Morgunblaðið - 04.04.1971, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971
13
Rómverjar fyrrum
ulans á sjúkdómseinkenni hins
forna og volduga heimsveldis,
verður okkur þá ekki hugsað til
ýmislegs, sem við höfum heyrt
og lesið, bæði um klámiðkun í
Danmörku og viðar, og viðleitni
sumra manna, jafnvel hér á
iandi, tiA að greiða afsiðuninni
braut tii óreyndrar og vanhygg-
innar kynsilóðar?
Nú skulum við raða ofurlítið
niður efninu í bréfkafla postul-
ans og staldra litilsháttar við
hvern lið:
1. „Þeii' hirtu ekki um að
varðveita þekkinguna á Guði."
Margvísleg getur vanræksla
manna verið, en engin verri en
þessi vanhirða. Mönnuim veitt-
ist þekking á Guði, en þeir
„hirtu ekki um“ að varðveita
hana. Ef menn afrækja guðs-
hyggjuna og hirða ekki um að
viðhalda sambandinu við Guð
og þau andlegu máttarvöld, sem
geta göfgað manninn og eflit
heill hans á alla vegu, þá er
hætt við, að önnur hyggja nái
valdi yfir manninum, ekki
aðeins efnishyggja, heldur og
nautnahyggja, sem magnast eft-
ir því, sem hún er nærð og get-
ur orðið sá þjóðarvoði, sem veld
ur hnignun og hruni. — Þegar
mennirnir „hirtu ekki“ um að
varðveita guðssambandið,
2. ,,þá ofurseldi Guð þá
ósæmilegu hugarfari."
Þetta er fyrsta stigið niður á
við — ,,hið ósæmilega hugar-
far.“ Svo tekur við hvað af
öðru.
3. „Þar sem þeir hafa ekki,
þótt þeir þekktu Guð, vegsamað
hann eins og Guð, né þakkað
- og nútíminn
hið ósýnilega eðli hans, bæði
hans eilífi kraftur og guðdóm-
leiki, er sýnilegt frá sköp-
un heimsins, með því að
það verður skilið af verkunum.
Mennirnir eru því án afsökun-
ar, þar sem þeir hafa ekki, þótt
þeir þekktu Guð, vegsamað
hann eins og Guð, né þakkað
honum, heldur gjörzt hégómleg-
ir í hugsunum sínum og hið
skynlausa hjarta þeirra hjúpast
myrkri. Þeir kváðust vera vitr-
ir, en urðu heimskingjar og
breyttu vegsemd hins ódauðlega
Guðs í mynd, sem liktist dauð-
legum manni, fuglum, ferfætl-
ingum og skriðkvikindum.
Þess vegna hefur Guð ofur-
selt þá fýsnum hjartna þeirra til
saurlifnaðar, til þess að þeir
sin á miRi smánuðu líkami sína.
Þeir hafa umhverft sannleika
Guðs í lygi, og göfgað og dýrk-
að skepnuna í stað skaparans,
hans sem er blessaður að eilífu."
Hér með er bréfkaflan-
um ekki lokið, komum að niður-
laginu síðar. Sá sem les þessi
kyngimögnuðu orð postulans,
þarf ekki að vera neinn þraut-
þjálfaður bókamaður til þess að
skynja strax við lestur þeirra,
að þar taiar maður, sem inn-
streymi andagiftar frá æðri
heimum hefur kveikt í, og ræð-
ur einnig yfir þeirri orðkynngi,
sem verið getur hæfilegur bún-
imgur siíkrar andagiftar.
Þegar við lesum lýsingu post-
Edward Gibbon, sagnfræðing
urinn, s°m ritaði hið mikla sex
binda söguverk uu lirilgnun og
fall Rómaveldis, kallaði þá sögu
The History of the Decline and
Fall of the Roman Empire.
Þetta er geysileg saga, ekki
aðeins af hruni hins mikla
heimsveldis, heldur líka af lang
varandi hnignun þess, sem
ieiddi til fallsins.
Á þeim árum, þegar eiturorm-
urinn var þegar tekinn að naga
rætur þessa risavaxtar, ritaði
orðkappinn mikli, Páll postuli
Rómverjum í eftirfarandi bréfs-
kafla á þessa leið:
„Þvi að reiði Guðs opinberast
af himni yfir sérhverjum óguð-
leika og rangsleitni þeirra
manna, er drepa niður sannleik-
anum með rangsleitni; með þvi
að það, er vitað verður um Guð,
er augljóst meðal þeirra, því að
Guð hefur birt þeim það. Því að
Prince Albert
Anton Webern
Það kunna
fleiri en
Bandaríkjamenn
að meta þetta
reyktóbak ....
Framh. af bls. 3
kjarkinn og það er athyglis-
vert hvernig hann bregzt við.
í bréfi til skáldkonunnar
Hildegard Jone skrifar hann:
„ .. . Ég vinn á ný .. . eftir því
sem ástandið versnar þeim mun
mikilvægara er hlutverk okk-
ar . . . “ Og í fyrirlestri sem
hann heldur skömmu fyrir inn-
limun Austurríkis segir hann:
„Það sem nú er að gerast í
Þýzkalandi er eyðilegging alls
andlegs lífs . . . Lítum á okkar
svið . . . Allt sem Schönberg,
Alban Berg og ég erum að
gera er kallað „kúltúrbolsev-
ismi“.........Þess vegna er
það þeim mun mikilvægara að
bjarga þvi sem bjargað verð-
ur . . . .“
Undir þessum erfiðu aðstaeð-
um hefst seinasta og glæsileg-
asta tímabilið í sköpunarferli
hans. Fyrsta verk Weberns
Passacaglían fyrir stóra hljóm-
sveit var í síðrómantískum anda.
En síðan hafnaði hann tónfesti
dúr- og moll kerfisins, og samdi
mörg verk í ,,atónal“ stil. Þeg-
ar Schönberg fann upp tólf-
tóna aðferðina var Webern
fljótur að tileinka sér hana.
Stíll Weberns hafði alltaf ver-
ið mjög samþjappaður, og tólf-
tónaaðferðin olli því engri telj-
andi stílbreytingu í verkúm
hans, aftur á móti varð aðferð-
in hentugt tæki til að halda á-.
fram á þeirri braut sem We-
bern hafði alltaf markað sér.
Og í seinustu verkum sínum
nær Webern merkum áfanga í
tónlistarsögunni og undraverð-
um listrænum árangri. Þessi
seinustu verk eru þrautskipu-
lögð niður í smæstu eind.
Skipulagningin er þó ekkert
dautt form heldur alltaf lífræn
heild. Þessum verkum hefur oft,
með nokkrum rétti, þó samlík-
ingar milli ólíkra listgreina séu
alltaf vafasamar, verið líkt við
seinustu myndir málarans Piet
Mondrian. Webern skipulagði
ekki aðeins tónhæðir, sem öll
merk tónskáld höfðu reynt að
gera í hundruð ára, heldur einn
ig ríþma, styrkleika, blæ og
fleiri atriði. Hann náði svo al
gjöru samræmi milli hljómrænn
ar hugsunar og lag'línugerðar
að úr varð nýr stíll, svonefnd-
ur púnktastíll, sem átti eftir að
setja svip sinn á sjötta tug
þessarar aldar. Þess vegna hef-
ur Webern verið nefndur fað-
ir elektrónískrar tónlistar.
Stríðsárin voru Webern erfið
á ýmsa lund. Hann dvaldi í
Vín og var settur í brunalið
borgarinnar. íbúð hans var
eyðilögð í loftárás, og sonur
hans féll i stríðinu. í stríðslok
bjó hann í litlu sveitaþorpi hjá
tengdasyni sínum. En kvöld eitt,
þann 15. september 1945, var
gerð húsrannsókn hjá tengda-
syninum. Webern, hafði kveikt
sér í vindli, gekk út í dyrnar
og var skotinn af stríðsþreytt-
um og taugaveikluðum banda-
rískum hermanni. Webern er
grafinn í þorpinu Mitterseill og
á gröf hans er járnkross, sem á
eru rituð þessi orð Arkímedes-
ar: Noli tangere circulos meos,
snertu ekki hringina mína.
MARGFALDAR
HID
HllD
MYNDAMOT HF.
AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVlK
PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152
OFFSET-FILMUR OG PLÖTUR
AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SIMI 25810
honum, heldur gjorðust hégóm-
legir í hugsunum sínum og hið
skynlausa hjarta þeirra hjúpað-
ist myrkri.“ —
4. „Þeir kváðust vera vitrir,
en urðu heimskingjar.“
Áframhaldið er niður. Guðs;
traustið farið. Menn líta stórt á
sig, þykjast vitrir, en verða
heimskingjar, breyta heimsku-
lega og það leiðir til falls. Þessu
lýsir postuiinn í eftirfar-
andi orðum:
5. „Þess vegna hefur Guð of-
urselt þá fýsnum hjartna þeirra
tiil saurliifnaðar, til þess að þeir
sin á miili smánuðu likami sína.
Þeir hafa umhverft sannleika
Guðs í lygi, og göfgað og dýrk-
að skepnuna i stað skaparans,
hans sem er blessaður að eilífu."
Þetta er hin gamla raunasaga,
að þegar menn hætta að 1 ifa í
trú á Guð alls réttlætis, kær-
leika og fegurðar, og tilbiðja
hann, þá dýrka þeir skepnuna,
holdsgirndin tekur valdið af
göfgun andans. — Postul-
inn endurtekur, hvernig fer um
menningu einstaklinga og þjóða,
þegar hendi Guðs er sleppt og
hann sleppir hendi af mönn-
um:
6. „Fyrir þvi hefur Guð ofur-
selt þá girndum svívirðingar;
því að bæði hefur kven-
fólk þeirra breytt eðlilegum sam
förum í óeðlilegar, og eins hafa
líka karlmenn hætt eðlilegum
samförum við kvenmanninn og
brunnið í losta sinum hver til
annars; karlmenn framið skömm
með karimönnum og tekið út
á sjálfum sér makleg málagjöld
villu sinnar.“
Er ekki búið að leyfa með
lögum í einu merkasta menning-
arlandi heimsins þessi óeðlilegu
kynmök karla, sem postulinn
forda:mir, og víst engin kvik-
indi önnur temja sér? Hefur
ekki heil þjóð gert nýlega að
útflutningsvöru kynónáttúru
manna. sýnu verri ástar-
fari hunda og hænsna?
Eru þetta ekki augljós merki
hnignunar siðmenningar, hve
langt sem vera kann í sjálft
hrunið, ef þjóðir geta ekki lært
af hnignun og falli fyrri tíða
heimsvelda, þvií flestum eða öll-
um varð þeim siðferðishnignun
og spilling að falli.
Niður, niður, dýpra, dýpra.
Sú var meinþróunin. Og hér
kemur svo niðurlag bréfkafla
postulans. Fyrstu línurnar eru
endurtekning:
7. „Og eins og þeir hirtu ekki
um að varðveita þekkinguna á
Guði, ofurseldi Guð þá ósæmi-
legu hugarfari, svo að
þeir gjörðu það sem ekki er
tilhlýðilegt, fylltir alls konar
rangsleitni, vonzku, ágirnd,
illsku, fullir öfundar, mann-
drápa, deilu, sviksemi, ill-
mennsku; rógberar, bakmál-
ugir, guðshatarar, smánarar,
hrokafullir, gortarar, hrekk-
vísir, foreldrum óhlýðnir, óskyn
samir, óáreiðarilegir, kærleiks-
lausir, misikuninai'lauslr, —
menn sem þekkja Guðs réttlæt-
isdóm, að þeir, er slíkt fremja,
eru dauðasekir, þeir gjöra þetta
engu að síður og meira að segja
láta þeim velþóknun sína í té,
er það gjöra.“
Þessi kröftuga postula- og
spámannslýsing á sjúkdómsein-
kennum hægt hnignandi heims-
veldis, er ekki löng til
samanburðar við hina miklu sex
binda sögu Gibbons um hnign-
un og fall Rómaveldis, en post-
ulinn missir vissulega ekki
marks. Hér mætti svo segja með
spekingnum: „Ekkert nýtt undir
sólinni." Sjúkdómseinkennin
eru enn augljós og áberandi i
nútíma-menningu eða ómenn-
ingu þjóða, næstum hvert sem
litið er. Spámenn fornaldanna
töluðu um „blóðsekar" borgir.
Þær eru hér enn og mikið er
rætt og ritað um nútímalýð, sém
ekki kann að skammast sín. Það
er okkur svo mörgum ráðgáta,
hvort við erum á hnignunarleið
niður til falls, eða við erum að
standa af okkur einhverjar
„fæðingarhríðar" komandi Guðs
rikis. Bezt að bera höfuð hátt,
vona og vænta hins bezta.
Pétur SigunVttvon.