Morgunblaðið - 20.04.1971, Side 12

Morgunblaðið - 20.04.1971, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971 Að búa a jarð- skjálftasvæði Ilöfuiidur þessarar greinar er irskur prófessor í enskum bókinenntum, sem í starfi sínu liefur verið víða á jarð- skjálftasvæðum heimsins. Hann hefur sjálfur reynt allt frá miklum jarðskjálft- um niður í smávægrilega kippi, á meðan hann dvaldi i löndum á borð við Chile, íran, Líbanon, Grikkland, .Júgóslavíu og Spán. Nýlega afstaðnir jarðskjálftar í Suð iir-Kaliforníu urðu tilefni þessarar greinar lians um reynslu hans af nábýli við jarðskjálfta, og hversu jarð- skjálftarnir hafa áhrif á dag legt líf fólks. London — FWF Eftir Malcolm Welland FÓLKIÐ í Suður-Kali- forníu, líkt og er á flestum öðrum j arðskjálftasvæð- um, kann að skjálfa í rúm- um sínum þessa dagana, ekki af ótta heldur vegna þess, að fólk verður oft ekki vart við mjög væga jarðskjálftakippi nema það liggi á fjaðradýnu. Á sama hátt getur vatn í baðkari verið líkt og jarðskjálfta- mælir. Ég minnist þess, að þegar ég tók upp búsetu í Chile 1944 varð fyrsta reynsla mín af jarðskjálfta sú, að hálfgerð flóðbylgja myndaðist í baðkarinu, sem ég lá í! Enginn annár á hótelinu virtist hafa veitt skjálftanum athygli, enda eru jarðskálftakippir svo tíðir í Chile, að enginn tekur eftir þeim nema sá, sem nýkominn er til lands- ins, eða só, sem er i hæsta máta taugaveiklaður. Chrle búar halda því reyndar fram, að land þeirra sé ekkert annað en stórt, titr- andi hlaup, og þeir segja í gamni, en þó nokkurri al- vöru, að sá dagur muni koma, að heil sneið af land- inu muni losna frá og sökkva í Kyrrahafið. Að reynslu minni í Chile get ég sagt, að þar verða smávægilegir jarðskjálftakipp ir, sem menn verða þó varir við, a.m.k. hálfsmánaðarlega. Ég legg áherzlu á orðin var- ir við, þvi þarna hlýtur að koma fram á jarðskjálftamæl um mikill grúi jarðskjálfta, sem eru svo vægir að menn taka ekki eftir þeim. Mér er sagt að í héraðinu Alicante á Spáni komi fram á jarð- skjálftamæli jarðhræringar á hverjum degi, án þess að nokkur verði var við þær. Auðvitað er það svo, að Sjúkrahúsið í San Fernando-dalnuni varð hvað verst úti í .jarðskjálftiinuni í Kalifornin. Hér sjást sjúklingar fyrir utan sjúkrahúsrústirnar bíða þess að verða fluttir á brot,t og björg uiiarnieiiii eru að leita í rústu num að fólki, sem grófst í þeim. Raunveruleg ógnun er að maður veit aldrei hvenær jarðskjálfti verður menn venjast nábýlinu við jarðskjálftana og jafnvel þvi, að segja af þeim gamansögur; sögur um blóm í vasa, sem hristast, um myndir, sem voru réttar á vegg að kvöldi, en skakkar að morgni. Meira að segja titringur frá stórum vörubíl, sem framhjá fer í nokkurri fjarlægð, getur orð ið til þess að menn brosi, en fyrir hendi er ávallt hin þögla spurning: „Var þetta jarðskjálfti?“ Maður veit aldrei hvort í kjölfar þess að ljósaperan fer að sveiflast í loftinu muni fylgja miskunn- arlausar ógnir gífurlegra nátt úruhamfara. Jafnvel hugmyndasnauð- ustu menn geta ekki tilfinn- ingalega séð litið á jarð- skjálfta sem náttúrufyrir- bæri, sem ekki komi þeim við. Þétta ógnvekjandi „vega salt“, sem oft fylgir hreyf- ing upp og niður, skýt- ur óhjákvæmilega að manni þeirri hugmynd að óskaplegs djöfulgangs geti verið að vænta. Ég get ekki annað en líkt einum miklum skjálfta, sem ég.lehti í, við það að ein hvér risatannlæknir væri að bisa við að draga gífurlegan klett. upp úr jörðinni. Afl jarðskjálftanna er ógn vekjandi. Bæir á borð við Coneepcion í Chile, Skopje í Júgóslavíu, og stór þorp í Tyrklándi og íran hafa ver- ið lögð rækilegar i rúst af jarðskjáilftum en nokkur borg eða bær var eyðilagður með lofthemaði í síðustu heims- styrjöld! Svo sem gerzt hefur i Chile, getur sjálft landslag ið breytt algjörlega um svip; á getur breytt farvegi sínum úr því að renna í stöðuvatn inni í landi, og runnið eftir nýjum beint til sjávar (þetta hefur gerzt margsinnis í fyrri tíð); höfn, sem áður gat að- eins tekið við smáskipum vegna grynmnga — eins og chileanska höfnin Valdivia, þar sem mikill jarðskjálfti varð 1960 - getur skyndi- lega tekið við stærstu skip- um úthafanna, og hin litla laug, sem maður fór venju- lega í á sunnudögum til baða, getur horfið með öllu. ENGINN TÍMI TIL SKELFINGARÆÐIS Jarðskjálfti er einhver mesta ógn, sem menn geta lent í, vegna þess að þeir standa algjörlega magnvana andspænis honum. Ef menn hlaupa út úr húsi, getur hrynjandi byggingarefni úr öðrum húsum komið þeim fyr- ir kattarnef, svo hið eina sem hægt er að gera er að vera kyrr á sínum stað. Sem bet- ur fer er enginn tími til skelf ingaræðis, enda þótt menn séu lamaðir af ótta, þannig að lifi menn þetta af, kunna þeir að fá á sig orð fyrir að vera „karlar í krapinu" hverju sem á gengur. Augljóst er, að verði jarð- skjálfti, eru menn óhultastir úti á víðavangi, en meira að segja þar er fyrir hendi hinn óskemmtilegi möguleiki á þvi, að sprunga myndist skyndi- lega og lokist síðan aftur, sem yrði heldur óheppilegt fyrir þann, sem stæði einmitt á þeim stað, sem slík sprunga opnaðist. Á flestum jarð- skjálftasvæðum í heiminum eru nú lög um að ekki megi byggja hús án þess að sér- stökum traustleikaskilyrðum gagnvart jarðskjálftum sé fullnægt, og sannað hefur ver ið, að bygging, sem reist er eftir réttum reglum hefur góða möguleika á að standa af sér jafnvel mjög harða jarðskjálfta. 1 jarðskjálfta mundi slík bygging svigna í- skyggilega, en hún mundi ekki hrynja. Til þessa hafa visindin ekki verið þess megnug að geta sagt fyrir um jarð- skjálfta. Allir vita, að jarð- skjálftasvæði liggja yfir sprungum í jarðskorpunni og að San Francisco t.d., vegna þess að hún er byggð beint yfir slíkri sprungu — getur fyrr eða síðar átt á hættu að verða fyrir barðinu á frek- ari alvarlegum jarðskjálft- um. Spurningin er: Hvenær? Þetta er spurning, sem enn er ekkert svar til við og það er einmitt í þeirri staðreynd, hversu óútreiknaniegir jarð- skjálftar eru, sem ógnun jarð skjálftahættunnar birtist bezt. Harður jarðskjálftakippur er liklegur til þess að færa upp á yfirborðið þá sektartil finningu, sem að hluta til er ímynduð, en býr í öllum okk- ar. Morguninn eftir hinar miklu hamfarir í Chile 1939 gekk vinur minn, sem var skáld, um götur hinnar gjör eyðilögðu borgar Concepcion og sagði í sífellu: „Þetta varð að gerast!“ Með þessu var hann að gefa til kynna að jarðskjálftiinn væri refsing fyrir misgjörðir og syndir samborgara sinna. 1 Beirut 1958 hafði ég kvöldverðarboð inni er jarð- skjálfti varð - sem betur fór ekki alvarlegur. Eftir fyrsta kippinn virtust gestirnir ekki fara úr jafnvægi, en þegar annar kippur kom 20 minút- um síðar fór allt í handaskol um. Sum okkar þutu út á götu með líkjörsglösin i hend inni, og þá veittist að okkur nágranni, náhvítur, annað hvort af hræðslu, bræði eða hvoru tveggja og sagði: „Skammizt þið ykkar ekki fyrir að neyta áfengis við slikt tækifæri ?“ Greinilegt var að hann taldi afstöðu okkar til málanna virðingar- lausa, ef ekki hreint guðlast. Niðurstaðan er sem sé sú, að þeir sem hafa eitthvað mjög slæmt á samvizku sinni, ættu að forðast þá staði, þar sern sprungur eru í jarðskorp ME» PÁLMANN I HÖNDUNUM Jarðskjálftasögur þeirra, sem af komast, eru óendan- lega margar líkt og sögurn- ar um „sprengjuna mína“ úr siðasta stríði. Þær eru allar keimlíkar og sannast að segja flestar hundleiðinlegar. Ein saga er þó til úr jarðskjálft- unum miklu i Concepcion, sem líklega er einsdæmi. Þýzkur ferðamaður í verzlun arerindum var að hátta i svefnherbergi sínu á þriðju hæð gistihúss síns þegar fyrsti, harði kippurinn kom. Án þess að Uugsa sig um stökk hann út um gluggann og í krónu pálmatrés, sem var í garðinuoa fyrir neðan. Hann hafði ekl/i fyrr stokk- ið út en hótelið hrundi til grunna. Þjóðverjinn varð að dúsa uppi í pálmatrénu i all- langan tíma áður en honum var bjargað þaðan. Hann kvartaði reyndar sáran yfir því, að fólkið virtist hafa haft annað fyrir staíni en að hlusta á neyðaróp hans. Tal- ið er að Þjóðverjinn hafi hreinlega fyílzt gremju vegna jarðskjálftans! Að lokum fáein orð til hugg unar þeim, sem kunna að vera staddir í Aþenu. Þessi dásamlega borg hefur á und- anförnum tveimur árum orð- ið fyrir vægum jarðskjálfta- kippum. En æðrizt ei, lítið upp til Akrópólis og hugleið ið það að úr því að Perthen- on hefur staðið þar um aldir, er fremur óliklegt að hofið verði alvarlega truflað nú. (Forum World Features). Óskar Gíslason ljósmyndari heiðraður FIMMTUDAGINN 15. apríl, á af mælisdegi Óskars Gíslasonar, ljósmyndara, var hann gerður að heiðursfélaga Slysavarnafé- lagsins við hátíðlega athöfn í Slysavamahúsinu í tilefni af jsjötugsafmæli hans, i viðurkenn lingar og þakklætisskyni fyrir gerð kvikmyndarinnar um „björgunina við Látrabjarg" ár ið 1948. Jafnframt var Óskari afhent vegleg gjöf frá slyisavarnadeild- inni „Bræðrabandið" í Rauða- sandshreppi, V-Barð., sem aðstoð aði við björgun skipverja af enska togaranum DHOON árið 1947 og gerð kvikmyndarinnar ár ið eftir. Þetta var safn ljósmynda af öllum bæjum í Rauðasands- hreppi, ásamt núverandi ábúend- um, í*uk skrár yfir öll býli i hreppnum allt frá 17. öld. Áburðarflutningar árlegt vandamál UM þessar mundir eru áburðar- flutningar að hefjast, og þegar hafnir að nokkru um Suðurlands- undirlendi. Vegir hafa ekki spillzt að ráði af þeirra völdum til þessa, enda liefur Vegagerð- in óspart gripið til öxulþunga- takmarkana til að fyrirbyggja það. Að því er Hjörteitfur Ólafs- son, eftiirtlitsanaðu'i' hjá Vega- gerðinoi tjáði Margunblaðinu í í gær. eru áburðarflutniingarnir uim þjóðv'egi landsinis orðnir ár- legt vandamál. Kvað hann vega- gerðarmenn óska þess. að þeir væru fyrr á ferðinni en tíðkaat — rneðan írost væri ekki farið úr vegunum —. ein þeir vildu dragast helzt til liengi fraim á vormániuðina. Kvað hanm það staðreynd, að raest-i þu\ga- fiutningarmr uim þjóðvegina færu jafnan fram á þeim tima árs, er vegirnir væru sem veik- astir fyrir og buírðarjþoíl þeirna langt fyrir neðan eðlileg mörk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.