Morgunblaðið - 25.03.1971, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971
Litið inn á handbókasýningu
í Norræna husinu
MIKIL aðsókn hefur verið að
Norrænu liandbókasýningunni
sem stendur yfir í Norræna
húsinu um þessar mundir,
Þar getur að lita tólf
hundruð títla frá fjölmörg-
um forlögum íslenzkum og
frá hinum Norðurlöndunum.
Þegar fréttamaður Mbl. leit
inn í Norræna húsið í gær
var mikill fjöldi gesta að
blaða í handbókunum; þar
voru nemendur úr bekk í
Hagaskóia ásamt kennara sín
um, stúdentar, kennarar o.
m. fl.
Hagaskólanemendurnir voru
að fylgjast með litskugga-
myndasýningu þar sem veitt
ar voru leiðbeiningar í sauma
skap og síðan kom smávegis
kynfræðsla. Áhugi nemend-
anna virtist ósvikinn og eftir
að hafa horft á litskugga-
myndirnar var tekið að fletta
bókum, þar sem efninu voru
gerð ítarleg skil.
Else Mie Sigurðsson, bóka-
vörður sagði að gestir sem
hefðu komið á sýninguna
hefðu sýnt einna mestan á-
huga á handbókum um tóm-
stundaiðju hvers konar, við
gerðir af ýmsu tagi og búnað
Frá bókasýningunni: Fjölmargir gestir hafa sótt hana síðan
hún var opnuð á sunnudaginn
sumarbústaða. Einnig sæktu
menn mjög í að kynna sér
þau fjölmörgu alfræðiorða-
söfn, sem þarna eru á boð-
stólum. Hún sagði að áber-
andi mikið kæmi af skóla-
nemendum og kennurum, en
raunar virtust gestir vera af
öllum stéttum. Norræna hús-
ið hefur haft á prjónunum á-
form um þessa handbókasýn
ingu undanfarið hálft ár og
mikla undirbúningsvinnu
varð að inna af höndum, áð-
ur en allt var komið í kring.
Þetta er þriðja bókasýningin
í húsinu, sú fyrsta var 1968
og þá sýndar norrænar bæk-
ur sem höfðu komið út það
ár, bókakiljusýning var síð
an árið eftir og mæltust báð
ar prýðisvel fyrir að sögn
bókavarðarins.
Á sýningunni eru bækur
frá 55 erlendum bókaforlög-
um á hinum Norðurlöndun-
um og 27 íslenzkir aðilar
hafa látið bækur þangað. —
Allar eru þær gjafir til húss
ins. Svo sem geta má nærri
þar sem tólf hundruð bækur
eru, kennir þarna ýmissa
grasa og má nánast segja að
fjallað sé um allt milli him-
ins og jarðar. Eskeland, for-
stjóri, segir t.d. í formála
sýningarskrár:
„Það úir og grúir af hand-
bókum um allra handa efni
— allt frá bókinni um bátinn
til bókarinnar um handbók-
ina. Við finnum handbækur
handa mjög takmörkuðum
hópum með óvenjuleg og ein
skorðuð áhugamál og frí-
stundaverkefni og síðan allar
götur upp í handbækur
handa svo að segja öllum lif
andi sálum, til dæmis síma
skrána . . . Handbókin í
formi ódýrrar pappírskilju
hefur náð geysilegri út-
breiðslu og er nú langsam-
lega algengasta og út-
breiddasta bókmenntategund-
in, ef nota má það orð, í
bókaheiminum eða bókaiðn-
.
1 >t*S 'i
i,
aðinum í flestum löndum
heims. Norræna húsið vill
með þessari sýningu gefa
hugmynd um það framboð
handbóka, sem verið hefur á
Norðurlöndum á allra síð-
ustu árum“.
Sýningin verður opin a.m.k.
Litskrúðugar leiðbeininga-
bækur af öllu tagi eru
á sýningunni
næstu þrjár vikur og kvaðst
bókavörður vera þeirrar skoð
unar að ekki dygði skemmri
tími til að sýningin kæmi að
verulegum notum og sem
flestir gætu sótt hana sem
hug hafa á. Sumir koma líka
aftur og aftur, enda eru
handbækur ekki ætlaðar til
þess, að menn lesi þær í
einni lotu — spjaldanna á
milli —• og leggi þær síðan
frá sér í bókaskápinn, sælir
og ánægðir yfir því að hafa
nú innbyrt feiknin öll af
nýrri vizku og þekkingu. Til
handbókanna er leitað í öðru
skyni, þegar lesandinn er á
höttum eftir staðgóðum upp-
lýsingum um menn eða mál-
efni, ártal, sem hefur vafizt
fyrir okkur eina stund.
512 millj. kr.
heildarvelta
- Osta- og smjörsölunnar 1970
Arið 1971:
Raforkuframkvæmd-
ir fyrir 1.365 millj. kr.
Hlutur Landsvirkjunar 810 millj.
veitna ríkisins, þannig að sam-
tals eru á framkvæmdaáætlun
lán að upphæð 90 m. kr. til fram
kvæmda á þeirra vegum. — Á
framkvæmdaáætlun er lán til
Laxárvirkjunar að upphæð 108
m. kr. Að meðtöldu öðru hand
bæru fé Laxárvirkj unar gætu
framkvæmdir numið 136 m. kr.
Fjármunamyndun Rafmagns-
veitu Reykjavíkur er áætluð
142 m. kr. og fjármunamyndun
rafmagnsveitna annarra sveitar
félaga um 55 m. kr. Áætlað er
að virkjunarrannsóknir aðrar en
þær, sem eru á vegum Lands-
virkjunar, nemi 39 m. kr. Til
þessara rannsókna er veitt 20
m. kr. lán á framkvæmdaáætl-
un, en á fjárlögum eru um 19
m. kr. til virkjunarrannsókna.
Þessar upplýsingar koma fram
i skýrslu fjármálaráðherra um
framkvæmda- og fjáröflunaráætl
un fyrir 1971, sem lögð var
fram á Alþingi á fimmtudag.
ÁRSFUNDUR Osta- og Smjör-
södunnar s.tf. var haldinn í Sam-
bandshúsinu við Söllvhölsgötu í
Reykjavlk fimmtudaginn 18. þ.m.
Formaður stjórnar, Erlendur
Einarsson, tforstjóri, setti fund-
inn og stjórnaði honum.
Óskar H. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, fluitti sikýrslu um
starfsemi fyrirtækisins á liðmu
ári og laigði fram og skýrði end-
urskoðaða reksturs- og efnahags-
reikniniga fyrir árið 1970. Þá
fJutti hann skýrslu um fram-
leiðstu og söliu mjöikurafurða
árið 1970.
Smjörsalan dróst lítillega sam-
an á áriinu, en sailia osta jókst
vei-ufega. Heildarvelita fyrirtæk-
isins nam kr. 511,7 mffllj. kr.
Osta- og Smjörsalan s.f. hótf
starfsemi siina 1. janúar 1959. Er
hún sameign Mjólkursamsölunn-
ar í Reykjavik og Sambands Lsl.
siamvinnutfélaga. Selur hún
vinnistuvörur mjólkuirbúíunna í
Loftleiðir:
42% aukning
í farþegaflugi
Aukning Air Bahama 70,2%
Á ÁRINU 1971 er áætlað að
verja til raforkuframkvæmda
1,365 milljónum króna, sem er
25% aukning frá síðasta ári, en
Þá námu raforkuframkvæmdir
l, 005 milljónum króna. Af heild
arframkvæmdaupphæðinni í ár
er huti Landsvirkjunar 810 millj
ónir króna, en 1970 námu fram-
kvæmdir hennar 608 milljónum.
Framkvæmdir Landsvirkjunar
á þessu ári sundurliðast þannig:
Búrfellsvirkjun 238 m. kr., Þór-
isvatnsmiðlun 515 m. kr., rann-
sóknir og undirbúningur nýrra
virkjana 37 m. kr. og annað 20
m. kr. Á árinu 1971 verður að
mestu lokið stækkun Búrfells-
virkjunar, en þar verður bætt
við þremur vélasamstæðum, sem
samtals eru 105 þúsund kílóvött.
Eftir stækkunina verður uppsett
afl Búrfellsvirkjunar 210 þús-
und kílóvött. Þórisvatnsmiðlun
verður einnig að mestu lokið á
árinu, og ráðgert er að taka
hana í notkun fyrir áramót.
Vegna þessara framkvæmda er
nauðsynlegt að auka eigið fé
Landsvirkjunar um 50 m. kr.,
og er séð fyrir þeirri upphæð
með láni á framkvæmdaáætlun,
en að öðru leyti er fjár til fram
kvæmda Landsvirkjunar aflað
með lántökum.
Raforkuframkvæmdir ann-
arra aðila en Landsvirkjunar
eru áætlaðar 555 m. kr. á árinu
1971. Framkvæmdir á vegum
Rafmagnsveitna ríkisins eru á-
ætlaðar 175 m. kr., þar af er
sveitarafvæðing 49 m. kr. og
framkvæmdir við Lagarfoss-
virkjun 45 m. kr. Á fram-
kvæmdaáætlun er 15 m. kr. lán
til sveitarafvæðingar og 45 m.
kr. lán til Lagarfossvirkjunar.
Auk þess er á framkvæmdaáætl
un 30 m. kr. lán vegna al-
mennra framkvæmda Rafmagns
Styðji
landeigendur
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt eftirfarandi fréttatilkynning
frá málfundadeild Hugins, skóla-
félags Menntaskólans á Akur-
eyri:
„Fjölmennur fundur nemenda
í Menntaskólanum á Akureyri
haldinn 17. marz lýsir yfir
stuðningi við viðleitni þing-
eyskra bænda til að standa á
rétti sínum gagnvart Laxárvirkj-
unarstjórn.“
Áningargestum
fjölgaði
Áningargestir Loftleiða urðu
12,428 á s.I. ári, sem er 8,2% aukn
ing miðað við árið á imdan. Á
fyrsta mánuði þessa árs voru
áningargestir 584 talsins, og er
það 46% aukning miðað við janú
ar í fyrra.
Heildarfjöldi gestanátta Lotft-
leiðEUhótels voru 41,361 á s.l. ári
miðað við 41,109 árið 1969. Nýt-
ingin var hins vegar 74,8%, sem
er 1,0% lækkum frá árinu á und
an. í janúarmánuði á þessu ári
voru gestanæturnar 2.629 og nýt
imgin 55,8%.
HEILDAR farþegafjöldi Loft-
leiða — í áætlunar- og leigu-
flugi — árið 1970 var 282.546,
sem er 42% aukning miðað við
árið á undan. Sætanýting varð
73,2%, sem er 2,2% aukning frá
árinu á undan. Vöruflutningar
með vélum félagsins jukust um
41,9%.
Farþegafjöldi Interniatiamal Air
Bahama varð samtals 61.601, sem
er 70,2% aufenimg miðað við 1969,
er heildartaian var 36.195. Sæta-
fjöldi véla tfélagsina var 94.710 og
er því sætanýtimgim 65%, sem er
1,1% hærra em árið á uodan.
umnboðssölu og skilar í lök hvers
reikmimgisárs aifgamigi af umnboðs-
laiumum tffl hinma ýmsu mjðllkur-
búa. Endurgreiðslur þessar
mámu fer. 7,4 mfflilj. fyrir árið
1970 og reyndust meðalumboðis-
laun um 3% af vedtu.
1 stjóm Osta- og Smjörsölumn-
ar s.f. eru:
Erfendur Einarsson, forstjóri,
formaður, Stefám Björnsscai, for-
stjóri, Eimar Ólafsson, bóndi,
Grétar Stoioniarsom, mjólfcurbús-
stjóri, Hj'alti Pálissom, fram-
kvæmdastjóri og Jónas Kristjáns
som, fyrrv. mjðlkurbússtjóri.
Auk stjómar og tfraimkvæmda-
stjóra sátu ánsfumdinm stjómir
Saimibands isfl. samvinmutfélaga og
Mjólkursamsölummar í Reykja-
vík og nokkrir gestir.
Breiðfirðinga-
bridge
FRÁ Bridgedeild Breiðfirðinga.
Sveitakeppni félagsdeildarinnar
er nýlokið og urðu efstu sveitir
sem hér segir:
1. sveit Hans Nielsen (auk
hans spiluðu Pétur Halldórsson,
Kristján Andrésson, Böðvar Guð
mundsson, Eysteinn Einarsson
og Ólafur Ingimundarson). —
Sveitin hlaut 237 stig.
2. sveit Gissurs Guðmundsson
ar hlaut 215 stig. 3. sveit Ingi
bjargar Halldórsdóttur hlaut 198
stig. 4. sveit Elísar Helgasonar
hlaut 174 stig. 5. sveit Þórarins
Alexanderssonar hlaut 159 stig.
6. sveit Jóhanns Jónssonar hlaut
139 stig.
Alls tóku þátt í þessari sveita
keppni 14 sveitir.