljótsdal og Jón, sem hér er nán ar getið. Hann fæddist 19. ágúst 1901, ólst upp í foreldrahúsum og systkinahópi, en þá eins og nú var fjölmennt á Skeggjastöð um. Nú eru þar 4 íbúðarhús sam týnis þegar Holt er taffiið með. Jón vandist á að taka til hend inni við venjuleg sveitastörf, en snemma mun þó hugurinn hafa staðið til smíða. Undir þritugs- aldur hleypti hann heimdragan- um, hélt til Reykjavíkur, hugð- ist afla sér iðnréttinda og réðst sem lærlingur á trésmíðaverk- stæði. Þar varð hann fyrir stór kostlegum vonbrigðum, þegar hann, fullþroskaður verkmaður, var settur í ýmiss konar byrj- endasnattvinnu og fékk lítilfjör legt lærlingskaup í tilbót, enda hætti hann náminu og fór í aðra vinnu. Samt leitaði hugurinn enn til smíðanna og nú réð hann sig að sumarlagi í brúarvinnu á t Eiginlkona mím, Pálína Vernharðsdóttir, verður jarðsett frá Foss- vogskirkju miðvifcudaginn 10. mairz kl. 13.30. Blóm vinsaimlegia afþökíkuð, en þeim, sem vilja minnast hinnar láifcnu, er bent á liiknar- sitofnanir. Jóhann Grímur Guðmundsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför, konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR Ingi Guðmonsson, böm, tengdaböm, og bamaböm. Norðurlandi. Þar varð hann fyr ir annarri dýrkeyptri lífs- reynslu, því þá bilaði hann í baki við átök í vinnunni, beið þess aldrei fyllilega bætur og varð alla tið að fara sér gæti- lega við erfiðisvinnu eftir það. Nú lá leiðin aftur austur á Hér- að og þar beið hans bæði ham- ingja og framtíð, því nokkru eftir heimkomuna giftist hann Önnu, einkadóttur hjónanna á Hafrafelli, Runólfs Bjarnasonar og Sigríðar Sigfúsdóttur. Jón og Anna hófu nú búskap á Hafra- felli og tóku brátt við jörðinni allri. Þau eignuðust tvær dæt- ur, sem nú eru báðar giftar. Heitir sú eldri Sigrún og er gift Brynjólfi Bergsteinssyni frá Ási í Fellum. Hafa þau reist nýbýl- ið Hrafnafeill, eamtýniis Hafira- felli. Yngri dóttirin, Guðlaug, er gift Ólafi Gunnarssyni bifreiða- stjóra og búa þau á Hraunbraut 10 í Kópavogi. Var mikið lán fyrir Jón i veikindum hans siðar að geta notið aðhlynningar dætra sinna, hvort heldur hann var hér fyrir sunnan eða heima. Á Hafrafelli undi Jón sér vel og hafði það athafnafrelsi, sem hugur hans þráði, enda hófst hann handa um að bæta og auka ræktun þar og byggingu nýrra gripahúsa. Við búskapinn naut hann aðstoðar Einars Sig- finnssonar, sem hefur verið vinnu maður á Hafrafelli um nærri 40 ára skeið og er þar enn. Mun slíkt fátitt í sveitum núorðið. Þótt ekki sé jafn viðsýnt á Hafrafelli og á æskustöðvum Jóns í Fram-Fellum, þá býr landareign Hafrafells og þriggja nærliggjandi jarða, Kross, Ekkjufells og Staffells, yfir mjög sérkennilegri náttúru fegurð og tilbreytingu I lands- lagi, sem vart á sinn líka ann- ars staðar á landinu. Há fell og klappaásar með mjóum kletta- klaufum á milli skiptast þama á vlð mýrasund með tjörnum og jafnvel silungsvötnum, en allt er greinilega sorfið og fægt af isaldarjöklinum. Er hrein af- bragðs kennslustund í náttúru- fræðum að ganga að sumarlagi þvert yfir fell og klaufir frá Ekkjufelii gegnum Hafrafells- land upp að Staffelli. Þetta er vissulega undraland, sem ferða- maðurinn sér aldrei og má nefna fleiri staði á Héraði, sem búa yfir sterkum sérkennum, og eng ir ferðamenn sjá. Á þessu nefnda svæði má sjá sambýli gróðurs í skjóli nakinna klappa, fuglalíf í mó og barði, tjöm og vatni, en allt yfirbragð landsins er mótað af heljartökum ísaldar jökulsins. Því get ég þessa alls hér, að Jón benti mér fyrstur manna á þetta allt. Þetta og fleira i náttúrunni vissi hann af bóklestri og fylgdist með af vökulli hyggju bóndans. Til t Þökbuim innilega auðsýnda saimúð, hiuittekninigu og veiibta aðstoð við andláit og jarðiairför Sigurfljóðar Jónasdóttur, Leikskálum. Þuriður Ólafsdóttir, •Jón Jóhannesson, Kristín Ólafsdóttir, Guðjón B<‘nediktssí)n, dótturbörn og systkini hinnar látnu. sannindamerkis um athygli Jóns í þessum efnum, get ég nefnt, að í siðasta skiptið, sem ég hitti hann, þar sem hann lá I Landsspítalanum í Reykjavik um hátiðarnar í vetur, hafði hann orð á því, hversu undar- legt það væri, að einn af sér- kennilegustu sumargestum lands ins, spóinn, sæist vart né heyrð ist lengur. Nú eru nærri þrjátíu ár síðan ég var á Hafrafelli. Ég hvarf burt úr Fellum og eftir það hitt umst við Jón sjaldan og aldrei nema stutta stund í einu. Helzt hittumst við á Egilsstöðum á sumrin og þá jafnan báðir á hraðferð. Eina kvöldstund dvöldust þau hjónin þó á heim- ili minu hér í bæ fyrir 15 ár- um siðan, en þá voru þau bæðl til lækninga hér fyrir sunnan. Annars hygg ég, að ein lengsta samverustund okkar Jóns síðan hafi verið, er við urðum sam- ferða í flugvél frá Egilsstöðum til Reýkjavíkur seint í ágúst 1969. Þá var hann sárþjáður á leið til sjúkra'húsvistar, en ég mætti sömu vinsemdinni og jafn an, þegar við hittumst. Þess vegna er það fyrst og fremst, að ég tek mér penna I hönd við ævilok hans til að þakka honum velvild og vin- áttu. Eftirlifandi eiginkonu hans dætrum, tengdasonum og barna börnum votta ég mina innileg- ustu samúð og bið þeim allrar blessunar. Sigrurður Kristinsson. Dagný Níelsdóttir — Minningarorð Fædd 14. nóvember 1885. Dáin 28. febrúar 1971. • KÆRA mamima, þegar ég sit við dánarbeð þitt eru tvær mininingar . mér efstar í huiga. Skólarniir voru hættir og ég var að fara í sveit í fynsta sinni. Bg man hvað ég var hreykinn yfir þvi að vera farimn að hjálpa mömrnu og pabba, mér fann.st ég vera stór kall þá. Ég settist inn í bílinn sem var að l'eggj a af stað, og settist við gluggann en þá varð mér litið til þín mamma og ég sá að tár runmu niður vanga þínia. Ég ætilaði að standa upp og hlaupa til þín, en var ýtt niðuir í sætið affcur og svo haldið af stað. Svo leið sumarið og um haustið þegar ég fóx heim gaf bórudinn mér 10 krónuir og ég gleymi því víst aMrei hvað glaður óg var. Ég hé’ilt utan um penginin alla leiðina heim því ég æfilaði að gefa mömmu fyrstu penángana mína seim ég vanin mér inm. Þegar ég kom var komið myrkur en ljós var í glugga. Ég greikkaði sporið, en þegar ég kom inn varst þú ekki hedma, en. ég vi'ssi hvar þú varst. Þú varst úti í fiskstöð að vinna blaut og köld og sjálfsagt svöng líka. Vonlbrigði mín voru mikil og hvað varð af þessutm fyrstu pen- ingutm mínum veit ég ekki, því ég skyldi þá ekki hrvað þú þurftilr að legigja hart að þér til að fæða okkur og iklæða. Hin miinining mín er ödJiu ljúf- ari; hún er frá hedimabyggð þinni Flafcey á Breiðafirðá. Þú hafðir fengið lítinn bát að láni og tókst mig með þér og ég man bezt þegar þú sebtár upp seglin og sjórinn flæddi yfir ixxrð stokkinn þegar báturiinin tók Skriðið, þá varð ég hræddur, en ölll hræðsla hvarf flljótlega aÆ því ég sá að þama var kona sem kumni til verka og þanmig sigldum við lemgi dags í björtu og faiilegu veðri frá einmi eyjummi tl ammiarrar. Þá var gaman. En mamma, nú leggur þú upp í þína síðuistu siglimgu.. Þú siiglár á fumd Guðs þínis sem þú trúðir og treystir á. Sj áiifur sé ég í anda þabba sem á umdan þér er farinm, hvar hann ieggur hönd fyrir augu. Og sjá úti við hafsbrún sér á hvít segl og lítinm bát sem sigl'ir mikkm. Hann röltir niður hvítan sandinn, því hann veit að þú ert að koma, og í sömu andrá reninir þú fleyi þínu á hvítan sandinn. Þú ert komin heim. Þið eruð afltur orðin unig og falteg eina og þið áður voruð, laus við aláar áhyggjur og gangið beint á fund Guðs sem þið trúðuð á og treystuð, og ég veit að tekur vei á móti ykkur. Og svo send- um við systkin þakfcir til alllra, sem hafa sýnt þér veöviM og hlýhug. Og fyrir þina hönd segjunm við: Guð blessi ykkur öM. H. S. H úsbyggjendur Nú er vorið á næstu grösum og frost úr jörðu. Getum tekið að okkur mótauppslátt í Reykjavík og Suðurnesjum. Upplýsingar í sima 34201 eftir kl. 18,30 á kvöldin. Golfklúbbur Reykjovíkur Árshátíð kúlbbsins verður í Átthagasa! Hótel Sögu laugar- daginn 20. marz og hefst kl. 7.30 með boltaleik og borðhaldi. Samkvæmisklæðnaður eða dökk föt. Aðgöngumiðar kr. 700 fyrir mann seldir í Rósinni Aðalstræti. Félagar fjölmennið. Sumurbústuðulund óskust Fámennt stéttarfélag óskar eftir góðu landi fyrir orlofsheimili. Staðgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. marz merkt: „Fagurt um- hverfi — 6445".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.