Morgunblaðið - 25.03.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971
15
í KVXKMYNDA
★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð,
★★ góð, ★ sæmileg,
Sig. Sverrir
Pálsson
Björn Vignir
Sigurpálsson
léleg.
Sæbjörn
V aldimarsson
Háskólabíó
Bræðralagið
(The Brotherhood)
Faðir bræðranna Franks og
Vince (Kirk Douglas og Alex
Cord) var áður Mafíuforingi en
var myrtur af samtökunum
ásamt 40 öðrum. Þegar Vince
mægist við einn Mafíuforingj-
ann og Frank fær jafnframt að
vita, að sá hinn sami stóð fyrir
morðunum kemur til harðra
átaka innan bræðralagsins . . .
og bræður munu berjast. Leik-
stjóri er Martin Ritt.
Ef einhver man eftir
,,Hombre“ þá tekst leikstjór-
anum, Martin Ritt, hér mun
síður upp — í þessari sögu
um skyldur og- metorðagirnd.
Tónlist er eftir Lalo Schifrin
en kvikmyndataka í höndum
Boris Kaufmans.
Mafian og hugsunarháttur
atvinnuglæpamanna er okk-
ur Isiei'dirtgum blessunarlega
fjailægur — og þar af leið-
andi efnisþráður myndarinn-
ar. Leikur Kirks Douglas er
sterkur og sannfærandi í
gegnum alla myndina — en
þar með eru kostir „Bræðra-
lagsins“ næstum upptaldir.
Stjörnubíó
Ástfanginn
lærlingur
(Enter laughing)
Myndin fjallar um ungan ráð-
villtan mann. Mamma vill að hann
nemi lyfjafræði, en sjálfur
hyggst hann leggja út á leiklistar
brautina. — Kostar þetta mikla
árekstra á öllum vígstöðvum —
heima, á vinnustað, hjá kærust-
unni og ekki sízt á leiksviðinu,
þar sem að hæfileikaskorturinn
hrjáir hann.
★ ★
Þv*í verður ekki neitað að
ég fór á myndina með hálf-
um huga, viðbúinn öllu hinu
versta. En reyndin varð allt
önnur. Astfanginn lærlingur
er bráðfyndinn á köflum og
fara leikararnir allir
skemmtilega með hlutverk
sín — sérstaklega Elaine
May og José Ferrer.
Gamla bió
Alfreð mikli
(Alfred the Great)
Leiðrétting: Alfreð mikli
hlaut fyrir prentvillusakir
eina stjörnu í síðasta þætti,
Leiðréttist sú villa . hér með.
Frásögn af ungum manni, sem
hugöist gerast prestur, en kom
tii með að gegna allt öðru og ver
aldlegra hlutverki í sögu
Englands. Myndin gerist í kring-
um 870, er danskir víkingar fóru
rænandi og ruplandi um enskar
lendur. Andspyrna var vakin
meðal bændanna, og Alferð varð
fyrir valinu sem leiðtogi þeirra
í orrustum gegn víkingunum.
Leikstjóri er Clive Ðonner, en
David Hemmings í aðalhlutverk-
inu ásamt Michael York.
Alfreð mikli hlaut viður-
nefni sitt fyrir vísdóm og
göfuglyndi. Minnst af því
birtist í þessari mynd, sem
fjallar á litlausan og andlaus-
an hátt um ástir hans og
vikingabarsmíði.
Laugarásbió
Konan
í sandinum
Skólakennari nokknr safnar
skordýrum (lifandi) í þeirri von
að ná í sjaldgæfa tegund svo að
nafn hans verði skrá á spjöld
náttúrufræðísögunnar. Út frá
þessari leit lendir hann í þeirri
aðstöðu að vera haidið sem fanga
í sandgryfju einni, þar sem kona
nokkur býr ein síns liðs. Hann
flýr aðeins til að lenda 1 kvik-
sandi og vera færður að nýju í
sandgryf juna. Þegar hann loks
fær tækifæri til að fara frjáls
ferða sinna er spurning um, hvort
frelsið er raunverulega meira
utan gryfjnnnar en í henni. Leik
stjóri er Hiroshi Teshigahari en
í aðalhlutverkum Kyoko Kishida
og Eiji Okada.
★ ★ ★
Hver er munurinn á skor-
dýri eða manneskju? Erum
við ekki öll reköld og það
frelsi, sem okkur dreymir
um að öðlast í lífinu — er
það ekki bara tálvon? „Kon-
an í sandinum“ varpar fram
ýmsum spurningum og efa-
semdum um gildismat ein-
staklingsins á jarðlífinu.
★ ★ ★ ★
Hugmyndin að þessari
mynd er óvenju snjöll, og
þótt sögusvið hennar sé
þröngt og afmarkað, tekst
leikstjóranum ótrúlega vel
að gæða það lífi og spennu,
er gerir hana fjögurra stjarna
virði.
Tónabíó
í næturhitanum
(In the heat of the
night)
Myndin gerist I smábæ I Suð-
urríkjum Bandarikjanna. Morð
hefur verið framið, og lögreglu-
stjóri staðarins lætur þegar hand-
taka aðkomunegra einn, sem bíð-
ur lestar á járnbrautarstöðinni.
Við yfirheyrslur reynist hann
vera einn helzti glæpamálasér-
fræðingur stórborgarlögreglu í
Norðurríkjunum, og verður hann
eftir í bænum lögreglustjóranum
tii aðstoðar við lausn morðgát-
unnar. Lýsir myndin innbyrðis
átökum þessara tveggja manna
og hvernig með þeim þróast gagn
kvæm virðing þrátt fyrir ólikan
litarhátt og viðhorf.
★ ★ ★
Spennandi sakamálarhynd,
ívafinn ádeilu á kynþáttahat-
ur. Frábær samleikur í aðal-
hlutverkum. Tækni kunn-
áttusamlega beitt við fram-
setningu efnis. Mjög góð
skemmtimynd.
★ ★ ★
Góð leikstjórn, góð taka og
góður leikur. Trúverðug og
fordómalaus efnismeðferð.
★★★★
Það hjálpast allt til að
gera þessa mynd þá beztu,
sem hér hefur verið sýnd á
árinu. Leikurinn er stórkost
legur hjá Rod Steiger, hand
rit Silliphants laust við
dauða punkta, kvikmynda-
takan frábær og jassmúsík
Quincy Jones fellur vel að
hitamollu Suðurrikjanna
Hafnarbíó
Aprílgabb
(The April Fools)
Bandarísk gamanmynd, er segir
frá kauphallarbraskara einum,
sem leiðist lífið vegna afskipta-
leysis konu, sonar og heimilis-
hundsins. í samkvæmi forstjóra
síns rekst hann á undurfagra
konu, og þegar í ljós kemur að
hún er einnig leið í hjónaband-
inu, ákveða þau strax að rugla
saman reytum, hverfa til Parísar
og hefja nýtt líf. í aðalhlutverk-
unum eru Jack Lemmon og Cath
erine Deneuve ásamt Peter Law-
ford, Sally Kellermann og Charles
Boyer.
Gamanmynd, sem ekki
reynir að vera annað en til
var stofnað í upphafi. Jack
Lemmon er góður en Cather-
ine Deneuve er afleit gam-
anleikkona.
Nýja bíó
Kvennaböðull-
inn í Boston
(The Boston Strangler]
Myndin segir frá sannsöguleg-
um atburðum í Boston á árunum
1962—1964, er óhugnanlegur morð
ingi lék þar lausum hala og
myrti 11 konur á ýmsum aldri,
og lýsir hún viðureign lögregl-
unnar við hann. Leikstjóri er
Richard Fleischer, en í aðalhlut-
verkum Tony Curtis, Henry
Fonda og Arthur Kennedy.
★★
Sæmilega vel uppbyggð
mynd, gerð að nokkru í stíl
heimildarmyndar. Tony Curt
is sýnir óvenjumikla leik-
hæfileika í hlutverki morð-
ingjans DeSalvo og lýsingin á
þessum tvíklofa er óvenju
sannferðug. „Split-screen“ er
forvitnileg tækni, sem oft er
notuð hér skemmtilega.
★ ★★
Sérlega fagmannlega unn-
in kvikmynd eins og þær
gerast beztar í bandarískum
kvikmyndaiðnaði.
★ ★★
Flestum eru enn minnis-
stæð hin viðbjóðslegu morð,
sem framin voru í Boston
fyrir nokkrum árum. Fleisc-
her gerði myndina í frétta
myndastíl og notar mikið
„split-screen“. Eykur það
gildi myndarinnar.
Kópavogsbíó
Ógn hins
ókunna
(The Projected Man)
Vísindamaður nokkur fæst við
tilraunir á að umbreyta lifandi
tilraunadýri í orku, geyma það
þannig í nokkurn tíma og breyta
því síðan aftur í sína uppruna-
legu mynd, lifandi. Þetta tekst
en þegar vísindamaðurin ætlar í
reiðikasti, út í sína vantrúuðu
yfirboðara, að umbreyta sjálfum
sér, mistekst tilraunin og hann
verður að rafmagnaðri ófreskju.
í „Ógn hins ókunna" felst
aðeins sú staðreynd, að ógn-
in er myndin sjálf, láti ein-
hver glepjast til að sjá hana.
Klassískt dæmi um það allra
lélegasta, sem framleitt er.