Morgunblaðið - 25.03.1971, Síða 28

Morgunblaðið - 25.03.1971, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1971 er sannfærður um, að meðan tuminn stenaur, haldi ættin ein hvem veginn áfram að hanga á Farr.ingcote. Og ef ekki jarð- skjálfti eða hernaðaraðgerðir koma til, stendur turninn til ei- lifðar. Þannig hefur hann feng- ið fimm hundruð pund fyrir ekki reitt. En Woodspring lítur á þetta eins og kaupmaður. Hann trúir ekki á nein dularöfi, sem fylgi áietruninni. Hann veit upp á hár, að jafnskjótt sem fimm hundruð pundin eru uppétin, verður ástandið jafn bágborið og aður. Þá verður að selja Famingcote hæstbjóðanda, og strax að því loknu getur Wood- spring tekið eignarhald á móan- um, með því að greiða tvö hundr uð og fimmtíu pund í viðbót. Þannig getur hann náð í þetta land, sem hann hefur svo mjög þráð, við hófiegu verði. Jimmy hló. Það lítur þá svo út sem báðir aðilar geti verið ánægðir. Ég býst við, að samn- ingurinn um móann nái iíka til tumsins, sem á honum stendur? — Um það spurði ég einmitt Templecombe. Samningurinn nær til tumsins og eins til trjáa og annars gróðurs, sem kann að vera standandi á svæðinu þeg ar kaupin eru fullgerð. Skjalið var samið á þriðjudag og Sim on undirritaði það i gærmorgun, svo að nú vantar ekki annað en undirskrift Benjamíns til þess að það sé gott og gil't. - Ég býst ekki við, að Benja mín tregðist neitt við að undir- rita það. Að hans áliti er það heppilegt að geta losnað við gagnslausan hluta af eigninni fyrir sæmilegt verð. Honum dett ur ekki í hug að fara að setj- ast að í Farningcote og biða þess að kraftaverkið gerist. Svo að þér sjáið, að allir eru ánægð ir. Vel á minnzt, þá minntist Benjamín á annað áhugamál Woodsprings sem sé það, að son ur hans gengi að eiga ungfrú Blackbrook. Benjamín heldur, að þetta sé ástæðan tii góðvild ar hans við hana og ættina yfir- leitt. — Ja, hvert í veinandi! sagði Appleyard. — Með þessu áfram haidi verður ekki langt þangað til Woodspring er setztur í sæti Glapthorneættarinnar . Og lík- lega hefur bóksalinn okkar átt við það, þegar ég hitti hann af tilviijun síðdegis í gær. Hann var á leið á stöðina og sagðist verða burtu nokkra daga, til að sækja einhver bókauppboð. En anna.rs skiptir Woodspring og at hafnir hans okkur ekki neinu máli. En hvernig eigum við að fara með Benjamín? - Ég sting upp á að láta hlut ina hafa sinn gang, sa.gði Jimmy. — Benjamin er óhætt i bili þar sem hann er. I dag er þriðju- dagur og hingað kemur hann ekki fyrr en á sunnudag. Og þá fáum við gott tóm til að spyrj- ast fyrir um böggulinn. — Það er nú samt alltaf hætta á, að hann sleppi frá okkur, sagði Appleyard. — Ég held ekki, að það sé nein hætta á því, sagði Jimmy. 1 fyrsta lagi væri allt slíkt sama sem sektarjátning. Og ef hann stinigur af úr skiprúminu, hivað á hann þá að taka sér fyr- ir hendur? Hann á ekkert til, og stöður liggja ekki á lausu. — Já, þér vitið það sjálfsagt betur en ég. En ég skal játa, að mér fer að líða betur þegar ég hef hann innan sjónmáis. Já, vitanlega væri það ör- uggara. En jafnvel þótt svo sé, þá veit ég ekki, hvað hægt er að gera við hann. Það er ekki hægt að ákæra hann fyrir morð ið á bróður hans, því að enn sem komið er höfum við engar einustu sannanir gegn honum. — Kannski höfum við það eft ir að hafa talað við hann, sagði Appleyard dauflega. — En nú þurfum við að fá okkur eitthvað í svangimn. Við skulum fara yfir í Drekann og vita hvað þar er á boðstólum. Meðan á máltiíðinmi stóð, réðu þeir ráðum sínum. Það var ákveð ið, að Jimmy skyldi verða um kyrrt næstu nótt en fara til London á föstudagsmorgun og gera fyrírspurnir um öskjuna með grisjunni í. Seinnipartinn gætu þeir farið í Klaustrið og talað við ungfrú Blackbrook. Þeir fóru fyrst í Klaustrið. Horning opnaði skellótta og veð urbarða hurðima upp á gátt, föl ur og tekinn. Hann fór með þá gegmum bergmálandi for- salinn með röku veggjunum og siðan inn i bókastofuna með háa franska glugganum. Símon gamli sat í stólnum sínum. Stirður og hreyfingarlaus likaminn hefði getað verið tálgaður út úr guiu Kaupmaðurinn mælir með Jurta! Rnftækjaverzlun í Reykjavík óskar eftir stúiku til sölustarfa. Staðgóð reiknings- og vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir með eiginhandaráritun og upplýsingum óskast sent afgr Mbl. fyrir 1. apríl merkt: ,,X — 6469". Hrúffirðingar Skemmtikvöld vetrarins verður haldið eins og áður í Miðbæ við Háaleitisbraut laugardaginn 27. þ.m. og hefst kl. 20,30. Félagsvist og dans. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Gleðjumst í góðvina hópi. SKEMMTINEFNDIN. SÝNIKENNSLA að Hallveigarstöðum í kvöld kl. 8.:t0 (í sal Hús- mæðrafelags Reykjavíkur). Margrét Kristinsdóttir, húsmæðrakennari kynnir vinsæla osta, smjör og ísrétti, einnig rétti úr sýrðum rjóma (creme frech). Notið tækifærið og lærið að matbúa nýja og spennandi rétti. ! Ókeypis aðgangur og uppskriftir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. OSTA OG SMJÖRSALAN MJÓLKURSAMSALAN. ..................... fílabeini, ef ekki hefði verið skjálfandi höndin, liggjandi á ábreiðunni, sem var yfir hnján um á honum, Hann kinkaði ofur lítið kolli, þegar Horning til- kytnnti heimsóknina. — Góðan daginn hr. Glapt- horne, sagði Appleyard hressi- lega. — Hér er Waghorn full- trúi kominn í heimsókn til yðar. — Gleður míg að hitta full'trú ann aftur, svaraði Simon kurt- eislega, en það var engin for- vitni i röddinni. — Ég hitti Benjamín son yð- ar síðdegis i gær, sagði Jimmy. — Skipið hans liggur í Aiberts- kvinni, og hann vonar að geta komið hingað bráðlega — á sunnudag eða mánudag. — Þakka yður fyrir, fulltrúi, sagði Símon blátt áfram. Hann lyfti ofurlítið höfði þangað til hann horfði beint út um gliugg- ann. Jimmy fylgdist með hreyf ingum hans og sá á hvað hann var að horfa. Það var turninn uppi á hæðinni, sem bar við skýjabakka, ljósleitur og ein- manalegur. Þegar maðurinn gamli horfði á hann, bærðust var irnar ofurlítið. Jimmy þóttist geta lesið af vörunum: „Meðan þessi turn stendur . . .“ Loksins sagði Símon upphátt: — Benjamin? Já, hann kemur. Farningcote verður hans eign áð ur en mörg ár eru liðin. Nú, jæja, hann er nú ekki unglingur lengur. Það er tími til kominn að hann fari að setjast að um kyrrt. Þegar sólin skein á andiit gamla mannsins, sá Jimmy, hve líkir þeir Benjamin voru. Sama skarpa andlitsfallið, sami ein- beitnissvipurinn um munninn og hökuna. Nú, svo þetta var þá hugmynd gamla mannsins. Að Benjamín skyldi koma heim og taka sæti eldra bróðurins, hugs- aði hann. Að Benjamín skyldi eyða beztu árum sínum í von lausa baráttu við óumflýjanlega örbirgð. Nei, það mundi Benja- min aldrei samþykkja. En hver yrði útkoman af deilu þessara þverúðugu manna? Jimmy ákvað að þreifa fyrir sér, þessu viðvíkjandi. — Það er nú ekki víst, að sonur yðar vilji sleppa framtiðarstöðu sinni, hr. Clapthorne, sagði hann alvar- lega. — Framtíðarstöðu ? sagði Sím- on og tónninn bar vott um, að ekki væri svona almúgateg staða mikið móti því að vera herra- garðseigandinn Glapthorne. — Það getur verið gott og vel fyrir yngri son að leita sér atvinnu, en maður sem á að vera höfð- ingi gamallar og gróinnar ættar hefur á hendi ábyrgð, sem ekki má vanrækja. Það mundi greinilega jaðra við ósvifni að fara að stæla við svona sannfæringu. Enda virt- ist Símon ekki búast við neinu svari, því að eftir stutta þögn hélit hann áfram: Nú getur ekkert verið þvi til fyrirstöðu, að Benjamín snúi aftur til hússins, sem ég hefði aldrei átt að leyfa hotnum að yfir gefa. Meðan Caleb lifði, var Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. I»ér fara flest verk vel úr hendi das. Nautið, 20. apríl — 20. maí. I»ér finnst jafnvel, að einhver sé að reyna að setja fyrir þig fót- inn. Tvíburarnir, 21. vnaí — 20. júní. Tíminn líður hratt, en þér vinnst verk þitt vel. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Tíminn er þér ekki eins drjúgur og þú hafðir gert þér vonir um. Kjónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þér hefur stundum fundizt, að fólk mætti sýna þér meiri til- litssemi, en núna finnst þér allt leika í lyndi. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. ÞaS hefur oft hvarflað að þér að reyna einhverja útgcrð upp á eigin spýtur. Vogin, 23. septeinber — 22. október. Ef ekki blæs nógu byrloga, er þér éhætt að leita ásjár vina þinna. Sporðdrekinn, 23. október •— 21. nóveniber. Óþarft er að skilja lítinn bróður eftir úti í knldanum, er bezt gegnir fyrir sjálfum þér. Rogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú ert heldur lítilsigldur þcssa stundina, en það birtir fljótlega til. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Margt smátt gerir eitt stórt, jafnt i orði og verki. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér ssekist róðurinn seint og þetta ergir þig. Fiskarnir, 19. febrnar — 20. niarz. Þú eygir meiri miiguleika framundan en þú hefur lengi gert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.