Morgunblaðið - 25.03.1971, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971
17
BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Kópavogsvaka:
MYND-
LIST...
EFTIR
HALLDÓR BLÖNDAL
„ÞAÐ er enginn munur á konum og
körlum, hvorki líkamlegur né andleg-
ur,“ er fleyg setning og höfð eftir ágæt-
um kvenskörungi fyrir allmörgum ár-
um. Þá var tíðin önnur og konum
margt lokað, sem nú er opið. En hin
auknu réttindi komu ekki af sjálfsdáð-
um. Við getum sagt, að sóknin hafi
staðið í þrjá aldarfjórðunga, til þess að
segja eitthva,ð, eða frá því Hið íslenzka
kvenfélag var stofnað.
Á sunnudagskvöld birtist á sjón-
varpsskerminum leikrit Svövu Jakobs-
dóttur: Hvað er í blýhólknum? Ég er
sammála höfundi um, að þar sé frem-
ur um þjóðfélagslega ádrepu eða vakn-
ingu að ræða en listræna sköpun. En
ágæta vel tókst það og menn hrukku
upp við það heima í stofum sínum, að
konur hafa t.d. allt annan og rýrari
möguleika til mennta en karlar í reynd.
Ef við lítum í kringum okkur, sjáum
við líka að þetta er rétt. Það verður
hlutskipti hinnar ungu og nýgiftu móð-
ur að gerast fyrirvinna, meðan eigin-
maðurinn heldur námi sínu áfram. Oft-
ast nær leggur hið unga fólk mikið á
sig og verður mikið ágengt. Það er með
öðrum orðum fullkomið öfugmæli,
þegar því er á loft haldið, að unga
fólkið nú sé einhver eftirbátur kyn-
slóðanna á undan því. Mér virðist það
blátt áfram aðdáunarvert, hversu margt
ungt fólk leggur mikið á sig til þess
að koma fótunum undir sig, eins og
sagt er.
En víkjum aftur að hinni ungu konu,
er lagði sitt eigið nám undir í háskóla-
happdrættinu. Of oft kemur fyrir, að
eftir að eiginmaðurinn hefur lokið sér
af, slíti hjónin samvistir. En þó svo
fari nú ekki, er þreytan eftir basl
undangenginna ára tekin að segja til
sín, og alltaf er erfiðara að setjast á
skólabekk eftir margra ára hlé en að
halda stöðugt áfram. Loks léttir þjóð-
félagið miklu minna undir með eigin-
konum en eiginmönnum, er langskóla-
nám stunda. Eða hvaða lýðræði er það
t.d., að barnaheimilin skuli standa opin,
þegar faðirinn stundar nám en ekki
þegar móðirin gerir það? Eru þó til
mörg fögur dæmi um harðfylgi og
dugnað ungra kvenna, er búið hafa
við slíkar aðstæður og náð settu marki.
Til eru þeir, sem ofangreindar stað-
reyndir snertir ekki. Heldur ekki, þótt
ég bæti því við, að valkostir kvenna á
starfi eru rýrari en karla og launa-
möguleikarnir sömuleiðis, hvað sem
líður lögum um jöfn launa karla og
kvenna fyrir sömu vinnu. í því efni
eru iðulega „orður og titlar“ ekki
„úrelt þing / eins og dæmin sanna“.
Botninn gætum við haft: „Notast oft
sem uppfylling / í eyður karlmann-
anna.“
Að þessu sinni mun ég ekki fjalla
almennt um stöðu konunnar í nútíma
þjóðfélagi, heldur eingöngu undir-
strika eitt atriði varðandi réttarstöðu
þeirra kvenna, sem eru svo lánsamar
að þeim hefur tekizt að ljúka því
námi, sem þær hafa ætlað sér, þrátt
fyrir allt og allt: Ég tel það ekki að-
eins nauðsynja- og mannúðarmál, held-
ur hreint og beint jafnréttismál, að rík-
ið gangi á undan með því að gera þeim
konum kleift að halda sér í starfsþjálf-
un og fylgjast með, sem hafa verið
köllun sinni trúar og alið börn í þenn-
an heim.
Það er nú einu sinni svo, að konur
og karlar eru ekki eins, líkamlega og
andlega. Og eru konurnar ekki síður
nýtir þjóðfélagsþegnar fyrir það. En
það er rétt, að konan getur ekki gegnt
fullu starfi utan hekniiis rétt á meðan.
Hún þarf meira að segja að gera hlé á
störfum sínum utan heimilsins um hríð,
til þess að geta einbeitt sér að störfum
sínum innan heimilisins í staðinn, —
sem ekki eru virt til fjár.
En brátt dregur að því, að annirnar
heima fyrir minnka og konuna langar
til þess að taka aftur virkan þátt í liin-
um ytri störfum, sem hún hefur mennt-
un til, bæði til þess að svala starfslöng-
un sinni og víkka sjóndeildarhringinn.
En þetta má ekki gerast skyndilega og
allt í einu. Þess vegna ríður á því, að
konur eigi þess kost að vera settar eða
skipaðar í starf að % eða %, og hljóti
laun í samræmi við það. Það að konan
ali barn má m.ö.o. ekki á neinn hátt
valda því, að hún missi rétt sinn að
öðru leyti, þ. á m. þann rétt, sem því
fylgir að vera fastráðinn starfsmaður.
Að hverfa frá þeirri skipan er að stíga
skref aftur á bak. En nú hafa einmitt
þau undur gerzt á þessum síðustu og
verstu tímum, að fyrir Alþingi liggur
frumvarp um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna. Meirihluti nefndar
þeirrar, er frumvarp þetta samdi, vill
nú taka þennan rétt af mæðrunum. Það
má aldrei verða.
Á ÞEIRRI Kópavogsvöku, er nú
stendur, er listsýning á þeim
verkum, sem þetta unga bæjar-
félag hefur eignazt, síðan sú
ákvörðun var tekin árið 1965 að
verja %% útsvara til kaupa á
listaverkum. Þetta er sannar-
lega til fyrirmyndar, og nú gefst
tækifæri til að sjá þann árang-
ur, sem þessi samþykkt hefur
haft i för með sér. Það væri
ánægjulegt, ef önnur bæjarfélög
á íslandi gerðu hið sama og
kæmu sér smátt og smátt upp
söfnum af listaverkum. Það
þarf ekki að fara geyst af stað,
aðeins að hefja starfsemina, og
þá mun það sannast, að áður en
varir munu myndast lítil og
snotur söfn listaverka, sem ekki
aðeins okkar kynslóð hefur
ánægj u af, heldur einnig þeir,
sem erfa landið.
Það eru yfir þrjátíu listaverk
á þessari sýningu í Kópavogi,
og er það þegar orðinn góður
vísir að verulegu safni lista-
verka. Þessi verk eru notuð til
að prýða skóla og annað opin-
bert húsnæði í Kópavogi eins og
stendur, en það mætti segja
mér, að ef haldið verður áfram
þessari starfsemi í sama anda
og hingað til, þá verði þess ekki
langt að bíða, að Kópavogur
eignist sitt eigið listasafn eins
og íslenzka ríkið og Reykjavík-
urborg.
Ég hafði óblandna ánægju af
að sjá þessa snotru sýningu,
sem ber það greinilega með sér,
að hér hafa kunnáttumenn ver-
ið hafðir með í ráðum og ekki
aðeins leikmenn. Hér eru lista-
verk eftir suma okkar elztu
málara og einnig þá yngstu.
Svið þessa safns er nokkuð
breitt, en ekki að sama skapi
samræmt, enda tæpast þess að
vænta á jafn skömmum tíma og
þessi stofnun hefur starfað. Það
er ekkert áhlaupaverk að safna
listaverkum þannig, að heildar-
mynd af því, sem gert hefur
verið hér á landi, komi þar í
ljós, en ég er ekki í neinum
vafa um, að það mun takast,
þegar tímar líða. Þetta safn á
sér án nokkurs efa framtíð, sem
getur orðið lyftistöng fyrir
myndlistina í landinu, en sann-
leikurinn er sá, að hérlendis eru
alltof fá söfn, sem keppa um
að ná í beztu listaverk, sem föl
eru hverju sinni. Ef til vill er
þetta óskadraumur í mínum eig-
in kolli, en draumar verða
stundum að veruleika, áður en
maður gerir sér grein fyrir því.
Reykj avíkurborg á ef til vill
merkilegra listasafn en margan
grunar, og verður sanrtar-
lega fróðlegt að sjá, hvað á dag-
inn kemur, þegar þær aðstæður
skapast, að hægt verður að lofa
borgarbúum að sjá það á einum
stað, og sú stund er, sem betur
fer, ekki langt undan.
Eitt vil ég samt, að lokum
brýna fyrir þeim bæjarfélögum,
sem hugsa sér til hreyfings í
því að koma sér upp listasöfn-
um og það er: Að láta kunn-
áttumenn vera með í ráðum og
taka mark á skoðunum þeirra,
þótt stundum falli leikmanni
annað betur í geð. Eigi að koma
saman góðu safni, er það fyrst
og fremst þekking, sem ráða
verður um val listaverka, fyrir
hvað lítið bæjarfélag, sem er.
Kópavogur hefur farið hina
réttu leið, það sýnir þessi sýn-
ing, sem nú er hluti af Kópa-
vogsvöku.
Valtýr Pétursson.
Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um:
TÓNLIST
Orgeltónleikar
„ORGELBÆKLINGUR" heitir
bðkin, setm siumir vilja kalla lykil
ínn að tónamáli J.S. Badhis. Þeitta
er safn sálmfiorspila fyrir eftir-
lætiissálima Badhs (hina mynd-
rílkustu), e.k. kennslubóik fyrir
byrjendiur í orgelleik, eins ag
hann kallar það, þar sem þeir
geta lært að fjalla um sálmalög
á allla vegiu og æft sig í leik á
pedalana. 1 bðkinni er á 5. tug
ifionspila, tæplega þriðjungiur
þess, sem verkið átti upphaflega
að vera, náma skáldlegrar túlik-
unar Badhs á efni sátenanna,
nárna hiollra leiktælknibragða fyr
ir aJlLa orgelleikara frá byrjend-
um upp til snillinga. Flutninigur
OrigielbEelkílingisins tekur nærrí
því tvo bíma, þótt aðeins séu gerð
tvö sfiubt hlé, og Mkliega hefiur
einhverjum flogið I hug, að það
væri þreytandi, löng seta undir
því öMu, ekki sérlega tilbreyt-
ingartk.
Á föstudaginn var sýndi Ragn
ar Björnsson fram á hið gagn-
stæða. Hann lagði i það þrek-
virfci að leika allan Orgelbækl-
inginn í Dómkirkjiunni. Sú stund
leið filjótit, eiginlega allit of filjótt,
svo viðburðarík var hún. Ragn-
ar túlkaði fiorspilin með hóflegri
fijölbreytni litbrigða oig hraða-
val-s í þremur breiðum þáttum,
sem hvter naut innri spennu. Það
væri fengur að því, ef Ragnar
gæti leikið Orgelbæklinginn inn
á hljómplötur.
Tónleikunum fylgdi efnissikrá
með aðgengilegum og nauðsyn-
legum Skýringum.
Þorkell Sigurbjöriisson,