Morgunblaðið - 25.03.1971, Side 16

Morgunblaðið - 25.03.1971, Side 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 5, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. BYGGJUM Á FENGINNI REYNSLU I>íkisstjómin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp um kjördag til Alþingis. Er þar lagt ti'l, að þingkosning- arnar fari fram 13. júní nk. Telja verður víst, að samstaða verði milli allra stjórnmála- fíokkanna um þennan kjör- dag og að frumvarpið verði samþykkt. Enginn vafi leikur á því, að kosningar þær, sem fram fara til Alþingis í vor eru hinar mikilvsegustu um árabil. Hugsanlegt er, að þær móti í jafnríkum mæli stjórn landsins og stjórnarsamstarf á þeim áratug, sem nú er ný- hafinn og kosningamar 1959 höfðu afgerandi áhrif á stjórn landsins allan sjöunda áratug- inn. Það er margt, sem veldur því, að kosningar þessar eru svo mikilvægar. Áhrifamesti leiðtogi þjóðarinnar er horf- inn af sjónarsviðinu. Sú stað- reynd ein hlýtur að valda verulegum breytingum. Á hinn bóginn hafa svo fylking- ar vinstri manna riðlast enn frá þingkosningunum 1967. Þá gekk Alþýðubandalagið klofið til kosninga í Reykja- vík en sameinað annars stað- ar. Nú em þessi stjórnmála- samtök margklofin og a.m.k. fullvíst, að auk Alþýðubanda- lagsins mun annað flokksbrot bjóða fram til þings. Það mun líka hafa sín áhrif á kosningamar. Þegar Al- þýðuflokkurinn gekk til kosn- inga 1967 byggði hann á hag- stæðri niðurstöðu í borg- arstjómarkosningunum í Reykjavík árið áður. Að þessu sinni gengur flokkur- inn til kosninga með mikinn ósigur í Reykjavík sl. vor að baki og nýjan jafnaðarmanna flokk við hlið sér. Ef til vill em erfiðleikar Framsóknarflokksins mestir í þessum kosningum. Þetta eru fyrstu þingkosningar, sem flokkurinn háir undir forystu Ólafs Jóhannessonar, sem hef- ur getið sér orð fyrir já-já- nei-nei stefnu í flestum mál- um, og ennfremur vofir klofningur yfir flokknum vegna uppreisnar yngri manna gegn flokksforystunni. Það em því miklar breyting- ar á stjórnmálasviðinu, sem hljóta að hafa veruleg áhrif á kosningaúrslitin. Þegar gengið er að kjör- borði til Alþingiskosninga vilja kjósendur styðja þann flokk, sem þeir treysta bezt til þess að fara með stjóm landsins. Það mat hlýtur fyrst og fremst að byggjast á feng- inni reynslu. Og í þessu sam- bandi er rétt að hafa það í huga, að fylgi flokkanna, sér- staklega á þéttbýlissvæðinu suðvestanlands, er ekki eins fast og það hefur verið um áratugaskeið. Stöðugt stærri hópur kjósenda á höfuðborg- arsvæðinu er óákveðinn og óbundinn öllum flokkum, Þegar litið er yfir farinn veg það kjörtímabil, sem nú er senn á enda. verður öllum ljóst, að það hefur bæði verið viðburðaríkt og lærdómsríkt. Áföllin, sem þjóðin varð fyrir á árunum 1967 og 1968, voru hin mestu frá kreppuárunum í kringum 1930 og þau komu svo óvænt, þegar allt lék í lyndi og velmegun var meiri en nokkru sinni fyrr, að það tók þjóðina nokkurn tíma að átta sig á því, sem gerzt hafði. En þegar almenningur hafði loks gert sér fulla grein fyr- ir því, sem gerzt hafði, munu fæstir hafa vænzt þess, að svo skjótt mundu skipast veður í lofti, sem raun varð á. Óhætt er að fullyrða, að það er eitt mesta stjómmála- afrek, sem imnið hefur verið á íslandi, að svo farsællega tókst að leiða þjóðina fram úr þeim mikla vanda, sem að steðjaði — enda traust hönd á stýri þjóðarskútunnar. Á nokkrum misserum hefur tekizt að hefja þjóðarbúskap- inn upp úr þeim öldudal, sem hann var kominn í. Mesta áhyggjuefnið nú er, að þensl- an í efnahags- og atvinnulíf- inu verði of mikil og að vinnuafl verði ekki nægilegt til þess að sinna aðkallandi framkvæmdum. Nú þegar hefur reynzt nauðsynlegt að fá Færeyinga á bátaflotann. Krepputíminn stóð skamma stund að þessu sinni, bæði vegna hagstæðra ytri að- stæðna, en einnig vegna hins, að forystumenn þjóðarinnar brugðust hyggilega við þeim vanda, sem að steðjaði. Öllum er ljóst, að ábyrgðin á lausn vandans hvíldi fyrst og fremst á herðum forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Þeir reyndust vandanum vaxnir. Framundan eru við- fangsefni áttunda áratugsins, margþætt og flókin. Fengin reynsla sýnir, að Sjálfstæðis- flokknum er bezt treystandi til þess að hafa forystu í þeim efnum. ER SVO MARGT.. r \ L. J, EFTIR ÓLA TYNES Israel og herteknu svæðin Hart er nú lagt að ísraelum að koma til móts við íriðarlillögur Sadats, forseta BgyptaJands, með þvi að kalla hei'lið sitt heiim frá herteknu svæðun- um. Þetta minnir dálítið á ástandið fyrst eftir að Egyptar samþykktu vopnahtés- tillögur Rogers, utainrikisráðherra. ísra- elar voru þá tregir til að fafflast á vopna- hlé, þar sem þeir óttuðuist að Egyptar myndu, með aðstoð frá Sovétríkjuimum, nota timann til að styrkja varnir sinar mjög, m.a. með því að reisa fleiri eld- flaugastöðvar. Það kom fljótlega í ljós að þessi ótti var á rökurn reistur. Nær samstundis og Israel hafði saimþykkt vopnahlé fyr- ir sitt leyti, héldu miklar fiutningalest- ir inm á hlutlausu svæðin og rússneskir tæknimenm og hermemm byrjuðu að reisa þar fjölda af nýjum loftvamaeld- fiaugastöðvum. Rússar lögðu meira að segja til SAM 3 flugskieyti, þau nýjustu og full'komnustu sem þeir áttu til. Um svipað leyti bárust fréttir um að rússneskar flugsveitir væru komnar til Egyptailamds og rússineskir íliugmenn taka nú mjög virfcan þátt í loftvörmum Egyptalands. Eins og ísraelar höfðu óttazt urðu lítil viðbrögð á Vesturlönd- um við þessari þróun. Stuðninigsmenn Israels, einkum Banda ríkin, héldu dauðaihaldi í þá staðreynd að í bili a.m.k. væri þó nokkurs konar friður á þessu svæði, og það virtist ekki skipta máli hvaða verði hann væri keyptur. Á meðam hafa Sovétrikin bein- línis ausiö hergögnum í Arabaþjóðirn- ar og herir þeirra eru nú öflugri en nokkru sinni fyrr, ekki sizt vegna beinn- ar aðiidar rússneskra hermianna að öll- um vam'amiáluim. Þegar svo var komið þótti Sovétrikj- unum kominn tími tii að stíga næsta skref, og eftir heimsókn Sadats til Moskvu lýsti hann þvi yfir, að hann væri reiðubúinn að semja frið við Isræl og viðurkenna tilverurétt ísraels- ríkis gegn því skilyrði, að Israel flytti tafarlaust á brott alit herlið frá svæð- unum, sem hertekin voru í sex daga striðinu 1967. Þetta tilboð — og kröfur — komu eims og þruima úr heiðskíru lotf'ti nokkrum dögum áður en vopnahléið rann út. Það var engin tilviljun. Sovétrlkin og Egypt- ar vildu ekki gefa Israel táma ti'l um- hugsunar og vonuðu að Bandaríkin og aðrir stuðningsmenn landisins myndu leggja svo hart að Israelum að koma til móts við þetita tilboð, að þeir sæju sig ti'lneydda til að gera það, löngu áður en þeir væru tilbúnir. Þetta heppniaðist ek'ki allveg, því Isra- elar bitu á jaxlinn og nieituðu að hreyfa sig fyrr en þeir gæitu fengið siamnimga, sem tryggðu tilveru þeirra. Herbragðið heppnaðist þó að því leyti, að Egypt- ar juku mjög álit sitt erlendis og Israel- ar eru nú í sörruu úi'fakreppunni og þeir lentu í þegar Egyptar isamþyikfctu vopna- hléstilöguina og henni jafnvel enn verri. ísraelar eiga ákaflega erfitt með að treysta Aröbum, og það er ekki svo ein- kenmilegt. Allt frá upphafi himmar 22 ára gömlu sögu ísraelsirikis hefur það verið heilög köllun Arabarikjanna að uppræta það, og sú köl'lan hefur verið ítreteuð í þúsundium yfirlýsiniga. ísraelar náðu í sex daga stríðimu beztu hemaðarstöðu, sem þeir hatfa nokkum tíma haft, þvi herteknu svæðin styfctu landamærin, sem hinn litili her þeirra þarf að verja, um mörg hundruð kíiómetra. Nú er þess krafizt að þeiir afsali sér þessari stöðu vegna friðartilboðs frá þeim, sem um 22 ára skeið hafa lifað fyrir að útrýma Ísraeisríki, og það jafn- vel þótt Hafez Assad, forseti Sýriands, hafi lýst því yfir, að þótt Israel hverfi frá öHuim herteknu svæðunum muni hann halda áfram fuWum stuðningi við skæruliðahreyfinigar, sem herja á ísrael til að uppræta það. Þeim eru vissu'lega boðnar ýmis konar tryggingar og því er haldið fram, að ef þeir ekki láti undan, stofni þeir heiminuim í hættu af heimjsistyrjöild. Þetta lætur kunnugiega í eyrum. Árið 1955 lokuðu Egyptar fyrir siglingar um Akabaflóa með byssunuim í Sharrn el Sheik. Israelar gerðu leifturárás og her- tóku víigið og svo byrjaði pólitíska þvargið. Ástandið varð sífellt rafmaign- aðra og Eisenhower forseti sagði, að ef Israelar létu ekki vígið atf hendi væri hætta á þriðju heimsstyrjöldiinni. ísrael- ar létu undian, enda var þeim Ipfað að alþjóðiegt gæzliulið myndi tryggja þeim siglinigar um Akabaflóa til og frá hafn- arborginni Eilat, sem er sú eina sem þeir eiga Rauðahafs megin. 1 marz 1957 tðku Sameinuðu þjóðimar við gæzlu i Shanm el Sheik. Tíu árum síðar kom gildi þessarar trygginigar í Ijós. Nasser skipaði gæzlu'liði Sameinuðu þjóðanna að hypja sig á brott. Því var hlýfct mögl- unariaust og 23. maí 1967 tilkynnti Nass er að Egyptar hefðu aftur lokað sigl- ingaleiðum um Akabaflóa. Þetta var auðviitað rætt í Sameinuðu þjóðunium, en enginn gerði neitt. Loforð- in voru einskis virði og Israél fór í atríð. Nú hafa þeir aftur náð Sbarm el Sbeik og öðrum hemaðarlega mikilvæg- um stöðum og nú er þesis enn kraifizt að þeir hverfi frá þeim gegn aflþjóðlegum tryggimgum um örugg landamæri. Er það í rauninni einkenniil'egt þótt þeir treysti sér ekki til að láita þessar trygg- ingar koma í stað öruggra landamæra, sem þeir geta varið? Eina trygigingin, sem þeir þora að reiða siig á, er að her þeirra sé svo öflugur og vígstaða þeirra svo góð, að Aröbum þýði ekki að leggja til atlögu við þá. Golda Meir, forsætiisráðhema, hefur miargstnnis sagt, að fsrael hafi a'lils ekki í hyggju að haWa ölluim herteknu svæð- un/um. Þeir munu ekki láta af hendi Jerúsalem, sem er þeim heilög. Þeir munu ekki láta af hendi Golan-hæðim- ar, þaðan sem Sýrlendmgar héldu uppi látlausri skothríð á israelskar byggðir og þeir munu ekki láta af bemdi vígið Sharm el Sheik. Allt annað eru þeir reiðubúnir að sanruja um. En þeir vilja samnimga, sem tryggja öryggi þeirra. Fraimitíð ísraelis er í veði og íbúar þeas vilja ekki spiia með hana. Er hægt að 'lá þeiim það?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.